Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 17.03.1978, Blaðsíða 13
Kökubasar Hvatar á morgun HVÖT, félag sjálfstæðis- kvenna í Reykjavík, held- ur kökubasar á morgun, laugardaginn 18. marz klukkan 2 e.h. í Valhöll, Iláaleitisbraut 1. Á boð- stólum verður glæsilegt úrval af kökum og brauð- tertum. Siðast var slíkt fjölmenni á kökubasar Hvatar að færri komust að en vildu og seldist allt upp á innan við hálftíma. Starfshópur kannar hag- kvæmni bygg- ingariðnaðar Sambandsstjórn Landssam- bands iðnaðarmanna kom saman til fundar laugardaginn 11. marz í Hafnarfirði. Forseti Landssambandsins, Sigurður Kristinsson setti fundinn og gerði grein fyrir þeim málum, sem hafa verið efst á baugi í iðnaðinum frá síðasta Iðnþingi. Af þeim málum, sem hann gerði að umtalsefni má nefna iðnkynning- una, sem lauk á síðasta ári og hugsanlegt áframhald hennar svo og samstarf við systursamtök Landssambandsins á Norðurlönd- um, sem hefur gert sambandinu kleift að fylgjast mjög náið með aðgerðum stjórnvalda þessara landa og annarra til eflingar iðnaði og þeim miklu stefnubreyt- ingum, sem orðið hafa á þessum efnum frá inngöngu Islands í EFTA-. Þá ræddi hann m.a. um atvinnu- málastefnu Reykjavíkurborgar og skýrði frá því, að Landssambandið hefði ákveðið að boða til fundar um atvinnumál á höfuðborgar- svæðinu þar sem borgarstjórinn í Reykjavík myndi halda ræðu og sitja fyrir svörum um atvinnu- málastefnu borgarstjórnar. Því næst skýrði framkvæmda- stjóri Landssambands iðnaðar- manna, Þórleifur Jónsson frá þeim verkefnum sem sambandið hefur unnið að og hyggst vinna að á næstunni. Má þar nefna þátttöku í verkefni í skipaiðnaði, sem miðar að því að auka hagræðingu í skipasmíðum og viðgerðum, auk þess sem stefnt er að því að þróa smíði á skipum sem henta við íslenskar aðstæður. Þá hefur verið unnið að gerð tillagna um aðgerðir til stuðnings húsgagna- og innréttingaiðnaðin- um. Einnig hefur verið unnið að því að koma á fót starfshópi, sem ætlað er það hlutverk að kanna leiðir til aukinnar hagkvæmni í byggingariðnaði. Auk þess sem hér hefur verið nefnt hafa starfs- menn Landssambands iðnaðar- manna annast námskeiðahald og veitt aðildarfélögum og fyrirtækj- um ýmsa þjónustu í sambandi við rekstur þeirra. Síðasta mál á dagskrá var verkmenntun á framhaldsskóla- stigi. Framsögn um þennan málaflokk hafði Stefán Ólafur Jónsson deildarstjóri í mennt.a- málaráðuneytinu. Miklar umræður urðu um fræðslumálin. Voru fundarmenn yfirleitt sammála um gagnsemi heildarlöggjafar í málefnum fram- haldsskóla. Bent var á að áður en verkmenntaskólar falli inn í sam- ræmdan framhaidsskóla, verði að tryggja að þeir standi jafnfætis bóknámsskólum hvað aðstöðu snertir. Einnig kom fram í um- ræðunum, að sú kostnaðarskipting Framhald á bls, 18 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 17. MARZ 1978 13 Dynamite 20ORIGINAL DISCOHITS vgSm^ w 9 FIOAT ON YESSIRKAN BOðQL • SO YOU WIN AGAIIr í 4 MACIC FLY • - ANGELO ; YOU DON’T HAVE TO BE A TELEPHONE MAN a. BootaE AGAIlWh. V IV ^íii OK-tel Disco Fever ' K tel r Prcscnts V dítm7/rý/aAJ y/^J Feelings aáiiisi jiaiii o o Þú hefur enga möguleika á aö gera hagstæöari hljómplötuinn- kaup en á K-Tel plötum. Hver plata inniheldur 20 lög, eöa helmingi fleiri en flestar aörar plötur. Öll lögin eru flutt af upphaflegum flytjendum, þ.e. þeim, er geröu lögin vinsæl og eru sérstaklega samvalin á hverja plötu, þannig aö líki þér eitt, líka þér einnig hin lög plötunnar. Allar þær 7 plötur auglýstar hér hafa aö undanförnu notiö gífurlegra vinsælda víöast hvar í heiminum, enda kemur alltaf, allsstaöar, upp sú staöa einhvern tíma aö nauösyn er aö eiga K-Tel plötu á fóninn. Með lögum skal land byggja slsinorhf S:28155 Dreifing um Karnabæ hf. r.VA

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.