Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 Gleðilegt ár ÁRIÐ er aö líöa. Margs er að minnast. Sjálfsagt höfum við bæði lifað gleði og sorg. Sumar minningar eru ljúfar og ylja okkur um hjarta- rætur, þegar við rifjum þær upp. Aörar eru ef til víll sorglegar og valda okkur áhyggjum — það er erfitt að rifja þær upp. Engu að siður geta þær verið okkur til góðs og veitt okkur meiri þroska og skilning á líf- inu. Mikið er sungið um kærleika og frið um þessar mundir. Margar messur eru haldnar á þessum hátíðisdögum. Jólakort eru send til þess að viðhalda vináttu og kunningsskap og margar góðar hugsanir streyma gegnum hugi okkar. En Jesús, sem fæddist í fjárhúsinu, óx og þroskaðist. Hann gekk um og gerði gott alla daga lífs síns. Hann læknaði þá, sem voru sjúkir, huggaði þá, sem voru sorgmæddir, gladdi þá, sem voru einmanna og veitti þeim frið, sem áttu í erfiðleikum. Það er því ósk okkar, að sá hugur, kærleikur og friður, sem gjarna ríkir á jólunum, mætti fylgja ykkur alla daga á nýju ári og komandi tím- um. Gleðilegt ár! Alma Árnadóttir, 8 ára, Höfðabrekku, Húsavík. ^liL5ev\í_ ■' SHiLdwr Kris-iir#- JMOO) UmnMrjLAí.+r i cLj£ Þessa skemmtilegu mynd, fengum við senda frá Noregi. Hildur Kristín, 13 ára, teiknar mynd af ,,julenissen“, sem er að borða jólagrautinn. Segdu mér söguna aftur María og Jósef áttu heima í Gyðinglandi. Þau voru á leið til Betlehem. Þau voru þreytt, því að leiðin var löng. Loks kommþau til Betlehem. Stjörnurn- ar tindruðu á himninum. Komið var kvöld. En í gistihúsinu voru öll herbergi upp- tekin. Þau urðu þvi að fara út í fjárhús og gista þar um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.