Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 61 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 10100 KL. 10—11 , FRÁ MÁNUDEGI um og sýna þeim fram á að þeir eru að leika hættulegan og óþarf- an leik. Þá má líka nefna það og spyrja fólk og biðja það að velta þvi fyrir sér, í hvaða tilgangi þetta allt er keypt, kannski dýrum dómum, og siðan sprengt upp á nokkrum minútum. Þetta er orðinn siður, veit ég það, en fyrr má nú vera. Þetta er lika til styrktar góðu málefni, skátum og fleirum, og ekki er nema gott eitt um það að segja, en þeir mættu líka reyna að finna aðrar fjáröflunarleiðir. Mér finnst rangt að ýta undir þessa starfsemi skota og sprenginga um hver áramót. Að lokum má einnig spyrja hvað fóik verji miklum fjármunum í þetta dótari. Einn með góða heyrn.“ • Milligjald í strætó? „Við erum hérna tvær 13 ára vinkonur, sem notum strætis- vagnana mikið. Okkur finnst það ansi hart að þurfa að borga 70 krónur í strætó núna í stað 20 kr. í fyrra. Væri ekki hægt að fara einhvern milliveg og láta krakka á aldrinum 13—16 ára borga t.d. 40 krónur, því að krakkar á þess- um aldri hafa varla ráð á að borga 70 kr. fyrir hverja ferð. Guðrún og Soff(a.“ Svo mörg voru þau orð og Velvakandi vill nota hér tækifær- ið til að þakka bréfriturum þess- um og öðrum, svo og öllum sem hafa hringt á árinu með ábend- ingar og málefni til umræðu, fyrir samskiptin og vonar að þau megi halda áfram á nýju ári. Að svo mæltu óskar hann lesendum gleðilegs árs og gæfu og gengis á I nýja árinu. Óska öllum viðskiptavinum mínum .1 X . 0 * gleoilegs nys Þökkum viðskiptin á liðnum árum. ars Guðmundur Þorsteinsson, gullsmiður. Bankastræti 12. 0 Undanrennan er dagsett Vegna ummæla, sem voru viðhöfð hér í dálkunum fyrir stuttu hafði Mjólkursamsalan samband við Velvakanda og vildi leiðrétta misskilning varðandi merkingar á undanrennufernum. Sagði fulltrúi samsölunnar að undanrennufernurnar væru dag- settar eins og mjólkurfernur, og væri hún þrykkt efst á fernurnar. Það hefði þvi farið framhjá konu þeirri er kvartaði yfir því á dög- unum að fernurnar væru ekki merktar. 0 Foreldrarnir féflettir? Maður, sem ekki vildi láta nafns síns getið, sagðist vilja taka undir með því sem fram kom í bréfi frá sex barna föður fyrir nokkru hjá Velvakanda, að sá hugsunarháttur væri fyrir hendi að börn ættu tilkall til allra eigna foreldra sinna eftir þeirra dag. — Það er rétt að auðvitað eiga börn- in að erfa sína foreldra á ein- hvern hátt, en að þau beinlfnis leyfi sér að féfletta foreldra sfna er ekki hægt. Það hefur komið fyrir að börn ásælast allt það er foreldrarnir hafa önglað saman alla sfna búskapartfð, en eru gjörsamlega áhugalaus um aðra hluti er snerta foreldrana, þ.e. hvernig er að þeim búið f ellinni. Þeim er e.t.v. komið á elliheimili, húsið selt og eignum skipt eða hver veit hvað og allt virðist þetta gert með þvi hugarfari einu að börnin sem oftast eru fullorðið Umsjón: Margeir Pétursson A opnu skákmóti í Malmey í desember í fyrra kom þessi staða upp í skák Svíanna Lind, sem hafði hvítt og átti leik, og Olssons: Kxh6 þá 24. Rf5 + + — Kh5, 25. g4 mát). 24. Dxh7+ — Kf8, 25. Rf5! og svartur gafst upp. fólk, geti lifað góðu lifi og þurfi ekki að hafa of mikið fyrir hlut- unum. Það mætti þvf alveg breyta þessum lögum eitthvað, að börnin geti beinlínis stolið eignarréttin- um af fólkinu ef svo má að orði komast. 0 Eiga sparilánin að hækka? Arnór: — Um nokkurt skeið hefur verið hægt að fá svonefnd spari- lán hjá sumum bönkum, en þau eru í því fólgin að fólk leggur á bankabók ákveðna upphæð á mánuði i eitt til tvö ár og fær síðan lánað f bankanum helmingi hærri upphæð og lánið er svo endurgreitt á næstu mánuðum eftir lántökuna. 1 dag er ekki hægt að spara meira en 8000 krón- ur á mánuði, sem eru aðeins 144.000 eftir 18 mánaða sparnað. Sér hver maður að sú upphæð, jafnvel þótt lán bankans bætist við, gerir ekki stórt og þvf vildi ég gjarnan beina þeirri spurningu til banka hvort ekki sé i ráði að hækka lán þessi eitthvað. 1 verð- bólgunni um þessar mundir eru þessar 8000 krónur orðnar harla litlar, þótt þær hafi verið nokkurs virði fyrir nokkrum árum þegar þessi tegund lánastarfsemi var tekin upp. Orðsending frá Heklu h.f. Vegna vörutalningar verður Caterpillarvara- hlutaafgreiðsla okkar lokuð frá 2. janúar til 6. janúar. HEKLA hf. Laugavegi 170—172 — Sími 21240 HOGNI HREKKVISI Hann skellir henni á hvolf á slaginu 12 &> SlGeA V/QGA g ‘ftLVEKAM Höfum í umboðssölu m.a. Steypumót Flekamót Kranamót M.a. flekamót úr álburðargrind og krossviðar- klæðningu, sem er ný tækni í mótasmíði. Fleki, 60x270 cm, vegur aðeins 29 kg. Seljum ýmsar vörur til byggingaframkvæmda t.d. stoðir, loftaundirslátt og verkpalla. Tæknisalan. Sími 85412 og 36103

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.