Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 Sýniiig á verkum Sigur- jóns og Þorvalds opnuð í Bogasal á morgun Á MORGUN, laugardaginn 18. marz, verður opnuð { Bogasal Þjóðminjasafnsins sýning á verk- um Sigurjóns Ólafssonar og Þorvalds Skúlasonar. Sigurjón sýnir þar sautján tréskúlptúra, sem unnir eru síðustu tvö ár. Myndir Þorvalds eru 16 og málaðar árin 1952—1960. Fæstar þeirra hafa verið sýndar áður og flestar eru til sölu. Jóhannes Jóhannesson listmál- ari setti upp verk Þorvalds en Sverrir Sigurðsson vaidi verkin til sýningar, en Þorvaldur Skúlason hefur verið á sjúkrahúsi undanfar- ið. Sverrir sagði að þessar myndir væru frá því skeiði Þorvalds sem nefna mætti stranggeómetríska formið. Eftir 1960 tekur „línan“ við í verkum hans, þá fer að örla á meiri hreyfingu í málverkinu. Þessi þróun á listferli Þorvalds var þó afar hæg, en Sverrir Sigurðsson sagði að þetta tímabil væri Þor- valdi mikils virði, þó svo að viðurkenning alls þorra manna á verkum hans hefði verið af skorn- um skammti þá. Sigurjón Olafsson sagði að hann væri farinn að vinna langmest í tré þar sem hann þyldi ekki steinrykið, enda líkaði honum mætavel við tréð. Hann sagðist ekki hafa gefið verkunum nafn nema af handahófi, en áður fyrri hefði hann oft farið í smiðju til Sigurðar Nordals sem hefði lagt honum gott lið. Sigurjón sagði að Bogasalurinn væri nánast eini staðurinn sem hægt væri að sýna skúlptúr svo að hann nýti sín og væri hann þakklátur fyrir að hafa fengið að sýna þar nú. Aðspurður um hvernig það hefði borið að, að þeir Þorvaldur sýna nú tveir saman, sagði hann þá Óháð framboð í Kópavogi ákveðið HÓPUR fólks hittist á fundi í Kópa- vogi í fyrrakvöld, par sem gengíó var frá framboói óhaðs lista vió bæjar- stjórnarkosningarnar í vor. Aó listan- um stendur áhugafólk um bæjarmál- efni Kópavogs, eins og Siguröur Helgason lögfræóingur, einn af for- vígismönnum hins óháóa framboðs, orðaði pað í samtali við Morgunblað- ið í gær. Kvaö Sígurður fólk úr öllum stjórnmálaflokkum standa að fram- boöinu svo og utanflokkafólk og sagði hann pað sína skoöun að petta væri sterkt framboð. Eins og áður hefur komiö fram í samtali við Sigurð er einnig unnið að undirbúningi óháðs framboðs vegna alpingiskosn- inga í Reykjaneskjördæmi en að sögn Sigurðar verður ekki gengið frá peim málum fyrr en eftir páska. Óháöi listinn í bæjarstjórnarkosn- ingunum í Kópavogi í vor lítur þannig út: 1. Sigurjón Hilaríusson, bæjarfulltrúi, 2. Alexander Alexandersson, verk- stjóri, 3. Sigurður Einarsson, tann- smiöur, 4. Jón Ármann Héöinsson, alþingismaöur, 5. Sigurður Helgason, lögfræðingur, 6. Birna Ágústsdóttir, tækniteiknari, 6. Björn Ó. Einarsson, framkvæmdastjóri, 8. Guðlaugur Guð- mundsson, kennari, 9. Hrefna Péturs- dóttir, húsmóðir, 10. Hákon Hákonar- son, auglýsingastjóri, 11. Hinrik Lárus- son, sölumaöur, 12. Björg Árnadóttir, verkstjóri, 13. Magnea Ingibjörg Sig- urðardóttir, húsmóðir, 14. Brynjar Valdimarsson, kennari, 15. Sigríður G. Þorsteinsdóttir, húsmóðir, 16. Hjördís Pétursdóttir, húsmóöir, 17. Sverrir Þórólfsson, verktaki, 18. Edda Magnúsdóttir, húsmóðir, 19. Guörún Þór, ritari, 20. Víðir Friðgeirsson, skipstjóri, 21. Páll Helgason, vélvirki, 22. Andrés Kristjánsson, rithöfundur. Verkamannafélagið Hlíf: Tveir stjórnarmenn segja al sér eftir deil- ur um vinnustöðvun- ina 1. og 2. marz sl. „Þegar formaður félagsins sagöi, að pað væri pá bezt að hafa atkvæðagreiðslu um málið, var andrúmsloftiö á fundinum orðið pannig, að ég sagöi hreinlega, að ég skyldi losa pá við pann kross að fara á atkvæðagreiðslu með pví að segja af mér sem varaformaöur Verkamannafélagsins Hlífar og senda afsagnarbréf mitt inn dag- inn eftir. Og Þetta gerði ég“, sagöi Guðni Kristjánsson, bífreiðarstjóri í Hafnarfiði, i samtali við Mbl., en á stjórnarfundi í Hlíf 7. marz sl. kom m.a. til umræðu sú afstaða Guðna að vera á móti vinnustööv- un 1. og 2. marz sl. Lýstu tveir stjórnarmenn pví Þá yfir að peir treystu sér ekki til að vinna áfram meö Guðna í stjórn félagsins eftir að hann hefði talað gegn vinnu- stöðvun framangreinda daga og sjálfur unniö. „Þessi afstaða mín byggist á peirri bjargföstu skoðun minni, að pessi vinnustöðvun hafi verið ólögleg", sagði Guðni, „og ég tel aö almennur félagsfundur hafi ekki getað bundið hendur manna í pessu máli, heldur hafi ákvörðun- in verið hvers og eins“. Vararitari félagsirís, Guðmundur Skúli Kristjánsson, sagði einnig af sér, en hann sagði er Mbl. leitaöi til hans, að hann vildi ekkert um málið segja. „Forsaga málsins er sú“, sagði Guðni, „að þegar því var hreyft innan stjórnar Hlífar aö boðuð yrði tveggja daga vinnustöðvun 1. og 2. marz eða félagsmenn hvattir til hennar, þá lýsti ég því strax yfir, að ég mundi ekki styðja slíkt og greiða atkvæði gegn slíkri tillögu, ef fram kæmi. Ég sagði það mína skoðun, að slík vinnustöðvun væri ekki í samræmi viö gildandi kjara- samninga og því ólögleg. Síðan geröist það að málið kom inn á félagsfund. Þar lá fyrir tillaga um uppsögn kaupliða kjara- samninganna. Um hana var enginn ágreiningur og ég studdi hann heilshugar. Síðan kom til umræðu tveggja daga vinnustöðvun og geröi ég þá grein fyrir skoðunum mínum á því máli, eins og ég hafði gert á stjórnarfundinum. Ég var svo einn þriggja manna, sem greiddi atkvæði gegn því að hvetja menn til þátttöku í tveggja daga vinnustöövun. Ég benti þar á, að ég teldi með öllu óvíst, að verkalýðshreyfingin, eða verkafólk, væri fúst til slíkra að- gerða, enda væru þær ólöglegar. Hiö rétta væri að bíða þess aö löglegur uþþsagnarfrestur rynni út og hefja þá aögeröir eftir löglegum leiðum til að ná aftur þeirri kjarabót, sem af okkur var tekin. Á stjórnarfundi 7. marz sl. kom svo til umræðu þessi afstaða mín og Framhald á bls. 19 hugmynd hafa komið upp á haustnóttum. „Ég hafði hrúgað heilmiklu í kringum mig og konan var líka að eggja mig til þess að sýna. Svo bað ég Þorvald að vera með mér og hann tók því vel, svo að við gerðum alvöru úr þessu ... Auk þess er 1978 dálítið merkisár fyrir mig. Ég verð sjötugur á ellefu þúsund meyjardeginum eins og það hét eftir förnu tímatali. Það er í október," segir Sigurjón en vill þó ekki að litið sé á þessa sýningu sem afmælissýningu. Sýning þeirra Sigurjóns og Þorvalds verður opin frá kl. 14—19 til 28. marz og engin sérstök opnun fyrir boðsgesti, heldur er öllum boðið að koma og skoða sýninguna og er aðgangur ókeypis. Ágæt loðnu- veiði sl. sól- arhring við Ingólfshöfða ^ÁGÆT loðnuveiði var síðasta sólarhring. Frá miðnætti í fyrri- nótt til klukkan 19 í gærkvöldi höfðu 24 bátar tilkynnt loðnu- nefnd afla, samtals um 8800 lestir. Aflann fengu þeir við Ingóifshöfða en þar var gott veiðiveður í gær. Flestir fara með aflann til Vestmannaeyja og Hornafjarðar. Áberandi er að bátarnir leita til hafna þar sem eru hrognaskiljur enda gefa loðnuhrognin mest af sér um þessar mundir. V Eftirtaldir bátar tilkynntu afla i gærdag: Guðmundur Kristinn Sl) 280 lestir. Oskar Halldórsson RE 400. Bjarnarcy VE 60. Þórshamar GK 500. Ilelga RE 270. Þórkatla GK 230. Stapavík SI 480. örn KE 540. Sigurbjörg ÓF 250. Magnús NK 500, Þórður Jónasson EA 380. Guðfinna Steinsdóttir ÁR 180. Andvari VE 150. Álsey VE 150. Arney KE 240. Eldborg GK 550. Svanur RE 340. Breki VE 720. Geir Goði GK 170. Pétur Jónsson RE 640. Grindvfkingur GK 610 Skarðsvfk SIl 620. Þið búið á sjálfu Konover hótelinu, í sólarfylkinu Florida. Glæsihóteli með öllum amerískum munaði. Við hótelið er sundlaug, skjannahvít baðströnd og sjórinn hlýr og ómengaður. Ykkur bjóðast skemmtiferðir ti! Disney World, Seaquarium, Everglades þjóðgarðsins, Cape Kennedy, Parrot Jungle, Cireus World eða neðansjávar þjóðgarðsins við Key Largo. Á Bahamaeyjum dveljist þið siðustu þrjá daga ferðarinnar og fljúgið svo beint þeim. Þrátt fvrir öll gæði og þægindi er verð ferðarinnar aðeins kr. 189.095.— Í£S4C LOm[iam Brottför 7. april. Koniudagur 25. apríl. 14 dagar á l'lorida, 3 dagar á Bahamaeyjutn. Nánari upplýsingar: Söluskrifstofa okkar I.ækjargötu 2, sínii 27800 farskrárdeild, sími 25100, skrifslofur okkar úti á landi, umboðsmenn og ferðaskrifstofur. 1

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.