Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 17
48 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 49 ililníiiö lónkynnlng I Roykjavík f áramótablaðinu í fyrra var forsíðu- mynd og opna með litmyndum út lífi íslenzkra sjómanna og vildi Morgun- blaðið þannig minnast þess mikla áfanga í sögu íslenzku þjóðarinnar, þegar Islendingar færðu út fiskveiði- lögsögu sína í 200 sjómílur. Nú hafa þeir unnið eftirminnilegan sigur, sem verða mun einn af hornsteinum sjálfstæðis þjóðarinnar í framtíðinni. Með þessum litmyndum í fyrra sendi blaðið sjómönnum sérstakar kveðjur og þakkir fyrir mikilvæg störf. Með myndunum, sem nú birtast, sendir Morgunblaðið öllum þeim sér- stakar nýárskveðjur, sem að iðnaði starfa og er það í tilefni þess, að árið, sem er að líða, var sérstaklega helg- að íslenzkum iðnaði, stöðu hans og framtíð — og hefur árið verið kennt við þennan mikilvæga atvinnuveg — og nefnt iðnkynningarár. fslenzkur iðnaður er hornsteinn sjálfstæðis og þróttmikils efnahagslífs á íslandi nú og í framtíðinni. Hann á rætur í innlendum heimilisiðnaði til sjávar og sveitar og varð m.a. til að leggja undirstöðu að blómlegu athafnalífi í höfuðstað lands- ins. íslenzkur iðnaður er í nánum tengslum við aðrar mikilvægar fram- leiðslugreinar þjóðfélagsins, svo sem sjávarútveg og landbúnað og þá ekki síður verzlun og þjónustustörf ýmis- konar, og er þess að vænta, að honum vaxi svo fiskur um hrygg, að hann geti tekið við verulegum hluta þeirrar fólksfjölgunar, sem gera má ráð fyrir, að verði hér á landi á næstu árum og áratugum. Hér á opnunni eru myndir, sem minna á mikilvæga þætti iðnaðar, eins og innlendar skipasmíðar, útflutnings- iðnað í sambandi við sjávarútveg, byggingariðnað og verksmiðjuiðnað ýmiskonar. Um leið og við kveðjum iðn- kynningarár er ekki úr vegi að strengja þess heit að velja íslenzkan iðnað, þegar þess er kostur, og styrkja þann- ig grundvöll þeirrar framtíðar, sem við óskum þjóðinni til handa. M |f f ■rQi . \ | - ;* ' | t

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.