Morgunblaðið - 14.04.1978, Blaðsíða 19
MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 14. APRÍL 1978
19
— Minning
Erna Valdís
Framhald af bls. 23
kvæmdastjóra, ættuðum frá Siglu-
firði. Þau eignuðust 4 mannvænleg
börn, en þau eru: Guðbjörg, 17 ára,
Reynir, 15 ára, Valdís 10 ára og
Steinar Viggó 7 ára.
Þetta er lífsramminn um stutta
ævi þessarar elskulegu og glæsi-
legu systurdóttur minnar.
Vallí hafði margt til brunns að
bera, því auk þess að vera glæsileg
kona var hún fyrst og fremst
stjórnsöm, reglusöm og myndarleg
húsmóðir og móðir barna sinna.
Hún var ljóðelsk og hafði margt
lesið um ólíkustu efni.
En þar kom-að ský dró fyrir
sólu, því fyrir átta árum fann hún
fyrst fyrir meini því er nú hefur
bundið enda á líf hennar. 1970 var
gerð aðgerð á henni í sjúkrahúsi í
Danmörku og vonuðust allir til að
batinn 'væri framundan, enda leit
svo út í fyrstu, en brátt sótti í
sama horf og enn var gerð önnur
aðgerð, einnig í Danmörku, en allt
kom fyrir ekki.
Það, sem mér finnst merkilegast
við ævi Vallíar, er hvernig svo ung
kona tók örlögum sínum. Af þeim
kjarki, raunsæi og stillingu að
"Igætt er. Og síðustu tvö árin, er
nún lifði í algeru myrkri, virtist
hún fylgjast méð öllu, vita hvar
hver hlutur var og átti að vera.
Hún talaði um örlög sín af þeirri
skynsemi og æðruleysi sem fáum
er gefið, og vorkunnsemi vildi hún
ekki heyra. Hún var þakklát öllum
er lögðu henni lið og sýnir
eftirfarandi síðasta vísa úr kvæði
er hún orkti — en við slíkt stytti
hún sér stundir á allra síðustu
tímum meðan hún beið þess að
kallið kæmi — til eldri systur
sinnar, Eyju Sigríðar, hvern hug
hún bar til hennar, enda reyndist
hún og maður hennar, Jóhann
Hafliðason, Vallí og börnunum
framúrskarandi vel.
Ó, ka-ra sywtir, hve þakka ég þér
það þakklæti áttu nú skilið af mér.
En hvernig ég launað get góðverkin þín.
Ég góðan Guð bið um þau þakkarorð mín.
Við höfum nýlega haldið páska-
hátíð til að minnast upprisu
Krists, þess atburðar er merkileg-
astur er í trúarbrögðum okkar. Nú
er Vallí hefur flutt yfir móðuna
miklu veit ég að henni verður vel
fagnað af ættingjum hennar sem
á undan eru gengnir, og þar mun
hún sjá eilífðarljós.
Að lokum bið ég Steinari,
börnunum og öllum ástvinum
Vaíliar Guðs blessunar með von
um að þeim megi hlotnast sá
sálarstyrkur er þau þurfa svo
mjög á að halda.
Guð blessi minninguna um Ernu
Valdísi.
Sigurjón Á. Sigurðsson.
Kveðja frá vinkonu
-Nú kveð ég ykkur og æsku mína.
Við höfum mætst í draumum. og þið hafið
sungið fyrir mig í einveru minni. og úr
löngunum ykkar hef ég reist loftkastala á
himnum.
En nú hefur svefninn fiúið og tekið með
sér drauma okkar."
..Im'ssí dagur er liðinn.
Hann leggur saman blöð sfn eins og
vatnalilja. sem híður morgundagsins.“
(Spámaðurinn).
Erna Valdís Viggósdóttir hefur
lokað sínum lífs blöðum hér á
jörðinni en króna hennar mun
opnast í æðri og fegurri heimi,
heimi birtu og kærleika. Þar mun
hin þreytta sál fá hvíld frá
mannlegri þjáningu. Harðri lífs-
baráttu er lokið, baráttu elskandi
móður sem þráði að vera fyrst og
fremst samvistum við börn sín.
Með ótrúlegu viljaþreki og
hugrekki var stríðið háð, stríðið
við hið óumflýjanlega, sem allir
verða að heyja fyrr eða síðar.
Eg þakka forsjóninni fyrir að
hafa leyft mér að kynnast þessari
gáfuðu og hugprúðu konu sem
aldrei lét falla æðruorð, þó hún
hafi verið blind á báðum augum í
tvö og hálft ár. Stundum þegar
mér fannst ég vera eitthvað lasin,
þá hringdi ég í Ernu Valdísi og
spurði: „Hvernig hefur þú það?“
Þá svaraði hún ætíð á sama hátt:
„Stefanía Ragnheiður, ég hef það
gott, ég þarf nú ekki að kvarta."
Þá varð ég alltaf alheilbrigð og
fann hvað það var lítilfjörlegt sem
þjakaði mig. Við höfðum það fyrir
sið að ávarpa hvor aðra alltaf með
fullu nafni er við töluðumst við.
Það var alltaf jafn göfgandi að
hitta þessa fágætu konu sem gekk
sína píslargöngu óbuguð þrátt
fyrir margháttað mótlæti sem á
vegi hennar varð. Sumt af völdum
sjúkdómsins sem þjáði hana en
annað af öðrum orsökum.
Henni voru gefin í vöggugjöf
glæsileiki og gáfur. Hún var
ágætlega hagmælt og undi oft við
að setja saman stökur eftir að
sjónin hvarf henni. Einnig var hún
óvenjulega skapgóð og hafði gam-
an af léttri og fjörugri tónlist. Oft
sendi hún ,í óskalagaþætti sjúkl-
inga lífleg og skemmtileg lög, full
af gleði og birtu til ættingja og
vina, þó hún væri sárveik sjálf, því
oft hefur líf hennar blakt sem
veikur logi undanfarin tvö og hálft
ár. En þráin eftir að komast heim
til barnanna sinna og umhyggja
hennar fyrir velferð þeirra var
hinn sterki þráður sem aldrei
ætlaði að slitna og ég trúi því að
sá þráður sé í raun og veru enn
óslitinn, þó hinn jarðneski líkami
hverfi oss sýnum. Börnunum
sínum verður hún ætíð verndarljós
og leiðarstjarna, okkur vinum
sínum gaf hún sanna vináttu og
kærleika. Móður sína elskulegu
mat hún mikils og sannur kærleik-
ur ríkti á milli þeirra. Föður sinn
hafði hún misst fyrir allmörgúm
árum. Hans minntist hún ætíð
með innilegu hugarþeli. Systur
sínar tvær mat hún að verðleikum
enda reyndust þær henni ætíð sem
best varð á kosið. Ég held að halli
á engan þó ég þakki Eyju, eldri
systur hennar, og hennar góða
eiginmanni, Jóhanni, fyrir allan
þeirra kærleika og hjálp við hina
burt kvöddu vinkonu mína. Ég vil
kveðja þessa göfugu konu með
tilvitnun í Spámanninn:
„Að gefa af eigum sínum er lítil
gjöf.
Hin sanna gjöf er að gefa af
sjálfum sér.“
Sambúð votta ég syrgjendum.
Stefanía Ragnheiður.
— Vilja hörfa
Framhald af bls. 1.
er í þremur liðum mundu
Tyrkir hörfa á sex stöðum
meðfram vopnahléslínunni og
jafnframt afhenda Kýp-
ur-Grikkjum yfirráð yfir hluta
af einskismannslandi því sem
aðskilur þjóðarbrotin að því er
trykneskar heimildir herma.
Tyrkir hafa ráðið 36 af
hundraði flatarmáls eyjunnar
síðan í bardögunum 1974 og
þeir tilgreina ekki nákvæmlega
hve stóru svæði þeir vilja skila
en samkvæmt heimildunum er
það um fimm af hundraði.
Þetta er talsvert minna en
Kýpur-Grikkir hafa krafizt.
Þeir hafa krafizt þess að Tyrkir
skili um 18 af hundraði eyjunnar.
Waldheim sagði að loknum
tveggja tíma fundi með fulltrú-
unum að hann mundi kynna sér
tillögurnar vandlega og biðja
um nánari skýringar á öðrum
fundi með fulltrúum Kýp-
ur-Tyrkja á morgun.
— Sendiför afrabTsh?,d
og Bandaríkjamanna, en Smith
hefur hafnað henni og líklega
verður það einn erfiðasti þröskuld-
urinn sagði embættismaðurinn.
Vorster forsætisráðherra sagöi á
þingi í dag að ekkert suður-afrískt
herlið yrði kallað heim frá Suð-
vestur-Afríku fyrr en átök þar
hættu.
A
söguslóðum
. i hjarta
Hvort heldur þú kýst
ys og þys stórborg-
arinnar eða kyrrð og
friðsæld sveitahérað-
anna - þá finnur þú hvort
tveggja í Luxemborg, þessu
litla landi sem liggur í hjarta
Evrópu.
Næstu nágrannar eru Frakkland
Þýskaland og Belgía - og fjær Holland -
Sviss og Ítalía.
Því er það að margir helstu sögustaðir Evrópu
eru innan seilingar. Til dæmis er stutt á vígaslóðir
tveggja heimstyrjalda Verdun og Ardennafjöll.
Ef þú ferðast til Luxemborgar, þá ferð þú í sumarfrí á eigin
spýtur - ræður ferðinni sjálfur - slakar á og sleikir sólskinið
og skoðar þig um á söguslóðum.
Sumarfrí í Luxemborg er hvort tveggja í senn einstæð
skemmtun og upplifun sögulegra atburða.
Sjáumst í Lúx í sumar.
flucfélac LOFTLEIBIR
ÍSLANDS