Morgunblaðið - 31.12.1977, Síða 20

Morgunblaðið - 31.12.1977, Síða 20
52 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 31. DESEMBER 1977 Gleðilegt ár ÁRIÐ er aö líöa. Margs er að minnast. Sjálfsagt höfum við bæði lifað gleði og sorg. Sumar minningar eru ljúfar og ylja okkur um hjarta- rætur, þegar við rifjum þær upp. Aörar eru ef til víll sorglegar og valda okkur áhyggjum — það er erfitt að rifja þær upp. Engu að siður geta þær verið okkur til góðs og veitt okkur meiri þroska og skilning á líf- inu. Mikið er sungið um kærleika og frið um þessar mundir. Margar messur eru haldnar á þessum hátíðisdögum. Jólakort eru send til þess að viðhalda vináttu og kunningsskap og margar góðar hugsanir streyma gegnum hugi okkar. En Jesús, sem fæddist í fjárhúsinu, óx og þroskaðist. Hann gekk um og gerði gott alla daga lífs síns. Hann læknaði þá, sem voru sjúkir, huggaði þá, sem voru sorgmæddir, gladdi þá, sem voru einmanna og veitti þeim frið, sem áttu í erfiðleikum. Það er því ósk okkar, að sá hugur, kærleikur og friður, sem gjarna ríkir á jólunum, mætti fylgja ykkur alla daga á nýju ári og komandi tím- um. Gleðilegt ár! Alma Árnadóttir, 8 ára, Höfðabrekku, Húsavík. ^liL5ev\í_ ■' SHiLdwr Kris-iir#- JMOO) UmnMrjLAí.+r i cLj£ Þessa skemmtilegu mynd, fengum við senda frá Noregi. Hildur Kristín, 13 ára, teiknar mynd af ,,julenissen“, sem er að borða jólagrautinn. Segdu mér söguna aftur María og Jósef áttu heima í Gyðinglandi. Þau voru á leið til Betlehem. Þau voru þreytt, því að leiðin var löng. Loks kommþau til Betlehem. Stjörnurn- ar tindruðu á himninum. Komið var kvöld. En í gistihúsinu voru öll herbergi upp- tekin. Þau urðu þvi að fara út í fjárhús og gista þar um nóttina.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.