Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 31

Morgunblaðið - 10.12.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 31 Veit ég að félagar hans eiga skemmtilegar minningar um sam- veru þeirra, m.a. á hinu veinsæla heimili Helga, þar sem fjör hans, glaðværð og fyndni naut sín vel. Með sanni má segja að Helgi Ágústsson iagði hverju þvi máli lið, sem til heilla horfði landi voru og þjóð til menningarauka. Hér eru þá nefnd helstu æfi- atriði þessa vinar míns og felst í frásögninni allmikil mannlýsing. Hann var sérstæð og heillandi persóna, skapmikill nokkuð og gat verió stórorður, svo sem hann átti kyn til, en svo hreinskilinn, drenglyndur og hjálpsamur, að hann var í raun og veru hvers manns hugljúfi, sem sjá má'af framansögðu. Hann átti ágæta eiginkonu, sem skóp honum fag- urt heimili, þrátt fyrir langvar- andi heilsuleysi. Þá reyndi og á þolinmæði og hjálpfýsi eigin- mannsins, sem hvorttveggja var í té látið. Betra hjónaband hefi ég ekki þekkt. Þau voru svo sam- huga og samhent um margt, m.a. ræktunina. Alkunnugt er að þau ræktuðu hina fegurstu skrúð- garða austanfjalls, bæði á Seli og Selfossi. Og samhent voru þau um uppeldi barna sinna þriggja, sem upp komust. Eitt dó í frum- bernsku. Hin eru þessi: Ágúst, bakarameistari, tvíkvæntur. Fyrri kona Torfhildur Hannes- dóttir þau skildu. Seinni kona Ásta Ársælsdóttir nú nýlátin. Oddur sölustjóri Mjólkursamsöl- unnar kvæntur Ragnheiði Guð- jónsdóttur., Móeiður, gift Garðari Jónssyni skógarverði á Selfossi. Fósturdóttir þeirra hjóna og syst- urdóttir frú Önnu er Helga Helga- dóttir, sem kom til þeirra hjóna fárra ára gömul og hefir aldrei við þau skilið. Hún hefur veitt heimilinu forstöðu síðan frænka hennar andaðist hinn 6. janúar 1965. Var það ómetanlegur styrk- ur fyrir hinn aldraða heiðurs- mann, sem oft hefir verið veikur þessi ár. Barnabörn Helga eru nú 8 alls og barnabarnabörn einnig 8. Allir afkomendur Helga og tengdafólk hafa reynst honum hinn mesti gleðigjafi og stvrkur í ellinni. Þegar Helgi lét af störfum hjá K.Á. fyrir aldurssakir. sneri hann sér að garðræktinni. Hann átti stóra lóð við hús sitt. Sunnuhvol, er hann reisti strax eftir komu sína að Selfossi. A vetrum fékkst hann við smíði ýmissa smáhluta og oft var gripið til hans í forföll- um hjá Kaupfélaginu og þótti báðum gott. Eftir lát frú Önnu var Ilelga, fósturdóttir hans, aðal- hjálparhellan við garðræktina. Helgi var svo mikill starfsmaður, að hann gat aldrei óvinnandi ver- ið. Hann mun hafa getað stundað garðræktina eitthvað árlega þar til í sumar. Hann þjáðist af þrálát- um sjúkdómi síðustu árin. en hann sagðist alltaf lifna við á vor- in, þá gat hann komið út i garðinn sér til hressingar. Ég heimsótti hann síðast i ágústmánuói s.l. Þá var hann hress i máli og tók á móti gestum sínum með somu ljúfmennsku og höfðingsbrag sem fyrr. Til hans var jafnan gott að koma og nóg var umtalsefnið þegar viö hitt- umst jafnaldrarnir. Nokkru síðar lagðist Helgi á sjúkrahús og átti þaðan ekki afturkvæmt. Lokið er nú langri og merkri æfi heiöurs- manns. Utför hans fer fram i dag frá Kirkju hans að Selfossi, staðn- um. sem hann átti þátt í að skapa og gera þjóökunhan. Vinir og frændur koma saman í dag til að kveðja og þakka. Blessuð veri minning rníns ágæta vinar, Helga Ágústssonar frá Birtingaholti. 10. desember 1977. Ingimar H. Jóhannesson. Tveir merkir og ágætir menn og bræðrasynir hafa látizt þessa síð- ustu daga með stuttu millibili, Helgi Kjartansson, óðalsbóndi í Hvammi í Hrunamannahreppi og Helgi Ágústsson frá Birtingaholti, sem siðast bjó á Selfossi. Báðir voru þeir forustumenn í félagsmálum og menningarmál- um. Báðir voru þeir framsýnir, vakandi og listrænir til heilla öll- um framfara- og menningarmál- um til hags samtíð sinni, og legg- ur ljómann frá loknu lifsstarfi þeirra i hugum allra, sem þekktu þá fyrr og síðar. Helgi Agústsson, sem hér verður minnzt, andaðist i sjúkra- húsi 3. desember síðastliðinn. Hann var fæddur 6. febrúar 1891 að Gelli í Grímsnesi. Foreldrar hans voru hin þjóðkunnu heiðurs- hjón Agúst Helgason, óðalsbóndi i Birtingaholti Magnússonar og kona hans Móeiður Skúladóttir læknis Thorarensen að Móeiðar- holti. Helgi varð gagnfræðingur frá Flensborg 1907. Búfræðingur frá Hvanneyri 1911. Starfsstjóri hjá Halldóri Vilhjálmssyni, skóla- SteimrJ. Lúóvíksson Þrautgódir á raunastund • • • • Þessi bók fjallar um at- buröi áranna 1916—1919. Á þessum árum stóð fyrrí heimsstyrjöidin sem olli fslendingum miklum bú- sifjum. f bókinni eru m.a. frásagnir af atburðum styrjaldaráranna, eins og t.d. þegar flutningaskipun- um Ceres, Vestu og Flóru var sökkt. Þá má nefna sér- \ staklega frá- sögn af strandi Goðafoss, björgunarafreki Guðbjarts Ólafssonar og manna hans í marz 1916, og er selveiðiskipið Kópur fórst. Þetta voru umbrotaár í ís- lenskum sjávarútvegi. Vél- bátaútgerðin var að taka við af skútuútgerðinni og togararnir að koma til Om&Orbjgur Vestuigötu 42 súui:25722 stjóra á Hvanneyri 1911 —12. Næstu ár vann hann að jarðabót- um í Arnessýslu. Hann var líka kennari á vegum Búnaðarsam- bands Suðurlands. Þá má geta þess, að hann var iþróttakennari veturinn 1913—14. Hann var óð- alsbóndi á hinni miklu og kosta- ríku jörð Syðra-Seli í Ilruna- mannahreppi frá 1917—31. Siðan varð hann starfsmaður hjá Kaup- félagi Árnesinga á Selfossi eftir 1931 og búsettur þar siðan. Ilann var hreppstjóri bæði í Hrunamannahreppí og Selfoss- hreppi um fjölda mörg ár. Sömu- leiðis oddviti Hrunamannahrepps í 12 ár. Helgi var formaður fast eignamatsnefndar Árnessýslu 1929—30. Og lengst af formaður skólanefndar Laugarvatnsskólans um þrjá áratugi. Ilann var heið- ursfélagi íþrótta- og héraðssam- bandSins Skarphéðins. Helgi var kvæntur Önnu Odds- dóttur, fallegri og fyrirmannlegri konu, dóttir hins þjóðkunna manns, Odds Oddssonar, sjó- manns, fræðimanns, rithöfundar og gullsmiðs og símastjóra á Eyr- arbakka, sem hafði yfirburðar- þekkingu á öllum fornum starfs- háttum Islendinga bæði til sjávar og sveita. Hjónaband þeirra Önnu og Helga var bjart og hamingju- ríkt alla tíð, en frú Anna lézt 1965. Eftirlifandi börn þeirra eru þrjú. Nú er Helgi Agústsson horfinn sjónum vorum. Að honum er mik- ill sjónvarsviptir. Margt ber til þess. Hann var dæmalaust vel á sig kominn, hár, grannur, vel vax- inn, hvar sem á hann var litið. Hárið ljóst, augun blá. Yfirbragð- ið bjart, hreint og fallegt. Hann dró strax að sér athygli innan um mikinn fjölda manna. Hann var gæddur yfirburðaper- sónuleika, og allur hans svipur, hreyfingar og fas var vitmsburð- ur þess, að þar fór kynborinn maður. Þessu fylgdi mikil karl- mennska og frækni. Hann var íþróttagarpur á yngri árum sinum og göngumaður svo frábær, að hann fór gangandi á milli mála úr Hrunamannahreppi til Reykja- vikur (sbr. fræga gönguferð þeirra bræðra, Skúla og hans, sem er prentuð i jölablaði Mbl. 1976). Hann hafði hæfileika til þess að tileinka sér bæði nám og vinnu, og engir þjóðarsiðir eða verk- menning fór fram hjá ath.\~glis- gáfu hans. Þess vegna var hann fjölfróður i þjóðlegum venjum bæði í trúarlegum siðum. heimilisháttum og verkaskiptingu hins forna tíma. Listrænn maður var hann á all- an hátt. Hann bar þess vitni sjálf- ur, hið fallega heimili hans og öll störf, er hann leysti af höndum. Þjóðlegur islenzkur fróðleikur var eftirlætislestur hans alla tið. og sagði hann mér í þvi sambandi margar sögur. Söngmaður var hann góður og tók mörg ár þátt i kórsöng hjá bróður sínum, Sig- urði, söngstjóra og tónskáldi. Framhald á bls. 23 GEíSíÞf TÖKUM UPP í DAG HINAVINSÆLU ULLARJAKKA LITIR: SVART 0G DRAPP

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.