Morgunblaðið - 10.12.1977, Qupperneq 8

Morgunblaðið - 10.12.1977, Qupperneq 8
8 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 J ónsmessunætur- mungát og haustöl Arni Björnsson: SAGA DAG- ANNA. 128 bls. Bókaforl. Sa«a. Rvík. 1977. »Um allmórg undanfarin ár,« seMÍi' Arni Björnssón í formála þessarar bókar, »hefur oröiö varl viö talsveröan áhuga fólks, bæöi fjölmiöla og annarra aöila, á gömlum og nýjum hátíöisdögum þjóðarinnar, uppruna þeirra, siigu og siöum þeim tengda. Hefur sannast sagna oft veriö lítill friö- ur á þjóðháttadeild Þjóöminja- safnsins vegna þrálátra fyrir- spurna varöandi þessi atriöi. Því varö aö ráöi aö Setja saman þetta yfirlit sem einskonar handbókar- korn án tilvísana og neöanmáls- greina.« Þeir sem hafa ónáöaö Arna til að skrifa þessa bók hafi þökk fyr- ir því hún er bæöi skemmtileg, þörf og hæfilega stutt. Hátíö er til heilla best, segir máltækiö — bók- in kemur á réttum tíma — svona fyrir blessuö jólin. Höfundur fylgir almanaksárinu aö mestu leyti, byrjar á Eldbjargarmessu 7. janúar en endar á jólum og ára- mötum sem vera ber og lætar þrettándann reka lestina. Þarna er rakin saga helstu hátíöisdaga ársins, kirkjulegra hátíða auövit- aö fyrst og fremst en einnig ann- arra merkisdaga eins og t:d. sumardagsins . fyrsta, frídags verslunarmanna og réttardaga. Ennfremur eru kaflar um gömlu mánuðina sem enn er miöaö viö í daglegu tali, útmánuöina; sumar- og haustmánuöirnir líka nefndir. Undirtitill bókarinnar er: Hátíóir og merkisdagar á tslandi og uppruni þeírra, Þaö er í raun- inni hiö síöasttalda sem höfundur gerir ýtarlegust skil — uppruni hátiöisdagana og .saga þeirra i gegnum tíöina. Sumar hátíöirnar eru ævagaml- ar, t.d. jölin sem voru haldin í heiöni en breyttu um inntak og yfirbragö meö kristninni. Af ann- ars konar dagamun, sem er til- tölulega nýr af nálinni, má nefna bolludaginn, mánudaginn í föstu- inngangi, en »flest bendir til aö siöurinn hafi borist hingað fyrir diinsk eöa norsk áhrif á siöari hluta 19. aldar,« segir Arni Björnsson. Ennfremur er til i dæminu aö dagur hafi á timans rás misst hátíðasvipinn eins og Bókmenntlr eftir ERLEND JÓNSSON allraheilagramessa 1. nóvember. Arni segir aö »í fornum bókum íslenskum er allraheilagrames.su mjög oft getið, og má af þvi ráða, aö hún hefur verið stórhátíð og mikill viömiöunardagur.« Um jólagleöir fjailar Árni í sér- stökum kafla. Venja var að dansa á jólum allt þar til heitttrúar- stefnan barði niður slíka léttúð um miðja átjándu öld. Einn hínna sídustu, sem héldu jólagleði, var Bjarni Halldórsson á Þingeyrum. Séra Þorsteinn Pétursson á Stað- arbakka í Miöfiröi setti saman rít um hneykslið og lýsir dansinum á þessa lund: »Þessi leikur skal vera framinn með glensi og gamni af karlmönn- um og kvenfólki til samans, meö mörgum snúningum allt um kring, með stappi aftur á bak og áfram, með hoppi upp og niöur. Arni Björnsson með hlaupum til og frá. Svo herð- ir sig hver aó dansa eftir út- blæstri eða andardrætti ludi magistri, og þegar suma svimar, svo þeir tumba um koll, þá verða ýmsir undir. Fara þá föt og for- klæöi sem verða vill. Þá er og földum kvenna flug og forráð bú- ið. Þessu skal vera hrósað og hleg- ið aö eftir vonum af Potestate Superminente. Brennivfn er þá við höndina að hressa hinn gamla Adam, svo hann þreytist hvorki né uppgefist, fyrr en mælir synd- anna er uppfylltur.« Svona gátu menn veriö berorðir undir rós í gamla daga. Séra Þorsteinn haföi erindi sem erfiði — dansinn lagðist niður að fullu og öllu og týndist og telur Arni Björnsson að við munum tæpast finna hann aftur í upphaf- legri mynd. Eg nefndi sem kost þessarar bókar hve stutt hún er. Þetta er bæði bók til að lesa í lotu, og eins uppsláttarrit, bók tii að grípa til þegar hátíð ber á góma og fólk langar að vita um uppruna henn- ar og sögu. Þó hátíðir hafi nú ekki lengur sama inntak og áður — kristnihald sé t.d. ekki rækt jafn staðfastlega á kirkjulegum hátíð- um og fyrrum — hefur fyrirferð sömu hátíöa aukist, samanber til að mynda allt jölaumstangió. Framhald á bls. 26 Loksins f ékk pabbi að ráða Loksins fékk pabbi aö ráöa Höfundur: Indriói L’lfsson Myndir: Bjarni Jónsson Prentun og band: Prentsmiója Björns Jónssonar Utgáfa: Bókaútgáfan Skjald- borg Það fylgir því eftirvænting að fá bók eftir Indriða í hendur, svo snjall/höfundur er hann orðinn. Hann ræður yfir tækni máls og stíls, og svo þekkir hann þá sem hann ritar fyrir. Því er bók eftir hann ætíó velkominn gestur. Þessu sinni er þaö fjölskylda í Fagrastræti sem sagan snýst um, ráöríka kellu, karl hennar og 15 ára dóttur. Þaö hefur orðið að samkomulagi millum þeirra hjónakornanna, að bóndinn, Jör- undur, fái að ráöa á heimilinu líkt skeiö og nafni hans hundadaga kóngurinn. Þessu fylgja spaugi- legir atburöir, kartöflur eru sett- ar fet f jörð, bílbeyglur verða að gæðingum, hús hljóta nýtt útlit, sumarleyfi, — norður í land —. sveiflast milli martraöar og ævin- týris — og svo mætti lerrgur telja. Til sögunnar kemur Jónas gamli, granni, og Sögu-Gunna og ekki má gleyma kúnni Rauðku. Öll gegna þau merkum hlutverkum í sögunni, eitt vegna þrætufýsni og snilli við maðkadráp, eitt af því að nærbrókum var stolið af snúru, og eitt vegna óstoðvandi sultar I fisk. Sagan er vel sögð, sem vænta mátti, því að það fer ekki á milli mála aö Indriði er í dag einn hinna ritsnjöllustu höfunda er við eigum. Mál hans er kliðmjúkt, laust við allt tildur, og hann er kjarnyrtur sögumaður, þekkir aöalatriði frá hjómi. í þessari bók glímir höfundur við kímnina, reynir aó sveigja hanátil hlýóni. Slíkt er erfift, og það fyrir ís- lenzka lesendur, við kunnum vart aó hlæja að öðru en óförum ná- ungans, og höfundi því mikill vandi á höndum. Mér virðist Indr- iöa hafa tekizt mæta vel, sagan er að vísu enginn „Salomon Svarti", Bókmenntlr eftir SIGURÐ HAUK GUÐJÓNSSON en þó lokkar höfundur fram bros og hlátur lesandans án þess að breyta sögupersónunum í furðu- fugla. Þarna eru á ferö þú og ég, bjástrandi við hversdags verk- efni, og það sem gerir slíkt að gamanmáli er, að Jörundur stend- ur svolítið á annan veg að úrlausn þeirra en okkur hinum hefir vérið kennt. Teikningar Bjarna eru mjög góðar og gefa sögunni gildi. Prentun er góð, en prófarkalestur slakur hjá svona góðu útgáfu- fyrirtæki. Átta villur á 126 síðum þætti sjálfsagt ekki mikið hjá sumum bókaútgefendum, en hjá Skjaldborg er það. Hafið þökk fyrir gott verk, og vonandi á Indriði eftir að áuðga garð íslenzkra lesenda lengi enn. v. Ný bók eftir Halldór Laxness Seisei jú, mikil ósköp ---------------------------------— N Um bókina segir K.K. Það er viðburður á íslandi, þegar Halldór Laxness skrifar grein. Oft er eins og annað blaðamál gleymist þá í svipinn með öllu. Ef litið er til baka, eru það heil undur, hve svo annríkur sagna- og leikritahöfundur hefir afkastað af ritgerðum og látið margt til sín taka í ritgerðum: dægurmál, stjórnmál, fólk og fénað, mannasiði, tungu, sögu og bókmenntir. Þess er skammt að minnast, að hann gerði hinn ógæfusama bókstaf z að umtals- efni í grein, sem er svo skarpleg og kjarnviss, að í hennar Ijósi virðist flest, sem um þennan ómagastaf hefir verið rítað vera aftaka raus (greinin er í þessari bók). Ég er ekki víss um, að vér gerum oss alltaf Ijóst, hve dauf og málleysisleg svokölluð almenn eða opinber umræða í vorum aðkreppta íslenzka andans heími myndi reynast, ef rödd Halldórs brygði ekki margoft fyrir í ritgerðum og blaðagreinum. Auðvitað er stund- um ekki síður heilsusamlegt að vera honum andvígur eins og sammála. Ég hefi ekki trú á því, að ég geri neinum rangt til, þó ég fulfyrði, að Halldór sé mestlesni ritgerðahöfundur á landi voru og sá frumlegasti. í þessu safni, sem hér birtist er höfuðgreinin vafalaust Fáeinar athuganir um „kristinréttar- ákvæði elstu”, og fjallar um fornsöguleg efni, sem H.L hefir mjög látið til sín taka bæði frá nýstárlegum sjónarmiðum, útfrá afskekktri þekkingu og af mikilli fyndni k----—-------------------------------- Jólabók íslendinga Helgafellsbók Unuhús, Veghúsastíg 7. Vnmtym u,«*■» * ’Ww*.**wt* vA i* ,v * * < I 4.4**»»*«*** ***** 'V*** * , ; t*.f♦.***»♦ < <#1 *éf|H*****»*tM*f* * ' iffi*%vit***>**»*H*'*;*< . fi******************* ' : ***.**********»* ; séilíHt*'*********** * * * ÍfHféíni********* U*#»*lHMHt»**»*»* * i

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.