Morgunblaðið - 10.12.1977, Side 39
MÖRGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 10. DESEMBER 1977
METAREGN
FRJÁLSÍÞRÓTTAFÓLKIÐ hefur verid idid viö aö setja
met uhdanfarna daga og er ekki ofmælt aö um sannkall-
aö metaregn hafi veriö aö ræöa. i fyrrakvöld setti Þórdís
Gísladóttir, ÍR, islandsmet í hástökki, er hún fór yfir
1,73 m og átti heiöarlegar tilraunir viö 1,76. Er met
hennar, um leið og það er islandsmet, einnig met í
meyja- og stúlknaflokki.
Guðmundur R. Guðmundsson,
FH, náði öðrum bezta árangri Is-
lendings er hann stökk 2,01 m og
er það nýtt drengja- og unglinga-
met. Að sjálfsögðu er það kappinn
Jón Þ. Ólafsson sem á bezta
árangur íslendings í hástökki,
innanhúss og utan. Hann stökk á
sínum tima 2,11 innanhúss.
Stefán Þ. Stefánsson, ÍR, setti
sveinamet í hástökki er hann
stökk 1,82 metra.
Á miðvikudaginn var frjáls-
íþróttafólkið einnig á ferðinni og
þá setti Birgir Þ. Jóakimsson
bróðir Gunnars Páls, piltamet i 50
metra grindahlaupi, hljóp á 7,5
sekúndum og bætti hann met
Stefáns Þ. Stefánssonar, en það
var 7,6 sek., og varð Stefán annar
í hlaupinu á þeim tima. Þorvaldur
Þórsson jafnaði unglingametið í
greininni er hann hljóp á 6,9 sek.
og er það 1/10 frá Islandsmetinu.
Ingunn Einarsdóttir hljóp þessa
vegalengd á 7,6 sek.
Þórdís Gfsladóttir.
Landliöshópur
í körfuknattleik
LANDSLIÐSNEFND Körfuknattleikssambands íslands hefur valið 17 manna
landsliðshóp, sem hefja mun æfingar bráðlega undir stjórn Helga Jóhanns
sonar, sem nýlega var ráðinn landsliðsþjálfari. Helzta verkefni vetrarins er að
sjálfsögðu Polar Cup. sem fram fer hér á landi i lok apríl, en fyrsta verkefnið
verða leikir við bandaríska háskólaliðið Luther College sem hingað kemur
um áramótin.
Landsliðshópurinn er þannig skipað-
ur:
Frá Fram: Símon Ólafsson
Frá ÍR: Agnar Friðriksson, Erlendur
Markússon, Kristinn Jörundsson.
Frá ÍS: Bjarni Gunnar Sveinsson, Jón
Héðinsson
Frá KR Bjarni Jóhannesson, Einar
Bollason, Jón Sigurðsson, Kolbeinn
Pálsson, en hann meiddist i leik gegn
Val og leikur ekki meira í vetur.
Frá UMFN: Gunnar Þorvarðarson, Jón-
as Jóhannesson, Kári Marisson, Stefán
Bjarkason, Þorsteinn Bjarnason
Frá Val: Ríkharður Hrafnkelsson, Torfi
Magnússon
Ætlunin er, að í hópnum verði 20
leikmenn, þannig að eftir eiga að bæt-
ast 4 leikmenn, þar sem Kolbeinn
Pálsson fellur út
Nokkra furðu vekur, að sjá í hópnum
þá Jónas Jóhannesson UMTN og Agn-
ar Friðriksson ÍR á meðan leikmenn
eins og Geir Þorsteinsson UMFN og
Kristján Ágústsson eru ekki valdir
Jónas hefur mjög lítið verið notaður í
leikjum UMFN i vetur og Agnar hefur
ekki átt góða leiki með ÍR ÁG/GG
Blakaö
gegn Fær-
eyingum
ISLENDINGAR leika landsleik í
blaki við Færeyinga í dag og hefst
leikurinn klukkan 14 í Haga-
skóla. Aö öóru le.vti verður lítið
uin að vera í blakinu um helgina.
Tveir leikir verða þó í 2. deild,
IMA og UMSE leika á Akure.vri
og á morgun klukkan 17 leika
Breiðahlik og Víkingur í Ifaga-
skóla.
skýrðist
í 2. deild
kvenna
UM SlÐUSTU helgi voru leiknir
tveir leikir í 2. deild kvenna í
handknattleik og Fylkir dró lið
sitt úr deildinni, en það hafði
engan leik leikið ennþá.
Þessir viðburðir skýrðu veru-
lega stöðuna í deildinni, sem var í
óljósara lagi, vegna leikjaröðunar
fyrst og fremst, en þar var Fylkir
I sérflokki eftir á.
UMFG — ÞRÓTTUR 9:9 UMFG
(Grindavík) og Þróttur (Reykja-
vík) léku á laugardaginn í
Iþróttahúsi Njarðvíkur. Þróttur
hafði nokkurt frumkvæði í leikn-
um, en UMFG náði að jafna undir
lokin.
IBK — UMFN 11:5. IBK (Kefla-
vík) og UMFN (Njarðvík) börð-
ust einnig í Iþróttahúsi Njarðvík-
ur á laugardaginn. en í þessum
leik hafði ÍBK talsverða yfirburði
frá upphafi til enda.
Eins og nú er komið keppni f 2.
deild kvenna, bendir allt til þess,
að UBK og IBK muni berjast um
sigur, en það eru einmitt þau
félög, sem áður hafa verið í 1.
deild. ÍBK missti sæti í 1. deild í
fvrra og UBK í vor. Lið þessara
félaga eigast ekki við í deildinni
fvrr en eftir áramót.
STAÐAN:
UBK 4 3 1 0 62:34 7
IBK 4 3 0 I 60:38 6
KA 5 2 1 2 60:66 5
UMFN 4 1 1 2 31:43 3
IR 2 1 0 I 17:27 2
UMFG 4 0 2 2 41:55 2
Þróttur 3 0 1 2 17:25 1
NÆSTU LEIKIR:
Laugardag 10.12.: Þróttur—IR í
Laugardalshöll kl. 15.30, UMFN
— UMFG í Iþróttahúsi Njarðvík-
urkl. 14.15.
— herb.