Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 18

Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 18
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1978 18 Alþjóðasamtök hægri- sirma stofnuð í Salzbiirg Salzburg, Austurríki, 24. apríl. Reuter. HÆGRI sinnaðir stjðrnmálaleið- togar írá 15 Evrópulöndum komu saman í Salzbiirg í dag til að stofna alþjóðasamtök hægri- manna. Litið er á stofnun samtakanna sem mótvægi við alþjóðasamtök- um jafnaðarmanna, sem stofnuð voru fyrir 60 árum. Stjórnarandstöðuflokkurinn Austurríki, Þjóðaflokkurinn, hefur látið svo um mælt, að tilgangurinn með stofnun samtakanna sé að auka samvinnu og samstöðu meðal hægriflokka. Meðal þeirra hægriflokka sem áttu fulltrúa á ráðstefnunni voru Æðarræktar- félag stofnað í Austur-Barða- strandarsýslu Miðhúsum 24. apríl SÍÐASTLIÐINN laugardag var boðað til fundar á Reykhólum um stofnun æðarræktarfélags Aust- ur-Barðastrandarsýslu og var samþykkt að bjóða æðarræktar mönnum f Ilalasýslu aðild að félaginu, og ef af því verður mun félagssvæðið ná yfir þessar tvær sýslur. Á íundinum flutti formaður Æðarræktarfélags íslands, Ólafur E. Ólafsson, hvatningarorð. Einnig fluttu þeir Árni Pétursson ráðu- nautur og Jón Benediktsson, for- stöðumaður Dúnhreinsunarstöðv- arinnar í Reykjavík, leiðbeiningar- og fræðsluerindi. Mikill áhugi ríkir hér um þessa búgrein, enda verð á æðardúni hátt. Á fundinum sóttu um 30 dúnframleiðendur um inngöngu í félagið. Formaður bráðabirgðastjórnar er hinn landsþekkti hagyrðingur Eysteinn Gíslason bóndi í Skáleyjum. Sveinn hægriflokkar frá Danmörku, Finn- landi, Frakklandi, Grikklandi, Islandi, Möltu, Noregi, Portúgal, Spáni, Sviss, Svíþjóð og Ítalíu. Auk þess sóttu ráðstefnuna Margrét Thatcher, formaður brezka Ihaldsflokksins og leiðtog- ar vestur-þýzku stjórnarandstöð- unnar, Helmut Kohl og Franz- Josef Strauss. — Ut í óvissuna Framhald af bls. 32. verður tekin í Reykjavík, Kefla- víkurflugvelli, Krísuvík og víð- ar. Auk Ragnheiðar er ráðgert að nokkrir fleiri íslenzkir leik- arar komi fram í smærri hlutverkum í sjónvarpsmynd- inni. I helztu karlahlutverkum munu verða þekktir erlendir leikarar, — VMSÍ Framhald af bls. 32. skjóta málinu einhliða til sátta- semjara. Talið er víst að vinnuveitendur séu mjög hikandi í að skjóta málinu til sáttasemjara, þar sem þeir líta svo á að þar með sé deilan komin á.sáttastig, en þeir telja hag atvinnuveganna þannig að þeir hafi ekki upp á neitt að bjóða. — Moro Framhald af bls. 1. að eldsprengjur sprungu í mann- þrönginni. í allan dag flykktust íbúar Rómar á stað þann sem Aldo Moro var rænt og fimm lífvarða hans myrtir. Blómsveigar voru lagðir á árásarstaðinn. Kurt Waldheim framkvæmda- stjóri Sameinuðu þjóðanna grát- bað Rauðu herdeildina í dag um að þyrma lífi Aldo Moros. Er það í fjórða sinn sem hann fer fram á þetta við hryðjuverkahreyfinguna. Talsmaður í utanríkisráðuneyti Panama sagði í dag, að tilboð stjórnarinnar frá því í gær, um hæli handa ræningjum Aldo Mor- os væri enn í gildi, með því skilyrði þó að ræningjarnir þyrmdu iífi Moros. Loks skýrði ítalskt kvikmynda- fyrirtæki frá því í dag, að það hefði ákveðið að hefja gerð kvik- myndar um ránið á Aldo Moro. Myndin á að heita „Rauða herdeildin". — Eldflaug Framhald af bls. 1. Þegar vélin kom síðan upp að Kolaskaga voru orrustuþoturnar sendar á vettvang. Þær hringsól- uðu við farþegavélina, en þegar flugstjórinn gerði sig ekki líklegan til að lenda í Murmansk, eins og skipað var, höfðu þotuflugmenn- irnir samband við bækistöðvar sínar og spurðu ráða. Þá var ákveðið að skjóta á vélina, sagði embættismaðurinn. Eins og fram hefur komið í fréttum stangast þessi frásögn á við frásagnir aðstoðarflugstjóra vélarinnar og farþega. Flugmaður- inn sagði áhöfnina hafa reynt án árangæurs að ná sambandi við orrustuþoturnar sem hófu skot- hríð á vélina um fimm mínútum eftir að þær birtust. Hann og farþegar sögðu ennfremur að orrustuvélarnar hefðu aldrei gefið alþjóðleg merki um lendingarskip- un. Þá sögðu farþegar að sekúndu- broti áður en skotför komu á vélina hefði mikill blossi glampað á hægri væng. Bandarískir sérfræðingar á sviði njósnamála sögðust í dag hafa áhyggjur af því að tilkynning Zbigniews Brzezinski ráðgjafa Jimmy Carters forseta í varnar- málum, hefði ljóstrað upp fyrir Rússum hversu öruggan útbúnað Bandaríkjamenn hefðu til að fylgjast með loftvörnum Sovét- manna. Brzezinski varð fyrstur til að segja frá skotárásinni á kóreönsku farþegaflugvélina. Þá höfðu Sovétmenn tilkynnt um að vélar þeirra hefðu flogið í veg fyrir kóreönsku vélina, en hins vegar ekki getið skotárásarinnar sem var svo ekki staðfest fyrr en farþegar vélarinnar komu til Helsinki á leið sinni frá Sovétríkj- unum. Flugstjóri kóreönsku vélarinnar hefur rúmlega 20 ára reynslu í flugi og er 45 ára að aldri. Hann hefur tæplega 12.000 flugtíma að baki sem herflugmaður og hefur flogið oftar en 100 sinnum yfir Norðurskautið síðan flugfélag hans hóf áætlunarferðir sínar til Parísar 1976. — Haig neitar Framhald af bls. 1. tveimur öðrum ráðstöfunum stjórnarinnar hefði orðið til þess að hann hefði hótað að segja af sér. „Ég ætla ekki að leggja dóm á ályktanir sem eru dregnar af vangaveltum og slúðursögum í Pentagon," sagði. Haig hershöfð- ingi. — Ekki uppkast Framhald af bls. 1. deilum og ágreiningi milli þjóða,“ sagði Amerashinge. I gær var felld tillaga Amerashinges um að fundinum yrði frestað um eina viku, en ráðstefnunni lýkur 19. maí. Þau atriði, sem enn standa í vegi fyrir því að ráðstefnan sendi frá sér uppkast að hafrétt- arsáttmála, eru hvernig skipta skuli hagnaði sem verður af vinnslu málma á hafsbotni utan lögsögu ríkja, hvernig skuli skipta, náttúruauðæfum, til dæmis olíu, undir sjávarbotni og hvort og með hvaða hætti strandríki skuli veita landlukt- um ríkjum aðgang að fiskveiði- lögsögu sinni. — Gjaldmiðils- breyting Framhald af bls. 32. framkvæma slíka breytingu í sambandi við einhverjar al- mennar aðgerðir, sem treysta trúna á jákvæði breytingarinn- ar.“ Þegar Mbl. spurði, hvort vænta mætti þess að ríkis- stjórnin tæki þetta mál á dagskrá svaraði Geir Hall- grímsson. „Þetta mál hefur verið rætt í ríkisstjórninni og það er vegna þeirra umræðna svo og umræðna á Alþingi sem þessi könnun Seðlabankans hef- ur nú farið fram. En að svo miklu leyti sem til aðgerða Alþingis kemur verður það ekki fyrr en á hausti komanda og þess vegna er ákvarðana af hálfu stjórnar og þings ekki að vænta fyrr en þá.“ „Ég reikna með að skýrsla Seðlabankans verði tekin fyrir í rikisstjórninni og ég hugsa að við förum að skoða þetta mál fljótlega," sagði Ólafur Jó- hannesson. „En það er margt að gera núna og verður fram að kosningum svo ég þori engu að spá um það hvort tími gefst til að taka endanlega ákvörðun í málinu." — Vorster Framhald af bls. 1. marz, sagði á Allsherjarþingi SÞ í dag, að fagna bæri afstöðu stjórnarinnar í Pretoríu til tillagnanna. Hann sagði að þessi afstaða breytti miklu en vildi ekki láta annað eftir sér hafa að svo stöddu. Richard Moose aðstoðar- ráðherra Bandaríkjanna sem sérhæfir sig í málefnum Afríku, sagði í dag að ákvörð- un stjórnar Vorsters væri eins og stjórnvitringi sæmdi og framlag til raunhæfrar lausnar deilunni um Suðvest- ur-Afríku. David Owen utanríkisráð- herra Bretlands tók í sama streng og Moose. Joshua Nkomo, annar helzti leiðtogi skæruliða Rhódesíu, sagði í Kaíró í dag, að mála- miðlunartillögur vesturveld- anna. væru liður í vestrænni áætlun um að koma lepp- stjórnum til valda í syðri hlutum Afríku. Minning: Einar Þorsteinsson rakarameistari frá Vestmannaeyjum Fæddur 19. ágúst 1921 Dáinn 14. apríl 1978 Kveð ég í Guði góðan lýð Gleðilegar þeim nætur bið þakkandi öllum þeirra styrk þjónustu hjálp og kærlciks verk. Ástkæra þá ég eftir skil afhenda sjálfum Guði vil andvarpið sér hann sárt og heitt segja þarf honum ckki neitt. H.P. Einar Þorsteinsson var fæddur að Reynisvatni í Mosfellssveit. Eftir tvö ár fluttist móðir hans með son sinn austur í Meðalland en þangað átti móðir hans Arn- fríður Sigurbergsdóttir ættir að rekja. Þarna ólst svo Einar upp rneð móður sinni til 12 ára aldurs. Þá flyzt hann til Keflavíkur til móðurbróður síns, Magnúsar Sigurbergssonar rakara. 18 ára flyzt Einar síðan til Reykjavíkur til föður síns, Þorsteins Kristjáns- sonar bifreiðastjóra. Nokkru síðar ræðst hann til Sigurðar Ólafs- sonar rakarameistara til náms í rakaraiðn. Eftir 4 ár lauk hann námi með lofsamJegum vitnis- burði. Árið 1946 kvæntist hann systur- flóttur minni, Henny Dagnýju Sigurjónsdóttur frá Eyjum, mestu ágætiskonu sem reyndist honum sannur og traustur lífsförunautur til hinztu stundar og skapaði hún þeim hlýtt og gott heimili sem Einar mat mikils. Tvö fyrstu hjúskaparárin bjuggu þau í Reykjavík en 1948 fluttust þau til Vestmannaeyja og má segja að þá hafi hafist lífsstarf Einars. Einar tók á leigu húsið Kaup- angur við Vestmannabraut og stofnsetti þar rakarastofu á neðri hæð, en bjó á þeirri efri. Hann náði fljótlega miklum vinsældum i starfinu. Þarna stóð hann svo við stólinn sinn í 25 ár. En þá kom eldgosið sem flæmdi alla í burtu og varð þess valdandi, að hann eins og fleiri, áttu ekki aftur- kvæmt til Eyja. Og varð það Einari beint áfall eins og fleirum, því hann hafði tekið miklu ást- fóstri við Eyjarnar og samið sig mjög að háttum Eyjabúa. Hann var virkur félagi í fjölda félaga í Eyjum, alls staðar heill, hvergi hálfur. Einna ógleymanlegastar sagði hann mér að væru stundirn- ar í Herjólfsdal með góðum félögum á golfklúbbsæfingum. Á þessum árum byggði Einar sér fallegt hús á éinum af frægustu stöðum ofan við bæinn. Það hverfi er nefnt Skeifan. Þarna bjuggu þau hjón með tveimur börnum sínum, Páli Heimi, 21 árs, er stundar nám í Flensborg, og Arnfríði, 18 ára, við nám í Menntaskólanum í Reykjavík. Bæði eru þessi systkin góð manns- efni. Á þessu heimili ríkti sönn hamingja, þar sem börn og for- eldrar voru einstaklega samrýnd og hefi ég ekki þekkt betra. Einar var einstakur heimilisfaðir, sem ekkert lét ógert sem heimili hans mátti verða til blessunar og hans stærsti sigur í lífinu var að bregðast aldrei trausti ástvina sinna né samstarfsmanna í Eyj- um. En svo dró ský fyrir sólu síðasta árið í Eyjum, þegar ljóst var, að Einar hafði tekið þann sjúkdóm, sem var ólæknandi. Og það hlýtur að vera þungur dómur fyrir mann á bezta aldri. Við þennan sjúkdóm hefur Einar háð harða baráttu um sjö ára skeið, með þvílíku æðruleysi, að með eindæmum má telja og sá sem ræður yfir þvílíku jafnaðargeði eins og kom fram í hans erfiða sjúkdómi hlýtur að ráða yfir yfirburða skapstillingu. Einar Þorsteinsson var einn þeirra mörgu í samfélaginu, sem háði sína lífsgöngu hávaðalaust og án þess að sækjast eftir neinum ytri munaði né vegtyllum, enda verður enginn mikill af starfsheiti sínu einu saman, heldur með því að gegna vel þeim störfum, sm þeim eru falin. Þeir sem þekktu Einar vissu að hann gegndi öllum sínum störfum af einstökum heiðarleika og samvizkusemi og níddist aldrei á því, sem honum var til trúað. Þessir menn eru undirstaða og kjarni hvers þjóð- félags, hvort sem þeir standa ofar eða neðar í metorðastiganum. Að eðlisfari var Einar fáskiptinn um það, sem hann taldi sér óviðkom- andi Og mátti segja, að hann gengi hægt um gleðinnár dyr og æðraðist ekki þótt á móti blési. En þessir eiginleikar eru einkenni þroskaðs manns. Og víst er um það, að sú ytri ró, sem var yfir hans daglega lífi, stafaði ekki af kaldlyndi, því að á bak við hana sló heitt og viðkvæmt hjarta, enda brást ekki hjálpfýsi hans væri til hans leitað. Og sannari vin vina sinna hefi ég ekki þekkt. Nú situr kær frænka mín í sorgar ranni svo og börnin hennar og hugsa um ástvin sinn, sem kallaður hefir verið til hinztu farar. En það skulum við ætíð hafa hugfast, að jarðneskt sólarlag er himnesk afturelding. Stefnan er ekki til grafar heldur til himins, til hans sem gaf heiminum þessi ógleymanlegu orð: Ég lifi og þér munuð lifa.. Að síðustu kveð ég góðan vin og óska honum allrar Guðs blessunar og ástvinum hans sem eftir lifa. í Jesú nafni. Friðfinnur Finnsson frá Oddgeirshólum. Andlátsfregn góðs vinar setur alltaf tregafulla saknaðartilfinn- ingu einhvers staðar í brjóstið á manni og þegar maður eins og Einar Þorsteinsson kveður okkur, þá myndast óhjákvæmilega tóma- rúm, því að Einar var einstakur og mannkostir hans komu hvað bezt í ljós eftir að veikindin tóku að herja á. Hann hélt höfði til hinztu stundar á þann hátt sem aðeins fáum er gefið. Æðruleysi hans og lífsvilji voru með slíkum hætti að fáum, sem ekki þekktu manninn því meir, kom til hugar að þessi gáskafulli hlýhugi væri að heyja sitt dauðastríð. Þannig var maður- inn. Ég kynntist Einari fyrir röskum 20 árum í gegn um starf okkar beggja fyrir Leikfélagið hérna í Vestmannaeyjum. Þar sem annars staðar var Einar heill og sannur, vinur vina sinna og Thalíu og þjónustu við hana fórnaði hann mörgum vökustundum. Enda mað- urinn þan#ig gerður að öll verk- efni sem honum voru falin urðu að vinnast á þann hátt að ekki væri hægt að krefjast meira af honum. Ungu og óreyndu fólki sem var að feta sín fyrstu spor á fjölunum vildi hann jafnan leiðbeina og var ósínkur á tíma sinn til þess. Ég naut einnig þeirrar gleði að kynnast heimili Einars og Henný- ar. Þar sem annars staðar ríkti hlýhugur til náungans og eftir að börnin bættust í hópinn var nærri ótrúlegt hve mikinn kærleika og umhyggju Einar átti til viðbótar því sem fyrir var til handa ástvinum sínum. Það er sárt að sjá á bak slíkum öðlingum, en það er líka forgangur að hafa fengið að kynnast, vinna með og lifa sam- tíma slíkum drengskaparmonnum. Eftirlifandi eiginkonu og börnum vil ég að lokum biðja að vera minnug þess aö fögur minning um eiginmann og föður sem Einar er Framhald á bls. 23

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.