Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 1
32 SH)UR 56. tbl. 65. árg. FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Ringulreið í kjölfar bíræfins mannráns Aldo Moro aðeins fyrsta fórnarlambið segir Rauða herdeildin Róm. 16. marz. AP. Rcutcr. EINUM áhrifamesta stjórnmála- manni á ítalíu eftir stríð var rænt í gær eftir eina blóðugustu aðför hryðjuverkamanna í Evrópu í áratugi. Fórnarlambinu, Aldro Moro, sem fimm sinnum hefur farið með embætti forsætisráð- herra í landinu, var rænt úr bifreið sinni í Róm á fimmtudag af vopnuðum hermdarverka- mönnum, sem myrtu fimm líf- verði hans í skothríð úr launsátri áður en þeim tókst að hafa stjórnmálamanninn á brott. At- burðurinn átti sér stað skammt frá heimili Moros. Fram til þessa höfðu margir talið hann einn líklegasta frambjóðandann til Framhald á bls 18. 'Bifreið Moros eftir árásina. Sjá má lík bifreiðastjórans og eins öryggisvarðanna í framsætunum. Aldo Moro Myndin sýnir staðinn þar sem formanni Kristilega demókrataflokks- ins, Aldo Moro var.rænt á ítalíu á fimmtudag. Bifreið Moros, dökk á lit sést fyrir miðju, en hvíta bifreiðin fyrir aftan var fylgdarbifreið. Lík eins lífvarðanna liggur á götunni. Kambódíumenn í sókn í Víetnam Bangkok, lfi. marz. AP. VÍETNAMAR héldu því fram í dag. að fjölmennt *fótgöngulið Kambódíumanna hefði sótt til svæðis nálægt hafnarbænum Ha Tien syðst og vestast í Víetnam og sögðu að árásir liðsaflans hefðu haft það í för með sér að AP-símamynd ísraelar fylgja iruirásinni eftir Tcl Aviv. Bcirut, Kairú. AP - Rcutcr. HERIR ísraelsmanna fylgdu í dag eftir innrás sinni í Suður-Líbanon með leitar- og eyðingaraðgerðum við höfuðvíg- stöðvar Palestínuskæruliða á 100 kílómetra ræmu meðfram landa- mærunum. Sadat Egyptalands- forseti hefur harðlega fordæmt innrásina og kallaði í dag saman Sprengja drap sex í Istanbúl Istanhúl. lfi. marz. — Rcutcr. SEX stúdentar létu lífið og 44 særðust í sprengjuárás í háskólan- um í Istanbúl í dag. Sprengjunni var að sögn lögregluyfirvalda varpað í hóp vinstrisinnaðra stúdenta, er þeir voru um það bil að ganga inn í háskólann eftir hádegisverð. Þeir, sem létust, voru allt karlar. þjóðöryggisráð landsins, en það mun aðeins gert þegar mjb'g mikið er í húfi. Að sögn vitna héldu ísraels- menn áfram heiftugum árásum á vígi Palestínumanna, sem ísraels- menn telja að ógni öryggi sínu á svæði fráMiðjarðarhafsstr.öndum að hlíðum fjallsins Hermon. Sam- kvæmt fréttamanni Reuters á staðnum hefur ísraelska land- gönguliðið nú náð á sitt vald þorpinu Haddata, nokkr kílómetra norðvestur af Bint Jbeil. Sú borg var höfuðvígstöð Palestínumanna fyrir innrásina, sem um 20.000 ísraelskir hermenn tóku þátt í. Að sögn sérfræðinga miðar árás Israelsmanna að tvennu, annars- vegar að veikja stöðu Frelsis- hreyfingar Palestínumanna eins og framast er unnt og í öðru lagi að styrkja samningsaðstöðu Israelsmanna sjálfra í samninga- umleitunum í Mið-Austurlöndum. Þykir mönnum á staðnum, að sögn fréttaritara Reuters, engum vafa undirorpið að ísraelsmenn ætla að ílendast á svæðum þeim, er þeir unnu í gær enn um sinn. Fyrstu skýrslur benda til þess að nokkurt mannfall hafi orðið í dag. Að sögn talsmanna Alþýðu- fylkingarinnar fyrir frelsi Palest- Framhald á bls 18. Dauða- dómar í Zaire Kinshasa. 16. marz. Rcutcr. . HERDÓMSTÓLL í Zaire dæmdi í dag 19 hermenn og óbreytta borgara til dauða fyrir samsæri til að steypa Mobutu Sese Seko forseta af stóli með hjálp fulltrúa ríkis- stjórna Belgíu, Líbýu og Bandarikjanna. I hópi hinna dauðadæmdu eru fjórir útlægir leiðtogar samtaka stjórnarandstæðinga með aðsetri í Brussel, í MARC. Fjórtán sakborningar voru sýknaðir, en 51 sakborningur var dæmdur í eins til 20 ára fangelsi. landamærastríð þjóðanna hefði stórum magnazt. Víetnamska útvarpið krafðist þess, að kambódíska fótgönguliðið hörfaði frá víetnömsku yfirráða- svæði og sagði, að það yrði að taka afleiðingunum ef það hörfaði ekki. Útvarpið sagði, að margar kambódískar fótgönguliðssveitir hefðu sótt inn í Víetnam á þriðjudag og tvær þeirra hefðu hertekið tvö svæði sex kílómetra norðvestur af Ha Tien-Xa Xia og Kylo. Því var haldið fram í útsendingunni, að Kambódíumenn hefðu framið marga villimannlega glæpi. Flóttamenn sem hafa komið til Thailands hafa skýrt frá því að Framhald á bls 18. 73 fórust í flugslysi Sófíu — lfi. marz — AP SJÖTÍU og þrír fórust er Tupulev-þota af gerðinni 134 frá búlgarska flugfélaginu Balkan fórst í dag. Þotan var á leið frá Sófíu til Varsjár. Ekki hefur verið greint frá nánari tildrögum slyssins, en nefnd hefur verið skipuð til að kanna orsakirnar. Sextíu og sex af þeim sem fórust voru farþegar. Sljákkar í jafnaðar- mönnum í Frakklandi . París ~ lfi. marz. AP. GREINILEGA hafa úrslit fyrri umferðar frönsku kosninganna valdið leiðtogum jafnaðar- manna sárum vonbrigðum, og í dag lét Claude Mauroy, borgar- stjóri í Lille, sem er mikill áhrifamaður í flokknum, svo um mælt, að líkur væru á ósigri í síðari umferðinni. Borgarstjór- inn í Marseille, Gaston Deferre, sem einnig er í innsta hring jafnaðarmanna, hefur tekið í sama streng. Þessi ummæli hafa vakið athygli, því að hingað til hafa vinstri menn verið kok- hraustir, þrátt fyrir mun lakari frammistöðu í fyrri umferðinni en búizt var við. á orði, að í á sunnudaginn Ymsir hafa kosningunum var hafi það í raun og veru verið skoðanakannanafýrirtækin, sem hafi beðið ósigur. Niðurstöður kannana höfðu mánuðum saman bent til verulegrar fylgisaukn- ingar vinstri manna, og að þeir bæru úr býtum nægilega mörg þingsæti til að mynda ríkis- stjórn. Yfirleitt hafa kannanir af þessu tagi, sem fram fara á vegum. virtra stofnana, reynzt nokkuð áreiðanlegar, þannig að niðurstaðan um síðustu helgi kom mjög á óvart. Forstöðu- menn stofnananna vísa á bug gagnrýni, og halda því fram að hér hafi það einfaldlega gerzt að kjósendum hafi snúizt hugur á síðustu stundu. Kjördæmaskipan og kosning- areglur í Frakklandi valda því að í síðari umferðinni nægir vinstri mónnum ekki minna en 52.3 prósent atkvæða til mynd- unar ríkisstjórnar, en fáir eru þeirrar skoðunar að þeir bæti vjð sig fylgi frá því um síðustu helgi. Samanlagt fylgi jafnaðar- manna, kommúnista og Róttæka vinstri flokksins var þá 49.5 prósent.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.