Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 16

Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 UNGTFOLK: Starfsfræösla Flugleiða í marz 1977. Ungt fólk, nám og atvinna: 7 milljónir ungra manna atvinnu- lausar í Evrópu Frá umræðum á Alþingi í gær Guðmundur H. Garðarsson (S) mælti í gær í s.þ. fyrir tillögu til þingsályktunar, sem hann flytur ásamt fjórum öðrum þingmönnum Sjálfstæðisflokksins, þess efnis, að rikisstjórnin láti fram fara athugun á vinnuaflsþörf íslenzkra atvinnuvega í nánustu framtið með sérstöku tilliti til atvinnumöguleika ungs fólks. Ganga skal úr skugga um, hvort æskilegt jafnvægi er milli menntunar ungs fólks annars vegar og eðlilegra þarfa atvinnuveganna hins vegar i þeim efnum. Athuguninni skal lokið fyrir áramót 1 978/ 1 979. GHG sagði m a að eitt mesta vandamál nútímaþjóðfélaga væri að tryggja ungu fólki atvinnu i samræmi v.ð menntun og hæfni í svonefndum velferðarríkjum hafi síðustu ár komið fram alvarlegir gallar í skipulagningu og samræmingu mennta- og atvinnu- mála, með þeim afleiðingum, að millj- ónir ungra manna, 25 ára og yngri, fái enga atvinnu Þannig séu 7 milljónir manna undir 25 ára aldri atvinnu- lausar í aðildarrikjum OECD. Það er u.þ.b. 40% atvinnuleysingja i þess- um ríkjum Efnahags- og framfara- stofnunar Evrópu. Hérlendis hefur þessarar þróunar ekki orðið vart i neinum mæli, enda þörf þjóðarinnar fyrir hvers konar menntun þegna sinna rík Hætta er þó á því að hér bryddi á þessu ósamræmi í menntun og atvinnueftirspurn áður en langur tími líður, ef ekkert verður að gert, ekki sízt þar sem skólakerf.ð sé ekki nægilega sniðið að þörfum at- vinnugreinanna og tengsl þess við at- vinnulifið. sem ber uppi þjóðfélagið, nær ekkert FHG minnti á Þmgsályktun Ragn hildar Helgadóttur (S) um hliðstætt efni fyrir nokkrum árum, sem gefið hafi góða raun Rétt sé nú að taka upp sama þráðinn þann veg að ungt fólk, sem er að velja sér námsbrautir, geti tekið mið af atvinnulíkum að loknu námi, svo námið komi bæði því og þjóðfélaginu að gagni að því loknu Það er ekki aðems þjóðinni óhag- kvæmt að langt og kostnaðarsamt nám einstaklinga nýtist ekki í þjóðarbú- skapnum, sagði Guðmundur, heldur getur það haft óbætanleg áhrif á líf og feril hvers manns, að finna ekki störf við sitt hæfi i samfélaginu. er hann kemur út á vinnumarkaðinn Þar af leiðir að slík könnun, sem tillaga mín fer fram á, og haldbærar upplýsingar um atvinnumöguleika fram í tíma séu viðvarandi — og skólakerfið taki mið í starfi sinu af staðreyndum þess samfé- lags, sem það er hluti af Ein þjóð í V-Evrópu án atvinnuleysis Benedikt Gröndal (A) lýsti stuðn- mgi við tillöguna. enda væri hún bæði þörf og aðkallandi Við værum að vísu eina þjóðin í V-Evrópu, sem ekki byggi við víðtækt atvinnuleysi, þó tíma- bundnar aðstæður gætu leitt til stað- bundins atvinnuleysis einstakra byggð- arlaga Em mál gætu þróazt til þeirrar alvöru, sem blasti við ungu fólki víðast um álfuna Atvinnuleysi væri ekki ein- ungis vandamál sérhæfðs ungs fólks, heldur ekki síður fólks með skemmri skólagöngu Þegar þrengdi að væri og reynslan sú að konur yrðu fyrst fyrir, ef fækka þyrfti starfsfólki Benedikt vakti athygli á þeirri hættu, sem því væri samfara. að ungt fólk sætti víðtæku atvinnuleysi og fylltist andúð út í samfélag sitt Tillaga þessi væri góðra gjalda verð og hana bæri að styðja Mesta bölið Friðjón Þórðarson (S) talck atvinnu- leysi mikið böl, bæði etnstaklingum og þjóðum í tíð núverandi ríkisstjórnar hefði tekizt að tryggja atvinnuöryggi um allt land, öfugt við það sem verið hefði í nágrannaríkjum Annað mál væri að þessi tillag^ væri tímabær til að tengja saman skólakerfið og at- vinnulífið í landinu, samræma mennt- un og atvinnulíkur Skólakerfið ætti ekki að vera villuljós í atvinnulegu tilliti fremur en öðrum, heldur leiðarljós. sem lagt gæti gildar líkur um framþró- un atvinnumöguleika fyrir nemendur, er að sérnámi kæmi, sem viðkomandi gætu tekið tillit til, samhliða persónu- bundnum hæfileikum og hugðarefnum v.ð námsval sitt Tiltækar og haldgóðar upplýsingar Ragnhildur Helgadóttir (S) lagði áherzlu á nauðsyn viðvarandi könnun- ar á vinnuaflsþörf íslenzkra atvinnu- vega og þess, að haldbærar upplýsing- ar um þá þörf væru tiltækar ungu fólki. er það gerði upp hug sinn um nám, er nýtast mætti því á lífsleiðinni til at- vinnu og hamingju Menntun er mátt- ur, sagði hún, en til þess að sá máttur nýtist emstaklmgi og þjóðfélagi, þarf hann að eiga starfsmöguleika, er námi hans lýkur Ragnhildur sagði margt góOtcf ^tarfsfífóhftá í menntamálaráðu- neytinu Þar ætti að vera hægt að vinna slikar upplýsingar í hendur ungu fólki, sem varpi nokkru Ijósi fram í næstu framtíð um vinnuaflsþörf í þjóð- félaginu Ragnhildur kom víða við í máli sínu, ræddi m a um vanda kvenna i at- vinnulífi, einkum húsmæðra, er kæmu á vinnumarkað, eftir að hafa komið börnum sinum upp Þessar konur byggju oft að reynslu, þekkingu og starfshæfni, sem gerðu þær að fyrsta flokks starfskröftum, en mætti oft óþarfa tortryggni H reyft þörfu og góðu máli. Lúðvik Jósepsson (Abl) sagði hér hreyft þörfu og góðu máli Slík upplýs- ingasöfnun væri þó ekki auðunnin Marka þyrfti samhliða ákveðna stefnu um þróun atvinnulífs í landinu. Hann minnti á fyrri atvinnuspár Þjóðhags- stofnunar og þar áður Efnahagsstofn- unar Þær spár hefði falið i sér liklegan samdrátt atvinnutækifæra í sjávarút- vegi og landbuðnaði, en aukningu í iðnaði og þjónustugreinum Reynslan hefði ekki orðið fyllilega eftir þessu Atvinnutækifæri í iðnaði, einkum i framleiðsluiðnaði, hefðu ekki aukizt Það hefði hins vegar gerzt i ýmsum störfum tengdum sjávarútvegi, þ e. úr- vinnslu Lúðvík sagði að mest hefði aukning samt orðið í þjónustu- og stjórnsýslu- greinum Nefndi hann bankana, trygg- ingafélögin og stofnanir ýmiss konar Hins vegar hefði ekki verið horft sem skyldi til möguleika i sjávarútvegi Þetta væru spor í ranga átt Máske hefði skólakerfið beint áhuga um of að þessum greinum umfram hefðbundna atvinnuvegi þjóðarinnar, samhliða ónógri stefnumörkun í atvinnuþróun í landinu Góðar undirtektir þakkaðar GHG þakkaði góðar undirtektir und- ir tillögu flutningsmanna Tók hann undir orð LJó um stöðu skólakerfisins og ónóg tengsl þess við samfélagið umhverfis, þe það atvinnulíf, er brauðfæddi þjóðina Hann tók einnig undir þau orð LJó að ónýttir væru ýmsir möguleikar í fiskiðnaði, þó þar hefðu stærstir áfangar náðst í útflutn- mgsframleiðslu þjóðarinnar Nefndi hann atriði, sem væru íhugunarefni, s.s þurrvinnslu fisks í salt o fl GHG tók og dæmi, sem cjerzt hefði, og e.t.v. mætti endurtaka á öðrum sviðum, þ e það flugnám nokkurra ungra manna á árunum kringum 1950, sem þróazt hefði í alþjóðlega þjónustu á borð við Framhald á fífs’ 26 Þingfréttir í stuttu máli Lífeyrissjóðir og fjárfesting: Jöfn lán til eldra húsnæðis og nýsmíði — ef nýtt lagafrumvarp verður samþykkt Fjármálaráðherra svaraði nýlega fyrirspurnum frá Pétri Sigurðssyni (S) um ráð- stöfunarfé lifeyrissjóða. í svari ráðherra kom m.a. fram að lifeyrissjóðakerfið (Lif- eyrissjóðir ASÍ, Opinberir líf- eyrissjóðir og aðrir lífeyris- sjóðir) hefðu keypt skulda- bréf af Byggingarsjóði ríkis- ins fyrir 8,3 milljarða króna á árabilinu 1971 — 76, að báðum meðtöldum. Kaup lífeyrissjóða á verð- tryggðum skuldabréfum Framkvæmdasjóðs íslands á árunum 1 973 — 1976 nam samtals tæplega 1.4 millj- arði króna. Þá hafa eftirtaldir fjárfestingalánasjóðir selt skuldabréf til lífeyrissjóða 1972 — 1976: Lífeyrissjóð- ur bænda/Stofnlánadeild landbúnaðarins 15, 57, 105, 141 og 152 m. kr. tilgreind ár; Lífeyrissjóður bænda/Veðdeild Búnaðar- banka íslands 25, 25, 35, 50 og 60 m. kr. tilgreind ár; Lífeyrissjóður verzlunar- manna/Verzlunarsjóður 28, 30, 61, 60 og 100 m. kr. tilgreind ár og Lífeyrissjóður 1975, sem vóru mikilvægir áfangar í þeirri viðleitni. Frumvarpinu fylgir ítarleg og vel rökstudd greinargerð. Aldursmörk og ellilífeyrir Karvel Pálmason (SFV), Garðar Sigurðsson (Abl) og Gylfi Þ. Gíslason flytja frum- varp til laga um lækkun aldursmarks þeirra er rétt hafa til ellilifeyris úr 67 og 60 í tveimur undantekn- ingartilfellum. Hið fyrra nær til sjómanna, þ.e. manna er stundað hafa sjó i a.m.k. 35 ár. Þeir skulu hafa rétt til ellilífeyris 60 ára. Hafi maður stundað sjómennsku sem aðalstarf i 40 ár á hann rétt á 50% viðbótarlifeyri, er hann nær sextugu. Hin síðari undantekningin er um ekkj- ur. Þær skulu fá fullan ellilif- eyri sextugar í stað sextíu og sjö ára. Rekstrar- og afurðalán bænda Ragnar Arnalds og fimm aðrir þingmenn Alþýðu- bandalags flytja eftirfarandi tillögu til þingsályktunar. Útlán og skuldabréfakaup lífevrissjóda 1971 —1976. SÍS/Stofnlánadeild sam- vinnufélaga 14 m. kr. (1975) og 8 m. kr. (1976) Húsnæðismálastofnun/ eldra húsnæði Ingvar Gislason (F) og Tómas Árnason (F) flytja frumvarp til breytinga á lög- um um Húsnæðismálastofn- un rikisins, þarsem lánum til kaupa á eldra húsnæði og kostnaðarsamra endurbóta á eldra húsnæði eru færð meðal „frumverkefna Bygg- ingarsjóðs". Hér um nokkra stefnubreytingu að ræða í þá átt að auka endingu og nota- gildi eldra húsnæðis og færa lánafyrirgreiðslu til jafns við nýsmiði. Þessi breyting hefði mikilvægt gildi fyrir nýtingu fjárfestingar, sem til staðarer í eldri borgarhverfum og byggðarlögum. Þá þjónar þetta frumvarpsákvæði hús- verndunarsjónarmiðum en minna má á Húsfriðunarkafla þjóðminjalaga frá 1969 og stofnun Húsfriðunarsjóðs frá Alþingi ályktar að fela rikisstjórninni að gera ráð- stafanir til að tryggja bænd- um viðunandi rekstrar- og afurðalán. Rekstrarlán til sauðfjárbú- skapar verði aukin þannig, að þau verði a.m k. 60% af skilaverði við upphaf slátur- tiðar og séu veitt jöfnum höndum eftir þvi sem rekstarkostnaður fellur til. Afurðalán miðist víð að sölufélögum sé kleift að greiða minnst 90% af grund- vallarverði við móttöku afurð- anna. Lánin skulu breytast í samræmi við heildsöluverð, eins og það er ákveðið á hverjum tima. Uppgjörslán skulu nægja til að greiða bændum grund- vallarverð að fullu, eins og það er í maímánuði á ári hverju. Fóðurbirgðalán (hafíslán) miðist við, að nægar birgðir fóðurvara séu tryggðar á hafíssvæðinu til sex mánaða frá áramótum.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.