Morgunblaðið - 14.04.1978, Síða 10

Morgunblaðið - 14.04.1978, Síða 10
10 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978 Jazztónleikar í Félagsstofnun ÁTJÁN manna jazzhljómsveit heldur á föstudagskvöldið tónleika á vegum Jazzvakningar í Félags- stofnun stúdenta við Hringbraut í Reykjavík. Hefjast tónleikarnir kl. 20. Hljómsveitin er skipuð 18 norskum jazzleikurum og nefnist Bodega Band. Hljómsveit þessi var stofnuð árið 1929 af stúdentum við Tækni- háskóla Noregs og lá starfsemi hennar niðri um hríð en laust fyrir 1960 var Bodega Band endurvakin og hefur starfað síðan. Hefur hún leikið inn á þrjár hljómplötur frumsamda tónlist og heldur á hverju ári fjölmarga tónleika víðs vegar í Noregi segir í frétt frá Jazzvakningu. Á laugardagskvöld munu félagar Bodega Band taka þátt í „Jam Session" í Tjarnarbúð. Norska jazzhljómsveitin Bodega Band. jœtY Fjórir frábærir á hagstæðu verði ATHUGIÐ! Leggjum áherslu á aö vera meö sem fjölbreyttast úrval af alls kyns léttri tónlist. Þær plötur sem fást ekki annars staöar gætu fengist hjá okkur. Tökum upp nýjar sendingar í hverri viku. FÁLKIN N: Suðurlandsbraut 8 Laugavegi 24 Vesturveri S. 84670 S.18670 12110 Kr. 4250 - Enn sannar Roger Whittaker fjölhæfni sína. Á þessari plötu eru öll lögin sungin á frönsku og er þetta tvímælalaust besta platan hans. LONDON TOWN Kr. 4350- Paul McCartney bregst aödáendum ekki frekar en venjulega. A þessari plötu er aö finna lög er jafnast á viö þau fallegustu er hann hefur samiö. Kr. 4250- Nat King Cole er einn af hinum ódauölegu listamönnum. Nú gefst mönnum tækifæri til aö fá öll bestu lögin hans á einni plötu. Kr. 4350- í Melody Maker var Kaya líkt við Sgt. Peppers Bítlanna og teljum viö þaö ekki of stór orö. Einstæö hljómlist Bob Marley hrífur alla. Leikfélag Akureyrar sýnir Hunangsilm LEIKFÉLAG Akurcyrar írum- sýnir á föstudag leikritið Hunangsilm eftir Shelagh Delan- ey og er þetta 5. fumsýning þessa leikárs hjá L.A. Þýðinguna gerði Ásgeir Hjartarson, leikstjóri er Jill Brooke Árnason, höfundur og smiður leikmyndar Hallmundur Kristinsson og búninga gerði Freygerður Magnúsdóttjr. Hlutverkin eru 5 og leikur Kristín Á. Ólafsdóttir aðalhlut- verkið og önnur hlutverk eru í höndum Sigurveigar Jónsdóttur, Þóris, Steingrímssonar, Gests E. Jónassonar og Aðalsteins Berg- dals. I uppfærslu leikstjórans Jill Brooke Árnason er leikurinn látinn gerast á 6. áratugnum, en Sigurveig Jónsdóttir leikur hlut- verk Helenar í Hunangsilmi er L.A. frumsýnir á föstudagskvöld- ið. búningar eru í samræmi við tízku þess tíma og tónlist frá vinsælda- listum áranna 1950—‘58 og lýsir verkið viðhorfum ungs fólks fyrir 20 árum, samskiptum ungrar stúlku við fólk og umhverfi sitt. Hefst sýningin eiginlega í anddyr- inu segir í frétt frá L.A. þar sem leikin verður vinsælasta tónlist 6. áratugarins og komið verður fyrir kvikmyndaauglýsingaspjöldum frá þessum tíma. íslendingur varð Málm- eyjarmeist- ari í skák ÞÆR FREGNIR hafa borizt frá Svíþjóð, að 28 ára gamall íslend- ingur, Arnþór Sævar Einarsson, hafi orðið Málmeyjarmeistari í skák 1978. Frá þessu segir í sænskum blöðum nýlega en þar er Arnþór reyndar kallaður Arthur. Arnþór hlaut 7'á vinning af 9 mögulegum. í blöðunum segir að hann starfi sem sjúkráliði í Malmey en á Islandi hafi hann unnið við landmælingar. I viðtali í einu blaðanna segir Arnþór að hann hafi fyrst farið að taka skákina alvarlega á seinni árum og blaðið getur þess í leiðinni að íslendingar séu ákaflega mikil skákþjóð.

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.