Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTOBER 1977 „Þeir sem hafa rokkið í sér, geta rokkað enðalanst.. ” ALLT ER í poppheimi hverfult og frægðin er sjaldnast varanleg, menn koma og fara, vekja hrifningu og stundar- æsmg, en síðan ekki söguna meir. Það er því hreint með ólíkmdum, að hljómlistarmenn sem hófu að leika saman fyrir tuttugu árum, þá á unglings- aldri, skuli nú njóta slikra vinsælda fyrir flutning sinn á gömlum rokklögum, að plata þeirra varð i fyrra ein af vinsælustu plötunum meðal unglinganna, sem voru ekki einu sinni fæddir fyrir tuttugu árum Já, það eru tuttugu ár siðan nokkrir piltar fóru að æfa og leika saman undir nafninu Plúdó og Stefán. Eftir málaferh urðu þeir að sleppa P-éinu framan af nafni hljómsveitarinn- ar. en Lúdó-sextett og Stefán héldu sínu striki og voru ein vinsælasta hljómsveit landsins allt fram til ársins 1 968, að þeir slitu samstarfinu Margir eiga góðar minningar frá dansleikjum hljómsveitarinnar, en hins vegar eru þeir liklega fáir sem muna eftir silfurverksmiðjunni Plúdó, þótt hún hafi sigrað í málaferlunum Fyrir þremur árum var nafnið Lúdó og Stefán tekið í notkun á ný og frá árinu 1975 hafa þeir leikið og sungið saman undir þessu nafni þeir Berti Möller, Elfar Berg, Hans Kragh og Stefán Jónsson í fyrra léku þeir gömlu lögin inn á plötu og urðu allt í einu stjörnur meðal unglinganna á ný. „Ólsen ólsen", kartöflugarðasöngurinn og fleiri lög voru allt í einu á annars hvers manns vörum Að sjálfsögðu létu þeir félagar ekki staðar numið, heldur undu sér í gerð annarrar plötu í sumar og eins og fyrri dagmn eru það gömlu lögin frá veldistíma Lúdó-sextetts og Stefáns sem flutt eru á plötu með islenzkum textum Slagbrandur hitti þá félaga að máli á dögunum og ræddi við þá í tilefni af útkomu nýju plötunnar Fjórmenningarnir voru allir í Lúdó-sextettnum á sínum tíma, en hafa síðan verið í ýmsum hljómsveitum, oftast þá saman tveir eða þrír. Leiðir þeirra hafa því aldrei skilizt lengi í einu Þeir eru því spurðir fyrst, hvort þeir líti svo á, að núverandi hljómsveit sé sú gamla — Lúdó og Stefán — endurlífguð: Stefán „Þetta er auðvitað ekki alveg sama hljómsveitin Nú erum við bara fjórir, en vorum sjö þá Berti „En þegar við byrjuðum að leika eitt og eitt lag frá dögum gömlu hljómsveitarinnar, þá tók fólkið þeim sérlega vel Elfar „Og þegar fólkið sá okkur aftur saman, þá hreinlega ætlaðist það til þess að gömlu lögin yrðu leikin aftur Kveikjan að útgáfu fyrri stóru plötunnar var eiginlega dansleikur fyrir Lions-menn á Hótel Sögu Þar lék hljóm- sveitin mörg af gömlu rokklögunum og meðal gesta var Svavar Gests, hljómplötuútgefandi, sem kunni svo vel að meta þetta efni. að hann hafði samband við hljómsveitina fáum dögum síðar og bauð henni að gera plötu með gömlu rokklögunum. — Elfar „Við héldum að við værum að gera plötu fyrir pabbana og mömmurnar, en reyndin varð sú. að ungling- arnir tóku henni ekki síður en þeir eldri . — En hverjar telja þeir félagar vera helztu skýringarnar á velgengni plötunnar? Berti „Fólkið fékk að heyra létta tónlist með léttum textum sem það gat lært og raulað og síðast en ekki sízt var þetta tónlist sem fólkið gat dansað eftir Hans „Fólkið var líka orðið þreytt á þeirri tónlist sem hafði gengið á undan Elfar „Ung stúlka sem var á dansleik hjá okkur í sumar sagði við mig, að hún hefði aldrei fyrr upplifað þessa stemmningu á dansleik, þessa stemmningu sem einkenndi böllin hér áður fyrr. — Þeir félagar segja það hafa verið erfiðara að gera nýju plötuna en þá fyrri, meðal annars af því að nú var úr minna efni að velja En þeir hafi verið reynslunni ríkari eftir gerð fyrri plötunnar og því voni þeir að þessi plata sér ekki síðri þeirri fyrri Fólkið sjálft verði svo að segja til um hvort hún sé betri — En voru þeir ekkert hræddir við að fá þá gagnrýni. að þeir væru stöðugt með gömlu lummurnar á boðstólum? Stefán „Eg held nú, að ef menn athugi málin, þá séu harla margir aðrir emmitt að setja gömlu lummurnar á pönnuna Elfar „Við erum að vinna fyrir fólkið. leika þá tónlist sem það vill heyra — Þótt þeir félagar séu vissulega hressir og ungir í anda eru þeir þó engir unglingar lengur, með tuttugu ár að baki í hljómsveitum Skyldu þeir vera orðnir of gamlir til að leika rokk? Hans „Þetta er eins og með jassleikara Þeir sem hafa „swingið" í sér geta „swingað" fram á elliár og þeir sem hafa rokkið í sér, geta rokkað endafaust Berti „Þetta var sú tónlist sem við mótuðumst af þegar við vorum að byrja að leika i hljómsveitum Og þegar við leikum hana þá verðum við ungir i annað sinn Hans „Þetta er sú tónlist sem við höfðum alltaf mest gaman af sjálfir ." Stefán „Við erum nær tilfinningunni í þessari tónlist en þeir unglingar sem nú eru að byrja að leika á hljóðfæri ." Berti „Margar popphljómsveitir sem nú starfa vilja ekki viðurkenna að rokkið sé tónlist. Það hafa komið hljómsveit- arstrákar til okkar á böllin úti á landi í sumar og þeir hafa gengið fussandi og sveiandi um salinn, enda þótt fólkið i salnum sé að rifna af fjöri Margir þessara stráka sjá bara eina beina línu, sem er sú að leika bara frumsamda tónlist, en oft enda þeir með því að leika hana aðeins fyrir sjálfa sig Elfar „Mönnum finnst gjarnan að nýja stefnan sem þeir aðhyllast sé sú eina rétta. Stefán „Við komum fram á sjónarsviðið þegar K.K - sextettinn var á hátindi frægðar sinnar Við reyndum auðvitað að gera eins og þeir, en við reyndum lika að koma með eitthvað nýtt Þá var mikil samkeppni milli hljómsveita að vera fyrstar með nýju lögin og stundum var jafnvel lagt meira upp úr því að vera fyrstur með lagið en að spila það vel Á þessum stað í samræðunum beinist talið að hljóm- sveitum eins og Hljómum og Dúmbó og Steina sem vöknuðu að nokkru til lífsins á ný og hlutu mikið lof í blöðunum og mikið var gert úr því, hversu stór númer þessar hijómsveitir hafi verið á sínum tíma En þegar skyggnzt er aðeins aftar í tímann, kemur í Ijós að á sinum tíma var Lúdó sextett og Stefán ákaflega sterk hljómsveit með mikið fylgi Þannig var hún húshljómsveit í Stork- klúbbnum (síðar Glaumbæ) og seinna i Þórskaffi Sveita- böllin voru fastir liðir hjá Lúdó mörg sumur og hljómsveitin átti mikinn þátt i að efla vinsældir Hlégarðs sem dansstaðs — en svo einkennilega vildi til, að aðsókn að dansleikjum i Hlégarði fór mjög þverrandi eftir að Lúdó hætti að leika þar! Þá voru Akranes og Borgarfjörðurinn ákaflega sterk vigi i sókn hljómsveitarinnar — og það er kannski ekki tilviljun að hljóðfæraskipunin hjá Dúmbó og Steina varð alveg eins og hjá Lúdó Stefán „Fólk á okkar aldri á kannski sinar bestu minningar um æskuárin frá dansleikjum með Lúdó sext- ettnum, en yngra fólk, yngri kynslóðir ef svo má segja. bmda sínar minningar við Hljóma eða Dúmbó og Steina Og nú förum við að slá botninn i samræðurnar. Það kemur fram, að i vetur verður Lúdó og Stefán í föstu starfi í Lækjarhvammi (eða Átthagasal) Hótel Sögu Er þetta fimmti veturinn i röð sem kjarni hljómsveitarinnar leikur Framhald á bls. 36 Lúdó og Stefán, talið frá vinstri: Hans Kragh. Stefán Jónsson. Berti Möller og Elfar Berg Ljósm. Kr. Ól. # Félagið Jassvakning hefur nú starfað f tvö ár og þrátt fyrir erfiða aðstöðu lítur út fyrir að þessi fé- lagsskapur haldi velli enn um hríð. Er það vissulega ánægjuefni þar eð félagið hefur verið eini vettvang- ur þeirrar margbreytilegu tónlistar sem hvorki getur kallazt klassík né brenni- vínsmúsík og þannig verið ferskri innlendri tónlistar- sköpun mikil lyftistöng. I vor var tekin upp sú nýbreytni i starfsemi félagsins að halda jass- kvöld’ einu sinni í viku á Frikirkjuvegi 11 og hefur þessi nýbreytni gefið góða raun. Sl. mánudagskvöld hélt undir- ritaður í „Jasskjallarann“ til að afla sér nokkurs fróðleiks um starf Jassvakningar í framtiðinni. begar undirritaðan bar að garði voru þeir Guðmundur Ingólfsson, Sigurður Karlsson, Pálmi Gunnarsson og Magnús Eiriksson að leika „Funk-jass“ fyrir hart- nær hundrað áheyrendur og myndaðist brátt mjög góð stemmning í salnum. Með- fylgjandi myndir tók Kristinn af þeim félögum. „Það rúllar'* Undirritaður hitti að máli Jónatan Garðarsson, sem verið hefur formaður félagsins frá upphafi og innti hann eftir ýmsu um starfsemi Jassvakningar. „Það var geysierfitt að koma þessu af stað, en eftir að mestu byrjunarerfiðleikarnir voru yfir- stignir hefur þetta rúllað svona nokkurn veginn af sjálfu sér.“ Jónatan sagði að félagið fengi enga styrki til starfsins, en borgaði litla leigu fyrir afnot af húsnæðinu á Fríkirkjuvegi og vissulega mætti líta á það sem nokkurn stuðning af hálfu Borgarinnar. Hann sagði að félagið hefði farið fram á að það nyti vissra friðinda varðandi skemmtanaskatt og þess háttar, en verið synjað á þeirri forsendu að jass væri dansmúsík,. „Það er mjög erfitt fyrir svona fjárvana félagsskap aó standa í þessu, til dæmis í sambandi við erlenda skemmtikrafta. Við-getum ekki fengið gjald- eyrisyfirfærslu vegna slíks, nema við höfum samning i höndunum og skemmtikraftarnir gera hins vegar engan samning nema við höfum peningana i höndunum, svo þetta er alger vitahringur. Þetta á sér enga hliðstæðu á öðrum Norðurlöndum. Raunar er þetta gifurlega skattaplokkerí hér á landi gersamlega að drepa alla

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.