Morgunblaðið - 09.11.1977, Side 10

Morgunblaðið - 09.11.1977, Side 10
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 9. NÖVEMBER 1977 10 Sinfóníu- tónleikar Efnisskrá: Bach Svfta nr. 3 Brahms sónata óp. 1 Beelhoven Kóralfantasían Tónleikarnir hófust með þvi að PALL P. Páisson setti hljómsveitina í gang. Það má vera að vel hafi verið æft, aó þvi marki sem kalla má sam- hæfingu, en slíkur flutningur eins og átti sér hér stað, án tilfinninga fyrir átökum, slök- un eða annarri aflmögnun (dynamie) í lagferli og hljóm- bálki, er gjörsneyddur allri listamennsku og sorglegt til að Detlef Kraus vita, þar sem hljómsveitin er í stöðugri framför. Það skyggði einnig á, að trompettarnir áttu í erfiðleikum fyrri hluta verks- ins. Tónstilling hljóðfæra yfir- leitt á háu tónsviði, er mjög vandasöm og samhljóman í hárri stillingu ákaflega»við- kvæm. Ekki hefur það erið venja á tónleikum Sinfóniuhljómsveit- ar íslands, að einleikarar stæðu einir á pallinum og einhvern veginn út úr samhengi, þar sem stofnað er til samkomunnar af jafn fjölmennun hópi og ein hljómsveit er. Þrátt fyrir þetta er ekki ástæða til að ergja sig yfir þessu tiltæki, þvi leikur Detlef Kraus var svo sérstæður og magnaður, að jafnvel „slys- ið“ á undan gleymdist. Þarna mátti heyra sterkan og allt að því hömlulausan leik, marglit veik blæbrigði og skýra mótun stefja, mögnuð spennu og slök- un. Detlef Kraus er sérstæður túlkandi og væri fróðlegt að heyra meira áf Bhrams i útgáfu hans. Tónleikarnleikarnir enduðu með flutningi Kóralfantasíunn- ar eftir Beethoven. Einleikari var DEETLEF Kraus, en Söng- sveitin Fílharmónía, undir stjórn Martin H. Friðrikssonar og sex einsöngvarar, Elísabet Erlingsdóttir, Sigríður Ella Magnúsdóttir, Ruth L. Magnús- son, Sigurður Björnsson, Guðmundur Jónsson og Krist- inn Hallsson stóðu einnig að flutningi verksins. Kóralfánta- sían er sundurlaust verk og reyndar aðeins síðari hluti verksins skemmtilegur áheyrn- ar. Flutningur tókst vel og áheyrendur, sem fylltu Há- skólabíó, fögnuðu flytjendum vel og innilega. Þó íslenzkir þingmenn telji nauðsynlegt að fram fari rannsókn á því hverj- ir sæki slíka tónleika, virtist undirrituðum hljómleikagestir vera allra venjulegasta fólk af öllum stéttum, nema þing- menn, og hrifning þess sönn og ekla. Tðnllst eftir JÓN ÁSGEIRSSON Píanótónleikar Tónleikarnir hófust á Fanta- síu í d-moll, eftir Mozart. Verk- ið er mjög ólíkt öðrum píanó- verkum hans, allt að því róman- tiskt. í slíkum verkum er nauð- synlegt að hljóðfærið sé vel stillt og hafi meiri blævídd en hljóðfærið í NEORRÆNA HUSINU. Annað verkið á efnis- skránni var einnig eftir Mozart, Sónata i F-dúr, K. 332. Þessa sónötu þekkja allir og þarf túlk- un slíkra verka ,að vera yfir- þyrmandi, til að hafa áhrif á hlustendur. Fyrir smekk undir- ritaðs var millikaflinn ekki nægilega aivarlegur. Hann er að blæ þunglyndislegur, and- stæður oft misskildum glað- leika Mozarts. í síðasta kaflann vantaði sperinu, þó hratt rig vel væri leikið. Þriðja verkið var Stef með tilbrigðum, op. 73 efí- ir Gabriel Faure. Það var eins með tilbrigðin og Mozart verk- in. Allt var vel og fagmannlega gert en það vantaði punktinn yfir i-ið. Það er auðheyrt að Jenkins kann sitt fag, en túlk- unin er í of miklu jafnvægi eða of meðvituð og skipulögð. Eftir hlé var Chopin á dagskrá, fyrst Impromptu i Fís-dúr, op. 36 og svo þrír Mazurkar. Tónleikun- um lauk með Sónötu ni'. 3, op. 36, eftir Szymanowski. Þarna er stækkaður hljómur og ferundar tónferli ráöandi, eins og hjá frönsku tónskáldunum um aldamótin. Verkið er allt mjög skrúðmikið og feiknalega erfitt í flutningi. Þegar píanóleikari hefur náð tækni eins og Phiiip Jenkins Jenkins fer túlkunin að skípta máli. Túlkun er ekki það sama og meðvituð mótun, heldur inn- lifun sem samtvinnast tónferl- inu eins og texti lagi, svo þriðji þátturinn bætist við, eins konar þrívíð skynjun, óskiljanleg en ótrúlega djúpstáeð og sérlega algeng við flutning og upplifun frumstæórar tónlistar. Tækni, skilningur og tilfinning eru grunnþættir þess galdurs sem listsköpun og tiilkun endurnýj- ast í og hún aðeins grundvölluð á tækni og skilningi er hún slegin fölva dauðans. An tækni er skilningur og tilfinning tunguheft og án skilnings er tækni og tilfinning blind og vegvillt. Sikorsky HH3E Dr. Frosti Sigurjónsson: Flugspítali íslands Enn fréttum við að þyrla frá Varnarliðinu hafi sótt stórslasað fólk norður í land um miðja nótt. Aftur og aftur hefur þetta borið við undanfarin fjölda ára og þykir það sjálfsagður hlutur nú orðið. A þá hlið, hvað hér er í raun að gerast, er sjaldan litið, að vinsam- leg þjóð er hér að hlaupa undir bagga. Að kornungir menn, út- lendir, leggi líf sitt hvað eftir annað í sölurnar fyrir okkur. Að þessir menn sýna oft fádæma fórnfýsi og kjark í starfi sýnu. Að þessir menn hafa yfir að ráða tæki sem til þessa starfs þarf. Sjaldan eða aldrei hefi ég séð þakklæti í blöðum eða öðrum f jöl- miðlum til þessara manna sem þó þegar fjöldi íslendinga eiga nú líf sitt að launa. Annar er sá hópur sem svipað gildir um, þ.e. íslenskir sjúkra- flugmenn. Þeir fara oft vonlitlar ferðir í vonlitlum verðrum á von- litlum vélakostum út um allt land í sömu erindagjörðum, á nóttu sem degi. Sumir sjást aldrei aftur, þeir liggja óbættir hjá garði. Hringekjan heldur áfram að snú- ast og næsta slys er vafalítið ekki langt undan. Það vill svo til, að ég þekki þessi mál af eigin raun, bæði sem hlutlaus skoðandi og beinn þátttakandi, og hefi þess vegna ekki leyfi til að sitja hjá aðgerðarlaus öllu lengur. Lái mér enginn þótt ekkert sé rúm fyrir vinsamlegar hugrenningar í mínu höfði eða falleg orð í garð þeirra sem geta bætt þessi mál, þegar komið er niður að næturlagi úr þykkum þokubakka, niður í þröngan fjörð, rétt við fjall, á 3—400 km. hraða í leit að lélegu flugvallarkríli. Við slíkar aðstæð- ur er engum hlátur í huga, en eins og alþjóð ekki veit, en marg oft hefur verið klifað á af ábyrgum aðilum, eru íslenskir flugvellir flestir stórhættulegir og hreinar dauðagildrur. Fjarskiptaþjónusta til blindflugs fyrir neðan allar. hellur. Það er staðreynd að þrátt fyrir nýju heilbrigðislöggjöfina og all- ar þessar nýju heilsugæslustöðv- ar, fer sá þáttur vaxandi að sækja þurfi sjúklinga akut (brátt) út um land, til nærliggjandi sveita, til Vestfjarða, til Hornafjarðar, út á haf og upp á jökla. Þetta kann aó hljóma sem þversögn, en er þó engu aó síður skiljanlegt, ef betur er að gáð. Með vaxandi tæknivæðingu fjölgar alvarlegum slysum út um landsbyggðina. Þróun innan læknisfræðinnar er í þá átt, að færri og færri vita meir og meir á þrengri sviðum. Þetta hefir í för með sér að þungamiðjan veróur óhjákvæmilega i Reykjavik. Ein- staka sjúkrahús út um land geta ekki staðið undir þeim kostnaði sem þessi mikla sérhæfing veld- ur. Hugsanlegt væri þó í einstaka tilfellum að flytja þessa dýru sér- þekkingu til staða, þar sem skil- yrði væru fyrir hendi og kæmi þá vel skipulögð flugþjónusta að góðu haldi. Þrátt fyrir allt tal í dag um fyrirbyggjandi aðgerðir i læknis- fræði, en sem raunar er mörg hundruð ára gamalt fyrirbrigði og ekki fætt með nýju löggjöfinni, halda bráðir sjúkdómar og slys áfram að dynja yfir og þarfnast tafarlausra markvissra aðgerða. Heilbrigóislöggjöfin reyndist heldur ekki þess megnug að breyta íslenskri veðráttu eða færa fjöll úr stað, né heldur ákveða hvar og hvernig slys og sjúkdóma skuli bera að höndum. Hér þurfa aðrar aðgerðir að koma til og ekki er hægt að reikna með að amer- iski herinn sitji á Keflavíkurflug- velli til eilífðar, en hvaó skal þá til varnar verða. Að koma á fót öflugri sjálfstæðri stofnun undir ráðuneyti heilbrigðismála er sæi um erfiðasta þátt þessarar heil- brigðisþjónustu samhliða þeim einkaaðilum, íslenskum, sem í dag annast þessa hluti. Styrkja þarf starfsemi þessara einkaaðila mun meir en gert er í dag. Að kaupa þyrlu af svipaðri tegund og gerð og v:rnarliðið notar til þess- ara hluta, Sikorsky HH3E, en mér er tjáð af Varnarliðsaðila, sem gjörþekkir þessar vélar og ís- lenskar aðstæóur að þær þoli nán- ast alla venjulega islenska veðr- áttu. Þær hafa og sýnt það og sannað rækilega. Að þjálfaðir verði 3—4 ungir menn að fara með tækið og ég er sannfærður um að vinir okkar og frændur á Keflavíkurvelli myndu ekki hika við að sjá um þá þjálfun að ein- hverju leyti. Að byggt verði full- komið, sérstakt, skýli yfir þessa starfsemi við Reykjavíkurflug- völl. Að dagleg stjórn verði undir 3 aðilum: 1. Slysavarnarfélagi Is- lands. 2. Vakthafandi lækni við- komandi spítala. 3. Flugmanni vélarinnar. Þetta tríó, þetta ráð, tæki svo endanlega ákvörðun hvort lagt skyldi út í tvísýnu eður ei. Þar yrði að ráða kaldur út- reikningur, líf á móti lifi, ung- dómur á móti elli, o.s.frv. Því mið- ur hefur þessa ekki verið gætt nógu vel til þessa enda stórslys hlotist af. Þá er það fjármögnun, og í því efni vil ég benda á eftir- farandi: 1. Tillag frá Byggðasjóði. 2. Skera niður stofnkostnað allra nýrra heilsuverndastöðva á ís- landi um 5—10% og leggja til þessarar starfsemi. 3. Þar sem þetta varðar alla íslendinga, er varla sá sjóður til sem ekki væri hugsanlegur þátttakandi. 4. Loks, frjáls framlög einstaklinga, því hver veit, hverjum næsta högg er ætlað. Auðvitað þarf um þetta að setja sérstök lög. En þótt trú mín á Alþingi sé stundum í lágmarki, þá er það ekki svo, að ég álíti það með öllu heillum horfið, og alþingismenn kunni enn að skilja hismið frá kjarnanum. Ég er sannfærður um að á Alþingi finn- ast menn sem eru reiðubúnir til að stykja þetta mál. Sé svo, þá höfum við flugspítala Islands sem þjónar öllu Islandi jafnt til Iands og sjávar. Landsþing Þroskahjálpar ályktar: Nauðsyn skjótrar uppbyggingar BLAÐINU hafa borizt ályktanir frá Landsþingi þroskahjálpar, sem samþykktar voru nýlega á þinginu. Er m.a. bent á nauðsvn þess að veita foreldrum þjónustu, t.d. með upplýsingastarfsemi allt frá því er greining barnsins fari fyrst fram og gætu heilsugæzlu- stöðvar veitt þess konar þjónustu að nokkru leyti. Ennfremur er bent á að hinn þroskahefti skuli hafa jafnan rétt til almennrar þjónustu og skorað er á stjórnvöld að sjá svo um að ekki skorti fé til að hægt verði að framfylgja reglugerð um sér- kennslu, sem sett var 1. júní s.l. Þá voru og gerðar eftirfarandi ályktanir: Landsþingið leggur áherzlu á nauðsyn þess, að öll sú besta þjón- usta fyrir þroskahefta, sem hægt er að veita í nútíma þjóðfélagi, sé fyrir hendi í hverjum landshluta. Landsþingið minnir á nauðsyn skjótrar uppbyggingar nauðsyn- legrar þjónustu eins og vinnu- miðlunar, verndaðra vinnustaða, fjölskylduheimila og dvalarheim- ila fyrir alla þá, sem á slíkri þjón- ustu þurfa að halda. Nauðsynlegt er að daggjöld til starfandi dvalarheimila séu hækkuð til þess að þeim sé gert kleift að ná markmiðum sem unn- ið er að, en ekki nást með dag- gjöldum þeim, sem nú eru í gildi. Landsþingið bendir á nauðsyn á auknu samstarfi foreldra og starfsfólks og beinir þvi til stofn- ana fyrir þroskahefta að beita sér fyrir stórauknu samstarfi við for- eldra. Landsþingið vill beina því til stjórnar Þroskahjálpar, og allra aðildarfélaganna að stórauka alla fræðslu og umræðu um málefnið og vinna að því, að öll fræðsla um þroskahefta sé aukin í skólakerf- inu, meðal almennings og fyrir foreldra. Stofnþing landssamtakanna Þroskahjálpar skorar á heil- brigðisjáðherra að beita sér fyrir því að tannlæknatæki er Lions- hreyfingin gaf til þjónustu við þroskahefta verði tekin í notkun I samræmi við niðurstöðu nefndar sem skipuð var af heilbrigðisráðu- neyti, Styrktarfélagi vangefinna í Reykjavík og Tannlæknafélagi Is- lands.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.