Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 6

Alþýðublaðið - 05.11.1958, Blaðsíða 6
6 Alþýðublaðið Miðvikudagur 5. nóv. 1958 1 <i S S s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s Úr kvikmyndinni „Cat on a Hot Tin Roof.” EN NII IM NK BÚIÐ er að gera kvik- mynd eftir hinu umdeilda leikriti Tennesse Williams „•Cat on a Hot Tin Roof“. Léikrit þetta vakti mikla at- hygli og deilur er það var frumsýnt fyrir þrem árum og voru sýningar á því bann aðar. Höfundurinn breytti bví leikritinu nokkuð svo a£ meykslunargjörnum kelling um þætti sér ekki misboðið með því að sjá það, en auð- vitað gátu þær ekki látið það vera. Kvikmyndahandritið er byggt á þessari endurskoð- uðu útgáfu leikritsins. Aðaihlutverkin eru í hönd um Elizabeth Tayolr, Pau’ Newman, Burl Ives, Jcak Curson, Judith Anderson, Madeleine Sherwood og Larry Gates. Leikstjóri er Richard Brooks. Kvikmynd þessi er sögð hafa tekizt mjög vel og sérstaklega hæla gagnrýn- endur leikendunum fyrir \ S S s s s s s V s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s s S s i s VERIÐ er að gera enn eina dýrakvikmynd á vegum Walt Disneys. Þessi mynd er af dýralífi á norðurhjara. Er hún tekin í Alaska og heim- skautahéruðum Kanada. — Hafa kvikmyndatökumenn- irnir ferðazt um freðmýrar ncj^ðurhéraðanna allt frá barrskógabeltinu norður a6 heimskautsísnum. — Gefur mynd þessi glöggt yfírlit um hrikaleik náttúrunnar á Þessu svæði. Þótt aðalá- herzla sé • lögð á dýralífið, gefur einnig að líta ýmsa þætti úr iífi eskimoanna, sem lifa á þessu svæði. Kvik mýndin er í litum eins og fyrri náttúrumyndir Disneys og er sögð sízt standa þeim að baki. Stjórnandi er James Algar. (- Bækur og héfundar: ) Barði Guðmundsson: Höf- undur Njálu. Safn rit. gerða. Bókaútgófa Menn- ingarsjóðs 1958. FYRIR nokkrum dögum kom út ritgerðasafn Barða Guð- mundssonar um leit hans að höfundi Njálu. Hefur það hlot- ið nafnið Höfundur Njálu. Eins og kunnugt er hafði Barði lengi fengizt við rannsóknir á Njálu og öðrum fornsögum. Komst hann snemma á þær slóðir, að hægt væri að leiða allgild rök að því, að Þorvarður Þórar- insson, Svínfellingur að ætt, væri höfundur Njálu. Barða entist ekki aldur til að ljúka þessum rannsóknum sínum. | Var það mikill skaði, því ef-; Iaust átti hann eftir að gera margar athuganir, sem íslenzk- um sögurannsóknum væri mik ill fengur að. Það er mjög vel, að þessar ritgerðir koma út, svo fræðimönnum og öllum al- menningi gefist kostur á að lesa þær í samhengi, meta þær og virða. Flestar hafa þær ver- ið prentaðar áður, en þó eru nokkrar, Sem birtast hér í fyrsta sinn. Skúli Þórðarson sagnfræðing ur og Stefán Pétursson þjóð- skjalavörður, hafa búið bókina undir prentun. Skrifa þeir for- mála fyrir henni. Stefán ritar um Njálurannsóknir Barða og niðurstöður þeirra. Nefnir hann þennan kafla Hin nýja Njáluskoðun. Er hann mjög snjall og nauðsynleg hugvekja væntanlegum lesendum bókar- innar. Stefán vitnar í orð Pet- er Hallberg í ritgerð hans um nýjustu rannsóknir á íslend- ingasögum í norska tímaritinu Edda 1953. „Mér. vitanlega hafa fræðimenn enn sem köm- ið er ekki tekið tilgátur Barða Guðmundssonar, sem orka svo eggjandi á ímyndunaraflið, til neinnar ítarlegrar athugunar. Það hlutverk krefst að vísu ó- venjulegrar þekkingar, ekki aðeins á íslendingasögum, held ur og á öllu hinu gífurlega efni Sturlungu. .. Það ætti að standa íslendingum sjálfum næst, að halda sögurannsókn- unum áfram á braut Barða Guðmundssonar. Framlag hans ætti að minnsta kosti að verða mönnum mikilvæg örvun í þeim umræðum, sem framund- an eru um sögurnar.11 Rannsóknir Barða á Njálu eru alveg sérstæðar í sögu- rannsóknum hér á landi. Þær byggjast aðallega á nákvæm- um samanburði ýmissa atriða, er fornrit okkar geyma, sem vifna um vöxt af sömu rótum. Nákvæmni og hugkvæmni ein- kenna sögurannsóknir Barða. En hitt er mál annað, að mörg- um finnst, sem kynnast þeim við fyrsta lestur, að þar gæíi um of ímyndunarafls. En þeg- ar lesið er betur og oftar, þá verður samhengi og örugg rök- hyggja augljós. Ég tel örugg- lega, að Barði hafi verið á réttri leið í sögurannsóknum sínum. Hver sá, sem fæst við íslenzka sögu í framtíðinm, getur lært margt af ritgerðum hans. Það er því mjög vel, að Menningarsjóður gefur þessa bók út, og vonandi verður framhald á útgáfu ritgerða Barða. Ég verð að játa, að ég er ekki sammála Barða í höfuðatrið- um hans og annarra, er ritað hafa um íslendingasögur á síðustu árum. Ég held, að ís- lendingasögur séu eldri en þeirra skoðun er. Ég álít, að Njála sé eldri en frá síðari helming 13. aldar. En hitt skal ég fúslega viðurkenna, að ekki er ólíklegt, að einhver hafi end ursamið hana á þessum tíma. Það er hægt að finna mörg rök, sem hníga að því, og jafnframt að það hafi verið Þorvarður Þórarinsson. Sá, er þetta gerði, hefur gætt hana þeim listræna blæ, sem aðgreinir hana algjör lega frá öðrum Islendingasög- Barði Guðmundsson um, svo að hún ber langt af öllum bókum, er ritaðar hafa veri'ð á íslandi bæði fyrr og síðar. Það er vitað, að föðurbróðir Þorvarðar, Brandur biskup á Hólum, var einn allra ritfær- ustu manna á landinu á 13. öld. Það er ekki ólíklegt, að þetta hafi verið kynfylgja í ætt þeirra. Nú er hægt að færa gild rök að því, að Þorvarður ög Brandur voru ekki sam- mála um stjórnarstefnu lands- ins, áður en landið komst und- ir konung. Er hitt jafnframt athyglisverðara, að það er Brandur Jónsson, sem hefur mest áhrif á Þorvarð bróður- son sinn á örlagaríkustu stund ævi hans. Ef til vill er þar að finna orsökina til þess, að Þor- varður varð rithöfundur og varð til þess að skapa ódauð- legt rit í endurnýjun nýrrar bókmenntastefnu. Það er alkunna, að Austfirð ingar urðu síðastir til þess að sverja Noregskonupgi eiða. Þorvarður Þórarinsson var þá aðalhöfðingi þeirra. Sennilegt er, að orsök þessa sé rótgróinn fjandskapur hans við Gissur Þorvaldsson, heldur en ætt- jarðarást. Óvinátta þeirra lief- ur eflaust magnast stórum eft ir að Gissur lét drepa frændur konu hans í Rangárþingi. Það er öruggt af heimildum, að Þorvarður stóð algjörlega á móti Gissuri og var ófáanleg- ur til að sverja honum og Hall- varði gullskó eiða, sem hand- hafa konungsvalds á landi hér. Þannig stóou sakir 1263, er Brandur Jónsson kom utan ný- vígður Hólabiskup. Hann var mikill fylgismaður Noregskon- ungs eins og aðrir klerklegir umboðsmenn, og vinur Gissur- ar Jarls, sem þá bjó á Stað í Reyninesi. Um haustið sendi hann Þorvarði boð að koma á sinn fund norður að Hólum. Þor varður fór til Hóla á fund bisk- ups. Hann hefur áb.yggilega grunað, hvað undirbjó stefnu biskupsins. En trúnáð óg traust hefur hann borið til þessa frænda síns og þótt öruggara að óvingast ekki um of við hann, þegar hann skipaði ann- að æðsta embætti kirkjunnar í landinu. Svo fóru leikar á Hólum, að Brandur biskup vann Þorvarð bróðurson sinn til fylgis við Noregskonung. Heimild þessa er stuttorð frásögn Konungs- annáls: ,,Og þann vetur um Allraheilagramessu skeið sór Þorvarður Þórarinsson Brandi biskupi fóðurbróður sínum að fara á konungs fund að sumri, og svo gerði hann.“ Það er margt athugandi við þennan svardaga þeirra frænda á Hólum. Þorvarður kýs held- ur að fara utan, heldur en að ná sættum við Gissur jarl, sem er þar í næsta nágrenni. Ef- laust hefur Hólabiskup getað komið í kring sáttum þeirra. Svo varð það með Orm Orms- son á næsta sumri, sem að lík- indum hafði goðorð Austfirð- inga eftir utanför Þorvarðar. Hvað kom hér til? Það er hægt að leiða nokkur rök að því. Brandur biskup hefur auð- vitað fyrst og fremst heitið frænda sínum fyllstu meðmæl um í konungsgarði. Þau máttu sín þar auðvitað mikils, því Brandur hafði lengi verið dyggur konungsþjónn á ís- landi. En hitt tel ég líklegt, að hann hafi kennt Þorvarði það ráðið, er íslendingum Framhald á 8. síðu. Þetta er móttökustöðin, sem fylgdist, með för tungíeldflaug- arinnar.

x

Alþýðublaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Alþýðublaðið
https://timarit.is/publication/2

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.