Morgunblaðið - 16.12.1977, Page 31

Morgunblaðið - 16.12.1977, Page 31
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 16. DESEMBER 1977 31 Sprell og fjör í Laugardalshöll ÞAÐ VAR líf og fjör í Laugardalshöllinni í gærkvöldi á íþróttakahar- ettinum, sem Samtök íþróttafréttamanna höfðu skipulagt. Höllin var troðfull og mikil stemmning enda sprenghlægilegum atriðum skotið inn á milli þeirra alvarlegu. Ömar Ragnarsson tók nokkrar upphitunaræfingar í b.vrjun, sem komu fólkinu í gott skap en síðan hófst keppni fþróttafréttamanna og lyftingamanna f knattspyrnu og handknattleik og unnu fréttamennirn- ir að venju en sigurinn var nú knappari en oft áður eða 8:8. Hefði getað farið illa hjá fréttamönnum, ef þeir hefði ekki haft Bjarna Felixson í markinu. Næstur á dagskrá var körfuboltaleikur milli Bandaríkjamannanna sem hér keppa og íslenzks úrvalsliðs og var þar hörkuskemmtilegur og vel leikinn körfubolti á dagskrá. Er enginn vafi á því að körfuboltinn hefur eignazt marga aðdáendur þetta kvöld. Bandaríkjamennirnir unni naumlega 68:66. Knattspyrnukeppni „Ómars a11 star“ og úrvalsliðs Alþingis gerði mikla lukku og sérstaklega undruðust menn kraft Karvels Pálmason- ar, leikni Alberts Guðmundssonar, sem er ótrúleg þegar þess er gætt að Albert er kominn á sextugsaldurinn. Leikurinn milli fslenz ka handknattleikslandsliðsins og úrvalsliðs íþróttafréttamanna var mikill baráttuleikur enda keppa menn grimmt um landsliðssætin. LANDSLIÐIÐ bar sigur úr býtum, 20:15, eftir að staðan hafði verið 12:7 í hálfleik. Mörk landsliðsins skoruðu Janus Guðlaugsson 4, Jón H. Karlsson 3(3v), Geir Hallsteinsson, Viggó Sigurðsson, Páll Björgvins- son, Björgvin Björgvinsson og Ólafur Einarsson 2 mörk hver Þorbjörn Guðmundsson og Bjarni Guðmundsson 1 mark hvor. Mörk „pressunnar“ skoruðu Jón Pétur Jónsson 5 (2v), Þorbergur Aðalsteinsson 4, Steindór Gunnarsson og Gústaf Björnsson 2 mörk og Asgeir Elíasson 1 mark.

x

Morgunblaðið

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.