Morgunblaðið - 10.12.1977, Qupperneq 30
30
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977
Helgi Ágústsson frá
Birtmgaholti - Mimiing
Einn af mætustu vinum mínum,
Helgi Agústsson frá Birtirigaholti,
er látinn.
Hann fæddist á Gelti í Gríms-
nesi, en þar bjuggu þá foreldrar
hans um skamman tíma, en fluttu
sírtan að föðurleifð Agústs að
Birtingaholti, en þann garð gerðu
þau hjón mjög frægan og þar ólst
Hglgi upp í stórum systkinahópi
með miklum gleðibrag og við
mikla vinnu. Þeim hjónum
húnaðist þannig, að þau gátu séð
börnum sínum fyrir góðu uppeldi.
Þ'au höfðu lært að meta gildi
vinnunnar, en i uppvextinum sáu
þau örbirgðina allt í kringum sig.
Þetta var sjönarmiðið sem Helgi
ólst upp við og hann lét ekki á sér
standa, og var alla ævi bæði vel-
virkur og mikilvirkur, enda hafði
hann miklu meiri líkamsburði en
almennt var. Ekki vildi Helgi
gera mikið úr eigin atgerfi, en
taldi ævinlega að Skúli bróðir
sinn hafi staðið sér miklu framar.
Þetta gat hafa verið rétt, en fyrir
fáum árum var ég að skyggnast
um í gömlu Suðurlandi, eða frá
1916, en fann þar þá allt annað en
það sem ég var að leita að. Þá sá
ég litla frétt um að á Skarphéðins-
möti hafðí Helgi Ágústsson unnið
fyrstu verðlaun fyrir fallegasta
glímu og drengilegasta, en þá var
sú íþrótt iðkuð af almenningi.
Helgi hafði það fyrir sið að flíka
ekkí afrekum sínum, en svo var
hann mannlegur, að hann hafði
greinilegá gaman af næst þegar
við hittumst og ég minntist á
þetta, sem mér þótti í rauninni
merkisfrétt. Hann sýndi mér þá
verðlaunapeninga, er hann hafði
unnið til í æsku.
Helgi hóf búskap á Syðra-Seli
1917, hafði áður lokið prófi frá
Hvanneyri og mun þá hafa
hugsað sér búskap sem æfistarf,
enda hafði hann flest það til að
bera sem prýða má góðan bónda,
hafði þó meiri áhúga á ræktun
jarðargróða en búpenings. Hann
varð ungur oddviti í Hruna-
mannahreppi og einnig var hann
orðinn hreppstjóri, en það verður
ekki umtalsefni þessarar greinar.
Búskapurinn að Syðra-Seli varð
skemmri en ætlað hafði verið.
Sagði hann mér að hann hafi
verið svo hræddúr um heilsu kon-
unnar, að hann hafi ekki þorað að
halda húskap áfram.
A Selfosssi réðst hann jtil
starfa hjá K.Á. og þar varð hans
æfistarf Upp frá því. Um störf
hans þar f.vrir samvinnufélögin
verður ekki frekar rætt hér. en
með þeim skapaði hann sér míkið
álil og vinsældir.
Trúi ég naumast öðru en að sú
saga. er verið var að skipuleggja
flutningakerfi samvinnufélag-
anna verði skráð. eri þar mun
Helgi gegna stóru hlutverki, ef
rétt verður með farið.
Móeiður Skúladöttir læknis,
Thorarensen á Möeiðarhvoli, en
móðir Helga sem minnst er í dag
var afbragðs söngkona eins og
hún átti kyn til. Helgi hlaut því í
vöggugjöf mikla hæfni til söngs
og er mér ógleymanlegt, er ég
barn að aldrei heyrði á Álfskeiði
bassarödd þeirra bræðra við
helgistund þar, mér fannst þá að
slíkam söng hefði ég aldrei heyrt
áður.
Hreppakórinn hóf starfsemi
sina 1925. Sigurður Ágústsson
varð stjórnandinn þá innan við
tvítugt, en Helgi var allan tímann
sem hann starfaði önnur aðal
driffjöðrin í honum. Það var eins
og hann gæti ekki lifað, ef Helga
naut ekki við, en það var reynt
fyrst eftir að hann flutti að Sel-
fossi. Sem betur fór gat Helgi
einnig illa án hans verið, sagði
sjálfur að án þátttöku í þeim söng
væri búið með að hann tæki
nokkurn tíma lagið.
Ég held, að ég tali fyrir munn
okkar allra, sem vorum félagar f
þeirri söngsveit, að þar áttum við
einhverjar bestu stundir ævi
okkar, það áttum við ekki síst
Helga að þakka. Hann var gjarn-
an hrókur alls fagnaðar, en þó svo
hófstilltur, að hann hélt okkur í
skefjum svo að ekki yrði úr því of
mikil ærsl. Oft kom fyrir að við
æfðum á heimili þeirra hjöna.
Húsfreyjan Anna Oddsdöttir tók
vel á möti okkur og þá skynjaði ég
að hún hefði góða dómgreind og
sjálfstætt mat á söng. Það kom
fyrir að við urðum að syngja aftur
og aftur sama lagið, ef það hafði
heiilað hana.
Á Selfossi náðu þessi hjón svo
miklum árangri við ræktun garð-
jurta og inniblóma, að þar hafa
fáir staðið þeim jafnfætis. Var
garður þeirra viðkunnur og oft
var fengið leyfi til að sýna hann,
þegar vanda þurfti til þess sem
kynna þurfti utanhéraðsmönnum
og útlendingum.
Konu sína Önnu Oddsdóttur frá
Eyrarbakka missti Helgi fyrir 12
árum. Þau höfðu verið mjög
samhent og átt frábært heimili.
Börn þeirra voro þrjú sem upp
komust, voru þá iill flutt að
heiman, en höfðu þó alltaf gott
samband við föður sinn, svo að
hann hafði af þeim mikla gleði.
Eitt af gæfusporum Helga var það
að þau hjón tóku til fósturs syst-
urdóttur Önnu og dvaldi hún hjá
þeim alla tíð eftir það. Er Önnu
missti við, tók hún að sér heimilið
fyrir fóstra sinn og gerði það svo
vel að ekki verður annað sagt, en
að Helgi hafi í rauninni átt ágæta
elli.
Alltaf var nög að starfa, ýmist í
garðinum eða þá við smíðar inni
við. Þaö var mjög ánægjulegt að
koma á heimili þeirra, er Helgi
hætti að sækja vinnu út af
heimilinu. Hann sat þá á Frið-
stöli, virtist bera hlýjan hug til
allra samferðamannanna og lét
sér mjög annt um Kaupfélagið,
sem hann hafði átt svo mikinn
þátt i að byggja og leit á það sem
óskabarn.
Langt mun nú vera síðan að
hann kenndi fyrst meins þess,
sem nú hefir riöiö honum að
fullu. Þetta bar hann með svo
miklu æðruleysi og af svo mikilli
karlmennsku, að jafnvel fáir
vissu um þetta, en þeir sem áttu
til hans erindi sáu að hann stóð
jafnan við vinnu sína og hafði
látið gera pult ofan á skrifborðið,
þá hafði sjúkdómurinn leikið
hann svo, að hann gat ekki setið.
Hann tók á móti kalli dauðans
eins og hann hafði lifað lífinu,
alltaf reiðubúinn. Síðast hitti ég
hann á sjúkrahúsinu, þá bað hann
mig fyrir kveðju til systkina
minna og annara sameiginlegra
vina. Ég hef ekki séð mann verða
betur við dauöa sínum. Fjöl-
skyldu hins látna vinar bið ég
blessunar drottins.
Einar Gestsson.
Það gerist nú skammt stórra
högga á milli í ætt Birtingaholts-
manna, Hinn 3. þ.m. var Helgi í
Hvammi jarðsettur í Hruna, en
sama dag andaðist bræðrungur
hans, Hélgi Ágústsson frá Birt-
ingaholti eftir langvarandi veik-
indi. Segja má, að gott sé fjör-
gömlum og þjáðum mönnum að fá
hvíldina, en það hugsa ég að
mörgum vinum þeirra og frænd-
um þyki nú allt svipminna austur
þar, þegar þessir afbragðsmenn
eru horfnir af sviði lífsins. Sökn-
uður fyllir hugann. en minningin
um frábæra víni dregur úr svið-
anu m.
Helga Agústsson sá ég fyrst á
Hvanneyri haustið 1911, þegar ég
settist þar á skólabekk. Halldór
skólastjóri hafði eitt sinn orð á
því við okkur nýsveina, að hann
ráðanlegt við fyrstu sýn. Að nóttu
sem degi, helgidaga sem aðra
daga var brugðið við kalli sinnt
með hraða slökkviliðs eða lög-
reglumannsins. Erfiðustu verk-
efnin voru leyst án tafar þau
„óleysanlegu" tóku svolítið lengri
tíma. Guðjón Tfyjiasson var
óvenju laginn og dugmikill stjórn-
andi, í senn trúr sfnu starfi og
hollur sinni stofnun, en jafnframt
traustur vinur, félagi og hjálpar-
hefði nýlega ráðið einn besta
nemanda sinn frá síðasta vetri,
sem yfirmann á hinu stóra kúabúi
staðarins. Hann kvað manninri
vera gáfað glæsimenni afburða-
duglegan og mikið karlmenni. Og
þaö átti nú við Halldór Vilhjálms-
son. Hann dáði hreysti, karl-
mennsku og drengskap öðru
fremur. — Ég hygg að löng æfi
Helga Ágústssonar hafi sannað
þessi ummæli Halldórs skóla-
stjóra. — En við Hvanneyringar
nutum ekki lengi samvista Helga
að þessu sinni. Hann veiktist hast-
arlega nokkru fyrir jólin 1911 og
varð að hætta s.törfum á Hvann-
eyri, en náði góðri heilsu síðar.
Þegar fundum okkar Helga bar
næsta Saman eftir tiu ár, höguðu
örlögin því svo til að ég var kenn-
ari á Eyrarbakka, en hann bóndi á
Syðra-Seli í Hrunamannahreppi.
Báðir vorum við kvæntir konum
frá Eyrarbakka, sem voru leik-
systur í bernsku og tryggðavin-
konur æfilangt. Það leiddi því af
sjálfu sér, að kynni okkar urðu
náin og þó nánust þau tvö ár, sem
við vorum sveitungar. Bændur í
Hrunamannahreppi byggðu
heimavistarskóla fyrir 20 börn
sumarið 1929. Ég var ráðinn
skólastjóri, en Helgi var þá odd-
viti hreppsins og sá um byggingu
skólahússins. Byrjað var á bygg-
ingu um vorið, en kennsla hófst
síðast í október. Margir dugnaðar-
menn lögðu þar hönd að, én ég
hygg að dugnaður og fyrirhyggja
oddvitans hafi verið þyngst á met-
um, svo vinsæll sem hann var og
vel metinn.
Hann reyndist mér hinn traust-
asti vinur og hjálparmaður í hví-
vetna. Þessi vetur var mikill veik-
indavetur á Flúðum. Meðal ann-
ars veiktist kona mín mikið eftir
barnsburð 21. nóv. þá sýndu þau
Syðra-Selshjón okkur þá einstöku
velvild að taka hvítvoðunginn í
fóstur, meðan erfiðast var. Þann
drengskap þeirra fæ ég aldrei
fullþakkað. — Síðan hefi ég talið
Helga í höpi minna tryggustu og
bestu vina og metið hann því
meir, sem árin liðu.
En áður en lengra er haldið,
skal ég lýsa hér í fáum orðum
æviatriðum Helga Ágústssonar.
Hann fæddist að Gelti í Gríms-
nesi 6. febrúar 1891, sonur hinna
þjóðkunnu hjóna Ágústar Helga-
sonar í Birtingaholti og Móeiðar
Skúladóttur. Eru ættir þeirra al-
kunnar. 9 voru börn þeirra hjöna.
Á lífi eru: Ásdís, húsfrú hér í
borg, Magnús, læknir í Hvera-
gerði og Sigurður, tónskáld fv.
bóndi í Birtingaholti. Látin eru
auk Helga, húsfreyjurnar Guðrún
í Ölvesholti, Ragnheiður á Löngu-
mýri og Sigríður í Keflavík, Skúli,
verslunarmaður í Reykjavík og
Guðmundur, stöðvarstj. Rvík. Öll
voru þessi systkini mikið mann-
dómsfólk, vinsæl og vel metin. Og
sjaldgæft mun það vera, hve
sterkt var sambandió milli þéirra
og foreldranna. Sést það m.a. á
bréfaskrá Agústar bónda, þar sem
hella sinna undirmanna. Osér-
hlífni hans og lífsþróttur var
smitandi og starfsandinn því allt-
af eins og be/.t var á kosið i kring-
um hann. Hans samhenta og
vaska sveit drjúpir nú höfði, en
foringi þeirra er fallinn.
Og það gerum við öll, sem unn-
um með Guðjóni og nutum vin-
áttu hans og dáðum hann sem
mann og starfsfélaga.
Það er mikill heiður að starfa
með og fá að bera ábyrgð á störf-
um afreksmanna. Mitt stærsta lán
í lífinu er, að það hefur oft oröið
mitt hlutskipti að Guðjón Tómas-
son var framarlega í þeirra fríðu
fylkingu.
Að tíunda hin mörgu störf Guð-
jóns Tómassonar í þágu íslenzkra
flugmála er algjör óþarfi. Vin-
sældir hans í starfi og álit allra,
sem til þekktu, gerir slíka
upptalningu fánýta.
Endurminningin um Guðjón
Tómasson verður öllum, sem
kynntust honum og störfuðu með
honum ógleymanleg.
Sjálfur mun ég geyma endur-
minninguna um traust vináttu
hans og samstarf sem óforgengi-
legan fjársjóð.
Aþenu 4. desember 1977
Agnar Kofoed Hansen
mörg hundruð bréfa eFU skráð frá
börnunum til hans.
Helgi lauk námi i Flensborgar-
sköla 1907 og á Hvanneyri 1911.
Síðan vann hann um tíma heima á
búi föður síns eða vann að jarða-
bótum á Suðurlandi og kenndi
plægingar um tíma. íþróttir
kenndi hann 1913 — '14, því að
þeir Birtingaholtsbræður voru
íþróttamenn góðir. Má i þvi sam-
bandi nefna. að þeir Skúli og
Helgi gerðu það eitt sinn að
gamni sínu að hlaupa frá Birt-
ingaholti til Reykjavikur á einum
degi, sem er eftir þjóðveginum
um 100 kílómetra leið. Þeir fóru
af stað árla morguns (kl. 4—5) og
voru komnir til Rvíkur, áður en
búðum var lokaö um kvöldið. Frá
þessu er sagt í Lesbók Morgun-
blaðsins sl. vor.
Árið 1916 kvæntist Helgi ágætri
konu, Önnu Oddsdóttur, gull-
smiðs á Eyrarbakka. Þau reistu
bú á Syðraseli í Hrunamanna-
hreppi 1917 og bjuggu þar góðu
búi í 14 ár, þótt oft væru þau ár
erfið bændum, sem kunnugt er.
Fluttust þau þá að Selfossi. Þessi
bústaðaskipti urðu vegna þess, að
Anna var heilsubiluð, hafði i
æsku fengið berklaveiki, sem þá
æddi um allt og hafði verið á
Vífilsstaðahæli um tíma. Svo var
líka sótt eftir Helga í fulltrúastarf
hjá Kaupfélagi Arnesinga, sem þá
var nýstofnað. Egill Thorarensen
þekkti vel dugnað og mannkosti
frænda sins og vissi því vel, hví-
likur fengur var ungu félagi að
slíkum manni, sem Helgi var enda
reyndist svo. Hann tók að sér að
stjórna flutningakerfi félagsins
svo og mjólkurflutningum Flóa-
búsins. Einnig tók hann árum
saman á móti öllum vörubeiðnum,
sem þá voru alltaf sendar með
mjólkurbílunum. Um þetta segir
einn vinur hans í grein um hann
sjötugan: „Margir munu senda
honum (H. Ág.) vinarkveðju
þennan dag . . þvi að svo mörg
og margháttuð kynni hefur hann
haft við viðskiptamenn K.Á. og
fleiri um nær 3 tugi ára, auk þess
sem hann hefir verið eins og föð-
urleg forsjón fjölda manna í sinu
umfangsmikla starfi með þeim
ágætum sem allir lofa“. Ennfrem-
ur segir sami maöur (Öskar Jóns-
son) „Vegna hinna beinu tengsla,
sem Helgi hafði við alla viðskipta-
menn K.A., hafa þeir á öllum tim-
um snúið sér til hans með allskon-
ar bónir og útveganir, sém hann
hefur leyst af hendi með mikilli
kostgæfni og skyldurækni, er hef-
ur áunnið honum óskorað traust,
virðingu og vináttu alls almenn-
ings, svo að segja um allt Suður-
land. En það eru ekki aðeins við-
skiptamenn K.Á., sem dá þennan
drengskaparmann, heldur og
einnig allir hans samstarfsmenn,
jafnt yfirmenn sem undirgefnir".
Þetta er dýrmætur dömur sam-
timamanns, sem Bjarni skóla-
stjóri Bjarnason á Laugarvatni
tekur undir í grein um Helga
hálfáttræðan. Auðvitað var það
mikil áreynsla fyrir Helga að
verða að við bóndaslarfiö. svo
mikill ræktunarmaður og bóndi,
sem hann var. En í starfi sínu í
K.Á. hélt hann áfram aö vinna
fyrir bændum og með þeim í
þrem sýslum Suöurlands. Um
þetta segir Bjarni i nefndri grein
enn fremur: „Nú er sýrit, að Helgi
gerði sunnlenskum bændum
miklu meira gagn með merkilegu
lífsstarfi sem fulltrúi í K.Á., en þó
að hann hefði allan þann tfma
verið mektarbóndi í sveif.
Geta má nærri, að glæsilegur
hæfileikamaður eins og Helgi
Agústsson hefir orðið aö taka. á
sig aukastörf fyrir samtíðamenn
sína enda var svo. Kann ég það
ekki allt upp að telja, en ég veif
að hann var bæði oddviti og
hreppstjóri Hrunamannahrepps
um árabil. hreppstjöri Selfoss-
hrepps lengi, endurskoðandi Uti-
bús Landsbankans á Selfossi
mörg ár og formaður skólanefnd-
ar Héraðsskólans að Laugarvatni
á þriðja áratug og formaður
nefndarinnar fyrstu 15 árin.
Vann hann þar mikið og ömetan-
legt menningarstarf. Gleðimaður
var Helgi, listrænn og listelskur.
Einkum átti hljómlistin ítök í
honum. Hann var niörg ár starf-
andi í Hreppakórnum, sem
Sigurður þróðir hans stjórnaði.
Guöjón Tómasson
—Minningarorö
Fréttir geta stundum veríð svo
fjarri öllu viti og sanngirni, að
maður neiti að trúa þeim.
Jafnvel áratugir geta liðið svo,
að maður sætti sig ekki við
skyndilegt fráfall vinar og félaga.
Þannig er mér nú farið, er ég i
fjarlægu landi fæ þá sorglegu
frétt, að einn nánasti samstarfs-
maður minn og vinur um áratugi
sé allur.
Daginn áður kvaddi ég hann
heilan og hughraustan þrátt fyrir
þá mikiu sorg, er hann svo stuttu
áður hafði orðið fyrir. Að sjá nú á
bak Guðjóni Tómassyni réttri
viku eftir að hann fylgir ástríkri
eiginkonu sinni til grafar er
þungbært áfall fyrir eftirlifandi
bÖrn þeirra hjóna, fyrir ættingja,
vini og samstarfsfólk.
Með sanni má segja, að Guðjón
Tómasson hafi sjálfur skapað það
starf, er hann gegndi með svo
mikiHi prýði sem deildarstjóri
tæknidcildar flugöryggisþjónust-
unnar. Starfið óx því með honum
og hann með því. Að loknu námi
og starfi á vegum póst- og síma-
málastjórnar réðist hann ungur
að árum til embættis flugmála-
stjóra. Sökum óvenjulegrar
starfsorku, þekkingar og stjórn-
semi varð hann og hinn sam-
hennti starfshópur hans brátt
óaðskiljanlegur hluti fslenzks
flugöryggis.
Hann bætti stöðugt við þekk-
ingu sína og manna sinna með
tiðu sérnámi austan hafs og vest-
an og það var ánægjulegt að hitta
sérfræðinga, sem haft höfðu hönd
í bagga með slíku námi, því að
þeir voru undantekningarlaust
störhrifnir af Guðjóni og báðu
fyrir hlýjar kveðjur til hans jafn-
vel þótt fjöldi ára væri liðinn frá
fundum þeirra.
Guðjóni Tómassyni óx aldrei
neitt verkefni í augum. Aldrei
andartaks hik eða undanbrögð,
þótt verkefnið virtist jafnvel óvið-