Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 11

Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 11
Ivliðvikudagur 5. ncv, 1958 AlþýðublaðiS 11 . . & SKIPAÚTGERB RÍkTsÍNS M.s Skjaidbreið til Ólafsvikur, Grundarfjarð- ar, Stykkishól: s og Flateyj- ar hinn 10. þ. m. Vörumóttaka í dag og á morgun. Farseðlar seldir árdegis á mánudag. Esjð viestur um land í hringferð hinn 10. þ. m. Tekið á móti flutningi til Patreksfjarðar, Bíldudals, Þingeyrar, Flateyrar, Súg- andafjarðar, ísafjarðar, og Akureyrar á morgun og ár degis á föstudag, Farseðlar seldir árdegis á laugardag. ©élfteppa- tBrdhnBiiiHi. Við hreinsum gólfteppi, renninga og mottur úr uli, bómuli, hampi og kókus. — Hreinsum eirrnig úr kaffi-, blóð- og vínbletti. Herðum teppin. Gferum við og breyt um einnig teppunum. — Sendum. Sækjum. Gólfteppagerðin h.f„ Skúlagötu 51. Sími 17380. Amerískir, vatteraðir slopp- ar (nælon). Hálfsíðar dragtir með skinni. Poplín-kápur, fyrir telpur. Amerískir nælon-samfest- ingar, ungbarna. Útiföt, barna (jersey), Síðar jersybuxur fyrir börn og unglinga. íþróttaföt, barna- og ungl- inga. Kvenpeysur, (jlersey). Barna-náttföt Nælon-sokkar, mikið úrval á gamla verðinu. Ullargarn (fiedela). Al-ullar kápuefni. Kjólaefni, margir litir. Kápu- og kraga-plussefni, Rifflað flauel, einlitt og mynstrað. Mollskinn, margir litir. Apaskinn, margir litir. Seviod, svart og blátt. Gluggatj aldaefni, þykk. Ákhaði, margir litir. Dúnhelt og fiðurhelt léreft. Sængurvera damask, mis- litt og hvítt. Verð frá kr. 24.75., Kaki, margir litir Hvítt sloppaefni, nælon. Amerískar innkaupatöskur. Gólfteppi, stærð 1,51x2,80 m'.; — Verð kr. 577,00. Sendum í póstkröfu. Sími 12335. V efnaðarvöruverzlunin Týsgötu 1. LEIGUBÍLAR Bifreiðastöð Steindórs Sími 1-15-80 Bifreiðastnð Reykjaxíkur Sími 1-17-20 R. J. ivs nciey: Nr. 35 Orðstír deyr aldregi Svo kyssti Violetta þær báðar, gekk hratt til dyra, en snéri við, vafði dóttur sína örmum og kyssti hana. hvað eftir annað. Loks hraðaði hún sér á brott. Þegar í aðalstöðv- arnar kom beið Vera Atkins þar eftir henni og ók henni til Ilassleshallar, hins gamla og fagra aðalsseturs í Bedfords- hire, þar sem var miðstöð og biðstaður þeirra starfsmanna leyniþjónustunnar, sem send- ir skyldu úr landi sérstakra srinda. FIMMTÁNDI KAFLI. Annar leiðangur. Enda þótt þau hefðu ekki hugmynd um það sjálf, var þetta sú nótt, sem ákveðið hafði ver ð að hinn mikli, floti, sem flytja átti brezka innrásarher- inn yfir sundið, skyldi leggja úr höfn til strandar Norman- die. Lendingarstaðurimi hafði verið val nn spölkorn fyrir vestan Rúðuborg En nú var það, að veður gerðist óvenju- lega óhentugt til sjóferða þennan dag; hefði fremur mátt halda, að það væri haustdagur en júnídagur. Um kvöldið var fundur haldinn í aðalstöðvum innrásarhersins og allar að- stæður vandlega athugaðar. Sérfróðustu veðurfræðingar töldu, að slæm veður gætu haldizt lengi, en þó mundi lygna heldur að morgni þess 6. júní, — en þó ekki nema í bili. Það varð því að ráði að treysta á það hlé og grípa tækifærið, og seinkaði innrás- inni því í rauninni ekki nema um einn sólarhring Þegar þær komu á sveita- setrið var þeim sagt að flogið yrði í Liberatorvél. Átti banda rískur loftskeytamaður Jean- Claude Guit að slást í för með þeim. Hann var aðeins tví- tugur að aldri, fæddur í Bandairíkjunum, en báðir for- eldrar hans franskir, og frönskuna talaði hann svo vel, að ekki heyrðist minnsti hreimur. Hann var hár vexti og þeldökkur og hinn glæsi- legasti maður, en ekki bar hann neinn einkennisbúning að þessu sinni, frekar en þau hin. Violetta var klædd skinn úlpu, franskri að gerð og sniði, og síðbuxum; karl- mennirnir báru og skirmúlp- ur og voru klæddir ilauels- brókum, sem þá tíð\ úst á Frakklandi, voru þer ir ó- þekkjanlegir frá rau uleg- um Fransmönnum, = 5 i að útliti og framkomu a i ú. Að sjálfsögðu voru vasar þeirra rannsakaðir, og þau öll athug- uð vandlega venju sam’ivæmt Þegar sezt var að kvöld- verði og þátttakendur kynnt- ir, veitti Vera Atkins því at- hygli, að Violetta var eihi kvenmaðurinn, sem kjörin hafði verið til þessa mikilvæga leiðangurs. Og allur sá mikli sægur karlmanna, sem þama var staddur, starði á Violettu hungruðum aðdáunaraugum; um leið var svipur þeirra dálítið spyrjandi, — hvaða erindi gat þessi undursamlega fagi’a kvenvera átt í þarni hóp sem þarna var samankominn? Vera segir sjálf svo frá: And- rúmsloftið var magnað spenn- ingu og kvíða. Það mátti sjá það á karlmönuunum, sem allir áttu að leggja upp 1 leið- angra inn á meginlandið, að þeir væru fram úr hófi tauga- óstyrkir. Violetta ein var ger- samlega róleg og siett, og stóð framkoma hennar í einkenni- legri mótsögn við þeirra hinna. Það var staðið upp í smáhópum frá borðum, um leið og kallaðir voru þrír til fjórir saman. Og þar kom, að hópur þeirra Stauntons og Vio- lettu skyldi halda af stað út á flugvöllinn, og ók Vera með þeim í bifreiðinni, en öll tjöld voru dregin fyrir glugga, eins og áður Jafnvel starfsfólkið á þessum leyniflugvelli mátti ekki fá minnstu vitneskju um hverjir störfuðu á vegum leyniþj ónustunnar. Liberatorvélin virtist tröll- aukið bákn, samanborið við litlu ' Lysandervélina, sem flutti þau yfir sundið forðum. Áhöfnin var sjö manna. Þar sem þau áttu að sitja aftast í vélinni á bak við sprengju- hólfin, — að þessu sinni flutti véli-n þó ekki neinar sprengj - ur með sér, heldur hylki með vopnum og sprengjuútbúnaði til skemmdarverka, sem varpað skyldi í fallhlífum niður með þeim, — var aðeins rými fyrir þau fjögur, auk mannsins, sem átt; að aðstoða þau við útstökkið. Þar var og líka vél- byssuskytta, sem stjórnaði skutbyssunni. Fallhlífarnar voru ekki af þessari ve-njulegu gerð, sem hafðar eru til taks eins og björgunarbelti, lef eitthvað kemur fyrir, heldur mun stærri, gerðar sérstaklega fyrir fallhlífarhermenn, og hafði þeim þegar verið komið fyrir á sínum stað í vélinni Þau klæddust nú flugbúningi sínum; var ha'nn með ótal vösum fylltum vopnum, nesti, landabréfum og alls konar tækjum. Vei'a kvaddi þau, hreyflar vélarinnar voru settir af stað, og allt’virtist ganga samkvæmt áætlun. En á síðustu stundu kom hrað- boði með þá orðsendingu, aö förinni væri fssstað um óá- kveðinn tíma, þar sem veður- skilyrði væru mjög óhagstæð. Vélin var í þann veginn að lyfta sér til flugs, og mesta -mildi að takast skyldi að stöðva hana með Ijósmerkj- um. Tnnan ' stundar stigu far- þegarnir fjórir út úr vélinni, og fullyrðir Vera, að þótt ótrúlegt kunni að virðast, hafi það fyrst og fremst verið von- brigði og gremja, sem lýsti það, satt bezt að segja, ón’eit- anlega an-nað en skemmtilegt að vera búin að kveðja og komin af stað, en snúa við og stíga aftur út úr flugvélinni og aka heim á setrið f setu- stofunni miklu he ma í höll- inni voru viðbrigðrn með ýmsu móti. Sumir hvísluðust á, aðrir gerðust önuglyndir, en á Violettu urðu alls engin skapbrigði séð. Hún þáði vind- ling, sem Bob bauð henni, og kaffi, e-n síðan var búizt til nætursvefns, sváfu þsir þre- menningarnlr saman í her- bergi, en Violetta ein, skammt frá herbergi þeirra. Vei'a ók til borgarinnar, en kom aftur að morg-ni til að undirbúa brottför þeirra að morgni, og henni er í minni hve Violetta var þá hress og kát. Hún lék borðtennis a£ kappi. Eg hef aldrei séð hana jafn fagra, seg r Vera. Hún var ekki í neinum sokkum, en bar ilskó á fótum. Kjóllinn hennar var mjög flieginn í hálsinn og í eyrum bar hún hvít blómamen, sem hún hafði keypt í Parísarferðinni. Hún var undursamleg sýnum, ítur- vaxin, fögur í andliti, mjúk og stælt í hreyfingum, þru'ng- in fjöri, lífsnautn og þrótti. Og enn vakti það undrun Veru hve róleg og ókvíðin hún var. Hafi hún haft eitthvert hug- boð um ferðalokin, þá er það eitt víst, að það varð ekki á henni séð. Þeir þremenningarnir, ferða félagar Violettu, áttu allan daginn fyrir sér. Þeir fengu lánaðan bíl og buðu henni með sér í ökuferð til Kambryggju, þar sem lítill Vélbátur var teki-nn á leigu, og dvöldust þau í farþegarými hans allan daginn til kvölds. Þá komu þau aftur til hallarinnar, þar sem allur undirbúningur fór frarfi á sama hátt og kvöldiö áður, og loks var ekið sem fyrr út á flugvöllinn. Og að þessu sinn] var haldið af stað. Nú var innrásin hafin, enda þótt þau hefðu ekki hina minnstu hugmynd um það. Þar sem þau sátu aftur í flugvélinni, sáu þau ekkert út eða niður fyrir sig. Því var það, að þau gátu ekki notið sömu sýnar og flugmennirnir, —- yfix sundið hélt hinn ínesti skipafloti, sem sögur fara af, fyrr og síðar, en loftið uppi yf.r var krökkt af flug- vélum af öllum hugsanleguiu stærðum og gerðum. Hver einasti flugvöllur á Bietlandi var 'notaður þá nótt, óg allar héldu flugvélarnar suður á bóginn og fluttu fallhlífaher- sveitir, njósnaleiðangra og skemmdaverkaflokka til at- liafna á bak við víglínur fjand mannanna. LiberatorvéTn flaug í mik- illi hæð yfir strönd Norman- die og síðan inn yfir miðhér- uð Fi'akklaiíds. Það gekk greiðlega að finna staðinn, sem valinn hafði verið til xnóttöku fyrfr fallHlífarnar og það, sem þær áttu að bera niður með sér. Vélin hnitaði hringa marga yfir staðnum og flugstjóririn beið þess ái’ang- urslaust að ljósmerkin sæust, sem um hafði verið talað að þeim yrði leiðbeint með a£ hálfu þeirra andspyrnuhreyf- ingarmanna, sem móttökur áttu að annast. Þegar útséð virtist um að af því yrði, — flaug vélin sömu leið t l baka og lenti. Var þá aðeins stund til dags, þegar þau, fjórmenn- ingarnir, lögðust- ienn vonsvik- in og: þreytt til hvílu í höll- inni. Klukkan fimm, þegar þeir Bob og Staunton voru fyrir skönimu sofnaðir, kóm vörður og vakti þá, og ekki allt of blíðlega. -— Á fætur, herrar mínir, kallaði hann og . hristi þá og skók. Tíminn er kominn. — Hvað, spurði Bob og vissi ekki sitt rjúkandi ráð. — Hvað er ldukkan? spurði Staunton. — Fimm, mælti vörðurinn. Þá var sem allt ætlaði vit- laust að verða. Hvern fjand- ann sjálfan á þetta að þýða7 Það verður elikert far.ið fyrr en einhverntíma í kvöld. Vörðurinn gekk fram á þröskuldmn og tók af hurð- inni miða, sem fest hafði ver- ið á hana, og á stóð: — Áríðandi, vekið okkur klukkan fimm á slaginu, og sjáið svo um, að við komum okkur í leppana. Nú var þeim félögum meira en nóg boðið. Þeir ruddust inn í herbergið til Violettu, drógu hana fram úr rekkjunnj og lásu henni pistilinn. Héldu síðan inn til sín aftur og sofnuðu væran. En klukkan á slaginu sjö voru þeir enn vaktir. Og nú var það Violetta sjálf, sem stjórnaði hernaðaraðgerðun- um. Hún hafði ekki farið að sofa aftur, heldur klæðzt og fengið sér morgunkaffi. Og nú gerði hún þeim heiptarlegt rúmrusk og galaði í eyra þeim: — Innrásin er hafin. Herir okkar hafa gengið á land í Frakklandi. . . Komið ykkur á fætur, svefnpurkurnar ykk- ar. — Láttu ekki svona, eða við skulum — tautaði Stauntoni gremjulega í svefnrofunum. — Skreiðstu upp í þitt eig- ið fleti og reyndu -.3 fara að sofa, öskraöi Bob. og kastaði svæfli að henni. Happdralti Framhald af 2. síðu. 9) Kvikmyndavél, Bauer, 8 mm, nr. 6697. Aðalumboð í Vesturveri. Eigandi: Björgvin Magnússon sjómaður, Krosseyr arvegi 7, Hafnarfirði. 10) Húsgögn eða lieimilistæki. að eigin vali fyrir 10 þús. kr. 3017. Umboð í Vestmannaeyj- I um. Ekki hefur náðst í eiganda.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.