Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 3
3 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 Guðmundar- og Geirfinnsmál: Gagnrýni verjendanna hittir þá sjálfa fyrir — sagði saksóknarinn í lokaræðu sinni Verjendur hinna ikærSu talið frá vinstri: Jón Oddsson hrt.. verjandi Sævars Marinós Ciesielski, Pill A. Pálsson hdl.. verjandi Kristjáns ViSars ViSarssonar, Benedikt Blöndal hrl., verjandi GuSjóns SkarphéSinssonar. Hilmar Ingimundarson hrl.. verjandi Tryggva Rúnars Leifssonar, GuS- mundur Ingi SigurSsson, verjandi Erlu Bolladóttur, Öm Clausen hrl., verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, og lengst til hægri er Finnur Torfi Stefánsson hdl.. verjandi Ásgeirs Ebenezers ÞórSarsonar. MÁLFLUTNINGI í GuSmundar og Geirfinnsmálum lauk i fyrrakvöld, eins og frá var skýrt i blaSinu i gær. Málflutningnum lauk meS varnarræSu Sævars Marinós Cie- sielskis en áSur höfSu saksóknari og verjendur flutt stuttar ræSur i annarri umferS málflutnings. GerSu þeir athugasemdir viS sumt. sem komiS hafSi fram í aSalræSum verjenda og saksókn- ara. MorgunblaSiS hefur skýrt itarlega frá fyrri ræSum verjenda og saksóknara viS málflutninginn og hér á eftir verSur rakiS stutt- lega. sem kom fram i seinni ræS- unum. Bragi Steinarsson vararikissak- sóknari tók fyrstur til máls og kvaðst ekki ætla að fjalla hér um efni máls ins, eins itarlega og það hefði verið rakið í fyrri ræðu, heldur ætlaði hann að gera örfáar athugasemdir við málflutning verjenda Hann sagði að gagnrýni á rannsókn mála hefði gengið eins og rauður þráður i gegnum málflutning fjögurra fyrstu verjendanna, þ e. Páls A Pálssonar. Hilmars Ingimundarsonar. Jóns Oddssonar og Benedikts Blöndals „Um þennan söng get ég sagt það sama og háttvirtur fimmti verjandi, Guðmundur Ingvi, og geri ég hans orð að minum," sagði Bragi Aldrei komið a8 kjarnanum „Þessir fyrstnefndu verjendur hafa í málflutningi sinum sáð fræjum tortryggni og efasemda. Þeir hafa týnt til einstaka punkta, alveg sund- urlaust og þeir hafa aldrei komið að kjarnanum nefnilega því, að játning- ar hinna ákærðu eru sannleikanum samkvæmar Og ég endurtek að þetta eru afdráttarlausar og skugga- lausar játningar," sagði Bragi. Hann kvaðst ekki ætla í hnútukast við verjendur en tók fram að að sinu mati hitti gagnrýni verjendanna þá sjálfa fyrir. Samkvæmt lögum ætti maður, sem teldi sig beittan harð- indum af lögreglu, rétt á því að koma fyrir yfirmann lögreglumanns- ins. Ef sakborningar i þessu máli voru beittir harðindum. eins og komið hefði fram í máli verjendanna benti það til þess að verjendurnir hefðu ekki staðið í stykkinu og kom- ið kvörtunum til yfirmanns rann- sóknarlögreglunnar. Saksóknarinn gerði langflestar at- hugasemdir við varnarræðu Hilmars Ingimundarsonar hrl., verjanda Tryggva Rúnars Leifssonar. Hann hefði borið fyrir sig dagbók Siðu- múlafangelsisins, sem fangaverðir færa, og látið eins og þar væri einberan sannleika að finna. Á grundvelli dagbókarinnar hefði Hilmar gert ýmsar athugasemdir. T.d. hefði hann talað um 68 yfir- heyrslur yfir Tryggva Rúnari en hið rétta væri, að hann hefði farið 68 sinnum inn í yfirheyrsluherbergi fangelsisins en þar hefðu öll samtöl milli fanga og lögreglumanna farið fram jafnvel þótt þau snérust ekki um umrædd sakamál heldur eitt- hvað allt annað, t.d. einhverjar óskir fanganna Þá gagnrýndi saksóknari ummæli Hilmars um að Tryggvi Rúnar hefði verið sprautaður niður til þess að hann yrði meðfærilegri við yfirheyrslur og taldi þau vítaverð og beindi því til dómsins hvort ekki kæmi til álita að telja þetta réttarfars- brot sem væri refsivert. Einkennilegur málflutningur Saksóknari sag<yr; að málflutning- ur Jóns Oddssonar hefði vægast sagt verið einkennilegur Hann hefði haft fátt áþreifanlegra tilefna svo hann hefði hreinlega búið sjálfur til tilefni. Hann hefði talað í klukkutíma um það hvers vegna ekki hefði verið tekin skýrsla um viðbrögð Sævars í yfirheyrslu 28. janúar 1976, en þegar skýrslan væri skoðuð stæði þar skrifað, að yfirheyrslu hefði ver- ið frestað vegna óska Jóns sjálfs „Þetta var hámarkið," sagði Bragi. Þá sagði hann að Jón væri haldinn ólæknandi þráhyggju og væri enn að rey.ia að sanna, að Sævar hefði alls ekki verið viðstaddur á Hamars- braut 1 1 nóttina sem Guðmundi var ráðinn bani þrátt fyrir ítrekaðar játn- ingar um slikt Bragi mótmælti því, að vottar hefðu ekki verið við yfirheyrslur, þeir hefðu verið 1 — 2 í hvert skipti Þá sagði hann það misskilning að verjendur mættu alltaf vera við- staddir yfirheyrslur, það væri í valdi dómarans. Hann gerði að umtalsefni þau orð Hilmars Ingimundarsonar, að orðalgaið í skýrslunum væri svo likt, að það væri alveg eins og sakborningar hefðu apað hver upp eftir öðrum og væri réttast að láta bókmenntafræðing yfirfara skýrsl- urnar. „Þeir hafa apað hver eftir öðrum í sumar og hver á sök á þvi," sagði Bragi hvasst um leið og hann leit til verjendanna og duldist eng- um að þetta var sneið til þeirra, en sakborningar hafa flestallir dregið játningar sinar til baka nú i sumar, eins og fram hefur komið. Saklaus maður dróst inn í málið Varðandi gagnrýni verjanda Ás- geirs Ebenezers Þórðarsonar sagði Bragi Steinarsson, að íslenzk lög krefðust þess, að mál yrðu samein- uð í eina ákæru. í þessu tilfelli hefði dregizt inn í málið algerlega saklaus maður og væri það óbærileg ógæfa fyrir þennan mann að lenda inni i svona óvenjulegu og stóru máli Kvaðst hann taka undir það með verjandanum að maðurinn ætti að njóta þess við ákvörðun refsingar að hafa þurft að dragast svona inn i þetta mál. Næst ræddi Bragi um gagnrýni á það, hvernig staðið var að yfirheyrsl- um yfir vitninu Gunnari Jónssyni. en verjendur voru ekki viðstaddir fyrstu yfirheyrslu. Hann hefði verið staddur á Spáni og hefði verið vand- kvæðum bundið að fá hann hingað. En til iandsins hefði hann komið á föstudagskvöldi og þar sem nauð- synlegt þótti að faka af honum skýrslur áður en hann hitti nokkurn mann var brugðið á það ráð að yfirheyra hann á laugardegi. Kvað Bragi Gunnar vera ómetanlegt vitni í Guðmundarmálinu og sér þætti ekk- ert undarlegt að verjendum þætti súrt í broti að hafa misst af yfir- heyrslunum. Sagði Ðragi, að Gunn- ar hefði verið mjög var um sig fyrst í stað. eins og hann væri hræddur við ákærðu í málinu, Sævar, Kristján og Tryggva Rúnar, en um leið og hann var samprófaður með Albert Klahn hefði hann loks opnað sig og vitnis- burður hans væri mjög mikils virði. ítrekaðar kröfur um þyngstu refsingu Loks vék Bragi að lögfræðilegum túlkunum málsins og heimfærslu en ágreiningur var milli sækjanda og verjenda um heimfærslu. Sækj- andinn vildi heimfæra brotin i Guð- mundar- og Geirfinnsmálunum und- ir 211. grein almennra hegningar- laga um manndráp en verjendur undir 215. grein, sem fjallar um mannsbana af gáleysi ef refsing yrði dæmd Þá var það skilningur Braga að Albert Klahn Skaftason væri hlut- deildarmaður í Guðmundarmálinu með athafnaleysi sínu og Erla i Geir- finnsmálinu með sömu rökum. Skal þessi skoðanaágreiningur ekki rak- inn frekar enda hafa honum verið gerð skil hér i blaðinu. Saksóknari itrekaði gerðar kröfur um þyngstu refsingar og ævilangt fangelsi gagn- vart tveimur ákærðu, Kristjáni Viðari og Sævari, og lagði siðan málið i dóm. Verjendur taka til máls Verjendur tóku nú til máls að nýju. Páll A Pálsson hdl , verjandi Kristjáns Viðars, var fyrstur í röðinni og mótmælti hann i byrjun þeim orðum saksóknarans, að engu væri likara en verjendur hefðu verið að tala til blaðamanna en ekki dómara i ræðum sinum Hann sagði að skjól- stæðingur sinn, Kristján Viðar, hefði ekki viljað segja frá illri meðferð i fangelsinu, ekki einu sinni verjanda Framhald á bls. 33. . iaoóa* 2 v'ikut Gistinð “ 15 nóvember—22. nóvember 7 dagar Verð: frá kr. 61.000.+ -. Flugfar, gisting. morgunverður og flugv. skattur Ferðaskrifstofan Með Útsýn til annarra landa AUSTURSTRÆTI 17, II HÆÐ SÍMI 26611 - 20100

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.