Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 1

Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 1
Iþúöublaöiö XXXLX. árg. Miðvikudagur 5. nóv. 1958 251. tbl. Rœða utanríkisráðherra í gœrkveldi: Áðstaða okkar sterk, fari má ið íyrir Haag-dómstól Á FUNDI Alþýðuflokksfélags Reykiavíkur í gærkveldi, flutti Guðmundur f. Guðmundsson, utanríkisráðherra, fróðlegt og ítarlegt erindi um landhelgismálið. Hann sagði, að sam* kvæmt síðustu fréttum, er hann hafði fengið, yrði ný alþjóð- ieg ráðstefna um landhelgismál líklega fyrri hluta eða um mitt na?sta ár. Guðmundur G, Hagalín S N \ Ályktun fundarins \ ^ FUNDUR í Alþýðuflokks ^ ^ félagi Reykjavíkur, haldinn ■ ^ 4. nóvember 1958, fordæm- ^ ^ ir harðlega ofriki rússneskra \ S stjórnarvalda og dólgslega ^ Sframkomu rússneskra rithöf S S unda gagnvart nóbelsskáld- S S inu Bóris Pasternak og þá S S [ítilsvirðingu fyrir andlegu S • frelsi og sannri menningu, 'j • sem í þessu felst,- • Eggert G. Þorsteinsson, for- maður Alþýðuflokksfélags Reykjavíkur setti fundinn. — Xvað hann þetta fyrsta fund élagsins á hinu nýbyrjaða tarfsári og hvatti hann félags. nenn til að sýna áhuga á félags .tarfinu í vetur. Síðan voru ,eknir inn nokkrir nýir félagar jn því næst tók utanríkisráð- iierra til máls. MÁLIÐ EKKI LEYST. í upphafi ræðu sinnar ræddi ráðherrann um það, er haldið hefði verið á lofti s. 1. vor og í sumar, að landhelgismál okkar íslendinga væru í rauninni leyst með því að gefa út nýja reglugerð um víðáttu fiskveiði- landhelginnar. Sagði utanríkis- ráðherra, að því færi fjarri, að málið væri svo auðvelt. Viður- kenning hinnar nýju fiskveiði- landhelgi á erlendum vettvangi væri eitt aðalatrjðið. Hefði það einnig ætíð verið svo áður, er íslendingar liefðu gert ráðstafanir til friðunar fiskimiða eða útfærslu fisk- veiðilandhelgi, að þeir hefðu talið nauðsynlegt að undirbúa allar slíkar aðgerðir rækilega á erlendum vettvangi. ALÞJÓÐLEG RÁÐSTEFNA BOÐUÐ í RVK 1946. Þannig hefði það verið 1946, er íslendingar undirbjuggu frið un Faxaflóa. Þeir hefðu Þá und búið alþjóðiega ráðstefnu í Reykjavík og boðið tij hennar öllum þeim þjóðum, er hags- muna áttu að gæta í sambandi við friðun F'axaflóa. Hefðu allir — er boð fengu, þegið það nema Bretar en hins vegar hefði það nægt til þess að ráðstefnan fór út um þúfur. BEÐIÐ ÚRSKURÐAR HAAG-DÓMSTÓLSINS 1952. Á sama hátt hefði verið unnið undirbúningsstarf á erlendum vettvangi áður en friðunarreglu gerðin var sett 1952. Hefðu ís- lendingar þá fallizt á að bíða með útgáfu reglugerðarinnar þar til Haagdómstóllinn hefði kveðið upp dóm í máli Norð- manna. Hin nýja regl-ugerð Framhald á 5. síðu. CIUGGIMN E R CLÆSILEGU OG KJALLARINN FIJLLUR AF ÓDÝRUÍVS BÓKUM. Langavegi 47. — Síini £S©3£. ¥¥ 1 (d B | fía síldarlkfvörpu TOGARINN „Neptúnus“ átti að halda úr höfn kl. 10 í gær- kvöldi. Erindi hans í þetta sinn er að gera tilraunir með nýja síldarflotvörpu. Bjarni Ingi- marsson, skipstjóri á „Neptún- usi“ hefur ráðið mestu um gerð vöi-punnar í samráði við Jakob Jakobsson, fiskifræðing. Verða þeir með í förinni og stjórna tilraununum. Tilraunir þessar eru á vegum Sjávarútvegsmálaráðuneyt.isins og undirbúnar af fiskileitar- nefnd þeirri, sem skipuð var í sumar, í nefndinni eiga sæti, auk Jakobs Jakobssonar, þeir Ulugi Guðmundsson, formaður, og Ingvar Vilhiálmsson. j’ Á TILRAUNASTIGI. | A.uk hinnar nýju síldarílot- vörpu verður togarinn með nýj an hleraútbúnað. Allt er þetta já tiiraunastigi enn sem komið er og ekki unnt að segja neitt með vissu um árangurinn. Ráð- gert er að reyna vörpuna fyrst í Miðnessjó, en síðan verður farið víðar um hafið og geröar tilraunir við aðrar aðstæður. Framhald á 5. síðu. Miklar bollaleggingar meðal stjórn- málamanna um leiðir til að færa vísi- töluna aftur niður í 181 stig DÝRTÍÐARMÁLIN eru nú mjög alvarlega rædd í stjórn- málaheiminum og leita menn eftir leiðum til að stöðva verð- bólguna. Ríkisstjórnin hefur vafalaust rætt þessi mál og látið sérfræðinga sína gera margvíslegar athuganir, en frá því hef- ur ekkert verið sagt opinberlega enn. Alþýðublaðið hefur frétt, að þingmenn og aðrir, sem gerst þekkja til málanna, tali nú mjög um tilraunir til að snúa dýr- tíðarskrúfunni ti baka. Takist ekki að gera það, segja menn, verða enn að koma til miklar álögur, svo ?.ð útflutningsat- vinnuvegirnir geti gengið og við það vex dýrtíðin aftur. Ein af leiðum, sem Alþýðu- blaðið, hefur frétt, að rædd sé meðal stjórnmáiamanna, er þessi: 1) Kaupgjaldsvísitalan verður væntanlega 204 stig 1. des- ember, ef ekkert verður að gert. 2) Útgjaldaliðir fjárlaganna verði skornir niður um 80 miljónir króna með því að draga úr fjárveitingum til vega, brúa, hafna o(j raf- framkvæmda í sveitum. 3) Þessar 80 miljónir verði notaðar til að greiða niður verð á nauðsynjum og lækka þannig framfærslu- kostnaðinn. Það mundi kosta 5 miljónir að grciða niður hvert vísitölustig. Er því hægt, án þess að auka álögur á þjóðina og með því að draga úr opinberum framkvæmdum, að færa vísitöluna niður um 16 stig. 4) Þannig verður vísitalan 188. Þarf þá að reikna út aftur verð á landbúnaðar- vörum með tilliti ti[ þess- arar miklu breytingar á vei'ðlagi og launum. Við lækkun landbúnaðarafurða lækkar vísitalan enn um 3 stig. 5) Ef þing Álþýðusamjiands íslands fæst til þess, eftir allar þessar ráðstafanir, að gefa eftir 4 vísiíölustig, — verður ástandið nákvæm- lega eins og það var í b.vrj- un marz s. 1. vor — áður en dýrtíðaraldan skalj vfie í suniar og haust. Alþýðublaðið vill skýra- les- endum sínum frá þessum bolla- leggingum, sem fréttampnn þess hafa heyrt á "tali stjórn- málamanna úr ýmsum flokk- um. Ekki er blaðinu kunugt um, bvaðan þessar tillögur eru upp- runnar né heldur hvort þæí siga nokkru fylgi að fagna. Framhald á 5. síðu. HLERAÐ Blaðið hefur hlerað —• AÐ ,,Þórscafé“ verði opnaði í nýjum( húsakynnum laug; ardaginn 15. þ. m. AÐ nýr og glæsilegur skemmtistaður, „Röðull“, verði opnaður í þessari viku eða næstu. Haukui' Morthens mun syngja þar í vetur.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.