Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 8

Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 8
40 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 VaUvr Pétursson: Strindbergum 1880. Því hefur verið haldið fram, að fáir eldri höfundar hafi öðl- ast jafnríkulega endurreisn verka sinna og Strindberg, eftir að sjónvarpið kom til sögunnar í Evrópu. Ekki veit ég, hvort satt er, en nýlokið er við að sýna hér „Varnarræðu vitfirr- ings“ eftir Strindberg, svo að eflaust á þessi staðhæfing við einhver rök að styðjast. Langt er nú liðið á tuttugustu öldina, en enn hneykslast fólk á Strindberg og sérstæðum skoðunum hans, ekki hvað síst á kvenfólkinu, og var vel til fundið að bíða með að sýna þessa þætti í sjónvarpinu, þar til kvennaár var á enda runnið. Löng og merkileg saga er af Strindberg og átökum hans við samtíð sína. Hún verður þó ekki rakin hér, enda er ég eng- inn sérfræðingur í Strindberg og verkum hans. Til gamans vil ég þó geta þess, að hið áhrifa- mikla verk hans „Rödd Rummet“ kom út í Svíþjóð árið 1879, en Strindberg þótti það svæsinn í heimalandi sínu, að „Fröken Júlía“, sem kom út ár- ið 1888, fékkst ekki sýnd þar á leiksviði, fyrr en árið 1906. Það er ekki tilgangur þessa' skrifs að kynna Strindberg fyrir lesendum, heldur hitt að vekja athygli á íslenskættuðum framúrstefnumanni i leiklist á síðustu öld. Það hefur ekki farið fram hjá neinum, sem lesið hefur eitt- hvað um sögu okkar á nítjándu öldinni, að það eru verslunar- hættir, frelsisbarátta og stjórn- mál, sem sagnaritarar aðallega fjalla um. Eitthvað er stöku sinnum minnst á íslensk skáld, en aðrir listamenn voru vart til, ef trúa má sagnaritum. En var þetta þannig? Ef til vill. Samt getur það komið fyrir, að maður rekst á sitt af hverju, sem hefði mátt skrá á sögu- spjöld, en í eldmóði frelsunar lands og pólitískum kollveltum vill menningin oft sitja á hakanum. En snúum okkur aftur að Strindberg. Flest dagblöð nútímans hafa rabb- og nöldurdálka, þar sem lesendur geta látið til sín heyra. Þetta er algeng þjónusta bæði hérlendis og erlendis. Ég man ekki betur en að einhverjir af siðferðispostulum nútlmans — en þeir eru margir — væru að kvarta yfir sýningu sjónvarps- ins á Varnarræðu vitfirrings eftir Strindberg, þótti hún ósið- leg og klúr. Ekki vil ég lenda í orðaskaki við nokkurn siða- postula, en ég minni á þetta hér til þess eins að sýna, hvað veröldin er söm við sig, hvað afstaða margra aldamótasvía og ýmissa nútímamanna er áþekk. Enginn vafi er þö á því, að verk Strindbergs áttu ólíkt erfiðara uppdráttar um hans daga en þau eiga í dag. Mér þykir þvi nokkur akkur í því að vita, að einn af leikend- um í því leikriti Strindbergs, sem fyrst fékkst sýnt opinber- lega, var af islenskum ættum. Árið 1887 settist Strindberg að i Danmörku og bjó þar um nokkurt skeið með þáverandi eiginkonu sinni, Siri von Essen, og þremur börnum þeirra. Ástæðan fyrir þessum búferlaflutningum var meðal annars sú, að danskt leikhús hafði ákveðið að sviðsetja eitt verka hans, sem Konunglega leikhúsið hafði áður hafnað. Þetta leikrit var „Faðirinn“, og var það frumsýnt 14. nóvember árið 1887 i Casino-leikhúsinu við Amaliegade, en eflaust muna rnargir Islendingar eftir því húsi. Það stóð allt fram til 1950, hafði þá verið pakkhús um árabil, úr sér gengið og illa við haldið, en það er önnur saga. „Faðirinn“ er einþáttungur, og var gamanleikur, einnig ein- þáttungur, sýndur með þvi. Það var Hans Hunderup, einn snjallasti leikari Dana á þess- um árum, sem fór með tiltil- hlutverkið á þessari fyrstu sýn- ingu á leikriti eftir Strindberg, en með önnur hlutverk fóru þau Olga Meyer, sem lék dótturina Theodora Petersen, sem lék ömmuna; William Pio lék lækninn og Oddgeir Stephensen prestinn, en eigin- konuna lék frú Krum, sem seinna giftist Hans Hunderup. Af þessari upptalningu má sjá, að vel var vandað til sýningar- innar. Að Oddgeir Stephensen er þarna með, sannar okkur, að hann hefur verið talinn i röð fremstu leikara í Kaupmanna- höfn á þessum tíma. Faðirinn var sýndur 12 sinnum á árinu 1887 og þótti gott verk. Blaða- ummæli voru vinsamleg, og var það talið merkilegt framtak hjá einkaieikhúsi að hafa færst það í fang að sýna verk þessa um- deilda höfundar, sem Konung- lega leikhúsið hafði hafnað. Strindberg hafði ekki ástæðu til að vera óánægður með þær viðtökur, sem „Faðirinn" fékk í Kaupmannahöfn, og með ær- inni fyrirhöfn og miklum kostn- aði kom hann nú leikriti sinu fyrir á franska tungu, en útgáf- an var prentuð i Helsingborg. Minnir það óneitanlega á ýmsa islenska höfunda, sem tekist hefur að fá verk sín þýdd, en islensk forlög gefa út þær þýð- ingar, sem svo lenda á markaði hérlendis, en tæpast annars staðar. Strindberg hóf nú undirbún- ing að rekstri tilraunaleikhúss i Dagmar-leikhúsinu, sem marg- ir kannast við hérlendis í sam- bandi við Kamban. En móttök- ur urðu aðrar en hann hafði vænst. Á fyrstu sýningu til- raunaleikhússins og raunar þeirri einustu voru leiknir þrír einþáttungar eftir Strindberg, en þegar var sett bann við sýningum á einum þeirra „Fröken Júliu“, endurskoða varð sýningarskrána og allt fór í vaskinn, en „Fröken Júlía" var þó sýnd áfram nokkur kvöld á lokaðri sýningu i stúdentafélaginu danska. Það var aldrei logmolla, þar sem Strindberg fór. Hann átti sína aðdáendur og andstöðu- menn, og skipti algerlega i tvö horn, hvað þetta snerti. A árun- um í Kaupmannahöfn var Strindberg tíður gestur á Hótel Viktoria í Strandgötu, sem allt- af hafði á boðstólum svokallað ,,FIensborgar-öl“, einnig stundaði hann ásamt aðdáend- um sínum „Káetuna" í Nýhöfn. Þar var ráðið, hvernig koma skyldi verkum hans á framfæri og margt annað spjallað. Það voru framúrstefnumenn leik- listarinnar í Danmörku þess tíma, sem þarna sátu yfir toddý og lögðu á ráðin fyrir hinn sænska höfund, og hefur Odd- geir Stephensen eflaust verið í þeim hópi. Þær staðreyndir, sem ég hef fest á þessi blöð, eru að mestu fengnar úr bók, sem ber nafnið FIRSERNES GLADE KÖBENHAVN, og er hún rituð af Carl Muusmann, en gefin út af Politikens forlag í bóka- flokknum POLITIKENS HISTORISKE BIBLIOTEK. I sama bókaflokki hefur komið t.d. Kongefærd og Bonderejse eftir Erik Sönderholm, for- stjóra Norræna hússins, en þar er sagt frá konungsferðinni 1874 og Danmerkurreisu Eiríks frá Brúnum. Ennfremur er í þessum flokki bókin um Thor- valdsen, skrifuð af þjóni hans Wilckens, sem Björn TH. Björnsson þýddi með mikilli prýði og skemmti okkur með í útvarpinu. Þetta er mjög skemmtilegur bókaflokkur, sem á ótrúlega mikið erindi til okkar vegna tengsla við Dani og Danmörku fyrr og siðar. En ekki meira um það efni. Ég fæ ekki séð betur en að Oddgeir Stephensen hafi verið framúrstefnumaður (avant- garde) eins og það er nú kallað, og sá eini, sem ég veit um af okkar þjóð á þessum árum. Ef lengra er farið aftur, mætti ef til vill nefna Grím Thomsen i þann hóp fyrir að hafa fyrstur manna komið verulega auga á hæfileika H.C. Andersen, ef það er þá rétt. Ef enn lengra er farið aftur í tímann, má nefna Egil Skallagrimsson, sem fyrst- ur manna orti um eigin tilfinn- ingalíf á norræna tungu og með öðrum hætti en áður hafði tíðk- ast, en varð þó að bíða nokkur hundruð ár, þar til ljóð hans birtust almenningi. Nú má segja, að hlutirnir fari að verða langsóttir. Má vera. En ágætur maður hefur sagt, að engin framúrstefna sé til né hafi nokkru sinni verið það, hins vegar hafi jafnan verið til fólk, sem hafi staðnað eða dregist aftur úr. Það getur komið sér vel að vitna til þessara orða við viss tækifæri. Engu að síður ætla ég að stimpla Oddgeir Stephensen framúrstefnumann að sinni, og hef ég ánægju af. Svo virðist nefnilega með flesta íslenska menntamenn í Kaup- mannahöfn á þessum tíma, að þeir hafi verið svo uppteknir af fræðum sínum, málhreinsun og pólitísku brölti alls konar, að fagurlistir hafi ekki komist inn í þeirra koll, nema ef vera kynni eitthvað af rímuðu máli. Hljómlist, ballett, málverk og leikhús virðist hafa átt lítinn hljómgrunn hjá þeim flestum, og er þar ein ástæðan fyrir því, hve litið er um menningu á þessum sviðum fjallað í skráðri sögu okkar. Þetta er að vísu tilgáta mín, en ekki fullyrðing. Að mínum dómi er það mikill fengur fyrir okkur að vita af manni af íslensku kyni, sem tekur þátt í fyrstu sýningu í heiminum á leikriti eftir Aug- ust Strindberg, og ég tel það ótvírætt rós í hnappagat ís- lenskrar leiklistarsögu, að það skuli hafa gerst. En hver var svo Oddgeir’ Stephensen, og hverra manna? Jú, hann var leikari í Kaup- mannahöfn og síðar leikhús- stjóri. Hans er getið á íslensk- um bókum, og tilvera hans þvi í sjálfu sér langt frá þvi að vera fréttir fyrir þá, sem kynnt hafa sér persónusögu Stephensen- ættarinnar. Faðir hans var Odd- geir, sonur Björns dómsmála- ritara Stephensen og Sigriðar Oddsdóttur nótaríusar á Þing- eyrum. Oddgeir eldri var fædd- ur á Lágafelli í Mosfellssveit árið 1812, sama ár og Napoleon sneri aftur úr Rússlandsför- inni. Og hver kannast ekki við forleik Tschajkovskij í tilefni þess ártals. Oddgeir var settur til mennta og lauk stúdents- prófi úr heimaskóla síra Árna Helgasonar, hélt síðan til Kaup- mannahafnar og Iauk prófi í lögum frá Hafnarháskóla árið 1842. Að námi loknu fékk hann vinnu í rentukammerinu og vann þar lengi. Síðar var hann gerður að forstöðumanni í ann- arri stjórnardeild dómsmála- ráðuneytis Dana, og hélt hann því embætti til dauðadags 1885. Hann var giftur danskri konu, Wilhelmine Kristine Petersen. Þau bjuggu alla sína tið í Kaup- mannahöfn og eignuðust þrjú börn: Sigríði, sem giftist ekki, Björn verksmiðjueiganda, sem lést ekki fyrr en 1940 og Odd- geir leikara og leikstjóra, sem var fæddur 14. april 1860 og lést 4. apríl 1913. Hann var gift- ur danskri konu, Agnes Haas, og það er þátttaka Oddgeirs þessa í fyrstu sýningu á leikriti eftir Strindberg, sem hefur or- sakað það, að þessar línur voru teknar saman. Skrifi þessu fylgja myndir af Strindberg frá þeim tima, sem hér er minnst á og mynd af Casino-leikhúsinu á sínum góðu árum. Því miður hefur mér ekki tekist að útvega mynd af Oddgeiri Stephensen leikara. En ætli við verðum ekki að ímynda okkur að hann hafi verið eins og Islandssagan í framan, eins og sumir frænd- ur hans hérlendis eru enn þann dag i dag. Ýmislegt fleira mætti lesa hér milli lína, og auðvelt er að láta sér i hug koma, að meira eða minna af menningarstússi íslendinga erlendis hafi fallið út af biöðum sögu okkar. Það gætu leynst á skjölum fjöldi smáatvika, sem á sínum tima hafa þótt litt til frásagnar, en hafa þó siðar orðið að stórvið- burðum. En ef til vill er ég hér kominn út á hálan ís. En hver veit? Að lokum ætla ég þó að leyfa mér að draga þá ályktun af þvi, sem hér hefur verið nefnt, að Oddgeir Stephensen hafi oftar en einu sinni setið yfir Flens- borgar-öli eða rjúkandi toddy i „Káetunni" I þeirri notalegu og víðfrægu Nýhöfn með sænska skáldinu Ágúst Strindberg, sem er allra höfunda mest lifandi meðal okkar á tækniöid þeirri tuttugustu. Strindberg Stephensen

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.