Morgunblaðið - 09.10.1977, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 9. OKTÖBER 1977
VERÖLD
HEILSUFARI
Rúmur helmingur allra dauðsfalla í Bandaríkj-
unum verður af völdum hjartaáfalla. Nú hefur það
verið brýnt seint og snemma fyrir Bandarikja-
mönnum, hvernig þeir geti forðað sér frá hjarta-
áföllum og ætti hver læs og sjáandi maður að vita
þetta þegar hér er komið. Samt deyja fleiri en
milljón Bandaríkjamanna af hjartabilun á ári
hverju. Nu skulu enn talin nokkur helztu ráðin við
þessum vágesti í þeirri veiku von að einhverjir taki
þau til greina.
Hættan á hjartaáfalli er margþætt. Við sumu
geta menn lítið eða ekki gert. Karlmönnum er t.d.
að jafnaði hættara en konum; karlmönnum verður
líka æ hættara úr þvi, að þeir eru orðnir 35 ára. Og
enginn 'fær gert við aldri eða kyni. Menn geta hins
vegar gert nokkuð við flestu öðru, sem þátt á í
hjartaáföllum. Þeir geta reynt það a.m.k.
Helztu hætturnar, fyrir utan þær sem nefndar
voru, eru ofþyngd og lítil eða engin líkamsæfing.
Auk þess reykingar, hár blóðþrýstingur, mikil fita
og kólesteról í blóði, og loks streita. Ráðin við þeim
eru einföld og flestum kunnugt, þótt erfiðara veit-
ist að hlýða þeim. Menn eiga að stunda reglulegar
líkamsæfingar og gæta þess að hlaða ekki utan á sig
holdum, hætta að reykja, fylgjast með blóð-
VERTU VÆNN VIÐ HJARTAÐ í ÞER
— ÞÚ ÁTT EKKI NEMA ÞETTA EINA
þrýstingnum, borða ekki fitu- og kólersterólmettað-
an mat, og reyna að létta af sér streitunni. Þeim,
sem lánast að fara eftir þessu mun örugglega líða
stórum betur en áður starfsþreki þeirra mun
fleygja fram, og þeir munu að líkindum lifa lengur
en ella hefði orðið. Skal ég nú endurtaka ráðin, sem
ég taldi upp og fara um þau fáeinum orðum til
útskýringar.
GÆTIÐ HOLDAFARSINS. Ofþungum er sérstak-
lega hætt við hjartaáföllum vegna þess, að hjartað
þarf að erfiða því fremur, þeim mun meira, sem
hleðst utan á þá. Það verður aó dæla blóðinu um
allan líkamann og það getur orðió því fullerfitt ef
hann stækkar óeðlilega. Ofþungir ættu þvi fortaks-
laust að grenna sig. Þeir ættu þó að taka auglýstum
mergrunarkúrum með varúð. Margir þessara kúr
duga að sönnu til megrunar í bráð, en síður þegar
til lengdar lætur. Ættu menn helzt að leita megr-
unarráða hja læknum sínum.
STUNDIÐ REGLULEGAR LlKAMSÆFINGAR.
Menn ættu að æfa sig á degi hverjum, en fara hægt
af stað og miða æfingarAar við aldur sinn og þrótt.
Með hæfilegum æfingum styrkjast vöðvarnir brátt
og hjartað einnig, og þola þá áreynslu betur en
áður: minnka væntanlega líkurnar til hjartaáfalls
— og ýmissa sjúkdóma annarra. Það er að vísu ekki
fullsannað, að líkur til hjartaáfalls minnki við
líkamsséfingar. En svo margt bendir til þess, að
ekki verður fram hjá því horft. Þess skal þó getið
að lokum, að ofþungir (á öllum aldri) ættu skil-
yrðislaust að fara í læknisskoðun áður en þeir hefja
erfiðar líkamsæfingar.
HÆTTIÐ AÐ REYKJA. Það er ljóst, aó reykinga-
mönnum er langtum meiri hætta búin en hinum af
hjartasjúkdómum, ofháum blóðþrýstingi, æðakölk-
un og — þrengslum. Miklu fleiri reykingamenn
verða bráðkvaddir en hinir, sem ekki reykja. Auk
þess bjóða menn öðrum alvarlegum hættum heim
með reykingum, meðal þeirra lungnakrabba og
fleiri tegundum krabbameins. Að lokum er ekki úr
vegi að minna á þá mengun, sem stafar af reyking-
um og margvísleg óþægindi, sem tóbaksbindindis-
menn hafa af þeim.
FYLGIZT MEÐ BLÖÐÞRVSTINGNUM.
Því hærri sem blóðþrýstingur verður þeim mun
fremur þarf hjartað að erfiða og þeim mun hættara
verður við hjartasjúkdómum, slagi og lifrar-
skemmdum. Allir, sem komnir eru yfir 18 ára aldur
ættu að láta mæla blóðþrýsting sinn árlega. Og
þeir, sem hættast er: blökkumenn, konur komnar
úr barneign, ófrískar konur, konur sem taka pill-
una, og börn foreldra með ofháan blóðþrýsting
ættu jafnvel að láta mæla blóðþrýsting sinn oftar
en einu sinni á ári. Ættu þeir að leita læknis síns og
ganga úr skugga um þetta.
BORÐIÐ EKKI FITU-, SALT- EÐA KÓLESTER-
ÖLMETTAÐAN MAT. Hættulegast er feitt kjöt, og
egg: einnig mjólk, smjör og ostar. Menn ættu að
borða meira af fiski, fuglakjöti, ávöxtum og græn-
meti. Það er mjög hættulegt, ef fita safnast fyrir í
blóðinu. Hún þrengir æóarnar og heftir rás blóðs-
ins út um Iikamann og aftur til hjartans.
REYNIÐ AÐ LÉTTA AF YFFUR STREITUNNI.
Það er víst þýðingarlaust, úr því sem komið er, að
segja mönnum að forðast streítu! Hins vegar geta
þeir firrt sig ýmsum alvarlegum afleiðingum
hennar með því að ætla sér hæfilegan tíma til
hvildar. Einkum er þetta nauðsynlegt þeim, sem að
upplagi eru metnaðargjarnir og vinnufíknir og
finnst sem þeir megi aldrei sleppa verki. Slíkir
menn eru flestir mjög spenntir: spennan fær aldrei
útrás en eykst stöðugt. Þetta reynir mjög á hjartað
og reyndar likamann allan, að ekki sé minnzt á
andlega heilsu.
Sígarettureykingar, ofhár blóðþrýstingur og of-
mikil fita í blóði búa mönnum, hvert um sig, að
jafnaði nærri helmingi meira (100%) hættu á
hjarta- og æðasjúkdómum en ella er. Einkum á
þetta við um karlmenn eldri en 35 ára. Og öllum,
jafnt körlum sem konum, er 3—10 sinnum meiri
hætta búin en ella, ef þeir eru undirorpnir tveimur
af þessum hrellingum.
Leiti menn læknis fá þeir að vita hvort þeim er
hætta búin eða ekki. Séu þeir i hættu géfur læknir-
inn þeim ráð til þess að halda hæfilegri þyngd og
blóðþrýstingi og fræðir þá um heppilegt mataræði.
En öllu meira getur læknir ekki að gert. Það kemur
að mestu leyti til kasta hvers og eins að firra sig
hættunni á hjartaófalli.
— MICHAEL J. HALBERSTAM.
BYSSAN
Hinn þrí-
höfðaði
þurs
Argentínu
LlKLEG er Anrgentfna eitthver
„hermengaðasta" land f heimin-
um. Argentfnski herinn lætur sér
ekki nægja að halda uppi friði,
lögum og reglu. Hann hefur líka
fundið hjá sér köllun til þess að
skipta sér af flestum mikils hátt-
ar atvinnuvegum, leggur stund á
stálframleiðslu, olfusölu, flutn-
inga og skipasmfói. Hann á mikil
ftök f fjölmiðlum og birtir þar
daglega ítarlegar frásagnir af
mákt sinni og miklu veldi. Hann
auglýsir jafnvel í sjónvarpinu!
Flugher og floti et ja svo kappi við
landherinn um vinsældir fólks-
ins, þursinn sem stjórnar þjóð-
inni er í rauninni þrfhöfða!
Til dæmis að nefna sýnir argen-
tínska sjónvarpið vikulega spurn-
ingaþátt þar, sem skólanemar
keppa um há verðlaun og er þessi
þáttur einn hin vinsælasti á dag-
skránni. Þess vegna er sífellt
skotið inn f hann auglýsingum frá
hinum og þessum fyrirtækjum.
Ber þar langmest á auglýsingum
auglýsing frá hernum, að þessu
sinni frá liðsforingjaskólum
hans. Þá vantaði Ifka rétthugs-
andi ungmenni tið að „verja land
sitt á friðartfmum og halda uppi
lögum þess“. Og svo framvegis.
f argentfnskum blöðum birtast
dögum oftar nákvæmar frásagnir
af ræðum hershöfðingja, ofursta,
flotaforingja og stórfylkisfor-
ingja. Sjóher, flugher og floti
gefa hver út sitt dagblað og er
þeim öllum útbýtt í þúsundum
skóla um landið þvert og endi-
langt. Og herinn lætur ekki við
það sitja. Hann er lfka farinn að
festa upp veggspjöld sér til fram-
dráttar. Á einu skemmtilegasta
spjaldinu, sem ég sá er mynd af
vegartálma og á henni lítill
drengur f aftursæti bfls. Drengur-
inn er að veifa ungum hermanni,
sem er að skoða skilrfki vegfar-
enda. Undir myndinni stendur:
„Hann verndar það, sem honum
er kært“...
Eins og fyrr sagði hefur herinn
Ifka haslað sér völl í kaupsýslu og
iðnaði og stendur þar styrkum
fótum. Savio hershöfðingi kom
upp mikilli stáliðju í landinu.
Mosconi hershöfðingi stofnaði
olfufélag rfkisins, YPF. Landher-
inn rekur umfangsmikinn véla-
iðnað. Sjóherinn sér um flutn-
inga á ám, rekur skipasmfðastöðv-
ar og slippstöðvar. Flugherinn
rekur flugfélagið LADE, sem áð-
ur var getið og auk þess
Aerolineas Argentinas, sem sér
frá hernum. I einum þættinum,
sem sýndur var um daginn birtist
auglýsing frá fiugfélaginu
LADE; það er á vegum hersins og
heldur uppi samgöngum við Pata-
gónfu, Falklandseyjar og aðra út-
kjálka í Argentínu. Næst kom
auglýsing frá landamæralögregl-
unni, sem er líka á vegum hers-
ins. I þeirri auglýsingu voru ung-
ir menn og vaskir hvattir til þess
að helga Iíf sitt vörnum landsins.
Stundarkorni sfðar birtist enn
um allt utanlandsflug. Og mætti
svo lengi telja.
Herinn hefur látið æ víðar til
sfn taka eftir, að Jorge Videlas
hershöfðingi komst til valda og
lét til skarar skríða gegn vinstri
mönnum og skæruliðum. Flestir
ráðherrarnir í Argentfnustjórn
eru háttsettir liðsforingjar og enn
í herþjónustu. Hershöfðingi var
skipaður yfirmaður sambands
verkalýðsfélaganna. Uppgjafa-
Framhald á bls. 36
HAITII
20
ara
óstjórn-
arafmæli
Ekki alls fyrir löngu var mikið
um dýrðir í Port-au-Prinee,
höfuðborginni á Haiti.
Duvalierættin, sem fer þar
með völd, var að halda hátíð-
legt 20 ára afmæli ógnar-
stjórnar sinnar. En sú stjórn
er einhver hin illræmdasta,
sem um getur á síðari tímum
og er þá nokkuð sagt.
1 tilefni afmælisins varlands-
byggðin smöluð og safnið
rekið til höfuðborgarinnar
og upp að forsetahöllinni.
Síðan steig Duvalier Iffstfð-
arforseti, sonur fyrri Iffstíð-
arforseta með sama nafni, út
á svalir hallarinnar um-
kringdur vinum og vanda-
mönnum og hélt snotra tölu
þar sem hann þakkaði sér
góða og viturlega landstjórn
undanfarin *ár. En lýðurinn
tók undir með háum húrra-
hrópum. Mun hafa talið það
öruggast.
Sama daginn fóru útlægir Haiti-
menn hins vegar um borgir f
Evrópu og Bandaríkjunum
og létu öllum illum látum.
Höfðu uppi spjöld og veifur
með óviðurkvæmilegu orð-
bragði um Iffstfðarforsetann
og otuðu þessu upp í glugg-
ana á sendiráðum Haiti...
Það hefur vafizt fyrir mönnum að
skýra það, hvers vegna svo
fór á Haiti sem raun ber nú
vitni, að því er bezt er vitað
ætlaði Duvalier I forseti,
„Papa Doc“, sem komst til
valda árið 1957, sér aldrei að
koma á ógnarstjórn í land-
inu. Hann sigraði að vísu f
forsetakosningunum með
nokkuð vafasömum hætti. En
fáa mun hafa grunað, að
hann yrði einna verstur harð-
stjóri f heiminum. Banda-
ríkjamönnum féll m.a.s.
heldur vel við hann í fyrstu;
þótti hann skýr maður og
skapfelldur.
En Duvalier hafði ekki setið lengi
á forsetastóli, er fór að syrta f
álinn. Hefur mönnum komið
margt í hug til skýringar því,
en ekkert einhlftt. Til dæmis
að nefna fékk Duvalier
hjartaáfail árið 1959 og
halda sumir því fram, að
hann hafi þá bilazt á geðs-
munum og aldrei jafnað sig.
Aðrir fullyrða, að hann hafi
fengið nokkurs konar varan-
legt lost af þeim fjölmörgum
morðtilraunum, sem gerðar
voru við hann á fyrstu stjórn-
arárum hans; og hafi hann
verið að hefna sín allar götur
upp frá þvf, o.s.frv.