Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1978
KAVFINÚ \\ 'P
Asni seturðu verið, — ekki
sumartízkan — heldur skótízk-
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Er sjálfsagt að spila til baka lit
makkers í varnarþraut vikunn-
ar? Suður gaf og norður — suður
á hættu. .. ,
Norður
S. G6
H. ÁD54
»p 52 Austur
L D10732 832
H. G92
T. D1086
L. Á98
Suður Vestur Norður Austur
1 T 1 S 2 L pass
3 G Allir pass
Eftir nokkra umhugsun spilar
vestur úr hjartaþristi. Lágt frá
borðinu, við fáum á gosann en
sagnhafi lætur sjöið. Og nú þarf að
finna besta framhaldið.
Áður en við spilum spaða, lit
makkers, skulum viö líta nánar á
stöðuna. Suður á greinilega ekki
háspil í hjarta og mest 12 punkta
í láglitunum, talið 1, 2, 3, 4. Og til
að stökkva í þrjú grönd við tveim
laufum verðum við að ætla honum
minnst tvö háspil í spaða. En það
þýöir, að hann stöðvar litinn
tvisvar. Að þessu loknu getum við
talið tökuslagi sagnhafa. Hann
virðist munu fá tvo á spaða, tvo á
hjarta, minnst tvo á tígul og fjóra
slagi á lauf. Samtals tíu slagi ef
við spilum spaða.
Að vísu dugir að skipta núna í
spaða ef suður á ÁD tvíspil. En
það má afskrifa þann möguleika
því þá hefði hann ekki látið lágt
hjarta frá borðinu í upphafi.
Þannig er orðið ljóst, að ekki dugir
að búa til slagi á hendi makkers.
Við verðum að koma í veg fyrir að
sagnhafi nái að fría laufin. Til
þess verður vestur að eiga tígul-
gosa og fjórlit í hjarta. Og suður
má ekki eiga fleiri en þrjú lauf. Þá
getum við rofið samband hans við
blindan með því að spila hjarta.
Vestur
S. K10974
H. K863
T- G7 Suður
L- 64 s. ÁD5
* H. 107
T. K943
L. KG5
Spaðaspil frá okkur hefði sagn--
hafi tekið með ás og ráðist á
laufið. en eftir að við höfum
uppgötvað og spilað hjartánu á
hann sér ekki viðreisnar von. Fær
aðeins tvo slagi á lauf og átta í
allt.
Hann sagði fyrstu orðin í gær,
sagði þeim hvar peningarnir
voru faldir!
COSPER 7687
Ég hef unnið í happdrættinu — en 10.000 krónur í
stað milljón króna vinningsins!
Mikil gróska
í sönglífinu
Tilefni bréfsins hér á eftir er
mikil gróska í sönglífi víða um
landið, að því er bréfritari segir,
og að hver kórinn á fætur öðrum
hafi haldið tónleika að undanförnu
og sé það verðugt að minnast á það
og þakka þess konar tónleikahald:
„Ekki hef ég nú áður þjakað
lesendur eða umsjónarmenn les-
endadálka með skrifum, en ætla að
leyfa mér að gera það nú. Tilefnið
er ekki margbrotið, heldur aðeins
að minnast á það að um skeið
hefur manni virzt vera mjög mikil
gróska í öllu sönglífi á Islandi.
Fjölmargir kórar hafa lagt land
undir fót og kvatt fólk saman til.
að hlýða á söng sinn, aðrir hafa
haldið tónleika í sinni heimabyggð
og nú síðast voru samankomnir í
Reykjavík allmargir kórar og
sungu saman á kóramóti. Það var
mjög áhugavert tiltæki og reyndar
ljómandi gaman að því, það er ekki
svo oft sem margir kórar taka sig
til og syngja saman eða halda
sameiginlega tónleika.
Ekki varð annað séð af skrifum
tónlistargagnrýnenda blaðanna en
að þeir væru svona í heildina
ánægðir með flutning viðfangsefn-
anna er kórarnir völdu sér, enda
má segja að hér sé á ferðinni
merkilegt framtak, kórar áhuga-
manna út um allt land, er starfa
við misjöfn skilyrði og misjafna
getu hreinlega. En allir sýndu
kórarnir hvað í þeim býr og það er
ekkert sem þeir þurfa að skamm-
ast sín fyrir.
Þegar þessum málum er aðeins
velt fyrir sér er það e.t.v. ekkert
undarlegt að kórar frá íslandi hafi
náð langt í alls kyns mótum
erlendis, t.d. bæði kór Öldutúns-
skóla og kór Menntaskólans við
Hamrahlíð, og þetta sýnir að við
íslendingar eigum fyrirtaks söng-
fólki á að skipa, sem getur náð
langt undir góðri leiðsögn.
Þá má einnig koma að því, og
eiginlega í framhaldi af þætti
þeirra ágætu söngkvenna í sjón-
varpinu um daginn Guðrúnar
Símonar og Þuríðar Pálsdóttur, er
þær sögðu að ekkert væri gert
fyrir söngvara. Vildu þær halda
fram að fremur væri oft Ieitað
erlendis eftir söngvurum í ýmis
verk er flutt væru hérlendis og
áttu þar sennilega við bæði
Þjóðleikhús og Sinfóníuhljóm-
sveit. Má vera að þetta sé rétt, ekki
skal ég rengja þær um það og því
finnst mér ástæða til að taka
undir það með þeim að reynt verði
eins og hægt er að nota þá íslenzku
söngvara sem við eigum til þessara
verkefna, en ekki eyða kröftum og
verðmætum í að fá hingað erlend
stórmenni, sem eru ekki endilega
MAÐURINN A BEKKNUM
Framhaldssaya eftir Georges Simenon
Jóhanna Kristjónsdóttir íslenzkaói
28
eiginmaður hennar kæmi út af
salerninu.
— í þínum sporum myndi ég
ekki síður einbcita mér að
fólkinu á bekkjunum en búðun-
um hér í kring.
Hann mundi vel að hver
bekkur hafði sfna föstu kúnna
ef svo mátti orða það. Og þeir
koma og tylla sér á bekkinn
sinn á ákveðnum tímum dags-
ins.
Þeir sem framhjá ganga
veita þeim ekki athygli. Sjald-
gæft er aö maöur gefi þeim
gaum sem á bekkjunum sitja.
En þeir sem sitja á bekkjunum
þekkja hver annan. Ilann
minntist þess að kona hans
hafði einu sinni af tilviijun
tyllt sér. niður á bekk í Place
d'Anvers og farið að tala við
lítinn dreng sem sat þar.
Þannig hafði hún af tiiviljun
komizt á slóð morðingja?
— Viljið þér ég láti til
skarar skrfða í hverfinu og
geri allsherjarleit?
— Nei, fyrir alla muni ekki.
Þú skalt bara setjast á bekk og
skrafa við þá sem þar sitja.
— Já, húsbóndi, sagði
Neveau og andvarpaði og var
ekki sérlega upprifinn. Hann
hefði þrátt fyrir allt kosið að
halda göngunni áfram.
Hann hafði heldur ekki hug-
mynd um að Maigret dauðöf-
undaði hann og hefði viljað
vera í hans sporum.
4. kapituli
Jarðarför í rigningu
Daginn eítir — miðvikudag
— þurfti Maigret að vitna fyrir
rétti og eyddi drjúgum tíma
dagsins með því að bíða í
vitnaherberginu. Enginn hafði
haft hugsun á að setja hitann
á, svo að hann skalf af kulda.
Loks var þó hitinn settur á og
tíu mínútum síðar var orðið
alltof heitt.
Sá sem var fyrir rétti var
Rene nokkur Lecoer, sem hafði
drepið frænku sína með því að
berja hana í höfuðið með
flösku. Hann var ekki nema
rúmlega tvítugur, stcrkur sem
sveitanaut og hafði barnaaldlit.
Maigret var niðurdrcginn
þegar hann kom út. Ungur
lögfræðingur sem reyndi að
vinna sig í álit með því að vera
ágengur og helzt dónalegur
réðst mcð offorsi á hvert vitnið
á fætur öðru.
Þegar röðin kom að Maigrct
reyndi hann að fá fram þá
niðurstöðu að ákærði hefði
ekki játað fyrr en honum hafði
verið misþyrmt á Quai des
Orfevres, sem var auðvitað
rakin vitleysa.
— Vill vitnið gcra svo vel að
skýra okkur írá því hversu
lengi yfirheyrslan stóð yfir
skjólstæðingi mínum?
Lögregluforinginn vissi að
þessi spuming myndi koma.
— Sautján klukkutíma.
— Án þess að fá nokkuð að
borða?
— Lecœr afþakkaði smurt
brauð og samlokur sem honum
var boðið.
Lögfræðingurinn leit þýð-
ingarmiklu augnaráði á dómar
ana eins og hann vildi sagt
hafa>
— Þarna sjáið þið! Sautján
klukkutímar og án þess að fá
vott né þurrt!
Hafði Maigret sjálfur fengið
nokkuð að borða nema samlok-
ur f þessa sautján klukkutíma?
Og ekki var það hann sem hafði
drepið frænku sína!
— Viðurkennir vitnið að
hann hafi þann 7. marz klukk-
an þrjú um nóttina slegið
ákærða án þess að nein ástæða
væri til og þrátt fyrir það að
ákærði var í handjárnum?
- Nei.
— Neitar vitnið að hafa
slegið hann?
— Ég gaf honum löðrung
rétt eins og ég hefði gert við
son minn.
Aðferð lögíræðingsins var
vitlaus. Ifann átti ekki að
standa að málinu á þcnnan
hátt. En hann hafði aðeins