Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 29
i MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 29 VELVAKANDI SVARAR í SÍMA 0100 KL 10 — 11 FRA MANUDEGI rw i/jswntni ~ '(j! r mun betri en þeir íglenzku söngv- arar sem viö eigum í dag. Mér skildist einnig á þeim stöllum í sjónvarpinu að þetta hefði alltaf verið svona „þetta bara er svona og það er ekkert við þessu að gera“, sögðu þær. Vissulega er það slæmt, og hér þarf að verða breyting á, en hún gerist náttúr- lega ekki á einum degi og ekki af einum manni eða áðila. Það þarf að vinna að því að breyta eitthvað þessum viðhorfum og taka upp nýja stefnu í þessum málum ef verða má til framdráttar íslenzk- um söngvurum, sú kynslóð sem nú hefur starfað í 20—30 ár fer bráðum að víkja fyrir þeim sem eru nú í uppsiglingu og af þeirra brautryðjendastörfum má margt læra. Þeir hafa búið í haginn og aflað dýrmætrar reynslu sem eftirkomendur geta fengið í vegar- nesti. Að lokum vil ég þakka fyrir skemmtilegan þátt hjá sjónvarp- inu og eiga stjórnandi, söngkon- urnar og allir sem þar komu nálægt þakkir skilið fyrir góða skemmtun. Söngaödáandi." Þessir hringdu . . . • Ríkin f jögur Sveinn Sveinsson. „Kvennaríki, Snorrabrautar- ríki, Lindargöturíki og Skuldarík- ið. Mig hefur lengi undrað að þessum fjórum ríkjum hefur lengi verið blandað saman. Svo ólík sem þau þó eru. Skuldaríkið er að mínu viti íslenzka þjóðarbúið og er því annað ríki en hin þrjú, þótt tengsli séu þar á milli. Við þegnarnir gerum kröfur til þjóðarbúsins æði oft og nokkuð ósvífnar. En það virðist sem almenningur álíti skuldaríkið sem eitthvert einstakl- ingsfyrirtæki sem alltaf sé að plokka okkur með ýmiss konar svikabralli. Ég hef oft heyrt fólk segja að bannsett ríkið sé ekki of gott til að borga þetta eða hitt, en við gerum okkur ekki ljóst að við erum að kalla yfir okkur meiri útgjöld þegar við erum að gera stórfelldar kröfur. Ég vil nafn- breytingu og aðskilja ríkin og nefna Skuldaríki þjóðarbú eins og það raunverulega er. Myndu þá ekki kröfurnar minnka? Þetta er tillaga mín og gaman verður að vita hvernig henni verður tekið. Við sjáum til. Ekki meira um það að sinni, kannski vill einhver ræða þetta frekar." SKÁK Umsjón: Margeir Pétursson Á alþjóðlegu skákmóti í Leipzig í A-Þýzkalandi í fyrra kom þessi staða upp í skák Á-Þjóðverjanna Möhrings og Knaaks. sem hafði svart og átti leik. • Merkilegt starf „Þegar ég las greinina heilsu- samlegur matur beint úr ríki náttúrunnar, í Dagblaðinu 14.4. ‘78 minntist ég þess að ég ætlaði fyrir löngu að minnast á sams konar matargerð framkvæmda af frú Pálínu Kjartansdóttur húsmæðra- kennara, matráðskonu á Heilsu- hæli Náttúrulækningafélagsins í Hveragerði. Ég undirritaður hefi fjórum sinnum verið'á því heilsu- hæli frá tveimur vikum upp í sex vikur í hvert skipti og hefi ég ekki getað annað en dáðst að hæfileik- um Pálínu til að laga góðan og ljúffengan mat eingöngu úr jurta- ríkinu. Ég vil fyrir mitt leyti heimfæra slíka matargerð undir list. Ég tala nú ekki um framburð- inn sem lokkar mann og laðar að matnum. Það er dásamlegt að koma að sunnudagsborði frú Pálínu fagurlega skreyttu og mjög girnilegu á allan máta, svo að maður nú ekki tali um hollustu slíks matar. Mér virðist að frú Pálína Kjartansdóttir sé verðug æðsta heiðursmerki íslenzka ríkis- ins fyrir starf sitt svo frábært sem það nú er. Tugir þúsunda inn- lendra og útlendra hafa notið þessara ljúffengu og hollu rétta hennar og ekki er annað hægt en að dást að því á allan hátt. Margt fólk sem verið hefur á Heilsuhæl- inu undrast hvernig henni hefur tekist að laga svo góða fæðu úr þessum efnum. Ég þakka henni af alhug. Einnig þakka ég yfirlækni, Birni Jónssyni, fyrrverandi for- stjóra, Árna Ásbjarnarsyni, yfir- hjúkrunarkonu Guðrúnu Helga- dóttur og frú Guðrúnu Magnús- dóttur, frúnum sem hafa verið á símanum, og öllu starfsliði. Frá mínu sjónarmiði ætti að heiðra allt þetta fólk því það hefur unnið alþjóð til heilla; landsmenn allir sem aðstöðu hafið til, kynnið ykkur störf þessa fólks og metið að verðleikum. HOGNI HREKKVÍSI J lí S ... er mættur! 23. ... Re4! og hvítur gafst upp. Eftir 24. Dc8+ - Kh7 25. fxe4 - Dxb5 falla peð háns á drottning- arvæng. Ungverjinn Tompa sigraði á mótinu, hlaut 7 v. af 10 mögulegum. Næstir komu heima- mennirnir Ilennings og Knaak með 6‘/2 v. 83? SlGeA V/öGA S iiLVtMU MANNELDISFRÆÐIi Vegna mjög mikillar eftirspurnar hefjast ný námskeiö í manneldisfræöi í næstu viku. NÁMSKEIÐIÐ FJALLAR MEDAL ANNARS UM EFTIRFAR- ANDI ATRIÐI: • Grundvallaratriöi næringarfræöi. • Innkaup, vörulýsingar, auglýsingar. • Ráöleggingar sem heilbrigöisyfirvöld margra pjóöa hafa birt um æskilegar breytingar á mataræöi, til aö fyrirbyggja sjúkdóma. • Fæöuval, geró matseóla, matreiósluaóferóir (sýnikennsla) meó tilliti til áóurnefndra ráölegginga. • Mismunandi framreiósluaöferöir, dúka og skreyta borð fyrir mismunandi tækifæri. • Megrunaraóferóir. Sérnámskeió. Kynnist pvi sem nióurstöður nýjustu vísindalegra rannsókna hafa aó segja um offitu og megrunaraóferóir. MUNIÐ aó varanlegur árangur næst einungis ef grundvallarpekking á vandamálinu og meóferð pess er fyrir hendi. Rangar megrunaraóferóir eru mjög skaðlegar og geta valdió varanlegu heilsutjóni. VEIZT ÞÚ AÐ GÓÐ NÆRING HEFUR ÁHRIF Á: • Andlegan, líkamlegan og félagslegan proska allt frá frumbernsku. • Mótstöóuafl gegn sjúkdómum og andlegu álagi. • Líkamspyngd pína, AÐEINS RÉTT NÆRDUR EINSTAKLINGUR GETUR VÆNST BEZTA ÁRANGURS í NÁMI, LEIK OG STARFI. Allar nán*.ri upplýsingar eru gefnar í síma 74204 kl. 9—12 f.h. og eftir kl. 7 á kvöldin. Kristrún Jóhannsdóttir, manneldisfræóingur. Eigum fyrirliggjandi frá DUALMATIC 1 í Bandaríkjunum: Driflokur — Stýrisdempara — Hjólbogahlífar — Tilsniöin teppi á gólf — Varahjóls- og bensínbrúsa- grindur — Bensínbrúsa — Hettur yfir bensínbrúsa og varahjól — Blæjuhús á Willysjeppa, hvít og svört. Getum útvegaö blæjuhús á flestar geröir annarra fjögradrifabíla. Póstsendum. Einkaumboö á íslandi: VELVANGUR HF Hamraborg 7, Kópavogi Símar 42233 — 42257 EF ÞAÐERFRETT- NÆMTÞÁERÞAÐÍ MORGUNBLAÐINU [ w AUGLÝSINGA- ÍMM FR* 22480

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.