Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 9

Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 9
Mlðvikudagur 5. nóv. 1953 A 1 þ ý ö u b 1 a Ö i $ JL ÍÞróftir Aðaífundur FRAM iSaisins feriur í SCriaigjyinfri Ágætur árangur íþróttaf!o kka félagsins á starfsárinu AÐALFUNDUR félagsins var haldinn 23. okt. s. 1. og var hann fjölsóttur. Formaður Fram, Haraldur Steinþórsson, flutti skýrslu stjórnarinnar. F'élagsstarfsemi var mikil, og má þar geta skemmti- og fræðslufunda, kaffikvölda, borðtennis og skákiðkana. Þá var á árinu stofnað fulltrúaráð, skipað eldri félagsmönnum. í tilefni af 50 ára afmæli fé- lagsins var gefið út afmælis- blað, haldin afmælishóf fyrir eldri og yngri félagsmenn og einnig fóru fram afmælisleikir í knattspyrnu og handknatt- leik. Þá var Lúðvík Þorgeirs- son kaupmaður kjörinn heið- ursfélagi. Fram. Bárust féiag- inu margar gjafir og heilla- óskir vegna afmælisins. Hingað komu á vegum fé- lagsins tveir danskir knatt- spyrnufiokkár. Unglingalið írá Roskilde Boldklub lék hér fjóra leiki, vann tvo en tapaði tveimur. Úrvalslið frá Sjsel- lands Boldspii Union lék einn- ig fjóra leiki, vann þrjá en tap- aði einum. Af ferðalögum má geta þess, að meistaráflokkur Fram fór tii Danmerkur og lék fjóra leiki á Sjálandi sem töpuðust allir. Þá fór 60 manna hópur úr III. og IV. flokki til Norðurlands, léku þar 7 leiki og unnu alla. Á afmælishátíð félagsins af- henti borgarstjóri samþykkt bæjarráðs um, að Fram fengi íþróttasvæði í Kringlumýri, sem það hafði sótt um, Endan- legri skipulagningu og holræsa gerð á svæðinu er ekki lokið á vegum bæjarins, en vænta má, að útmæling þess fari fram um næstu áramót. Handknattleiksþjálfari fé- lagsins var Tryggvi Malrn- quist. 8 flokkar tóku þátt í handknattleiksmótum og unn- ust 5 mót. A- og B-lið II. fl. unnu Reykjavíkurmót og ís- landsmót og B-lið III. flokks vann Reykjavíkurmót. Afreks- bikar ÍBR fyrir bezta frammi- stöðu í handknattleik hlaut Karl Benediktsson. Árangur'ein stakra flokka í handknattleik var sem hér segir: LUJ T Mörk Mfl. karla 18 7 2 9 287—269 I. flokkur II. fl. A II. fl. B III. fl. A III. fl. B Mfl. kvenna II. flokkur 6 4 11 7 6 10 3 2 10 7 3 13 7 3 0 4 7 3 2 2 8 10 7 68— 52 79— 46 22— 19 62— 50 56— 49 54— 57 22— 61 Aðalþjálfarar í knattspyrnu voru Haukur Bjarnason með I EVRÓPUMEISTARINN í há stökki, R. Dahl, stökk alls 28 .sinnum 2 metra og hærra á síð asta keppnist'ímabili, en tíu sinnum Jægra og alls hefur hann því keppt 38 sinnum í há- stökki í sumar. eldri flokkana, en Guðmundur Jónsson með yngri. 11 flokkar tóku þátt í 30 knattspyrnumót- um. Unnu Framarar helming þeirra, eða alls 15 mót. 7 flokk- ar unnu Reykjavíkurmót, 4 fl. unnu íslands- eða mið'sumars- mót og 4 flokkar unnu haust- mót. Framarar munu hafa hlot- i.ð flest heildarstig í öllum flokkum eftir sumarið. Á árinu hlutu Framarar afreksmerki KSÍ fyrir knattþrautir sem hér segir: 15 bronsmerki og 5 si'lf- urmerki. Afreksbikar fyrir góða frammistöðii hlaut Rúnar Guðmannsson og IU. fl A hlaut afreksbikar sem bezti knatt- spyrnuílokkur félagsins. Árangur einstakra flokka í knattspyrnu var sem hér segir: L U J T St. Mörk Mfl. 13 6 2 5 14 34—22 I. ílokkur 9 4 3 2 11 18— 7 II. fl. A 10 5 14 11 19—16 II. fl. B 6 0 15 1 7—16 III. fl. A 14 12 1 1 25 51— 6 III. fl. B 6 5 0 1 10 26— 3 IV. fl. A 8 6 1 1 13 20— 5 IV. fl. B 10 9 1 0 19 42— 3 IV. fl. C 9 1 2 6 4 9—29 V. fl. A 12 10 1 1 21 40—11 V. fl. B 6 2 1 3 5 7—6 Aðrir leikir voru 20 og af þeim unnust 11. Brynjólfur Ing-ólfsson, enöurkjör- inn formaö- ur FRÍ. ÁRSÞING Frjálsíþróttasam- bands Islands var háð um síð- ustu helgi ,í húsakynnum ÍSÍ við Grunadrstíg. Þingið var fremur fámennt og voru mætt- ir um 20 fulltrúar frá 5 héraðs- samböndum. Formaður FRl, Brynjólfur Ingólfsson, setti þingið með ræðu og bauð full- trúa velkomna. Hann minntist Erl. Ó. Péturssonar með nokkr um orðum og risu fundarmenn úr sætum sínum í heiðursskyni. við minningu hins látna. Þingið tók mörg mál til um- ræðu og afgreiðslu og voru um ræður miklar. Verður nánar rætt um þingið síðar hér á síð- unni. í stjórn voru kosnir Brynj- ólfUr Ingólfsson formaður, en aðrir í stjórn: Guðm. Sigurjóns son, Björn Vilmundarson, Lár. us Halldórsson og Stefán Krist- jánsson, en hann er nýr í stjórn inni. Þórhallur Guðjónsson Keflavík baðst undan endur- kosningu. Varastjórn skipa Jón M. Guðmundsson, Örn Eiðsson og Höskuldur Goði Karlsson. Bragi Friðriksson var kjörinn form. útbreiðslunefndar og Jó- hann Bernhard form. dómara og laganefndar. Að skýrslu stjórnarinnar lok inni voru samfþykktir reikning ar félagsins, sem sýndu góðan fjárhag. Síðan var kosin stjórn, og skipa hana þessir: Haraldur Steinþórsson for- maður, Sæmundur Gíslason varaformaður, Jón Þorláksson form. knattsp.nefndar, Guðni Magnússon form. handknatt- Ieiksnefndar, Hannes Þ. Sig- urðsson gjaldkeri, Sveinn Ragú arsson ritari og Sigurður Hann esson fjármálaritari. í varastjórn eru: Gylfi Hlri- iksson, Björgvin Árnason og Inga Hauksdóttir. Bandarískir frjáls- i i Japan. BANDARÍSKIR frjálsíþrótta menn hafa verið á keppnisferða lagi í Japan undanfarið og þar hefur hástökkvarinn John Tho- mas náð ágætum árangri. Hann hefur keppt fimm sinnum1 og stokkið 2,10 — 2,03 — 2,09 — 2,09 — 2,03 og 2,06. Japanir hafa sett nokkur met: Yasuda 4,36 í stangarstökki, Miki 70,56 í spjóti, Okamato 60 m í sleggju og Yoriki Shida 49,69 í kringlu kvenna, sem einnig er Asíumet. FRAMFARIR frjálsíþrótta- manna í kommúnista-Kína hafa verið miklar í sumar. Eftirtalin met voru sett í sumar: 100 m 10,6 sek. — 5000 m 1:03,4 mín. — 10 km 31:36,4 mín. 110 m grind: 14,6 sek. — 400 m grind: 54,9 sek. — Hástökk: 2,01 m (Ma Siang Lung). — Langstökk: 7,53 m (Chang Chi Chang), — Stangarstökk: 4,40 m (Tsai Y Shu). — Þrístökk: 15,65 m (Tien Chao Chung). — Kúluvarp: 14,58 m. — Kringlu kast: 51,75 m (Shun Chiu Yu- an) og 52,32 m í sleggju. Cþekkt fiugvél RÓM, mánudag, NTB. —• Ó- þekkt flugvél hrapaði brenn- andi til jarðar á Monte Maggio nálægt Perugia í kvöld. Talið er að fimm lík hafi fundizt og nokkuð af farangri. Það upp- lýstist brátt, að saknað er tveggja hreyfla flugvélar frá Jemanska flugfélaginu. Fór hún frá Róm í gærkveldi á leið til Belgrad, eftir klukkutíma flug tók fyrir allt samband við hana, einmitt á sama tíma og óþekkta vélin sást hrapa til jarðar. Það skal tekið fram að engin tilkynning hefur komið frá Jemanflugfélaginu, og eng in vissa er enn fengin. vörumerki PETROF ' FÖSLER WEINBACH SCHOLZE FtBlCH Einkaumboð: Mars Trading Company Sími 1-7373 Reykjavík. Höfum opnað raffækjavinnustofu að Lokastíg 4, undir nafninu SPENNIR H.F. Önnumst allskonar nýlagnir og viðgerðir. Mælum upp gamlar lagnir. Magnús Jónsson. Haraldur Kristmarsson. Alþýðuflokksfélag Reykjavíkur verður haldinn fimmtudaginn 6. nóvember n.k. í Iðnó (niðri) kl. 8,30 síðdegis. Fundarefni: 1. Leitað ieftir tillögum um fulltrúa á næsta þing Alþýðuflokksins. 2. Önnur mál. Stjórnin. Jarðarför elsku litla driengsins okkar, EINARS SVERRIS, fér fram fimmtudaginn 6. þessá mánaðar kl. 2 fra Dómkirkj- unni. Athöfnin hefst með húskveðju frá heimili hins látna kl. 1 að Laugarnesvegi 80. Þeim sem vildu minnast hans er bent á minningarspjöld þau sem fást biá Andrési Andréssyni Laugavegi 3 og verða vísir að sjóði sem ber nafn hins látna. Ágústína og Sverrir Ágústsson. Systkini og aðrir vandamenn.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.