Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÓBER 1977 13
Stjórnmálaskóli Sjálfstæðisflokksins 17.—22. okt.:
Aukin fræðsla um stjórn-
málastarfsemina nauðsynleg
Rætt við Vilhjálm Þ. Vilhjálmsson, formann skóla-
nefndar Stjórnmálaskóla Sjálfstæðisflokksins
Sjálfstæðisflokkurinn hefur
undanfarin fimm ár haldið
Stjórnmálaskóla f Reykjavík, þar
sem veitt hefur verið fræðsla um
margskonar félgsfræðileg og
stjórnmálaleg efni. Þátttakendur
f skólanum hafa komið vfða að af
landinu og verið 25—30 f hvert
skipti. Skólanefnd hefur ákveðið,
að skólinn skuli f ár starfa frá
17.—22. október n.k. Vilhjálmur
Þ. Vilhjálmsson, lögfræðingur
hefur haft umsjón með skóla-
haldi Stjórnmálaskólans frá þvf
hann hóf starfsemi sfna á nýjan
leikrið 1972.
Morgunblaðið sneri sér í gær til
Vilhjálms og bað hann að gera
nokkra grein fyrir skólahaldinu.
Hann sagði:
- „Skólinn hefst 17. október nk.
og stendur í eina viku eða til 22.
október. Kennsla hefst á hverjum
morgni kl. 9 og stendur til hádeg-
is. Síðan er byrjað á ný kl. 13:30
og haldið áfram til kl. 18:00.
Námsgreinar hafa verið rækilega
auglýstar, en þar er fjallað um
helstu viðfangsefni í stjórnmálum
og félagsmálum. Sérfræðingar á
þessu sviði flytja fyrirlestra og
annast um kennsluna að öðru
leyti.“
Hver er aðaltilgangur með
skólahaldinu?
„Megintilgangur með Stjórn-
málaskóla Sjálfstæðisflokksins er
að veita þátttakendum aukna
fræðslu almennt um stjórnmál og
stjórnmálastarfsemi. Við reynum
að veita nemendum meiri innsýn
í stjórnmálin en menn eiga kost á
daglega, að gera þeim grein fyrir
bæði hugmyndafræðilegu og
starfrænu baksviði stjórnmál-
anna.
Mikilvægur þáttur i skólahaldinu
er að þjálfa nemendur í ræðu-
mennsku svo ennfremur að taka
þátt í almennum umræðum, en
þajlfun af því tagi er yfirleitt
ekki að fá i skólum landsins. Með
þessu móti viljum við gera fólk
hæfara til þátttöku í stjórnmálum
og almenu félagsmálastarfi."
Þarf það sjálfstæðisfólk, sem
áhuga hefur á skólahaldinu, að
vera flokksbundið eða eru sett
einhver skilyrði fyrir þátttöku?
„Nei, það eru engin sérstök skil-
yrði sett fyrir þátttöku i Stjórn-
málaskólanum. Skólinn er opinn
öllu sjálfstæðisfólki hvort sem
það er flokksbundið eða ekki. Og
ástæða er til að árétta .alveg sér-
staklega, að hann er opinn fólki á
öllum aldri. 1 siðustu skólum hafa
nemendur til að mynda verið allt
frá 15 ára aldri og að fimmtugu."
Ertu ánægður með skólahaldið
og árangur þess í þau 5 skipti,
sem skólinn hefur verið haldinn,
eftir að hann var endurreistur?
„Ég held það sé óhætt að segja,
að skólahaldið hafi heppnast von-
um framar og orðið þátttakendum
til mikils gagns. Þeir leiðbeinend-
ur og kennarar sem kennt hafa
við skólann, hafa sýnt mikinn
áhuga á þessu starfi og stuðlað að
þvi að gera allt skólahaldið
skemmtilegt og frjálslegt. Fjöl-
margir nemendur fyrri skóla hafa
orðið mjög virkir i félagsstarfi
Sjálfstæðisflokksins í sínum
heimabyggðum og margir þeirra
hafa tekið við forystustörfum.
Nú þegar hafa margir skráð sig
til þátttöku í skólanum og ég hvet
fólk til að gera það sem allra
fyrst,“ sagði Vlhjálmur að lokum.
I skólanefnd Stjórnmálaskóla
Sjálfstæðisflokksins eiga sæti:
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson
Vilhjálmur Þ. Vilhjálmsson, for-
maður, Guðni Jónsson, Hrönn
Haraldsdóttir, Margrét Arndórs-
dóttir og Þór Erling Jónsson.
Væntanlegir þátttakendur at-
hugi, að skráning fer fram i Val-
höll, simi 82900.
Fjölfreeðtbaekur AB 7
David Burgess Wise
Gamlir bílar
---Ford Escort
Forslða bókarinnar Gamlir bllar.
Ný bók frá BAB:
Gamlir
bílar
Bókaklúbbur Almenna bókafé-
lagsins hefur sent frá sér bókina
Gamlir bílar eftir David Burgess
Wise. Höfundurinn er brezkur og
er ritstjóri bifreiðatímaritsins
Vintage. Bókin er í bókaflokkn-
um Fjölfræðibækur AB og er hin
sjöunda, en ritstjóri flokksins er
Örnólfur Thorlacius, mennta-
skólakennari.
Gamlir bilar er lýsing á þróun
bifreiða úr frumstæðum gufu-
vögnum á 18. öld fram til 1930 er
fjöldaframleiðsla bifreiða var fyr-
ir nokkru hafin. Er brugðið ljósi
yfir litrík timaskeið bifreiðasög-
unnar og saman tekinn mikill
fróðleikur um efnið og hefur
sumt af honum ekki komið fram
áður, segir í frétt frá BAB. Fjöldi
mynda prýðir bókina, litmyndir
og teikningar og i bókarauka hef-
ur Önrólfur Thorlacius tekið sam-
an kafla um upphaf bílaaldar á
íslandi. Þýðandi bókarinnar er
Sigurður Thorlacius.
Bókin Gamlir bílar er alls 160
bls. og hefur Prentstofa G. Bene-
diktssonar annazt setningu, en
bókin er prentuð i Verona á it-
alíu.
Þrír af fimm fyrstu bílunum í Nætur-
rallinu 1. til 2. október voru af Ford
Escort gerð
Ford Escort sannar nú á íslandi — eins og hann
hefur gert í þúsundum rally-keppna undanfarin
10 ár — að þegar aðstæður eru erfiðar, þá er
Ford Escort bíll sem treysta má.
2. sæti (bílI nr. 14)
3. sæti (bíll nr. 6)
5. sæti (bíll nr 1 2)
Escort 1600 BDA árg 1973
Escort 1 600 Sport árg 1 977
Escort 1600 Sport árg. 1977.
L.
FORD ESCORT — BÍLLINN SEM EKKI BREGST
Sveinn Egi/sson hf.
SKEIFUNNI 17 SIMI 85100
il
í Kaupmannahöfn er óvehjufegt að þyí leyti að þar er töluð íslenzka.
Það býður engan lúxus... enn sem komið er. En gísting með morgunmat er ódýFT
svo af hverju ekki að gisj
þú átt ieið um kóngsins Kai
HOT
)mann
æst
29140 frá 09-
Tekið á móti
pöntunum
17 mánud.—föstud.
SaReyrumst.