Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 33
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977 33 — Flugleiðir Framhald af bls. 40 ýmsum takmörkunum, t.d. verður að bóka 45 dögum áður en flogið er og fargjöldin eru miðuð við 14—45 daga dvöl. Sagði Sigurður að félögin hefðu ákveðið að tak- marka sætamagn til þessara far- gjalda og væri framboðið mis- munandi eftir félögum á bilinu 10—20% heildarsætamagns. Þetta fargjald sagði Sigurður að mætti heita nýtt, en segja mætti að nokkur hliðstæða þess hefði verið i gildi áður, en það fargjald var um 50 dollurum dýrara hjá Flugleiðum. Upphæð sú sem Flugleiðir sækja um er lægri en hjá öðrum flugfélögum, þar sem Super Apex fargjöldin eru hjá mörgum 290 dollarar, hjá irska flugfélaginu Air Lingus er far- gjaldið 285 og hjá hollenzka flug- félaginu KLM og því belgiska, Sabena, eru fargjöldin 332 doll- arar. Sigurður sagði, að mikil ólga og átök væru nú á Atlantshafsflug- leiðinni og mætti reyndar segja, að upplausnarástand ríkti i bili. — Borgarstjórn Framhald af bls. 12. Reykjavikur fyrir bestu að minnka eignarhluta borgarinnar i Landsvirkjun og þar með að eiga það undir öðrum aðilum að borg- inni verði séð fyrir nægri orku í framtiðinni, auk þess sem Lands- virkjun er sterkt fyrirtæki fjár- hagslega. Borgin hefur að vísu léð máls á þvi að taka sæti í nefnd sem iðnaðarráðhefra skipaði til að kanna möguleika á eignaraðild Samtaka sveitarfélaga í Suður- lands- og Vesturlandskjördæmi. Ef af slíku verður og borgin dreg- ur úr eignarhluta sínum verður að sjálfsögðu að krefjast fullra bóta svo og hlutfallslegrar ábyrgðar nýrra meðeigenda á skuldum Landsvirkjunar. Nefnd- in hefur ekki lokið störfum." Kristján Benediktsson (F) sagð- ist vilja láta fresta afgreiðslu þriðja liðar. Sigurjón Pétursson (Abl) sagði að sér hefðu fundist viðbrögð meirihlutans hörð. Hann sagði það óeðlilegt og ekki til hagsbóta að borgin væri heild- söluaðili á rafmagni í stærri hlut- föllum en eignarhlutur segði til um. • Adda Bára Sigfúsdóttir sagði að þó borgin hefði staðið sig vel við virkjanir þýddi það ekki að um aldur og eilífð ætti hún að taka á sig ábyrgðir vegna virkjanafram- kvæmda víðs vegar. Hún sagði að sér væri ljóst, að það væri alls óvíst, að sveitarfélög vildu gerast aðilar að Landsvirkjun, en bjóða mætti þeim upp á það. Albert Guðmundsson (S) tók síðastur til máls og sagði það umhugsunar- efni, hvenær borgin tæki sig út úr, fengi til yfirráða Sogsvirkjun og fleiri virkjanir og stofnaði sitt eigið orkubú. Hann sagðist ekki frá því, að ef borgin ætti eigið orkubú nú væri raforkuverð lægra en nú er. Tillagan um nið- urfellingu söluskatts var sam- þykkt með 15 samhljóða atkvæð- um. Frávísunartillögur borgar- fulltrúa Sjálfstæðisflokksins voru samþykktar. — Grjótaþorp Framhald af bls. 31. gildi umhverfisins nær lengra. Grjótabrekkan er hluti af landinu umhverfis kvosina og byggðin þar tengd byggðinni við Tjörnina og i Þingholtunum. 1 hverfum þessum er hvarvetna að finna sérkenni byggðarinnar í gamla borgarhlut- anum: lág hús og margbreytileg sem standa ein sér i • litlum görðum, oft með miklum trjá- gróðri. Yfirvöld hafa með friðlýsingu og öðrum aðgerðum stuðlað að verndun ýmissa mannvirkja, sem eru á hinu viðkvæma svæði aust- an og sunnan kvosarinnar. Þegar horfið hefur verið frá því ráði að leggja götu eftir Grjótaþorpinu endilöngu verður hægt að halda áfram þeirri verndunarstefnu, sem þegar hefur verið mörkuð þannig að skörð myndist ekki í hina fornu umgjörð kvosarinnar. — Gagnrýni verjendanna Framhald af bls. 3. sínum. Hann gerði að lokum stranga sönnunarkröfu til ákæruvaldsins. Hilmar Ingimundarson hrl . verj- andi Tryggva Rúnars. sagði að það værí ákæruvaldsins að sækja á brattann I þessu máli og i Guð- mundarmálinu væri erfitt að sanna nokkra sök. Hann mótmælti þvi að hafa nokkurn tima sagt. að Tryggvi Rúnar hefði verið sprautaður niður til þess að hann yrði meðfærilegri við yfirheyrslur Hann sagði að dómsrannsókn málsins hefði verið vel unnin en aðeins eitt atriði hefði valdið sér vonbrigðum: að hafa ekki fengið tilkynningu um það hvenær vitnið Gunnar Jónsson yrði kallað fyrir. þvl llklega væri Gunnar mikil- vægasta vitnið I málinu Jón Oddsson, hrl., verjandi Sævars. gerði athugasemdir við það hve oft væri vitnað I niðurstöður geðrannsókna i málflutningi sækj- andans. en venjulega væru slik gögn álitin trúnaðarmál og ekki not- uð. Benti þetta til þess að saksóknar- inn skorti sönnunargögn Hann itrekaði að Sævar Ciesielski hefði fjarvistarsannanir Um rannsókn Guðmundar- og Geirfinnsmálanna sagði Jón, að hann hefði spurt rann- sóknardómarann af hverju ekki væru settir fleiri menn í málið en hann sagt sér. að þeir fengjust ekki Siðar hefði komið i Ijós að rannsókn- armennirnir hefðu haldið málinu fyr- ir sig. og alveg leyndu frá öðrum Hann itrekaði að ef til refsingar kæmi yrði dæmt samkvæmt 215 grein hegningarlaganna. Ekki ásetningur heldur slys Benedikt Blöndal hrl , verjandi Guðjóns Skarphéðinssonar, sagði að saksóknari segði. að játningar væru sannleikanum samkvæmar Það væri dómaranna að meta það Það væri ákæruvaldsins að sanna sök i málinu og hann kvaðst ekki geta séð, að ákæruvaldið hefði sannað að um ásetningsbrot hefði verið að ræða heldur virtist þarna miklu frekar vera um slys að ræða Hann itrekaði að liðsinni Guðjóns i Geirfinnsmálinu væri langminnst Guðmundur Ingvi Sigurðsson, hrl., verjandi Erlu Bolladóttur, sagði að tónninn hefði ekki verið skemmti- legur i ræðu saksóknarans. mest gagnrýni á verjendur Hann sagðist hafa haldið, að saksóknarinn skildi inntakið í ræðum verjendanna, nefnilega það að framburður, sem fenginn er með þvi að brjóta leik- reglur, hefði ekki jafn mikið sönnun- argildi og ella Það væri hlutverk verjanda að veita skjólstæðingi sin- um allt það liðsinni, sem hann gæti. þetta væri tiltekið i lögunum og þvi væri það óréttmætt, sem saksóknari hefði sagt um Jón Oddsson Þá spurði hann saksóknara, hvort hann sæi virkilega enga hnökra á rann- sókn né ákæru Loks ræddi hann um atburðina sjálfa og kvaðst á þeirri skoðun, að þarna hefði frekar verið um slys að ræða en ásetning og því ætti ákvæði 215. gr helzt við Þá mótmælti hann harðlega þeirri túlkun saksóknarans. að Erla Bolladóttir teldist hlutdeildarmann- eskja i Geirfinnsmálinu og krafðist sýknu Örn Clausen hrl . verjandi Alberts Klahn Skaftasonar, sagði að ekki hefði verið riægilega mikið fjallað um atburðinn sjálfan i málflutningn- um heldur meira um aukaatriði Hann mótmælti grimmilega túlkun saksóknarans i málunum. sagði að Guðmundarmálið hefði á sér yfir- bragð slyss og taldi sem fyrr fráleitt að Albert teldist hlutdeildarmaður i verknaðinum Örn lauk ræðu sinni með þeirri ósk til dómaranna, að þeir létu það ekki hafa áhrif á sig hve mikla umræðu þessi mál bæði hefðu hlotið í þjóðfélaginu Sýknukröfur ítrekaðar Allir verjendurnir itrekuðu sýknu- kröfur og kröfur um lægstu refsing- ar og lögðu málin i dóm. Siðastur talaði Sævar Ciesielski, eins og skýrt var frá i Mbl. i gær Talaði hann blaðalaust í rúmar fimm minútur. Öðrum sakborningum, sem viðstaddir voru, þeim Kristjáni og Tryggva, var einnig boðið að taka til máls en þeir afþökkuðu boðið Að lokinni ræðu Sævars var dóm- þingi slitið, en málflutningurinn hafði staðið i 29 klukkustundir Sævar og móðir hans féllust i faðma að lokinni ræðu Sævars Hún hafði fylgzt með réttarhöldunum allan tim- ann, en þau mæðginin höfðu ekki sézt i tvö ár — SS. Nú bjóða öll umboðsverkstæði VOLVO umhverfis landið sérstaka VOLVO tilboð fram til 30.11. 1. Vélarþvottur 2. Hreinsun og feiti á geymissambönd 3. Mæling á rafgeymi 4. Mæling á rafhleöslu 5. Hreinsun á blöndung 6. Hreinsun á bensíndælu 7 Skipt um kerti 8. Skipt um platínur 9. Stilling á viftureim 10. Skipt um olíu og olíusíu 11. Mæling á frostlegi 12. Vélastilling 13. Ljósastilling Verð með söluskatti: 4 cyl. B18-B20-B21 Kr. 17.299.00 6 cyl. B30-B27 Kr. 18.299.00 Innifalið í verði: Platínur, olíusía, þurrkublöð, ventlalokspakkning, kerti, vinna, vélarolía. H Suðurlandsbraut 16 • Simi 35200 Túlípanar 50 tegundir Páskaliljur 7 tegundir Hyacintur 4 tegundir Nú er rétti tíminn til að planta haustlaukunum ot i tilefm af þvi höfum við kynmngu á meðferð haust- lauka ÞEIR SEM KYNNA ERU Bjarni Finnsson og Sævar Jóhannsson og munu þeir vera á staðnum laugardag og sunnudag. ÍAuk hinna vinsælu lauka Túlipana, páskalilka, Hýasintna og Corcus þá kynnum við einnig Iris, Schiondoxa, Fritillaria, Perluhyacinta. Vetrar- gosa, Síberíulilja, Vorboða. Nú fjölmennum við í Blómava/ þar sem úrva/ið oa biónustan er hnst nn mnct Crocus 4 tegundir

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.