Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 19

Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 19
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 19 Mark Goodman, 20 ára, ásamt ömmu sinni, frú Ray Goodman, í London í gær. Frú Goodman er seinni kona afa Marks og því ekki blóðskyld honum. Villgiftast ömmusinni Lontlon.!). desember. AF. TVÍTUGUR Bandarfkjamaður hefur lýst því yfir að hann vilji kvænast 77 ára gamaili ömmu sinni, en skkrifstofa í London sem gefur út hjúskkaparleyfi hefur tilkynnt þeim að það sé ölöglegt. Síðastliðinn föstudag voru öll eftirmiðdagsblöðin í London með þá frétt á forsíðu, að Mark Goodman sem búsettur er í Los Angeles hafi beðið ömmu sinn- ar, frú Ray Gpodman, sem er fyrrverandi dansmær. Frúin er seinni kona afa Marks Goodmans, en sam- kvæmt brezkum lögum má mað- ur ekki kvænast eiginkonu föð- ur föður sins. Þar er ekki greint á milli þess hvort um fyrstu, aðra þriðju eða fjórðu eiginkon- una er að ræða. Nánasti skyld- leikinn sem má vera milli hjóna er aó þau væru systkinabörn. Um neitunina við hjúskapar- leyfinu sagði Mark Goodman: ,,Við munum gifta okkur, við erum ekkert skyld. Ef við fáum það ekki hér í Bretlandi, þá verður það í Bandaríkjunum. Astin sem við berum hvort til annars, er mjög sérstök ást, sem verður aðeins til einu sinni á þúsund árum og okkur er sama hvað fólk segir." Gráhærð amman sagði við blaðamenn að bónorðið hefði komíð sér gjörsamlega á óvart. „Hann fékk ofboðslegt hláturs- kast allt í einu og sagði að við gætum alveg eins gift okkur. Eg spurði hann hvort hann væri að biðja mín og þá j»átaði hann því. Þegar ég hitti hann fyrst virt- ist hann bara vera ungur sköla- strákur, en allt í einu urðum við miklir vinir og sú vinátta vex með hverjum deginum. Eg veit að fólki dettur í hug að hann kvænist mér til fjár, en hvorugt okkar á nokkra pen- inga, ég er aðeins eftirlauna- þegi.“ Aðspurð um kynlíf þeirra, sagði Mark Goodman að þegar ástin væri svo mikil eins og þau bæru hvort til annars, væri þörfin fyrir kynlíf engin. ,,Ég álit kynlíf vera veikleika, og þegar einhver hefur mikla þörf fyrir það, er það veikleiki við- komandi. Þegar þú getur haft stjórn á þeirri tilfinningu þá er það mjög gott.“ Gamla frúin sagðist ekki halda að kynlx'f væri nauðsynlegt í þeirra sam- bandi. Hjónaleysin kynntijst þegar frúin fluttist til foreldra hans eftir lát eiginmanns síns. Hún var viðstödd þegar Mark Good- man útskrifaðist úr mennta- skóla, en hann hætti í fram- haldsnámi hennar vegna. Foreldrar hans í Bandaríkj- unum eru mjög æst og reið yfir ákvörðun sonarins og ömmunn- ar, en hjónaleysin búa núna saman í London. Veður tefur Heyerdahl Manama, Bahrain, 9. desember. AP. REYRBÁTUR Heyerdahls var í gær dreginn í örugga höfn á norðaust- urbakka Persaflóa. Það var rússneskur togari sem dró bátinn. Embættismenn segja að ekki sé hægt að leggja bátnum endanlega í höfn í Manama fyrr en á föstudag vegna slæmra veðurskilyrða. Sovéska skipið Stavsk skildi við bátinn í höndum strandgæzlunnar í Bahrain, sem flutti hann að landi. Áætlun Heyerdahls hafði verið sú að ná til Bahrain í síðustu viku, sem fyrsta viðkomustaðar við Persaflóa, en áfangastaðurinn var óákveðinn. þar sem prófessorinn er að reyna siglingaþol bátsins, sem er gerður að um 5000 ára gamalli fyrirmynd frá Súmerum. En það er liður í athugun hans á því hversu langt þessi þjóðflokkur hefur mögulega breitt út siðmenningu sína. - Fræðslu og skemmtispil í útvegsspilinu geta tveir til fjórir tekið þátt i skemmtilegum leik, sem felst i þvi að koma sér upp skipaflota, veiða og vinna aflann i eigin vinnsluhús- um og selja á erlendan markað, en þetta er ekki átakalaust og oft reynir mikið á útsjónarsemi spilamanns, því teningurinn ræður ekki gangi mála JÓLAGJÖFIN í ÁR fyrir alla aldursflokka Spilaborg Laugavegi 18a, pöntunarsimi 53737. nema að hluta. hf. lltvegsspilið er jafn bráðskemmtilegt fyrir unga sem aldna. FÆST í KAUPFÉLÖGUM OG VERZLUNUM UM LAND ALLT.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.