Morgunblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 5

Morgunblaðið - 14.04.1978, Qupperneq 5
5 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 Lokaumferð Lone Pine-skákmótsins: Jafnt hjá Mar- geiri — Haukur og Helgi töpuðu SKÁKMÓTINU í Lone Pine í Bandaríkjunum, sem kennt er við milljónerann Louis D. Statham er lokið. Eins og fram hefur komið í Mbl. tefldu fimm íslenzkir skákmenn i mótinu og stóðu þrír peirra sig með miklum ágætum, Oeir Haukur Angantýsson, Margeir Pétursson og Helgi Ólafsson. Sá síðastnefndi krækti sér í nafnbótina albjóölegur meistari en hinir náöu í fyrri hluta titilsins. í 9. og síðustu umferðinni urðu úrslit þau að Haukur tapaöi fyrir stórmeistaranum Timman, Helgi tap- aði fyrir stórmeistaranum Miles en Margeir gerði jafntefli við stórmeist- arann Georghiu frá Rúmeníu. Þeir Haukur og Margeir hlutu 5 vinninga í mótinu, Helgi 4'A vinning, Ásgeir 2 vinninga og Jónas 1 vinning, en þeir tveir tefidu saman í síðustu umferðinni og geröu jafntefli. Úrslit uröu annars þau aö Bent Larsen varð efstur með 7'A vinning og hlaut aö launum væn peninga- verðlaun. Larsen sigraöi Rogof í síðustu umferöinni. Annar varð Lev Polugaevsky sem einnig hlaut með 71/j vinning en hafði lægri stigatölu, en hann vann Lein í síðustu umferð. Báöir tefldu þessir kappar á Reykja- víkurskákmótinu. Árangur Larsens er mjög athyglisveröur fyrir þá sök að hann tapaði fyrstu skákinni en hlaut síðan 7V4 vinning úr 8 síöustu skákunum, sem er frábær árangur. Stúdentahljómsveit í Bústaðakirkju í kvöld í KVÖLD kl. 23.30 hcldur stúdcnta- hljómsvcit frá Noregi tónleika í Bústaðakirkju. en hljómsvcit þcssi cr hcrlcndis á vcgum Háskóla- kórsins. Á cfnisskrá tónlcikanna cru cinKönttu vcrk eftir norsk tónskáld, m.a. kaflar úr Pétri Gaut eftir Grieg. Innan hljómsveitarinnar starfa síðan minni hópar, svo sem blásara- kvartettar, kammerhópar o.fl. og gömludansahljómsveit og mun hún koma fram á hátíð Landssambands blandaðra kóra um helgina. Stúdentahljómsveitinni stjórnar Stein Ratkje. Rannsóknarlögreglan á að flytja í nýja húsið í ágúst NÝLEGA voru opnuð tilboð í innréttingar hins nýja húss Kannsóknarliigrcglu ríkisins við Auðbrekku í Kópavogi. Samkvæmt upplýsingum Eiríks Tómassonar aðstoðarmanns dóms- málaráðherra hefur verið ákveðið að semja við þann verktaka, sem átti lægst tilboð. Er við það miðað að verkinu ljúki um miðjan júlímánuð n.k. Mikil undirbún- ingsvinna hefur þegar farið fram m.a. hefur verið skipt um glugga og vinnu við múrverk er lokið. Kvað Eiríkur vonir standa til að Rannsóknarlögreglan flytti í hið nýja húsnæði um mánaðamótin júlí—ágúst n.k. Kór kvenstúdenta frá Drándhcimi. Stjórnandi er Else Marie Lund. Tónleikar stúdenta- kóra frá Þrándheimi IIÉR Á landi eru nú staddir tveir stúdentakórar frá Drándhcimi á vegum Iláskólakórsins. Eru það karlakór og kvennakór og halda þeir í dag tónleika í sal Mennta- skólans við Hamrahlíð kl. 19. Kórarnir syngja saman og sinn í hvoru lagi og kynna norska tónlist gamla og nýja, verk eftir Grieg og Thomas Beck. Auk þessara tónleika taka kórarnir þátt í söngleikum Landssambands blandaðra kóra og sækja Laug- vetninga og Kópavogsbúa heim. Stjórnendur kóranna eru Per Hjort Albertsen og Else Marie Lund. er vor i Karnabæ! TÍZKUVERZLUN UNGA FÓLKSINS WKARNABÆR Laugaveg 20. Laugaveg 66 Austurstræti 22. Glæsibæ. Simi 28155

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.