Morgunblaðið - 10.12.1977, Side 22

Morgunblaðið - 10.12.1977, Side 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 sett bannið á hvort þeir ætluðu að j aflétta því. í þessu sambandi vís- , uðum við til Þýzkalands og sögð- um að Þjóðverjarnir væru farnir fyrir 10 dögum. Þar hefði ekkert löndunarbann verið sett og þýzkir fiskkaupmenn og útgerðarmenn hefðu komið til Islands gagngert til þess að biðja okkur að koma með fisk á þýzka markaðinn þeg- ar samningurinn væri útrunninn, þannig að það væru algerlega önnur sjónarmið hér en þar og byggðist það eingöngu á því að Bretarnir héldu enn að þetta væri einhver verzlun, sem það alls ekki er. — Þannig er staðan í þessu núna, en þingmennirnir, þeir Prescott og Mitchell, sögðu okkur að þeir myndu halda áfram að vinna að því af fullum krafti að fá löndunarbanninu aflétt. Ætluðu báðir að fara heim í kjördæmi sín um helgina til þess að vinna að málinu. Það kom greinilega fram hjá þeim að þeir skildn málið til fulls og sáu að löndunarbannið var fyrst og fremst óheppilegt fyr- ir Breta sjálfa og þjónaði ekki hagsmunum þeirra. Það ánægju- lega við þessar viðræður var að þingmennirnir skyldu vera svona sannfærðir um nauðsyn þess að aflétta banninu, þó að þeir eigi í erfiðleikum með sitt fólk, sem heldur ennþá að þetta sé einhver verzlunarvara. — Ég held að það sé rétt að það komi fram, að það var stofnað til þessara viðræðna trúnaðarvið- ræðna, sem ekki yrðu gerðar opin- berar. En hins vegar misstu Bretarnir vald á málinu og þegar við komum út af fyrri fundínum, sem haldinnvar langt uppi í sveit, biðu sjónvarps- og blaöamenn fyr- ir utan. Það hefur greinilega vald- ið þingmönnunum erfiðleikum að vinna að málinu, að það varð strax opinbert, sem ekki átti að vera, sagði Kristján Ragnarsson að lok- um. ungra sjálfstæðismanna — bákn- ið burt. Sagði Albert að á fjárlög- um væri fjöldinn af liðum sem skera mætti niður, t.d. teldi hann að bíða ætti með Þjóðarbókhlöð- una er kostaði um 200 milljónir kr'óna á næsta ári, ástæðulaust væri að verja 170 milljónum í laxastiga í S-Þingeyjarsýslu, og skera mætti niður hjá svokölluð- um tilraunabúum, sem gert væri ráð fyrir að verja til um 130—150 milljónum á fjárlögum. H:nn kvaðst einnig telja koma til greina að leggja niður allar verk- legar framkvæmdir á vegum Vegagerðar ríkisins. og bjóða út þau verk á almeúnum markaði. Einnig mætti leggja niður all'a þjónustu Pósts & síma á tækjum og taka upp áþekkt fyrirkomulag og væri með útvarpið. Kvaðst Al- bert telja, að leggja mætti niður fjölda ríkisfyrirtækja. Þá var Albert undir lok þáttar spurður hvort hann ætti sjálfur gjaldeyrisinnstæður erlendis. Al- bert kvaðst telja spurninguna of persónulega til að hægt væri að ætlast til að hann svaraði henni, en tók þó fram að hann hefði ekki verið á þeim lista er íslenzkum skattayfirvöldum hefði borizt frá Danmörku. Einnig lýsti hann því yfir að hann ætti engear gjaldeyr- isinnstæður í Bandarikjunum, þar sem fyrirtæki hans hefði mik- il viðskipti. Hann var þá spurður beint að því hvort hann ætti reikning í Frakklandi og vildi hann þá hvorki svara játandi né neitandi. Albert var einnig spurður að því hvort hann teldi að leyfa ætti innflutning á landbúnaðarvörum. Hann kvaðst andvígur því, þótt það kynni að stangast á við aðrar skoðanir hans um að hafa sem mest frjálsræði á öllum sviðum, en landbúnaðurinn væri svo við- kvæm atvinnugrein að hún yrði að njóta styrkja enda vissu menn aldrei hvenær aðrar matarkistur gætu lokazt. Framsókn í Rvík: Nöfn þátttakenda í prófkjöri verða tilkynnt í dag SÍÐDEGIS í gær rann út frestur til að skila framboðum til próf- kjörs Framsóknarflokksins í Reykjavík vegna þingkosning- anna næsta vor. Samkvæmt upplýsingum Þráins Valdimarssonar framkvæmda- stjóra Framsóknarflokksins, var ákveðið að birta ekki nöfn þátt- takenda í prófkjönnu fyrr en í dag, laugardag. — Eftirmaður Soaresar... Framhald af bls. 1 gal hafi sameinast um aðgerðir til lausnar þeim vandamálum, sem við sé aö etja í þjóðlífinu. Hafa leiðtogarnir sagt í samtöl- um við fjölmiðla að án sam- komulags um stefnuskrá muni nýr forsætisráðherra von bráð- ar lenda í sömu aðstöðu og So- ares, að geta ekki náð þing- meirihluta og geta þar með ekki stjórnað. Soares gegnir áfram störfum forsætisráðherra þar til eftir- maður hans hefur verið skipað- ur. Hann féll viö atkvæða- greiðslu um traustsyfirlýsingu á fimmtudag þar sem stjórnar- andstöðuflokkarnir þrir gátu ekki fellt sig við samkomulag Soaresar við Alþjóða gjald- eyrissjóðinri um harðar efna- hagsráðstafanir sem skilyrði fvrir 750 milljón dollara láni. Þá sökuöu þeir einnig stjórn Soaresar um aö hafa mistekist að hleypa nýju lífi í efnahag Iandsins, en mikið atvinnuleysi, veröbólga og óhagstæður vöru- skkiptajöfnuður hrjáir lands- menn. — Rhódesía Framhald af bls. 1 spurningum fréttamanna um fundinn í dag. Föðurlandsfylking Rhódesíu, sem er undir stjórn Joshuas Nkomos og Robert Mugabes og telur 9000 skæruliða sem barist hafa i 5 ár gegn stjórn Smiths, átti ekki fulltrúa í viðræðunum, en Smith sagði nýlega í blaðaviðtali að hann teldi nokkrar líkur á að Nkomo sneri heim úr útlegð, en sér hefði þó ekki borist beiðni frá honum um leyfi til leyfi til að koma heim og taka þátt í viðræð- unum. Leiðtogarnir þrír, sem ræddu við Smith í dag, Abel Muzorewa biskup, séra N. Sithole og Jeremiah Chirau, hafa allir hvatt hann til að bjóða Nkomo og Mugabe til viðræðnanna. Nkomo og Mugabe gáfu í dag út yfirlýsingu í Lusaka í Zambíu, þar sem þeir sögðu að í viðræðun- um væri setiö að svikráðum og útilokað væri að þeir myndu taka þátl í þeim. — Sadat Framhald af bls. 1 menn og Rússar væru ekki sam- mála um Kaíróráðstefnuna. Kuwaitblaðið A1 Siassa birti í dag viðtal við Sadat forseta, þar sem hann sagði að klofningurinn milli Arabaþjóðanna hefði tvenns konar afleiðingar og gætu losað sig undan skuldbindingum Egyptalands gagnvart hinum Arabaþjóðunum. I viðtalinu sagði hann m.a.: „Vinsamlegast segið öllum leiðtogum Araba og Araba- þjóðum að ég hafi ekki látið und- an öllum kröfum egypzku þjóðar- innar. i mörgum tilvikum hef ég verið eins og hemill. Miklu meira er krafist af mér og ég vil ekki valda þjóð minni gremju svo að hún krefjist þess að ég snúi baki við Aröbum og haldi þannig á málum að svæðaréttindi Egypta veröi tryggð, en málstaður Araba virtur að vettugi. Ég hef áhyggjur af því að þetta geti gerst.“ Assad Sýrlandsforseti kom til Kuwait í dag frá Saudi-Arabiu, þar sem hann hefur verið að reyna að fá leiðtoga ríkjanna við Persaflóa til að snúa baki við Sad- at. Assad ræddi í gær við Khalad konung og Fadh prins, en ekkert bendir til þess að honum hafi orðið ágengt í viðræðunum. Saudi-Arabia, sem sér Egyptum fyrir olfu, hefur ekkert sagt opin- berlega af eöa á um friðarumleit- anir Sadats. — Amnesty Framhald af bls. 2 togar, hundruð þingmanna, stjórnir tuga alþjóðjegra samtaka, sem telja innan sinna samtaka meira en átta- tíu milljónir manna í 133 löndum, enn fremur hafa 45 Nóbelsverð- launahafar skrifað undir áskorun- ina. íslandsdeild Amnsety Inter- national var stofnuð 1974 og eru félagar hennar nú um 300 í stjórn samtakanna eru nú Margrét R Bjarnason formaður, Ingi Karl Jóhannesson, varaformaður, Gerð- ur Helgadóttir gjaldkeri, Jóna Lísa Þorsteinsdóttir ritari — Vance Framhald af bls. 1 ræðunum myndu koma í veg fyrir að Evrópurikin gætu komið sér upp Cruiseeldflauginni, sem er tiltölulega ódýr og getur í bókstaf- legri merkingu brotist gegnum varnir Sovétríkjanna, þar sem hún getur flogið undir ratarsjár- skermum. Bretar, Frakkar, V- Þjóðverjar og fleiri vilja fá að smíða slíkar eldflaugar með tæknilegri aðstoð Bandaríkja- manna. Josef Luns, framkvæmda- stjóri NATO, sagði nýlega í viðtali að samningamenn Sovétríkjanna reyndu nú að þrýsta á Banda- ríkjamenn um að selja ekki þessa tækniaðstoð úr landi. Luns bætti hins vegar við, að Vance hefði lofað að Bandaríkjamenn myndu ráðgast um þessi atriði við banda- menn sína í síauknum mæli. Hafa V-Þjóðverjar nú farið fram á að þessi mál verði rædd á vikulegum fundum innan fastaráðs NATO. í sameiginlegri yfirlýsingu ráð- herranna, sem gefin var út í Briissel 1 dag, var lýst mikiili ánægju með þróun mála í Mið- austurlöndum og lýst von um að það frumkvæði, sem tekið hefði verið, myndi leiða til réttláts og varanlegs friðar. Lýst var yfir ein- ingu Atlantshafsríkjanna og lögð áherzla á aukin mannréttindi I heiminum. — Löndunar- bann Framhald af bls. 40 ræða veiðiréttindi en við gætum hins vegar fullvissað þá um það að það myndi aldrei fást. Einnig að við m.vndum vera á móti því sem hagsmunaaðilar. 1 öðru lagi kæmi ekki til greina að brezkir sjómenn yrðu ráðnir á íslenzk skip. okkur vantaði ekki sjómenn. Málið væri þannig, að við vildum hafa brezka markaðinn opinn ef þess væri nokkur kostur, en við vildum ekki kaupa það neinu verði. Þess vegna væri það ákvörðun þeirra aðila, sem hefðu — Mannréttinda- yfirlýsing Framhald af bls. 3. líu, Chile, Frakklands, Líbanons, Sovétríkjanna, Bretlands og Bandaríkjanna. Hún tók saman uppkast, sem rætt var í nefndinni og var ákveðið að leggja fyrir allsherjarþingið sitt í hvoru lagi uppkast aö yfirlýsingu og frum- varp að mannréttindaskrá, og náði yfirlýsingin samþykki alls- herjarþingsins árið 1948, en sjálf- ur alþjóðasamningurinn, mann- réttindaskráin, er enn í undirbún- ingi. Mannréttindayfirlýsingin er í 30 greinum. — Albert Framhald af bls. 2 aðarráðhérra hefði lýst á alþingi, þ.e. um þátttöku varnarliðs f vegagerð og almannavörnum og að varnarliðið skyldi hlíta sömu lögum hvað tolla- og aðflutnings- gjöld snerti og íslendingar yrðu sjálfir að hlíta, og einnig að þeir notuðu hér íslenzkan gjaldeyri en ekki erlendan. þar sem slíkt gæti boðið heim óheiðarlegum við- skiptum með gjaldeyri og einnig sm.vgli. Albert var þá spurður hvort hann væri þá á móti stefnu flokksins og svaraði hann því til að það væri eins og innan flokks- ins væri eínhver sértrúarhöpur „sem hoþpar upp um leið og ei-tt- hvað er talað um varnarliðiö". Hann var þá spuröur hvort hann ætti við forsætisráðherra, og svar- aöi Albert þá að í hans huga væri forsætisráðherra einnig í þessum hópi, og sagði að það furðulega væri að gerast þessa dagana að til væri komin samstaða með Al- þýðubandalagsmönnum og þess- um sértrúarhópi um að gæta hags- muna varnarliðsins og gera þeim dvölina hér á landi eins ódýra og hægt væri. Síðar í viðtalinu var farið inn á efnahagsmál og var Albert þar spurður m.a. hvernig hann vildi leysa verðbólguvandann. Albert svaraði því til, að hann væri hlynntur niðurskurðarleiðinni og kvaðst taka undir baráttumál — Herferð Framhald af bls. 2 um en nokkur sjúkdómur og á vissu aldursskeiöi valda slys jafnmörgum dauðsföllum og allir sjúkdómar til samans. Alvarlegustu slysin eru yfir- leitt þau, sem eiga sér stað í umferðinni, en flest slysin eiga sér stað á heimilunum. Öryggi barnsins á fyrsta aldursári er algerlega háð um- hugsun og vernd þeirra fullorðnu, en með uppeldi og þjálfun lærir barnið smám saman að þekkja og forðast hætturnar. Með einföldum aðgerðum má oft gera umhverf- ið hættuminna. Markmiðið með þessum áróðri er ekki að breyta svo umhverfi barnsins, að það hindri eðlilegan þroska þess og hreyfingarþörf, heldur að auka árvekni foreldranna og annarra sem hugsa um barnið og um- hugsun um þessi mál og benda á skyldur og ábyrgð þjóðfélags- ins á umhverfi barnsins. Flest slys er unnt að fyrir- byggja, en þekking um hætturnar, góð athygli og íyrir- hyggja er nauðsynleg. — í tilefni Reykjavíkurbréfe Framhald af bls. 27 með „umsvifum" i prófkjörs- baráttu er reynt að ná sem beztum árangri, en þau eru engin trygging fyrir öruggu sæti eins og höfundur Reykja- víkurbréfs Iætur í veðri vaka. Við verðum einnig að hafa f huga, að fólk, sem kemur fram í sjónvarpi, skrifar blaðagreinar eða vinnur skipulega að fram- boðum sínum eru oft hinir mætustu fulltrúar flokkanna, en ekki aðeins málstaðslausir undirmálsmenn. FuIIyröingar um fjármagn Alvarlegasta ásökunin í Reykjavíkurbréfinu er um þátt fjármagnsins í prófkjörsbar- Jttunni. Þar er fyllilega-gefið í — Stytta afhjúpuð Framhald af bls. 2 jafnframt leikið í einu af þremur fyrstu verkum Þjóðleikhússins, Fjalla-Eyvindi. Siöan lék Haraldur 50 hlutverk hjá leikhúsinu. A leikferli sínum lék Haraldur hjá Leikfélagi Reykjavíkur, Þjóöleikhúsinu svo og hjá Utvarpinu. Haraldur Björnsson gaf á sínum tíma út tímarit um leikmál. Þá þýddi hann fjölda leikrita og endursagði. , Að lokum sagði Vilhjálmur að það væri heiður og ánægja að fá að ge.vma minningu þessa mikla brautriðjanda leiklistar á Islandi. ■ - . skyn að illa fengið fé sé notað til að tryggja mönnum þingsetu og fjármagnið hafi skipt sköpum. Hér er um að ræða dylgjur og ósannaðar fullyrðingar gerðar í þeim til- gangi einum að koma óorði á einstaka frambjóðendur og taka undir söng Þjóðviljans. Mér er kunnugt um, að Vísir ætlar að birta þessar tölur, og getur almenningur þá séð svart á hvítu, hver útlagður kostn- aður Var í raun og veru. En Mbl. kastar hér steini úr gler- húsi, því að ef kenningunni er fylgt út í hörgul, er verið að gefa í skyn, að Sjálfstæðis- flokkurinn nái árangri í kosningum í hlutfalli við fjár- austur. Og hvaðan kemur féð? Er ekki Mbl. að fara inn á hálar brautir með slíkum dylgjum? Morgunblaðinu hefði verið nær að kanna málið, brjóta það til mergjar og draga síðan sínar ályktanir. Hér heggur sá, er hlffa skyldi, en virða verður það bréfshöfundi til vorkunn- ar, að þetta virðist í fljotræði ritað. Sem betur fer eru íslenzkir einstaklingar enn svo efnahagslega sjálfstæðir, að þeir geta með samskotum og sjálfboðaliðsstarfi unnið að hugðarefnum sínum í stjórn- málum. Sú hefur a.m.k. verið reyndin í starfi ungra Sjálf- stæðismanna undanfarin ár, en þar þekki ég vel til. Er þingið spegilmynd þjóðar- innar? Höfundur Reykjavíkurbréfs kveður upp þann dóm, að próf- kjörin séu ,,aö leiða stjórnmála- baráttuna út á ógeðfelldar brautir. Þau eru að leiðast út i þann farveg, að flokkarnir sitji uppi með framboðslista sem eru sízt af öllu spegilmynd þess þjóðfélags, sem við búuni í“. Dæmi, sem hann nefnir eru út- koma prófkjörs Sjálfstæðis- manna í Reykjavík og í Vestur- landskjördæmi, þar sem hann fer reyndar ekki alveg rétt með niðurstöður. Já, mikill er máttur Morgun- blaðsins og þungur er þess dómur. Hefur Mbl. reiknaö út meðalaldur þingmanna og bor- ið saman við meðalaldur kjós- enda? Hvað sitja margar konur á þingi? Það er átakanlegt, þegar svona Iagað er borið á borð fyrir lesendur blaðsins, því að Alþingi hefur aldrei verið spegilmynd af þjóðfélag- inu. Ef slíkt væri æskilegt þyrfti að gerbreyta kosninga- reglum og koma á einhvers konar stéttaþingi. Hugsanlega er það rétt, að prófkjör breyti samsetningu alþingismanna alveg eins og kosningalögin og kjördæmabreytingin 1959 breyttu henni. En slíkt hefur ekkert með „spegilmynd" að gera. Höldum áfrani opinni unira>ðu Ég ætla ekki að fjölyrða meira um efni Reykjavíkur- bréfs að sinni þótt af nógu sé að taka. Auðvitað hafa' komið fram gallar við framkvæmd próf- kjörs og vera má, að þau eigi ekki alls staðar og alltaf við. Prófkjör eru, eins og lýðræðis- legar kosningar, ófullkomið tæki til að finna út vilja almennings og velja fulltrúa. Engum lýðræðissinna dettur hins vegar f hug að afnema lýðræislegar kosningar. Þvert á móti er leitað ieiða til að bæta úr göllunum. Sjálfstæðisflokkurinn hafði á sínum tíma forgöngu um það að viðhafa prófkjör til að velja rnenn í framboðslista og það er eðlilegt aö efnt sé til opinnar umræðu um þau mál. Ég er fyrir mitt leyti tilbúinn til að taka þátt í slíkum umræðum ásamt höfundi Reykjavíkur- bréfs og nefni sem vettvang opinn fund í Sjálfstæðisflokkn- um, sem gæti fariö fram í næstu viku. Víssulega væri það tilbreyting fyrir ritstjöra Mbl. að koma niður úr fílabeinsturn- inum og ræða við flokksmenn um mikilvæg málefni, sem snerta bæði flokk og blað. Frið^iK Sophusson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.