Morgunblaðið - 09.11.1977, Síða 5
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÓVEMBER 1977
5
Þingmenn þingrækir
eftir 1980 noti þeir
ekki fornan framburð
Tillaga frá Magnúsi
Kjartanssyni um rétt-
ritun og íslenzkt mál
MAGNÍJS Kjartansson (Abl) hef-
ur flutt breytingartillögu við til-
lögu til þingsályktunar um fs-
lenzka stafsetningu, sem 11 þing-
menn úr fjórum þingflokkum
fluttu nýverið. Fjallar tillaga
Magnúsar um fastar ritreglur um
notkun einstakra stafa I íslenzku.
Þar sem sumir þessara stafa eru
ekki tiltækir f stafrófi nútíma
prentsmiðja verður að vísa til
meðfylgjandi myndar af þing-
skjali svo efnisatriði þess komist
til skila.
Þá leggur Magnús til að sett
skuli „löggjöf er banni mönnum
að rita islenzkt mál nema þeir
beiti rétt öllum reglum íslenzkra
stjórnvalda um stafsetningu og
greinarmerkjaskipan. Skulu brot
á reglum um stafsetningu og
greinarmerkjaskipan varða refs-
Framhald á bls. 23
1977 <99. löggjafarþing) — 58. mél.
Sþ. 82. Breytingartillaga
við till. til þál. um íslenska stafsetningu.
Frá Magnúsi Kjartanssyni.
Aftan við tillögugreinina bœtist: ^
Settar skulu fastar reglur um að rita skuli æ og œ samkvæmt uppruna og fram- '
burði sem tiðkaðist hérlendis frain á 13du öld. I
1 staðinn fyrir bókstafinn ö skal rita q og 0 samkvæmt sömu reglum um upp-1
runa og fornan framburð. |
l'stað þess að einhafa bókstafinn k, skal rita c, k eða q, samkvæmt reglum
sem lærðustu málvísindamenn finna um notkun þessara bókstafa í elstu handritum
islenskum.
Sett skal löggjöf sem banni mönnum að rita íslenskt mál nema þeir beiti rétt
^ öllum reglum íslenskra stjórnvalda um stafsetningu og greinarmerkjaskipan. Skulu
brot á reglum um stafsetningu og greinannerkjaskipan varða refsingu og hámarks-
refsingu beitt ef menn rita ekki y, z, æ, re, q og 0 samkvæmt settum reglum.
Skipuð skal nefnd hinna lærðustu hljóðfræðinga til þess að setja reglur um J
breytingar á framburði' tslendinga, svo að hann verði sem likastur framburði land- '
námsmanna, og nefnist þær reglur samræmdur framburður fom. Síðan skal gerð ^
tiu ára áætiun um að kenna þjóðinni þennan framburð, en að þeim tima liðnum
skal beitt refsingum, ef talfærin móta önnur hljóð en reglurnar mæla fyrir um. \
Skulu þingmenn vera brautryðjendur um þessar breytingar og menn gerðir þing-
krækir eftir 1980 ef þeir nota ekki samræmdan framburð fornan innan þings og
lutan. Eftir þann tima skal engin fá að bjóða sig fram til þings nema hann standist
f framburðarpróf að mati hinna lærðustu hljóðfræðinga.
Ný heilsugæzlustöð hefur tekið til starfa á Höfn í Hornafirði og var hún vígð af
Matthíasi Bjarnasyni heilbrigðisráðherra. Mvndin er af hinni nýju heilsugæzlu-
stöð.
Ljósm: Jens Mikaelsson.
Vöruskiptajöfnuður óhagstæður
um 9 milljarða fyrstu 9 mánuðina
segir Valgarður Stefánsson hjá Orkustofnun
VÖRUSKIPTAJÖFNUÐURINN
við útlönd var óhagstæður um
2.730.0 millj. kr. f september-
mánuði s.I. og er því óhagstæður
frá áramótum um 9.020.2
millj.kr. I septembermánuði I
fyrra var vöruskiptajöfnuðurinn
hagstæður um 881.8 millj.kr. og
fyrstu níu mánuði þess árs óhag-
stæður um 5.201.0 millj.kr. að því
er segir í frétt frá Hagstofu ls-
lands.
í frétt Hagstofunnar segir, að i
sept s.l. hafi ál og álmelmi verið
flutt út fyrir 901.1 millj.kr. og
fyrstu níu mánuði ársins hafi ál
og álmelmi verið flutt út fyrir
11.389.5 millj.kr., en fyrir 9.494.5
millj.kr. á sama tíma í fyrra. í
septembermánuði 1976 var ál og
álmelmi flutt út fyrir 2.246.6
millj.kr.
í september-mánuði s.l. nam
innflutningur til Íslenzka járn-
blendifélagsins 0.4 millj.kr. og
hafa verið fluttar inn vörur til
félagsins á árinu fyrir 117.6
millj.kr. Vörur til Landsvirkjun-
ar, að mestu v/Sigölduvirkjunar,
voru fluttar inn fyrir 79.5
millj.kr. i sept. s.l. og fyrstu níu
mánuðina fyrir 558.8 millj.kr., en
á sama tíma i fyrra nam innflutn-
ingur til Landsvirkjunar 1.209.2
millj.kr. Vörur til Kröflu-
virkjunar hafa nú verið fluttar
inn fyrir 416.7 millj.kr. en á sama
tíma í fyrra fyrir 760.0 millj.kr. og
nú hefur tslenzka álfélagið flutt
inn vörur fyrir 5.336.0 millj.kr. á
móti 5.077.0 millj.kr. í fyrra.
„ÉG held að það sé bezt að
hafa sem fæst orð um þetta
mál“, sagði dr. Valgarður
Stefánsson eðlisfræðingur
hjá Orkustofnun, í samtali
við Mbl. í gær, en í sjón-
varpsþætti í fyrrakvöld
sagði Gunnar Thoroddsen,
iðnaðarráðherra, að út-
varps- og sjónvarpsfréttir
fyrr um kvöldið, þar sem
haft var eftir Valgarði, að
ekki væri unnt að bora
næstu vinnsluholur á
Kröflusvæðinu fyrr én á
árinu 1979, væru rangar og
stönguðust á við bréf, sem
iðnaðarráðuneytinu hefði
borizt frá vísindamönnum,
þar á meðal Valgarði.
„Málið er það", sagði Valgarð-
ur, „að ýmsar rannsóknir, sem
unnið hefur verið að, hafa leitt í
ljós ýms atriði varðandi hegðan
jarðhitasvæðisins við Kröflu. Ein
niðurstaða þessara rannsókna er
að færa boranir austur fyrir nú-
verandi borsvæði og út fyrir nú-
verandi vinnslusvæði á Kröflu.
Og þá er skynsamlegast að byrja
þar með vissan fjölda hola.
Sá misskilningur virðist hafa
komið upp milli mín og ráðherr-
ans, hvernig eigi að skilgreina
þessar holur; hvort kalla eigi þær
rannsóknaholur eða vinnsluhol-
ur. Ég ætla að við séum í raun að
tala um sama hlutinn, þó ég
kallaði holurnar rannsóknarholur
en ráðherrann vinnsluholur, þvi
að ég tel tilganginn með borun
allra hola að afla gufu fyrir
Kröfluvirkjun."
Vel klædd og ánægð
í
MOKKAKÁPU
Skuttogarinn Runólfur
landaði 155-160 tonnum
(iundarf jöröur 8. nóvember.
1 DAG landaði skuttogarinn
Runólfur 155—160 Iestum af
þorski og ufsa, þ.e.a.s. 90 tonn
voru þorskur og 65—70 tonn ufsi.
Aflaverðmæti er um 10 milljónir
króna.
Frá áramótum hefur Runólfur
landað alls 3100 tonnum í 30
veiðiferðum. Skiptaverðmæti
þessa afla er 214 milljónir króna.
Af þessum 30 veiðiferðum hefur
skipið fengið yfir 140 tonn í átta
ferðum, en aðeins i tveimur veiði-
ferðum á fyrra ári fékk hann
meira en 140 tonn. Þetta afla-
magn, sem hér barst á land í dag,
þykir mönnum bera nokkurn vott
unt það, að ennþá, sem betur fer
er um allmikinn fisk i sjónum að
ræða.
Fréflaritari.
Grundarfjörður:
Verð:
76.985,-
Austurstræti
-.27211
Misskilnmgur varðandi
skilgreiningu holanna