Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 31.12.1977, Blaðsíða 30
62 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 UmHORP Umsjón: ANDERS HANSEN og TRYGGVI GUNNARSSON. Viss pólitískur hópur manna hefur eitt afskaplega skýrt ein- kenni sem gerir það að verk- um, að þeir þekkjast úr hvar sem er í heiminum. Kenningar sínar festa þeir viljandi í hnýtt orðasambönd eða frasaviðjar. Þeir skipta mönnum í stéttir eins og borgarastétt, verka- mannastétt, smáborgarastétt, öreigastétt, auðvaldsstétt, kúg- arastétt ofl. ofl. I hugum flestra er nokkuð á reiki við hvað er átt. Spurning er hvort verkamaður geti verið smá- borgari í borgarastétt auð- valdsins. Borgari er að áliti margra vinstrimanna og marxista maður sem hefur að- gang að fjármagni og notar það til að kúga öreigana, halda þeim i viðjum vanþekkingar og fátæktar. En yfirleitt er borgari bara maður með and- stæðar skoðanir við vinstri- menn og marxista, þeirra manna er styðja Alþýðubarida- lagið eða eru enn lengra til austurs á þeirri línu. Annars ber þessum mönnum ekki allt- af saman hvar draga eigi mörk- in á miili þessara stétta. Á meðan erum við bara almenn- ingur, — kannski meðlimir í félagi smáborgara. Lítil saga í bókinni Guðinn sem brást segir, meðal annarra, rithöf- undurinn Arthur Koestler, frá reynslu sinni og vonbrigðum með kommúnismann. Á einum stað minnist hann á stúlku eina, sem á stríðsárunum hafði orðið svo óheppin að lenda í klóm Gestapo fyrir aðild að samtökum kommúnista. Gesta- po-foringinn sem yfirheyrði hana fann lengi vel engar sannanir fyrir sekt stúlkunnar og var að því kominn að láta hana lausa. Tók hann þá eftir, að stúlkan notaði orðið „hlut- lægur“. Stúlkan hafði hingað til engan bilbug látið á sér finna, en þegar yfirheyrslan fór að snúast um það, hvar hún hefði lært að nota þetta orð, var stutt i endalokin. Þessi Iitla saga sýnir svo ekki verður um villst, hversu áberandi talsmáti kommúnista og annarra skoðanabræðra þeirra er frábrugðinn talsmáta annarra. Hann er orðinn svo „háþróaður“ að í raun og veru þarf mikla sérmenntun til að geta rætt pólitik við þá af ein- hverju marki. Hinn „listræni tilgangur“ sem baráttutæki eins og kommúnistar gera í dagblöð- um, það er ekki að ljúga, held- ur bláköld nauðsyn“. brjóstfylking kúguðu stétt- anna, skipulögð sem ríkjandi stétt til þess að geta haldið arðræningjunum í skefjum, getur ekki blátt áfram gert lýð- ræðið yfirgripsmeira." (Ríki og bylting). Þessi stutta klausa gæti al- veg eins verið rituð í dag eins og fyrir fjörutíu árum, eins og hún í raun og veru er. Frasar eins og „kúgaðar stéttir“, „rikjandi stétt", „arðræningj- ar“, o.s.frv. eru eftirlæti heittrúaðra vinstri manna. Ef Marx gamli, Lenin, Trotsky og allir þessir bræður hvaðþeirnúheita, gætu risið upp frá dauðum, væri ekkert þeim til fyrirstöðu að taka þátt í leiknum. Baráttuaðferðirnar eru nákvæmlega þær sömu og fyrir hálfri öld. Þessir slag- orðafrasar eru notaðir í grið og erg án nokkurs tillits til þess, hvort þeir segi í raun og veru einhvern sannleik. Eflaust finnur það fólk, sem hvað mest notar þá, að þetta eru mark- laus orð! Ef til vill er það þess vegna, sem það vílar ekki fyrir sér að nota lygar til þess að tjá sig um pólitíska andstæðinga sína í þeim eina tilgangi að lýsa fyrirlitningu sinni á mál- stað þeirra. Það kann ekki önn- ur ráð. — Tilgangur lyginnar — Það má vel vera að það sé listræn tjáning eða menningar- leg skirskotun að kalla fólk opinberlega njósnara, föður- landssvikara, glæpamenn o.s.frv. Formaður Sjálfstæðis- flokksins er næstum daglega kallaður landsölumaður i Þjóð- viljanum. Við Heimdellingar lesum það oft, að Heimdallur sé afturhaldsamasta félag norðan Alpa. Sé þetta listræn tjáning, þá er listræn tjáning ekkert annað en lygi. Náttúru- lega hafa allir rétt til að ljúga opinberlega, svo lengi sem all- ml Sigurður Sigurðsson: Þegar staðið er austan við heil- brigða skynsemi ,MarkIaus orð“ „Alræði öreiganna, þ.e. Nýlega bárust þau tíðindi um landsbyggðina, að stofnað- ur hefði verið svokallaður „Málfrelsissjóður lslands“. Hann hefur það markmið að greiða sektir fyrir ærumeið- andi og móðgandi ummæli, en því aðeins að þau hafi „menn- ingarlega skírskotun" og í fel- ist „listræn tjáning". Þetta er ofsaflott markmið, en ég er að velta því fyrir mér, hvort nokkur viðurlög séu fyrir „að skirskota menningarlega" eða að „tjá sig á listrænan hátt“. Nei, allir vita að svo er ekki, heldur er tilgangur sjóðsins pólitísks eðlis. Tilgangurinn er aó gerbylta íslensku stjórn- skipulagi enda eru pólitiskar skoðanir flestra stofnenda hans í þá átt. Það er fólk af sama sauðahúsi og stofnendur þessa sjóðs, sem komið hafa óorði á hugtök eins og frelsi, lýðræði og jafnrétti. Reynt er að koma þeirri hugmynd inn hjá landsmönnum, að íslensk löggjöf sé kolvitlaus og ósann- gjörn. Gamall kommúnisti sagði einu sinni: „Að nota lygina ir vita að verið er að ljúga og enginn skaðast af því. En þeg- ar lygin er höfð í frammi undir einhvers konar yfirskyni til að villa um fyrir einhverjum eða öllum, þá er hin listræna tján- ing ekki lengur ámælisverð, húnersaknæm. Listræn tjáning ræn tjáning Jónasar Hall- grímssonar í kvæðinu „Gunn- arshólmi". Nei, ekki aldeilis, þetta var ekki einu sinni list- ræn tjáning. Þessi „listræna tjáning" var og er lygi og átti ekki að gegna neinu fagur- fræðilegu hlutverki. Tilgang- urinn var einungis sá að hræða fólk frá þátttöku í undir- skriftasöfnuninni og að svarta þá, sem að henni stóðu, í aug- um þjóðarinnar. öllum er i fersku minni undirskriftasafnanir Varins lands. Arangurinn var stór- kostlegur sigur fyrir alla fylg- ismenn vestrænnar samvinnu. Meðan á þessari undirskrifta- söfnun stóð, kom berlega í ljós hið rétta hugarfar manna sem að útgáfu Þjóðviljans standa og enn lengra til vinstri... A „listrænan hátt“ tjáðu þeir sig um forsvarsmenn söfnunar- innar og þá sem tóku þátt í henni. Þeir voru orðnir CIA- agentar, landsölumenn, njósn- arar, föðurlandssvikarar o.s.frv. Allir geta verið sam- mála um, að þessi brigslorða- flaumur átti ekki að gegna álíka hlutverki eins og til dæmis listræn tjáning Kjar- vals á Þingvöllum, eða þá list- Tilgangurinn helgar meðalið Það má nú eflaust kalla það „listræna tjáningu“ að kalla Geir Hallgrímsson föðurlands- svikara, enda þótt öllum sé það vel ljóst, að hann er það ekki. Tilgangurinn er bara sá að gera hann óvinsælan Það að kalla Heimdall afturhaldsam- asta félag norðan Alpafjalla er þáttur í því að hræða fólk frá þátttöku í starfi félagsins. Tilgangurinn helgar meðal- ið, hugsa þeir sem standa aust- an við heilbrigða skynsemi. Varla getur það talist neitt merki um afturhaldssemi að berjast fyrir frjálsum útvarps- rekstri eða valddreifingu eins og þó Heimdallur gerir. En hvort meiri afturhaldssemi er að fylgja skoðunum John Stewarts Mills í bók hans „Frelsið" eða trúa kenningum Marx og Engels má eflaust deila um endalaust. Sirkus Ef til vill er það rétt, sem gamla konan sagði, að pólitikin væri sirkus, þar sem það eitt gilti að gera eitthvað nógu glæfralegt og frumlegt svo fólk taki andköf af aðdáun. Ganga til dæmis á hárri línu hátt yfir jörðu, ekki til að kom- ast á milli tveggja staða ein- hverra erinda, heldur til að sýna fimi sína. Sú skreytni að kalla Heimdall afturhaldssam- asta félag norðan Alpafjalla er kannski sett fram til að sýna orðfimi sína og frumleika í nið- urröðun orða í áróðurslegum tilgangi, það er aldrei að vita. Vel má vera að það sé list- ræns eðlis að ganga á línu yfir Gullfoss, en að kalla fólk nöfn- um eins og landsölumenn, njósnara, föðurlandssvikara, o.s.frv. getur ansakornið ekki talist listræns eðlis, — jafnvel þótt það geti verið satt. Þrjár staðreyndir Þrjú atriði varðandi mál- frelsissjóðinn koma upp um hinn eiginlega tilgang hans: 1. Flestir stofnenda eru yfir- lýstir vinstrimenn eða komm- únistar. 2. Sú staðreynd að greiða eigi sektir fyrir þá sem dæmd- ir voru fyrir ærumeiðandi um- mæli um forystumenn Varins lands. 3. Sú staðreynd, að menn- ingarleg skírskotun og listræn tjáning jafnt í umræðum um almenningsheill sem og allt annað er ekki bönnuð í íslensk- um lögum. Eflaust má telja fleiri atriði til, sem sanna hinn pólitíska tilgang sjóðsins; að brjóta nið- ur allt álit fólks á réttlæti hins íslenska réttarfars. Sjóðstofn- unin er einn af mörgum sam- spilandi þáttum sem markvisst vinna að þvf að bylta íslensku þjóðskipulagi. Sú spurning hefur komið upp, hvon sjóðstofnunin brýt- ur í bága við ákvæði stjórnar- skrárinnar um félagsstofnun í löglegum tilgangi: Fróðlegt væri að vita hvort stofnendur sjóðsins myndu vera sammála þeirri sjóðstofnun, sem hefði það að markmiði að greiða sektir fyrir skattsvik, eða þeim sjóði, sem greiða myndi sektir og tjón sem þeir valda, er neita að aka hægra megin akvega. Hvað sem öllu líður er sjóð- stofnunin hápólitfsk. Eignarhlutföll ASÍ og SÍS jöf n í Landsýn h.f. Svo sem skýrt var frá í fréttatil- kynningu 12. október s.l„ hafa Samvinnuhreyfingin og A.S.l. ákveðið að gerast eignaraðilar að Ferðaskrifstofunni Landsýn h.f„ en sem kunnugt er hefur Alþýðu- orlof átt og rekið ferðaskrifstof- una frá 1. maf 1974. A framhaldsaðalfundi Land- sýnar h.f„ sem fram fór 1. nóvem- ber s.l. var formlega gengið frá þessu samstarfi og höfðu þá hinir nýju eignaraðilar skráð sig fyrir hiutaf járauka þeim sem aðal- fundur hlutafélagsins samþykkti að bjóða út, að fjárhæð 25 millj. króna. Eigendur Landsýnar h.f. eru nú: ALlþýðusamband Islands og AI- þýðuorlof annars vegar og Sam- band isl. Samvinnufélaga og Sam- vinnutryggingar hins vegar. Eignarhlutföll eru jöfn milli að- ila. Framhaldsaðalfundurinn kaus félaginu nýja stjórn og er hún þannig skipuð: Af hálfu ASÍ/Alþýðuorlofs: Björn Jónsson, Einar Ögmunds- son og Óskar Hallgrímsson. Af hálfu SÍS/Samvinnutrygg- inga: Erlendur. Einarsson, Axel Gislason og Hallgrímur Sigurðs- son. Stjórnin hefur skipt með sér verkum þannig að formaður er Hallgrímur Sigurðsson, fram- kvæmdastjóri Samvinnutrygg- inga og ritari Óskar Hallgrímsson, formaður Alþýðuorlofs. Framkvæmdastjóri Landsýnar hefur verið ráðinn Eysteinn Helgason. Svör við erlendri fréttagetraun Svör við eriendri fréttagetraun: 1-d, 2-a, 3-c, 4-a, 5-c, 6-b, 7-b, 8-c, 9-d, 10-b, 11-a, 12-d, 13-c, 14-d, 15-b, 16-a, 17-d, 18-d, 19-c, 20-a, 21-b, 22-a, 23-b, 24-c, 25-b, 26-c, 27-d, 28-a, 29-d, 30-b, 31-b, 32-a, 33-c, 34-c, 35-b, 36-a, 37-d, 38-c, 39-b, 40-d. Myndir f erlendri fréttagetraun: 41 — V-þýzk vfkingasveit, sem freslaði gfsla Lufthansaþotunnar f Mogadishu. 42 — Sirimawo Bandaranaike fyrrum forsætisráðherra Sri Lanka og Indira Gandhi fyrrum forsætisráðherra Indlands. 43 — Sovézki ísbrjóturinn „Ark- tika“. 44 — Chiang Ching og Chan Chun-cbiao. Brúðurnar voru hengdar upp á Torgi hins himn- eska friðar f Peking. 45 — Bokassa keisari Mið-Afrfku keisaradæmisins. Ferðaskrifstofan Landsýn mun eins og áður veita alla almenna ferðaþjónustu innanlands sem er- lendis en sérstök áherzla verður lögð á þjónustu við félagsmenn þeirra fjöldasamtaka sem að ferðaskrifstofunni standa. Af að- ild Samvinnuhreyfingarinnar leiðir að sjálfsögðu að náið sam- starf verður milli Landsýnar og Samvinnuferða i því skyni að ná sem mestri hagkvæmni í rekstri skrifstofanna beggja. Ferðaskrifstofan Landsýn er sem fyrr til húsa að Skólavörðu- stíg 16 og sími skrifstofunnar er 28899. (Frá Ferðaskirfstofunni Landsýn h.f.) Lausn á innlendri frétta- getraun Svör við innlendri fréttaget- raun: lc, 2b, 3c, 4c, 5c, 6d, 7c, 8a, 9c, lOc, lld, 12b, 13b, 14d, 15,16b, 17a, 18d, 19d, 20c, 21b, 22a, 23a, 24d, 25b, 26d, 27b, 28c, 29b, 30c, 31c, 32c, 33d, 34c, 35b, 36 Kristján Thorlacius formaður BSRB með samninganefnd Hjúkrunarfélags tslands, sem færði honum rós í samningaviðræðum BSRB og rík- is, 37 Kekkonen Finnlandsforseti landar laxi í Laxá í Kjós, 38 júdó, 39 Lucwig Lugmeier, þýzkur bankaræningi, 40 40. — 16 atriði Framhald af bls.46 ingi af málefnum bændastéttarinnar I hljóðvarpi og sjónvarpi. eins og nýliðin dæmi um verðbreytingar á landbúnað- arafurðum sanna Ályktanirnar voru samþykktar sam- hljóða

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.