Morgunblaðið - 10.12.1977, Síða 38

Morgunblaðið - 10.12.1977, Síða 38
38 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977 Kanadamenn efstir í HM kylfinga, fimm lönd á eftir Islandi ÞESSA DAGANA berjast þeir Björgvin Þorsteinsson og Ragnar Ólafsson á iðagræn- um golfvelli í miklum hita í Manilla á Filippseyjum í Heimsmeistarakeppni k.vlfinga í golfi. Er þetta í fyrsta skipti, sem íslendingar senda lið í þessa keppni, og eins og vitað var fyrirfram er róðurinn erfiður fyrir þá félaga. Að keppninni hálfnaðri eru þeir Ragnar og Björgvin í 44. sæti af 49. með 337 högg. Er Björgvin í 79. sæti af 98 þátttakendum í einstaklingskeppninni. Hefur hann samtals notað 167 högg, en Ragnar 180 högg. Að keppninni hálfnaðri eru Kan- .adamennirnir Knudson og Barr í efsta sæti með 286 högg. S-Afríka er i öðru sæti með 290 högg og er Garry Player efstur í einstakl- ingskeppninni með 140 högg, en félagi hans, Barr, hefur notað 150 högg. Filippseyjar eru í þriðja sæti með 291 högg, en síðan koma Egyptar og Bandaríkjamenn í næstu sætum með 296 högg. Sá einstaklingur, sem mest hefur komið á óvart i keppninni til þessa er Uthai Dhappavibul frá Thailandi, en hann hefur leikið á 141 höggi og er í 2. sæti í einstakl- ingskeppninni ásamt þeim Hu- bert Green frá Bandaríkjunum og George Knudson frá Kanada. í liðum flestra þjóðanna eru tveir atvinnumenn og auk íslend- inga, eru það Tékkar og ísraelar, sem eru með tvo áhugamenn í keppninni. Þær þjóðir, sem eru fyrir aftan íslendingana 1 keppn- inni eru Nígería, Tékkóslóvakía, Nepal, Libya og Júgóslavía. Vek- ur það athygli að júgóslavneski kylfingurin Vovk hefur notað 202 högg á 36 holurnar. i næstu sæt- um fyrir framan Björgvin og Ragnar eru Sviss og Holland á 335 höggum, Frakkland og Portúgal á 333 höggum, Austurríki og Grikk- land á 331 höggi. Hinn harðskeytti Ingi Stefinsson, sem sést hér taka frákast! leik ÍS og ÍR um siSustu helgi. mun vafalaust fara i stúfana. ef stúdentar komast til Akureyrar og þá er betra fyrir Þórsara aS gæta sín. því ef Ingi er i stuði er illt að töðva hann. Aðrir á myndinni eru Erlendur Markússon. ÍR, Jón Héðinsson. ÍS. og Stefán Kristjánsson, ÍR. en si siðastnefndi fékk rauða spjaldið i þessum leik og verður honum þvi meinuð keppni það sem eftir er ársins. Ljósm ÁG) Súkkulaóitex með kremi KEXVERKSMIÐJAN FRON % f, ■Wt á jygÉl£ J STÚDENTAR NORÐUR? FJÓRIR leikir eru fyrirhugaðir í ís- landsmótinu í körfuknattleik um þessa helgi. í dag ætla ÍS-menn og konur að freista þess, að komast til Akureyrar og leika við Þór. Er áætlað að karlaleikurinn hefjist klukkan 13.00, en kvennaleikurinn að hon- um loknum, eða um klukkan 14.30. Þórsmenn hafa verið erfiðir heim að sækja. því enn hefur engu liði tekist að komast norður, en takist stúdent- um það, má búast við því að Þórs- menn verði anzi harðskeyttir. Stúd- entar ættu þó að eiga góða mögu- leika á að hafa bæði stigin með sér suður. A morgun, sunnudag, verða tveir leikir á dagskrá í íþróttahúsi Haga- skóla. Klukkan 13.30 hefst leikur Ármanns og UMFN. Má þar mikið ganga á ef Njarðvíkingar fara ekki með öruggan sigur frá leiknum. Að leik Ármanns og UMFN loknum, eða um klukkan 15.00, munu Fram og KR eigast við og gæti það orðið hörku-viðureign. KRingar unnu sannfærandi sigur á Val fyrir stuttu, en misstu Kolbein Pálsson og Birgi Guðbjörnsson úr liði sínu vegna meiðsla, sem þeir urðu fyrir i þeim leik. Framarar töpuðu naumt fyrir Val um siðustu helgi, en i þeim leik sást, að Guðsteinn Ingimarsson og Sigurður Hjörleifsson, sásamt fleir- um nýjum mönnum, hafa virkað sem vitaminssprauta á liðið og ef Simon Ólafsson nær sinu besta, þá kemur Fram-sigur ekki svo mjög á óvart. Það dugar því enginn sparileikur hjá KR-ingum. Þróttur á móti Fylki í 2. deild UM HELGINA veröa leikir í 2. deild karla og 1. deild kvenna í handknattleiknum, auk fjöl- margra leikja í öórum deildum og aldursflokkum. í 2. deild karla leika klukkan 17.05 í dag lið Leiknis og Þórs í Laugardalshöllinni og strax aö þeim leik loknum mætast lið Fylkis og Þróttar og er þar um mikilvægan leik f.vrir báöa aóila að ræóa. Á morgun klukkan 15 leika sfóan Grótta og Þór á Sel- tjarnarnesi. í 1. deild kvenna leika á morg- un klukkan 15.30 FH og Fram í Hafnaríirói og síöan Haukar og Ármann. A sunnudaginn leika einnig Valur og Víkingur, hefst leikur þeirra klukkan 20 í Laug- ardalshöll.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.