Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 Efnahagsaðgerðir gegn verðbólgu Efnahagsaðgerðir ríkisstjórnarinnar hafa þrjú markmið: að vinna gegn atvinnuleysi, að vinna gegn verðbólgu, að vinna gegn viðskiptahalla. Hér í Morgunblaðinu hefur á undanförnum vikum verið fjallað um þá hættu á atvinnuleysi, sem við blasti, ef ríkisstjórnin hefði ekkert gert. Eftir aðgerðir ríkisstjórnarinn- ar er minni hætta á atvinnuleysi en hún er engan veginn liðin hjá og er raunar veruleg á Suðurnesjum eins og nú er komið ástandi fiskvinnslu og útgerðar þar. Stundum er kvartað undan því, að enginn árangur hafi náðst í viðureign við verðbólguna á yfirstandandi kjörtímabili. Það er misskilningur. Þegar ríkisstjórnin tók við völdum haustið 1974 var verðbólgan komin í 54%. A miðju sl. sumri var verðbólgan komin niður í 26%. Þetta er verulegur árangur, sem ekki er ástæða til að gera lítið úr. Eftir kjarasamningana sl. sumar var hins vegar augljóst, að verðbólgan mundi vaxa á ný. Morgunblaðið benti á það bæði fyrir og eftir undirritun þeirra samninga, að þeir væru verðbólgusamningar og mundu óhjákvæmilega kalla yfir þjóðina stóraukna verðbólgu. Þetta vissu fulltrúar verkalýðs og vinnuveitenda. Engu var líkara en þeir verkalýðsforingjar, sem knúðu fram þá samninga í krafti styrkleika samtaka sinna og vissu mæta vel hvað þeir mundu þýða, vildu í raun og veru aukna verðbólgu. Erfitt er að skilja slíkt markmið af hálfu forystumanna í verkalýðssamtökunum en allar athafnir þeirra í samningaviðræðunum bentu til þess, að þeir hefðu ekki miklar áhyggjur af því, þótt verðbólgan færi vaxandi. Vinnuveitendur skrifuðu undir þá verðbólgusamninga, endá þótt þeim væri ljóst, að þeir gætu ekki staðið við þá. Það er auðvelt að álasa vinnuveitendum fyrir það en erfiðara að segja til um hver viðbrögð þeirra hefðu átt að vera. Þeir áttu auðvitað þann kost að neita að skrifa undir samningana. Það hefði þýtt langt og hart verkfall og mikil óþægindi og tjón fyrir þjóðina alla. Hér er vissulega hægar um að tala en í að komast. Ríkisstjórnin sjálf skrifaði líka undir enn meiri verðbólgusamn- inga við opinbera starfsmenn, þannig að með nokkrum sanni má segja, að þjóðin öll hafi með einum eða öðrum hætti tekið þátt í þessum leik. Stundum þurfa menn að láta slíkt yfir sig ganga til að augu fólks opnist. Og hvað sem um atburði síðasta árs má segja í kjaramálum er enginn vafi á því, að í byrjun þessa árs hafa augu fólks opnast fyrir því, að enn einu sinni höfum við ætlað okkur of stóran hlut. Ef ekkert hefði verið að gert hefði verðbólgan jafnvel farið yfir 50% á ný á þessu ári. Vaxandi verðbólga kemur harðast niður á eldra fólki, sem býr við minni tekjur en áður, hefur lagt fé fyrir til efri ára, sem eyðist á báli verðbólgunnar og hefur í sumum tilvikum lítið annað en lífeyri til að lifa af. Vaxandi verðbólga kemur harðast niður á láglaunafólki sem hefur úr minnu að spila en þeir, sem við meiri efni búa, og hefur minni möguleika en aðrir á að hagnýta sér verðbólguna til eignasöfnunar. Þetta sama fólk leitar oft öryggis í einhverjum peningasparnaði og sá sparnaður brennur upp á báli verðbólgunnar. Vaxandi verðbólga kemur hart niður á þeim atvinnufyrirtækjum, sem eru rekin á heilbrigðum grundvelli. Þau standa frammi fyrir sívaxandi rekstrarfjárskorti, minnkandi birgðahaldi, minnkandi þjónustu við viðskiptavini og erfiðleikum í greiðslum, sem aftur þýða óhagkvæmari rekstur. Vaxandi verðbólga er hins vegar í hag verðbólgubröskurum, sem hafa lagt stund á að hagnýta sér verðbólguna til óeðlilegrar eignasöfnunar. Ríkisstjórnin hefur lagt sitt lóð á vogarskálarnar með hagsmunum eldra fólks, launþega og þess atvinnureksturs, scm rekinn er á heilbrigðum grundvelli. Af einhverjum dularfullum ástæðum hefur hluti verkalýðshreyfingarinnar lagt sitt lóð á vogarskálarnar með verðbólgubröskurum. Það er ekki öfundsvert hlutskipti fyrir verkalýðshreyfingu. En til þess að takast megi að halda verðbólgunni í skefjum og vinna gegn henni þarf ríkisstjórnin stuðning almennings. IltofgpisitÞIaMfr Útgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiðsla Auglýsingar hf. Árvakur. Reykjavik. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. . Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Árni Garðar Kristinsson. Aðalstræti 6, sími 10100. Aðalstræti 6, simi 22480. Áskriftargjald 1 700.00 kr. á mánuði innanlands. j lausasölu 90 kr. eintakið. Fellið úr gildi löggjöf, sem boðar kúgun og mismun manna Bréf Amnesty International til John Vosters forsætisráðherra S-Afríku íslandsdeild Amnesty Inter- national tektir nú um þessar mundir þátt í víðtækri herferð gegn kynþáttastefnu ríkis- stjórnar Suður-Afríku. Herferð- in stendur yfir fram til 21. marz en hún hófst þann 18. janúar 1978 með hirtingu skýrslu Amn- esty International um Suð- ur-Afríku. Þar er stutt sögulegt yfirliti yfir samskipti hvítra manna og svartra í landinu frá upphafi; skýrt er frá stjórnar- fyrirkomulagi þar og þeirri andstöðu, sem uppi hefur verið höfð af hálfu blökkumanna. Knnfremur er (>ar yfirlit yfir lagagrundvöll aðskilnaðarstefn- unnar, sagt frá pólitískum réttarhöldum og útlegðardóni- um, ástandi í fangelsum lands- ins og hinum blóðugu átökum sem þar hafa orðið á síðustu áru m. Alþjóðasamtökin Amnesty International telja kynþátta- stefnuna i Suður-Afríku (apart- heidl í hróplegri andstöðu við mannréttindasáttmála Sámein- uðu Þjóðanna, sem kveður svo á, að allir kynþættir skuli vera jafn réttháir. Kúgun sú, er ríkisstjórn hvíta minnihlutans beitir aðra kyn- þælti og grundvallast á að- skilnaðarstefnunni, hefur verið harðlega fordæmd ;if samtökum Sameinuðu þjóðanna og árið 1973 úrskurðuðu þau hana „glæp gegn mannkyninu". Hafa Sam- einuðti þjóðirnar jafnframt lýst því yfir, að árið 1978 skuli vera alþjóðlegt baráttuár gegn að- skilnaðarstefnunni. Ilerferð Amnesty International fer að mestu frarn í formi bréfaskrifta, en einnig með því að hirta opið href til forsætisráðherra Suður-Afríku í fjölmiðlum um allan heim. Aöalskrifstofa Amnesty Inter- national í London mun síðan beita sér fyrir því að fá þetta bréf birt í Suður-Afríku ásamt nöfnum allra, sem undir það rita og leggja þar með samtök- unum lið í þessari baráttu. Hér á eftir fer bréfið til V'orsters: Til forsætisráðherra Suö- ur-Afríku, -John X’oister Hr. Forsætisráðherra. Við höfum ákveðið að senda yður opið bréf vegna þess að við höfum mikiar áhyggjur af hin- um stöðugu nieiri háttar brotum gegn mannréttindum í Suð- ur-Afríku. Viö erum ekki einir um þetta, heldur hafa nienn áhyggjur af þessu um víða veröld, eins og frarn kemur í ákvörðunum Sameinuðu þjóð- anna þess efnis, að lýsa því yfir að árið 1978 sé alþjóðlegt baráttuár gegn aðskilnaðar- stefnunni (Apartheid)'. Síðastliðin tvö ár hefur kúgun sannarlega farið ntjög vaxandi í Suður-Afríku. Þannig hafa hundruð Wökkumanna, þeirra á nteðal skólabörn, verið líflátin í mótmælaaðgerðum gegn stefnu ríkisstjórnar yðar í aðskilnaðar- málum. Hundruð annarra manna, þar á meðal nær allir leiðtogar blökkumanna, hafa verið höfð í haldi um lengri tíma, án ákæru eða réttarhalda, eða ferðafrelsi þeirra takmark- að nieð boðunt og bönnum án nokkurrar. dómsmeðferðar. Samtals hafa þúsundir manna yerið handteknar. Bannaðar hafa verið sautján hugsjónahreyfingar blökku- manna svo og Kristna stofnun- in, sem beitir sér gegn að- skilnaðarstefnunni, á sama hátt og ríkisstjórn yðar bannaði önnur fjölntenn stjórnmála; félög, þ.e. ANC og PAC, eftir manndrápin í Sharpeville árið 1960. Ennfrennir hefur ritfrelsi blaðamanna verið skert. Blaða- menn, sent skýrðu frá ofbeldi lögreglunnar í Soweto og öðrurn byggðum blökkumanna, voru hnejtptir í varðhald án rnáls- rannsóknar. Blaðið World, sem blökkumenn aðallega lesa, var skyndilegg bannfært og ritstjór- inn, Pery Quboza handtekinn. Kn það eru ekki einvörðungu þeir sem mótnuela, sem ofsóttir eru og kúgaðir í Suður-Afríku, því að sjálft aðskilnaðarkerfið, sem lögleiðir mismun kynþátt- anna til að viðhalda veldi hvítra nutnna, gerir það að verkum, að allir blökkumenn í Suð- ur-Afríku eru beittir kúgun. Meöal uggvænlegustu atburða síðari ára er hve margir fangar hafa látist meðan þeir hafa verið í haldi hjá öryggislögregl- unni, svo og það hversu oft fyrrverandi pólitískir fangar hafa sukað öryggislögregluna um pyntingar. Blokkumanna- leiðtoginn Steve Biko, sent dó í september 1977, var tuttugasti pólitíski fanginn, sem vitað er um að hafi látist í varðhaldi á 18 mánaða tímabili. Síðan hefur a.nt.k. einn pólitískur fangi látið lífið. Því er haldið fram, að flestir þeirra hafi framið sjálfs- morð, en við teljum að sú skýring sé ófullnægjandi. Við ætlum að a.rh.k. dauði sumra þeirra hafi verið afleiðing pynt- inga og slæntrar nteðferðar af hálfu öryggislögreglunnar með- an þeir voru í haldi. Við teljum, að þér og ríkisstjórn yðar hljóti að bera mikla ábyrgð á dauðs- föllum þessum. Sent forsætis- ráðherra samþykktuð þér sjálf- ur hin illræmdu „hryðjuverka- lög“, sem heimila, að hvaða maður sem er, sé hafður í haldi og einangraður án dómsmeð- ferðar, og er það álit okkar að þetta stuðli að og jafnvel hvetji til pyntinga af hálfu öryggislög- reglunnar. A meðan ríkisstjórn Suð- ur-Afríku heldur. áfram að synja meiri hluta þjóðarinnar, blökkumönnum, um pólitísk réttindi og jafna aðstöðu til menntunar, atvinnu, landeignar og annara lífsgæöa, teljum við eðlilegt og óhjákvæmilegt að fólk bæði í Suður-Afríkti og öðrum löndum beiti sér gegn ríkisstjórn yðar vegna hugsjóna sinna. Kf komast á fyrir rætur pólitískra fangelsana, svo sem vera ber, er nauðsynlegt að kollvarpa aðskilnaðarkerfinu. Þess vegna skorum við á yður að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til að fella úr gildi hverskyns löggjöf, sem boðar kúgtin og inismun manna, láta pólitíska fanga í Suður-Afríku lausa og hefja hlutlausa rann- sókn á dauða fanga og meintum pyntingum af hálfu öryggislög- reglu. Við teljum, herra forsætisráð- herra, að eigi geti orðið friðvæn- legt í Suður-Afríku fyrr en ofangreindar ráðstafanir verða gerðar. Með sérstakri virðingu. Sigurbjörn Einarsson, Itiskupinn yfir íslandi. Karvel Pálmasnn, Furmaður þingr flokks Samtaka frjálslyndra og vinstri manna. Þórarinn Þórarinsson. FormaAur þingflokks Framsóknarflokksins. Kagnar Arnalds. Formaður þing- flokks Alþýðubandalagssins. Benedikt Gröndal. Formaður Al- þýðuflokksins. Gunnar Thoroddsen. Formaður þingflokks Sjálfsta-ðisflokksins. Baldvin Tryggvason. Formaður Félags Sameinuðu þjóðanna á fslandi. Snorri Jónsson, Formaður Alþýðu sambands fslands. Jón H. Bergs. Formaður Vinnu- veitendasambands Islands. Thor Vilhjáimsson. Formaður Bandalags isienskra listamanna. Magnús Finnsson, Formaður Blaðamannafélags fslands. Gunnar Guðbjartsson, Formaður Stéttasamhands handa. Ingólfur Ingólfsson, Formaður F.F.S.Í. Kristján Thorlacius. Formaður B.S.R.B. Jónas Bjarnason, Formaður BIIM Margrét R. Bjarnason. Formaður fslandsdeildar Amnesty Inter national.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.