Morgunblaðið - 10.12.1977, Side 2

Morgunblaðið - 10.12.1977, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 Tillaga til þingsályktunarfrá Eyjólfi K.Jónssyni og Pétri Sigurðssyni: Fækkun starfsmanna Framkvæmdastofnunar og ríkisbanka um 10% - Skorður við óhóflegum byggingum, samræmdar að- gerðir til sparnaðar og fækkun afgreiðslustöðva ÞINGÍVIENNIRNIR Eyjólfur Konráó Jónsson og Pétur Sigurós- son hafa flutt tillögu til þings- ál.vktunar um sparnaó í fjármála- kerfinu. „Skal ríkisst jórnin," segir í tillögunni. „aó loknu jóla- leyfi þingmanna leggja fram til- lögur um fa'kkun starfsmanna ríkishanka, Framkva*mdastofn- unar ríkisins og opinberra sjóóa um allt aó tíunda hluta og sam- ra*mdar aðgeróir til sparnaóar og hagkvæmari rekstrar, þ. á m. um sameiningu lánastofnana skoróur vió óhöflegum byggingum og fækkun afgreióslustöóva." I greinargeró segir: „Alþjóö er ljóst, aö nú er þörf aðhaldsaðgeróa í fjármálum. Sú kaldhæðnislega staðreynd blasir þó við, að fjármálastofnanir hafa þanist einna mest út allra ríkis- fyrirtækja á sama tíma sem spari- fjármyndun minnkar. Leiðir hér sem oftar óstjórn af ofstjórn. Við þetta verður ekki unað. Tillögumönnum er ljóst, að meðal stjórnenda bankamála eru ýmsir hæfileikamestu menn þessarar þjóðar. Flutningur þessa máls er ekki aðför að þeim, heldur liðveisla við þá, enda engum ljósara en þeim, hvar skór- inn kreppir. Þó bendir flest til þess, að aðgerðir á borð við þær. sem hér er lagt til að ríkisstjórnin hafi forustu um séu nauðsyn- legar, ef úr úlfakreppunni á að brjótast. ©MJMSfM ° “ Amnesty Inter- national veitt friðarverðlaun Nóbels íslandsdeildin með samkomu í dag ÍSLANDSDEILD Amnesty Inter national efnir til samkomu ! Nor- ræna húsinu i dag klukkan 14.00 ! tilefni að þvi að i dag verða samtökunum afhent friðarverð- laun Nóbel i Ósló. A samkomunni flytja ávörp Halldór Laxness rit- höfundur. Björn Þ. GuSmundsson borgardómari, Hjörtur Pálsson les Ijó8. félagar úr samtökum visnavina syngja og Manúela Wiesler og Helga Ingólfsdóttir leika samleik á flautu og sembal. Auk samkomuhalds ýmissa landsdeilda viða um heim markar aðalstjórn Amnesty International í London þessi tímamót með ýmsu móti Siðastliðinn miðvikudag ef- henti fulltrúi samtakanna i aðal- stöðvum Sameinuðu þjóðanna Kurt Waldheim framkvæmdastjóri S Þ lista með undirskriftum rúmlega milljón manna undir áskorun um. að allir hugsjónafangar i heiminum verði látnir lausir Meðal þeirra. sem skrifað hafa undir þessa áskor- un. eru ellefu stjórnar- og ríkisleið- Framhald á bls. 22. 9eNlN6ÍÍNH m LSW* 6ERlL^tfpn» 1LÍTRI o Eftirspurn lánsfjár er ótak- mörkuð við rfkjandi iánskjör. Bankar hafa einn og sama verðmæli, óraunhæfan verðmæli. Samkeppni þeirra verður því um það eitt að ná til sín stærri hlut- deild sparifjárins. Herkostnaður- inn í stríðinu við aö afla auranna vex, verömætaaukning er engin, en kostnaðaraukning mikil. Hagur viðskiptamanna versnar við þá andhverfu heilbrigðrar samkeppni, sem hér er á ferðinni, og aðstaöa skömmtunarstjóra nútímans er ekki aólaðandi. Sjóðakerfið og hagstjórnar- báknið í heild þarf líka að taka til gagngerðrar endurskoðunar, enda enginn efi á því, að þann frumskóg má grisja, engunt Ul meins, en öllum til góðs. Þessi aðgerð þyrfti að spanna alit sviðið frá Þjóðhagsstofnun til minnsta sjóðsins. Játað skal, aö hægara er hér um að tala en í að komast. Tilraunina ber þó að gera. Kannske ber hún takmarkaðan árangur — þá er að taka því. En enginn héraðsbrest- ur yrði, þótt markmiðunum sem tillagan miðar að, yrði að fullu náð." Ekkja Haralds Björnssonar ásamt barnabarni sínu, Haraldí Jóns- svni, sem afhjúpaói styttuna. Stytta af Haraldi Bjömssyni afhjúpuð í Þjóðleikhúsinu STYTTA af Haraldi Björnssyni leikara var í gærdag afhjúpuö og afhent Þjóðleikhúsinu til varðveizlu aö vióstöddum gestum. Fyrir hönd gefenda, sem eru afkomendur Haralds, mælti Stefán Haraldsson, sem gat þess m.a. aö mynd þessi hefói verið gerð þegar Haraldur var 70 ára og þá í fullu fjöri. Fyrir hönd Þjóðleikhússráðs og Þjóðleikhússins tók Vilhjálmur Þ. Gíslason við styttunni og þakkaði hann ættingjum Haralds og þá sérstaklega ekkju hans, Júlíönu, sem var viðstödd athöfnina. Hann gat þess í ávarpi sinu að Haraldur hefði verið einn helzti brautryðjandi leiklistar á íslandi og hefði hann verið fyrsti íslendingurinn sem lauk leiklistarnámi erlendis 1927, fyrir rétt hálfri öld. Þá gat Vilhjálmur þess að Haraldur hefði stjórnað og Framhald á bls. 22. Albert Guðmundsson í útvarpsþætti: Hlynntur þátttöku vam- arliðsins í verkleg- um framkvæmdum Albert Guðmundsson alþingis- maóur er hlynntur því, aö varnar- lióið taki þátt í verklegum fram- kvæmdum hér á landi, en segir, aö þaö sé aðeins „einhvers konar sértrúarhópur" innan Sjálfstæö- isflokksins sem standi gegn slíku, og er Geir Hallgrímsson forsætis- ráöherra í þeim hópi aö mati Al- berts. Kom þetta fram í út'varps- þættinum Spurt í þaula, sem var á dagskrá sl. fimmtudagskvöld og voru spyrjendur Einar Karl Har- aldsson og Baldur Óskarsson. í þessum þætti sagói Albert enn- fremur aö hann vildi fara leið niöurskuröar við lausn efna- hagsvandans, en vildi ekki svara spurningu um það, hvort hann ætti hankainnstæóu í Frakklandi. I upphafi þáttarins var Albert spurður út í niðurstöður próf- kjörs Sjálfstæðisflokksins á dög- unum og hvernig hann ætlaði að bregðast við því þegar Morgun- blaðið og Geir Hallgrímsson for- Herferð gegn slysum á bömum í heimahúsum BARNADEILI) Heilsuverndar- stöóvarinnar í Reykjavík hefur ákveöiö aö beita sér fyrir auk- Minnisatriði SLYSAVARNIR vegna barna í heimahúsum 1 Stigar — troppur — gluggar ■—dyr 2 Hmfar — skæri 3 Rafmagn 4 Eldavél — heitir pottar og ponnur heitt vatn — heitt kaffi 5 Lyf 6 Tærandi og eitraðir vokvar 7 Eldspytur — tobak 8 Burðarrúm — barnavagn 9 Fot — skartgripir 10 Leikfong 11 Plastdukar og pokar 12 „Snuð Ekki lata born leika sér uti á gotu Ekki látcj^born leika ser nalægt vatni inni fræöslu og vekja ath.vgli á helstu orsökum sl.vsa á börnum á heimilum og benda á leiöir til úrbóta. Af þessu tilefni hefur Heilsu- verndarstöö Reykjavfkur látið prenta biaö meó minnisatrið- um um sl.vsavarnir vegna barna, þar sem upp eru taldir helstu slysavaldar. Hjúkrunar- fræðingar Heilsuverndarstööv- ar Reykjavíkur munu ræöa um þessi atriði í heimsóknum sínum til foreldra ungbarna. Með aukinni velferð á undan- förnum áratugum og með til- komu sýklalyfja og ónæmisað- gerða, hefur baráttan gegn mörgum alvarlegum smitsjúk- dómum gefið góðan árangur og dauðsfölium af vöidum sniit- sjúkdóma fækkað verulega, en á sama tíma hefur dauðsföllum af völdum slysa fjölgað. Aukin tækni og vélvæðing nútíma þjóðfélagsins og aukin notkun hættulegra efna, hefur gert umhverfi barnsins marg- brotnara og hættulegra Iífi þess og heilsu. Slys valda nú fleiri dauðsföll- Framhald á bls. 22. sætisráðherra hefðu afneitað úr- slitum skoðanakönnunar sem fór fram samhliða prófkjörínu, eink- anlega varðandi svonefnda aronsku. Albert svaraði því þar til, að Sjálfstæðisflokkurinn hefði beðið kjósendur sína að ganga að kjör- borði í prófkjöri og það væri ekki unnt fyrir Geir Hallgrímsson, Al- bert sjálfan og þó sérstaklega ekki fyrir utanaðkomandi aðila eins og Morgunblaðið að neita að taka tillit til skoðana yfir 80% af kjósendum. Albert tók reyndar fram síðar, að í prófkjörinu hefði ekki verið spurt um aronskuna, þ.e. hvort taka ætti gjald fyrir veru varnarliðsins hér á landi, heldur hafi verið um þaö spurt hvort varnarliðið ætti að taka þátt i verklegum framkvæmdum hér á landi. Fram hefði komið að yfir- gnæfandi fylgi væri fyrir því inn- an flokksins og hann sjálfur væri hlynntur þeim skoðunum er iðn- Framhald á bls. 22. Prófkjörið í Eyjum: Kjörfundur í dag og á morgun PRÖFKJÖR sjálfstæöismanna í Vestmannaeyjum um skipati ann- ars sætis á lista Sjálfstæóisflokks- ins í Suðurlandskjördæmi, fer fram í dag og á moígun. Kjör- fundur hefst í dag klukkan U5 og stendur til klukkan 21. A morgun verður kjörfundur oþinn frá klukkan 11 til 20. Kjörstaóur er í Samkomuhúsinu, litla sal. Frambjóðendur í prófkjörinu eru þrír: Arni Johnsen blaðamað- ur, Björn Guðmundsson' útgerðar- Framhald á bls. 26

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.