Morgunblaðið - 09.11.1977, Side 1
32 SÍÐUR
249. tbl. 64. árg.
MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1977
Prentsmiðja Morgunblaðsins.
Matthías Á. Mathiesen, f jármálaráðherra í f járlagarædu:
Gagnger umskipti
í ríkisfjármálum
Halli á ríkiss jóði nær horf inn—Hætta
á vaxandi þenslu kref st aukins aðhalds
□ ---------------------------------------------------□
Sjá fvrri hluta fjárlagaræðu bls. 16 og 17
□ ---------------------------------------------------□
MATTHÍAS A Mathiesen, fjármálaráðherra, flutti fjár-
lagaræðu sína á Alþingi í gær og sagði, að á síðustu árum
hefðu orðið svo gagnger umskipti í ríkisfjármálum og
utanríkisverzlun í átt til jafnvægis að þess væru fá
dæmi, þegar litið væri tii nálægra landa, sérstaklega
þegar þess væri gætt, að allt þetta tímahil hefði tekizt að
tryggja hér fulla atvinnu og fremur hefði borið á
vinnuaflsskorti og óhóflegri vfirvinnu en atvinnulevsi.
Fjármálaráðherra henti á í ræðu sinni, að í stað hins
geigvænlega viðskiptahalla áranna 1974 og 1975 hefði á
þessu og síðasta ári tekizt að koma viðskiptahallanum
niður í 1—2% af þjóðarframleiðslu og hefðu ríkisfjár-
málin átt sinn þátt í því. Halli á ríkisfjármálum hefði
numið um 3% af þjóðarframleiðslu, en hann hefði
nánast horfið á síðasta ári og þessu ári. Þetta er mikil-
vægur árangur, sem við verðum að varðveita, sagði
Matthías Á. Mathiesen.
Hins vegar sagði fjármálaráð-
herra, að verðbólgan hefði reynzt
erfið úrlausnar. Þótt dregið hefði
úr hraða verðbólgu um nær helm-
ing á siðustu þremur árum hefði
hann enn verið um 26% um mitt
þetta ár. Miðað hefði í rétta átt og
vonir um að framhald gæti orðið á
Matthías A. Mathiesen
fjármálaráðherra
þeirri þróun en þær hefðu brugð-
izt i bili. Við verðum að vona að
hér sé aðeins um hlé að ræða, hlé
til þess að undirbúa öfluga sókn
gegn verðbólgu, sagði ráðherr-
ann.
í lok ræðu sinnar sagði Matthí-
as A. Mathiesen, að nú væri hætta
á þenslu i þjóðfélaginu og gegn
þeirri hættu þyrfti að beita rikis-
fjármálum. Meðan þetta frum-
varp væri til meðferðar i Alþingi
yrðu lagðar fram tillögur um að
treysta fjárhag ríkissjóðs á næsta
ári. Ekki mætti glata því, sem
áunnizt hefði á siðustu þremur
árum á sviði ríkisfjármála. Vel
má vera, sagði fjármálaráðherra
að grípa verði til svokallaðra
,,óvinsælla“ ráðstafana i efna-
hagsmálum þjóðarinnar en undan
þeirri ábyrgð getur hvorki ríkis-
stjórn né Alþingi vikizt.
1 fjárlagaræðu Matthíasar A.
Mathiesen kom m.a. fram að horf-
ur væru nú lakari i efnahagsmál-
um en verið hefði frám eftir ár-
inu og væru ástæðurnar tvær:
# Launasamningar sl. sumar og
samningar, sem nýlega voru gerð-
ir við opinbera starfsmenn fóru
fram yfir þau mörk, sem efna-
hagsbatinn gaf tilefni til.
# Þess sjást merki, að verðhækk-
un útflutningsafurða hafi náð
hámarki og sölutregðu gæti á
sumum þeirra.
Afleiðingar þessa eru:
# Erfiðleikar eru í rekstri at-
vinnugreina. sem framleiða til út-
flutnings eða eiga i beinni sam-
keppni við innflutta vöru.
# Framleiðsla og atvinna standa
þvi ekki eins traustum fótuni og
æskilegt er.
0 Hætta er á vaxandi verðbólgu
og erfitt kann að reynast að ná
jöfnuði í viðskiptum við önnur
lönd á næsta ári.
Viðbrögð fjármálaráðherra við
þessari framvindu mála eru:
# Stefnan i fjártnálum og pen-
Fi ambald á bls. 22.
Tvö mannrán áítalíu
á einum sólarhring
Yfir 2 milljarða króna lausnar-
gjaldskrafa fyrir hertogann
H6m — 8. nóvembor — Reuter
FORSTJÓRA einnar stærstu
vopnaverksmiðju á ltalíu var
rænt f kvöld. Réðust vopnaðir
menn, sem lögreglan telur að hafi
verið að minnsta kosti þrfr tals-
ins, að Pietro Fiocchi skammt frá
heimili hans í smábænum Lecco,
Dræm
kjörsókn í
New York-
fastlega búizt
við sigri Kochs
New York — 8. nóv. —
SLAGVEÐUR olli því að kjör-
sókn var mjög drænt f borgar-
stjórakosningunum f New
York í dag, og þegar lfða tók að
kvöldi leit út fyrir að þegar
yfir lyki færi hún varl yfir
65%. Niðurstöður skoðana-
kannana síðustu daga fyrir
kosningarnar hafa verið á þá
leið að demókratinn Edward
Koch færi með sigur af hólmi f
Fratnhald á bls. 22.
f námunda við Mílanó, og tróðu
honum inn f bifreið, sem falin var
í nágrenninu, og óku sfðan af stað
með ofsahraða. Þegar sfðast frétt-
ist hafði ekkert heyrzt um kröfur
mannræningjanna en þegar
mannránið átti sér stað var
Fiocchi á leið heim til sfn frá
vinnu.
Þetta er annað mannránið á
Italfu á einum sólarhring en f
gærkvöldi réðust fimm vopnaðir
og grfmuklæddir menn á
Massimiliano Grazioli hertoga
þar sem hann var á gangi um
landareign sfna f nágrenni Róm-
ar.
Hertoginn er vellauðugur, og
hafa mannræningjarnir krafizt 10
milljarða líra lausnargjalds fyrir
hann, eða jafngildi um 2.3 millj-
arða íslenzkra króna. „Við viljum
fá 10 milljarða, annars mun gtsl-
inn deyja,“ sagði maður sem hafði
samband við lögfræðing Grazioli-
fjölskyldunnar i gær.
Grazioli hertogi er fyrsti aðals-
maðurinn á ítalíu sem verður
fórnarlamb mannræningja. Enn
er ekki vitað hvernig fjölskylda
hans bregzt víð kröfu mannræn-
tngjanna, en fjölskylda hans ráð-
færði sig við lögfræðinga unt mál-
ið í dag i höll sinni í útjaðri Róm-
ar i dag.
Lufthansi
Luftha
fthansa
e Aeceptance
[Baggage Acceptai
M
Vopnaðir lögreglumenn við afgreiðsluborð Lufthansa á flugvellinum f Frankfurt-am-Main I gær eftir að
nýjar hótanir um flugrán höfðu borizt vfirvöldum. (AP-Simamynd)
V-Þjóðverjar herða
enn öryggiseftirlitið
Flugi aflýst til Alsírs
Köln — 8. nóvember — Keuter' — AIV
V-Þýzka stjórnin skýrði frá því í
dag að nýjar hótanir unt flugrán
hefðu borizt, og var samstundis
hert enn á öryggisi áðsiöfuntmt á
öllunt flugvöilum í V-Þýzkalandi.
Aflýst var áætlunarflugi Luft-
hansa frá Frankfurt til Alsírs, og
| bendir nú allt til þess að áætlun-
| arflugi þangað á laugardaginn
verði einnig aflýst, nema Alsfr-
stjórn gangi að kröfum V-
Þjóðverja um að þeir fái sjálfir
að annast öryggiseftirlit vegna
véla Lufthansa á flugvellinum við
höfuðborgina. í gær urðu Libýu-
menn og Spánverjar við kröfum
um slfkl öryggiseftirlit vegna
flugs v-þýzka flugfélagsins, og
eru Alsír-menn þá þeir einu sei
ekki hafa viljað ganga að þeim.
A aðalfundi IATA, alþjóðasam
bands flugféiaga. i Madrid í dag
var samþykkt samhljóða ólyktun
þai sem skoraö er ó allar rikis-
stjórnir heims aö láta stjórnmála-
Framhald á bls. 25