Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 3

Morgunblaðið - 14.04.1978, Side 3
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 3 21% hækkun á taxta vöruflutninga STAÐFEST hefur verið samþykkt verðlagsnefndar um 21% hækkun taxta vöru- flutninga á langleiðum. Hækkunin hefur þegar tekið gildi. ■ Vitni vantar að árekstri sem varð á Miklubrautinni KLUKKAN 13.32 á fimmtudag var lögreglunni tilkynnt um árekstur á mótum Miklubrautar og Grensás- vegar. Gulri Plymouth bifreið ekið vestur Miklubraut og grænni Volkswagenbifreið ekið suður Grensásveg. Arekstur varð milli bifreiðanna á nyðri helmingi Miklubrautar. Ökumönnum ber ekki saman um stöðu umferðar- ljósanna og eru vitni beðin að gefa sig fram að árekstrinum. Sími slysarannsóknadeildar lögregl- unnar er 10200. Kæran gegn John Lindsey hf.: Rannsókn Verðlags- dóms komin á lokastig RANNSÓKN Verðlags- dóms vegna kæru embætt- is verðlagsstjóra á hendur heildsölufyrirtækinu John Lindsay h.f. er langt kom- in, samkvæmt því sem Sverrir Einarsson saka- dómari tjáði Mbl. í gær. Samkvæmt upplýsingum Sverris lítur kæran að því að umrætt fyrirtæki hafi ofreiknað ofan á Prófkjör sjálfstæð- ismanna í Siglufirði um helgina PRÓFKJÖR sjálfstæðis- manna til bæjarstjórnar- kosninga í Siglufirði fer fram um helgina. Hefst það á laugardag klukkan 10 í Sjálfstæðishúsinu og stendur laugardag til klukkan 19. Prófkjörið hefst aftur á sunnudag klukkan 10 og stendur til klukkan 22. Úrslit sex efstu sæta verða bindandi, en í núverandi bæjar- stjórn hefur Sjálfstæðis- flokkurinn 3 fulltrúa. Eftirtaldir menn eru í prófkjöri og fór röðun þeirra fram sam- kvæmt úrdrætti: Markús Kristinsson, verksmiðju- stjóri, Páll G. Jónsson, bygginga- meistari, Árni V. Jónsson, iðn- verkamaður, Steinar Jónasson, hótelhaldari, Ómar Hauksson, skrifstofustjóri, Matthías Jóhannsson, kaupmaður, Steingrímur Kristinsson, ritstjóri, Þórhalla Hjálmarsdóttir, húsfrú, Vigfús Þór Árnason, sóknar- prestur, Björn Jónasson, banka- starfsmaður, Jóhannes Þ. Egilsson, iðnrekandi, Runólfur Birgisson, fulltrúi. verð vöru um tæpar 6,8 milljónir króna á tímabilinu 1. júní til 23. október 1977. Þar af eru rúmar 3,5 milljónir vegna vöru, sem ekki var háð verðlagsákvæðum, en fyrir- tækið hafði fengið ákveðið verð samþykkt hjá verðlagsyfirvöldum. Hins vegar seldi það vöruna á hærra verði en samþykkt var. Rúmlega 3,2 milljónir voru of- reiknaðar á vöru, sem háð var verðlagsákvæðum. Að sögn Sverris. Einarssonar hafa forráðamenn umrædds heild- sölufyrirtækis ekki mótmælt kæruatriðum enda liggur þetta mál fyrir skjalfest. Alþýðubankamálið verður ekki afgreitt fyrr en seinni hluta árs Sverri Einarssyni sakadónv ara hefur verið falin dóms- meðferð Alþýðubankamálsins hjá sakadómi Reykjavíkur. Sverrir sagði í samtali við Mbl. í gær að þess væri ekki að vænta að málið hlyti afgreiðslu fyrr en seint á þessu ári því, mörg mál væru á undan því í röðinni. Þó gæti farið svo að málið yrði þingfest í sakadómi fyrir sumarleyfi en mál- flutningur færi ekki fram fyrr en í haust. CROWN Nú eru Crown hljómtæki á tíunda, hverju heimili land: höfum viö flutt tækin gámum beint frá Japan til íslands og þess vegna kosta þau aöeins 234.320- mmsmmmm sæaBi''« Tæknilegar upplýsingar Plötuspilari Full St«r3. »ll>f hraðar. sjill virkur e5a handstýrður N4 kvœtu þyngdarstilling é þunga nilar é pldtu Mótskautun mi# flóttans sem tryggit tltiS slit é nál og plotum ésemt fullkom inni upptoku Magnetlskur tónhaus. Hátalarar Bassahétalari 20 cm al Tlðnisvórun venjulegrar kas ettu (snældu) er 40—8000 ri8. TlÓnisvórun Cr 02 kasettu er 40—12 000ri8 Tónflókt og -blekt (wow & Mutter) betra en 0 3% BMS Tlmi hraSspóhmnar é 60 mln spólu er 105 sek Upptókukerfi AC bias. 4 résa stereo Afþurrkunarkerli AC alþurrkun koniskrt ger8 >Mo og hétiSni hétalau 7.7 cm af kóniskrt ger8 Ti8nisvi8 40—20 000 r.8 Aukahlutir Tveir hAtalarar Tveir hljdðnemar Ein Cr 02 kasetta FM loftnet Stuttbylaiu loftnetsvir A HORNI SKIPHOLTS OG NÓATUNS SIMI 29800 ( 5 LINUR) 26 AR I FARARBRODDI BUÐIN Magnari 6—IC. 33 transistorar 23. dióSur. 70 wött. Útvarp Orbylgja (FM) 88 108 megari8 Langbylgja 150 300 kilóriS M iðbylgja 520 1605 kllóri8 Stuttbylgja 6 18 megariS Segulband Hraoi 4,75 cm/s SHC - 3820 Nýjastagerð

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.