Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 30
30 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 SÝNING HAUKA HAUKARNIR héldu handknattleikssýningu pegar heir mættu fram í 1. deild í i'Þróttahúsinu í Hafnarfiröi í fyrrakvöld. Haukarnir yfirspiluöu Framarana svo gjörsam- lega aö pess munu fá dæmi á seinni árum. Úrslitatölur uröu 32:18 Haukum í vil, eftir aö staöan haföi veriö 15:8 í hálfleik. 14 marka munur en um tíma í seinni hálfleik var munurinn hvorki meiri né minni en 17 mörk, 29:12. Annaö merkilegt viö leikinn er bað, aö allir útileikmennirnir skoruðu mörk. 20 leikmenn skoruðu pau 50 Það voru merkilegar sveiflur í þessum leik. Haukarnir byrjuðu mjög vel, komust fljótlega í 6:1 og voru flest mörk þeirra skoruð úr hraða- upphlaupum, en þau einkenndu öðru fremur sóknarleik Haukanna aö þessu sinni enda lítiö um varnir við þeim af hálfu andstæðinganna. En Framararnir gáfust ekki upp og náðu að minnka muninn í 8:7. Arnar Guðlaugsson var fremstur í flokki Framara og þegar hér var komið sögu varð hann fyrir meiðslum og varö að yfirgefa völlinn. Við það hrundi leikur Framara algjörlega, það varð liðsbrot og Haukarnir skoruöu 7 næstu mörk. Sigurinn var þeirra, spurningin var aöeins sú hve mörg mörk þeir skoruðu. Byrjun seinni hálfleiksins var álíka slök hjá Frömurum og lok fyrri hálfleiksins og Haukarnir voru í essinu sínu. Áður en menn vissu af var staðan orðin 24:9. Haukarnir höfðu á 23 mínútum skoraö 16 mörk gegn 2 hjá Fram! Þegar hér var komið sögu urðu Haukarnir kæru- lausir, ekkert gat komið í veg fyrir sigur þeirra og þeir fóru að leyfa sér að leika ýmsar kúnstir og var sá bráðskemmtilegi leikmaður Ólafur Jóhannesson fremstur í flokki. Sumt af þessu heppnaðist viö gífurlegan fögnuð áhorfenda en fleira mis- heppnaðist. Á síðustu 10 mípútum leiksins var mikið markaregn, 15 mörk skoruð og lokatölurnar urðu sem fyrr segir 32:18. Það er engum vafa undirorpið að Haukarnir tefla fram skemmtilegasta liðinu í 1. deild í þessu móti. Það leikur mjög hraðan skemmtilegan sóknarleik þar sem áherzla er lögð á hraðaupphlaup og línuspil. Skyttu- leysi hefur helzt hrjáð Haukana en nú hafa þeir mætt til leiks með einn mjög skothraðan leikmann, Þóri Gíslason. Ólafur Jóhannesson er mörk, sem sett voru í leiknum. aðalmaöurinn í sóknaraðgerðum Haukanna, fádæma laginn og knár leikmaður þó ekki sé hann hár í loftinu. Hann var bezti maður Hauk- anna í þessum leik ásamt Gunnari Einarssyni markverði, sem fullyröa má að hafi ekki fyrr leikið jafn vel og í vetur. Á línunni voru þeir mjög skæðir Andrés Kristjánsson, Sigurð- ur Aöalsteinsson og gamla kempan Stefán Jónsson, sem virðist hafa yngst um mörg ár við að fá í liðið alla þessa leikglööu pilta. Ekki er nokkur vafi á því aö Haukarnir veröa í fremstu röð þegar upp verður staöiö í mótslok. Um Framarana þarf ekki að hafa mörg orð, þar var um algjört liðsbrot að ræða og frammistaða þeirra var sú lakasta, sem nokkurt lið hefur sýnt í 1. deild í vetur. Enginn átti góöan leik og sumir svo afleitan, t.d. Jens Jensson, sem var sýnu lakastur, að þeir eiga varla skilið aö fá einn í einkunnagjöfinni. Ólafur Steingrímsson og Gunnar Kjartansson dæmdu leikinn vel. Mörk Hauka: Stefán Jónsson 6, Andrés Kristjánsson 5, Elías Jónas- son 4, Þórir Gíslason 4, Sigurður Aðalsteinsson 4, Þorgeir Haraldsson 3, Ingimar Haraldsson 2, Ólafur Jóhannesson 2, Árni Hermannsson og Sigurgeir Marteinsson 1 mark hvor. Mörk Fram: Atli Hilmarsson 3, Arnar Guölaugsson 3, Jóhann Helga- son 2, Gústaf Björnsson 2, Sigur- bergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannesson 2, Birgir Jóhannesson, Árni Sverrisson, Jens Jensson og Ragnar Hilmarsson 1 mark hver. Misheppnuð vítaskot: Gunnar Einarsson varði vítaskot frá Sigur- bergi Sigsteinssyni og Jóhanni Helgasyni. Brottrekstrar af velli: Gústaf Björnsson útaf í 2 mínútur. — SS. VALUR VANN HAUKA- STÚLKUR NAUMLEGA LEON SPINKS veit svo sannarlega hvernig hann á að haga sér þessa dagana. Síðan hann varð heimsmeistari í hnefaleikum þungavigtar hefur hann baðað sig í frægðarljómanum — í þess orðs fyllstu merkingu eins og sést á þessari mynd. Einn daginn er hann með brákað rifbein, en annan daginn segir kona hans að það séu skrök ein og annað ekki. Næsta dag á eftir segist Spinks ætla að keppa við Ali um heimsmeistaratitilinn aftur, en daginn eftir segir heimssamband hnefaleikamanna að hann verði fyrst að keppa við Ken Norton. Allt er á huldu hvað gerist næst meðal beztu hnefaleikaranna í heiminum. en Spinks tekur lffinu með ró, púar sinn „sígar“ og gefur yfirlýsingar í fjölmiðlum, eitt í dag, annað á morgun. HAUKAR og Valur mættust í 1. deild kvenna í Hafnarfirði í fyrrakvöld bog fóru leikar svo að Valur sigraöi mjög naumlega 11:10. Þar með er Valur áfram meö í baráttunni um íslandsmeistaratitilinn en Hauka- stúlkurnar sitja sem fastast á botninum og eru í alvarlegri fall- hættu. Leikurinn bar þess merki að mikið væri í húfi fyrir bæði liöin. Þau gerðu sig sek um slæm mistök en inn á milli brá fyrir góðum leikköflum. Hauka- stúlkurnar byrjuðu með miklum krafti og komust í 4:1 um miöjan fyrri hálfleikinn. En þá slökuöu þær á í vörninni og Harpa Guðmundsdóttir notfæröi sér tækifæriö ogi jafnaði metin fyrir Val með þremur góðum mörkum. I hálfleik var jafnt 5:5. í seinni hálfleiknum skiptust liðin á um forystuna en Valsstúlkurnar voru sterkari á endasprettinum og unnu nauman sigur, en jafntefli heföu verið réttlátust úrslit miðað viö gang leiksins. Hjá Val áttu beztan leik þær Harpa og Sigurbjörg markvörður, sem varði mjög vel á mikilvægum augnablikum í s.h. en hjá Haukum voru beztar þær Margrét Thedórsdóttir, Halldóra Mathiesen og Kolbrún Jónsdóttir. Mörk Vals: Harpa 4, Oddný Sigurðardóttir 2, Halldóra Magnús- dóttir 2, Ágústa D. Jónsdóttir 2 og Elín Kristinsdóttir 1 mark. Mörk Hauka: Margrét 5 (3 v), Kolbrún 2, Halldóra 2 og Sjöfn Hauksdóttir 1 mark. — SS. Haukar: Þorlákur Kjartansson 1, Ingimar Haraldsson 2, Andrés Kristjánsson 3, Ólafur Jóhannesson 4, Sigurður Aðalsteinsson 3, Árni Hermansson 2, Stefán Jónsson 3, Þórir Gíslason 2, Sigurgeir Marteinsson 2, Elías Jónasson 2, Þorgeir Haraldsson 2, Gunnar Einarsson 4. Mörk Fram: Guðjón Erlendsson 2, Einar Birgisson 1, Birgir Jóhannesson 2, Jóhann Helgason 2, Árni Sverrisson 1, Gústaf Björnsson 1, Sigurbergur Sigsteinsson 2, Pétur Jóhannsson 2, Arnar Guölaugsson 2, Atli Hilmarsson 2, Jens Jensson 1, Ragnar Hilmarsson 1. Nýtt gæðakex! Mjolkurkex Vanillukex og Kornkex Þrjár tegundir af nýja íslenska gœðakexinu eru komnar á markaðinn. Biðjið um nýja Holtakexið í nœstu búð. KEXVERKSMIÐJAN HOLT REYKJAVÍK SÍMI 85550

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.