Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 3

Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 3
AlþýðublaðiS 3 Miðvikudagur 5. nóv. 1958 Alþýímblaöið Útgefandi: Ritstjóri: Fréttastjóri: Auglýsingast j óri: Ritstjórnarsímar: Auglýsingasími: Afgreiðslusími: Aðsetur: Alþýðuílokkurinn H e 1 g i Sæmundsson. Sigvaldi Hjaimarsson Emilía Samúelsdóttii. 14901 og 14902. 1 4 9 0 6 1 4 9 0 0 Aiþýðuhúsið Prentsmiðja Alþýðublaðsins Hverfisgótu 8—10 AKSEL LARSEN hefflr verið leystur frá formennsku í danska kommúnistaflokknum vegna „endurskoðúnarstefn- unnar svokölluðu. Og hér er hægt að gera langa sögu stutta: Aksel Larsen hefur sannfærzt um, að kommúnism- inn í Rússlandi sé harla umdeilanlegur sósíalismi. Hann mat sannfæringu sína meira en flokksvöldin og metorðin, gagnrýndi það, sem hann hafði áður vegsamað, og vildi að flokkur hans áttaði sig á staðreyndunum og breytti sam- kvæmt dómí þeirra. t>á var Mbskvuvaldinu nóg boðið. Sér- legur fulltrúi Rússa mætti á þingi■dansfcra kommúnista til £tð stjórna uppgjörinu við Aksel Larsen. .Nú er-hann svo ein- íari í dönskum stjórnmálum. , Tilefni þessa eru atburðirnir aijslan járntjaids að und- . anför.nu. Viðb.urfiirnir. í Ungverj aláridi ”fyrir. tveimur árum . höfðu þær afleiðingar, að mikii mannfækkun sagði tij sín í danska kommúnistaflokknum — meðlimatalan lækkaði úr . ■11000 í 7000. Og Aksel Larsen var nóg boðnð. ‘Hann hætti einn góðan veðurdag að sáetta sig við það athsefi Rússa, sem lamaði fiökk hans. Þess vegna var hann lagður til hliðar að rússnesku valdboði um; helgina. Aksel Larsen hefur naumast verið þetta sársaukalaust. Hann á langan fer.il að baki í danska kommúnistaflokkn- um, hefur fvlgt honum og stjórnað í blíðu og stríðu, trúað á kommúnismann og sætt sig við rússnesku vonbrigðin af mikilii þolinmæði. En nú er því sem sagt lokið. Aksel Larsen gat ekki meira. En í tilefni þessa verður manni hugsað til íslenzku kommúnistanna. Þeir virðast alveg lausir við þau óþæg- indi sálarlífsins, sem Aksel Larsen fékk ekki afborið. Rússar þurfa ekki að senda sérlegan fulltrúa sinn á n-æsta flokksþing þeirra. íslenzku kommúnistaforingjarnir fara ár hvert austur til Moskvu og láta þar segja sér fyrir verk- um. í hópi þeirra er ekki kunnugt um neinn Aksel Larsen. Og þegar enn harðnar á dalnum af völdum rússneska veð- urfarsins, er Brynjólfur Bjarnason kosinn formaður Sós- ialistafélags Reykjavíkur. Hann er gunnreifasti andmæl- andi „endurskoðunarstsfnunnar“ hérlendis og garðist til þess að verja chæfuvsrkin í Ungverjalandi af miklum dugnaði og ríkum rétttrúnaði. En hvað um ,.lýðræðishatjurnar“ í Alþýðubandalaginu, mennina, sem aldrei höfðu geng’ð í vam’a kommúnista- flokkinn og ekki einu sinn komizt á skrá í Sósíalistaflokkn- um, en voru kosnir á þing fyr'r A’þýðubandalagið og þóttust ætla að stemrra stigu við Moskvukommúnisman- um á íslandi? Hvernig líður Finnbogi Rúti Va’dimarssyni, Hannibai Valdmarssyni o.g Alfreð Gíslasyni? Þeirri spurn- ingu er erfitt að svara. Þeir láta ekki í sér heyra í tilefni þeirra atburða, sem valda hruni kommúnismans á Vest- urlöndum um þessar mundir. Eru þeir hr.x ddir — og þá við hvað? Eða eru Þeir kannski orðnir harðari Moskvukomm- únistaf en Aksel Larsen? Þessa er meðal annars spurt vegna þeirra, sem kusu Alþýðubandalagið í síðustu kosningum án þess að vera komm.únistar. Þeir eiga kröfurétt á aö vita afstöðu þess- ara manna. Þetta þarf ekki að ræða við Þjóðviljann eða Brynjólf Bjárnason og sálufélaga hans frá liðnum árum. Þeir aðilar eru svo sálarhraustir í hlýðninni við kommún- ismann, að stingurinn, sem stakk Aksel Larsen, kemur ekki við þá. En Finnbogi Rútúr, Hannibal og Alfreð eiga ekki að hafa slíka afsökun. Hvers vegna heyrist ekki í þeim stuna né hósti? Hafa þeir ánetjazt því, sem Aksel Larsen hikaði ekki við að hafna að boði samvizku sinnar? Eða er AJþýðubandalagið með þessa menn innanborðs kannski orðið eitt Baltic Trading Co? ■■■■■■■■■■ ■■■■•■■■■ Grettisgötu Lindargötu. Talið við afgreiðsluna. — Sírni 14-900. Alþýðublaðið Hinn frægi, enski kiarnorkufræðingur sir John Cockcroft var nýlega sæmdur Niels Bohrorð- unni, sem Verkfræðingasambandið danska veitir árlega vísindamanni sem framúr skarar á sviði kjarnorkuvísinda. A inyndinni sjást þeir vinirnir og samverkamennirnir sir John og Nieis Bohr. Fyrir friði og menningu UNESCO 10 ára, flytur í nýjar höfuðstöðvar í París. MÁNUDAGINN 3. nóv. var hið nýja aðsetur UNESCO vígt í París. Kostnaður þessarar glæsilegu Y-mynduðu bygging ar er áætlaður 70 milljón krón- ur. Formaður undirbúningsráð- stefnunnar, sem haldin var í London í nóv. 1945, var pró- fessor Alf Sommerfelt, formað- ur norsku sendinefndarinnar. Ári seinna var Unesco orðið að veruleika. Nú eru rúm tíu ár liðin. Hér fara á eftir svör Alf Sommerfelt viðspurningum norskra blaðamanna varðandi þessi samtök. — Hver var ástæðan til stofn unar þessara alþjóðasamtaka 1 þágu vísinda, mennta og menn- ingar? — Á meðan á styrjöldinni stóð vildu Þjóðverjar útmá all- ar þjóðlegar menntir og menn- ingu og skapa algjörlega ný lífsviðhorf meðal hinna sigr- uðu þjóða. Eftir að stríðinu lauk, kom það í ljós, að bráð nauðsyn var á að byggja aftur upp rústirnar jafnt andlega sem veraldlega. Bráðra úrbóta var þörf á sviði vísinda og mennta. í Póllandi var t. d. á- ætlað að 50.000 kennara vant- að í stað þeirra, sem verið ! höfðu. Hugmyndin var, að sérfræð- ingar stjórnuðu úrbótunum og ynnu að auknum skilningi milii þjóðanna. .— Hefur þróunin gengið í rétta átt? — Þessi samtök áttu sem mest að vera óháð pólitík. Enda þóti fulltrúar þjóðanna í UNESCO væru valdir vegna persónulegrar hæfni, en ekki sem fulltrúar stjómar heima- lands síns, kom í ljós, að óger- legt var að útiloka pólitík. Kalda stríðið var hér einnig mikil orsök. — Þess vegna hefur UNESCO ekki getað aðstoðað hinar sigr- uðu þjóðir sem skyldi. — 81 þjóð er nú aðili að UNESCO, það er í sjálfu sér gleðileg þróun. — En er ekki, þrátt fyrir alla erfiðleika, ástæða til að gleðj- ast yfir starfi UNESCO? —- Jú, UNESCO hefur látið margt gott af sér leiða. Það er i rauninni ómögulegt að hugsa sér hvemig ástandið í heimin- um væri nú hefði Unesco ekki notið við. Enda þótt menning- arlöndin þurfi ef til vill nokkru að fórna, gefi meir en þau þiggja, er slíkt nauðsyn, þar eð væri neyð þeirra þjóða, sem skemmra eru á veg komnar látin afskiptalaus ylli það enn meiri sundrung og styrjaldar- hættu en nú ríkir í heiminum. Er nokkuð sérstakt, sem þér getið bent á, sem UNESCO hef- ur komið úl leiðar? Það liggur í hlutarins eðli, að margt hefur mistekizt, en UNESCO hefur þó unnið að aukinni uppfræðslu almenn ings, aðstoðað flóttamenn og hlúð að vísindalegum framför- um t.d. í Asíu og Suður-Ame- ríku. 'Samvinnan milli menn- ingarþjóðanna og hinna, sem lægra standa hefur hvað mest gildi Eitt af viðfangsefnum Unesco er 10 ára áætlun um menning- arleg samskipti austurs og vesturs. — 'Slík samskipti eru líklegust til að stuðla að ör- uggum friði. Til slíkra fram- kvæmda þarf mikið fé. í*ær 10 —12 milljónir,' sem Unesco hefur árlega til starfsemi sinn- ar hrökkva skammt. Ákvörðun Sameinuðu þjóðanna að veita hinum óþroskaðri þjóðum 100 millj. dollara styrk árlega er góð byrjun, en aðeins byrjun. — í stuttu máli sagt: Hvert er markmið UNIESCO i dag? — Friður og sátt byggður á gagnkvæmri vináttu og skiln- ingi þjóða á millum. Eldflaug lil fungls- WASHINGTON, mánudag, NTB. Bandaríkjmenn munu innan skamjns gera tilraunir til að skjóta eldflaug til tunglsins. Varaformaður geim könnunarne'fndar Bandaríkj- anna, Hugh Dryden upplýsti þetta á blaðamannafundi í Washington í dag. Hann kvað líkurnar á því að eldflaugin kæmist á braut umhverfis tunglið einn á móti tuttugu og fimm. Búist er við, að til- raunin verði gerð snemma morguns einhvern dag í næstu viku. i Laugarvatnsskóli þrjátíu ára > LAUGARVATNS- ^ SKÓLI er 30 ára ^ um þessar mundir og var afmælisins ý minnzt í fyrradag S1 með hátíðlegri at- S höfn á skólasetrinu. ^ Meðal gesta voru V Jónas Jónsson fyrr- verandi ráftiherra, en skólinn tók til starfa me’ftan hann var menntamálaráð- herra. Vandað af- m'alisrit kemur út innan skamms. — Myndin er af Laug- arvatnsskóla. Hún var tekin fyrir brun ann.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.