Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 12

Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 12
12 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 Mótmæla kjara- skerðingunni MORGUNBLAÐINU hafa borizt að undanförnu allmarsar álykt- anir verkalýðsfélaga um samn- ingamálin, þar sem félög eru hvött til að styðja við aðgerðir Verkamannasambands íslands. Miðstjórn Málm- og skipa- smiðasamhands íslands lýsti á fundi sinum 13. apríl fyllsta stuðningi við VMSÍ og sambands- félög þess í baráttuaðgerðum þeirra til að knýja fram fulia greiðslu verðbóta frá 1. marz í samræmi við gildandi kjarasamn- ingsákvæði. Jafnframt hvetur miðstjórnin aðildarfélögin tii að styðja framkvæmd aðgerða Verkamannasambandsins og að athuga með baráttuaðgerðir á félagssvæðum sínum, sem miði að þvi að hnekkja skerðingu rikis- valdsins á umsömdum verðlags- bótum eins og það er orðað „Aðalfundur Verkalýðsfélagsins Víkings, Vík í Mýrdal, haldinn sunnudaginn 16. apríl, mótmælir eindregið aðgerðum ríkisstjórnar- innar í kjaramálum og lýsir yfir fullum stuðningi við viðbrögð Verkamannasambands íslands". „Aðalfundur Verkalýðsfélags Akraness, haidinn 8/4 1978, lýsir fyllsta stuðningi sínum við áfram- haldandi aðgerðir, sem boðaðar hafa verið til þess að fá kjara- samningana í gildi á ný. Fundur- inn heitir því á öll verkalýðsfélög í landinu að taka þátt í boðun útflutningsverkfallsins sem fyrst og hrinda þeirri óhæfu, sem lög ríkisstjórnarinnar eru, að skerða jafnt verðbætur þeirra sem hafa í dagvinnu innan við 115 þúsund krónur í mánaðarlaun, en verða að taka alla yfirvinnu sem tiltæk verður til þess að framfleyta sér og sínum, og þeirra hálaunamanna og forystumanna þjóðfélagsins sem svára því hlæjandi í sjónvarp- inu, að þeir hafi því miður innviklast í kerfið með 800 til 900 þúsund króna mánaðarlaun. Ó- hætt hefði verið að ætla að þeir og fjöldi annarra hátekjumanna hefðu engar verðbætur þurft. Fundurinn heitir á samtaka- mátt verkalýðshreyfingarinnar enn sem fyrr að rétta hlut verkafólksins í landinu og láta ekki á þennan hátt ræna umsömdu kaupi láglaunastéttanna". Þá hefur blaðinu borizt eftirfar- andi tilkynning: „Fundur í Kennarafélagi Menntaskólans við Hamrahlíð, Framhald á bls. 19 Bíllinn fór niður í fjörur HÖRKUÁREKSTUR varð milli tveggja bíla á mótum Fornustrandar og Norðurstrandar á Seltjarnarnesi laust fyrir klukkan sex í gær. Þetta voru bílar af Austin og Volkswagengerð. Fór svo að Áustin bfllinn hafnaði f fjörunni fyrir neðan gatnamótin mikið skemmdur. Kona, sem var í bflnum, slasaðist á andliti. Ökumaður Volkswagenbflsins viðurkenndi hjá lögreglunni að hafa ekið á 80 km hraða. Ljósm. Friðþjófur. Fékk sér leðurstíg- vél í tilefni dagsins í gær var eitt ár liðið síðan „sjónvarpsbindindið” hófst 1 GÆR var eitt ár liðið sfðan þau Jóhanna Kristjónsdóttir, Elsa Þorsteinsdóttir, Sighvatur Björgvinsson og Stefán Jökuls- son slökktu í síðustu sígarett- unumf þætti Sigrúnar Stefáns- dóttur fréttamanns og hófu tóhaksbindindi, sem þjóðin fylgdist með fyrstu dagana á eftir. Morgunblaðið hafði í gær samband við þátttakendur og spurðist fyrir um hvernig gengið hefði. Kom þá í ljós að þau Jóhanna og Sighvatur höfðu haldið bindindið 100%, Elsa byrjaði aftur að reykja í janúar s.l. en ekki náðist f Stefán, en samkvæmt upplýs- ingum blaðsins mun hann a.m.k. farinn að reykja einn og einn vindil. Fékk sér leðurstígvél í tilefni dagsins „Ég hef staðist þessa þolraun og það hefur komið mér skemmtilega á óvart, svo og munu ýmsir aðrir undrandi líka,“ sagði Jóhanna Kristjóns- dóttir blaðamaður. — Ég varð þess vör í fyrra að ég var talin líkleg til falls fljótlega af því hvað ég var hreinskilin í kvört- unum mínum, en þar með fékk ég útrás sem var bara til hjálpar. Ég var núna að koma utan úr búð og keypti mér þar húðvæn leðurstígvél í tilefni merkisdagsins. Ég hef lagt peningana fyrir að mestu. Líðan mín andlega sem iíkamleg var ágæt fyrir og hefur ekki breytzt svo að ég finni. Sem betur fer finnst mér til dæmis alveg jafngott að sofa á morgnana og sprett ekki upp eins og fjöður við sólarupprás. Ég hef ekki hugsað mér að hefja reykingar á ný, ég hef lagt það hart að mér að ég vil ekki eyðileggja árang- urinn. Það kemur fyrir að mig langar í sígarettu — svona stundum og þó sérstaklega á kvöldin." Hættur að hugsa um sígarettur „Ég er svo gjörsamlega hætt- ur að hugsa um sígarettur og ég gerði mér hreinlega ekki grein fyrir því að eitt ár væri liðið siðan við hættum," sagði Sig- hvatur Björgvinsson alþingis- maður. „Ég hef á þessu eina ári tekið reyk í 3—4 skipti og alltaf orðið illt af því svo ég vona að ég sé hólpinn. Eg fann greini- legan mun á mér fyrst á eftir, manni Ieið miklu betur. Því miður hef ég nú ekki lagt neitt til hliðarfyrir hnattferðinni, sem ég hafði reiknað út að mætti fá fyrir peningana sem spóruðust. Ríkisstórnin sér fyrir því að maður sér af peningunum jafnóðum.“ Sprakk eftir 9 mánuði Ekki náðist í Elsu Þorsteins- dóttur talsímakonu, þar sem hún liggur nú á sjúkrahúsi en eiginmaður hennar, Karl Einarsson, sagði i gær að Elsa hefði byrjað að reykja aftur í janúar eftir 9 mánaða bindindi. Sagði Karl að Elsa væri að hugsa um að byrja í tóbaksbind- indi aftur. Þá náðist ekki í Stefán Jökuls- son kennara. Hann starfar nú á Hallormsstað og símstöðin þar lokaði klukkan 18 í gær. Sam- kvæmt þvi sem blaðið hefur fregnað hefur Stefán a.m.k. tekið einn og einn vindil en ekki er vitað nánar um framgang bindindisins hjá Stefáni. Þau slökktu í síðustu sígarettunum fyrir réttu ári, Jóhanna, Stefán, Elsa og Sighvatur, talið frá vinstri. Dýrasýning í Laugar- dalshöll 7. maí n.k. F J Á RÖFLUN A RN EFND dýra- spítala Watsons heldur árlega dýrasýningu sunnudaginn 7. maí í Laugárdalshöll, og verður öllum ágóða varið til tækjakaupa fyrir - dýraspítalann, að því er segir í fréttatilkynningu frá undirbún- ingsnefndinni. Á sýningunni verða ýmsar teg- undir af dýrum svo sem hundar, geitur, marsvín, ennfremur 15 tegundir af fuglum, dúfur, dverg- hænsni, skjaldbökur og kanínur. Þá koma Fáksmenn í heimsókn, og er gert ráð fyrir mörg hundruð manna hópreið. Fáksmenn ætla einnig að kynna yngri kynslóðinni hestana og verður þeim leyft að bregða sér á bak. Guðrún Á. Símonar kemur á sýninguna með fagúrt lið katta og sýndar vi-rða hlýðnisæfingar hunda. Veitingar verða á boðstólum í Laugardalshöll og sjá Fákskonur um framleiðsiu þeirra. N áttúruvemd- arþing NÁTTÚRUVERNDARÞING, hið þriðja í röðinni, verður haldið dagana 29. og 30. apríl næstkom- andi. I náttúruverndarlögum, sem í gildi gengu vorið 1971, eru ákvæði um að náttúruverndarþing skuli haldið þriðja hvert ár og var fyrsta þingið háð í Reykjavík í apríl 1972. Á náttúruverndarþingi er fjall- að um náttúruvernd landsins og gerðar tillögur um þau verkefni, sem brýnast er talið að leysa. Skýrsla náttúruverndarráðs er lögð fram og rædd. Þá kýs þingið 6 menn í náttúruverndarráð og 6 menn til vara, en formann og varaformann skipar menntamála- ráðherra. Rétt til setu á náttúruverndar- þingi eiga fulltrúar allra náttúru- verndarnefnda, en þær starfa í hverri sýslu og kaupstað. Auk þess fulltrúar allmargra samtaka og stofnana, fulltrúar allra þing- flokka og náttúruverndarráðs- menn. Þingið verður haldið á Hótel Loftleiðum í Reykjavík Á náttúruverndarþinginu í vor verða ýmis mikilvæg mál tekin til meðferðar. Þar á meðal má nefna meðferð auðlinda, verndun vatns- og jarðhitasvæða, staðarval iðnað- ar, fræðslu um náttúruvernd, mengunarmál, umferðarrétt um landið og endurskoðun náttúru- verndarlaga. Náttúruverndarráð undirbýr þingið og veitir skrifstofa ráðsins allar nánari upplýsingar. Sovésk kvik- mynd um ferð for- sætisráðherra SOVÉSK kvikmynd um opinbera heimsókn Geirs Hallgrímssonar forsætisráðherra til Sovétríkjanna á síðasta ári verður sýnd almenn- ingi ásamt fleiri myndum í MÍR salnum, Laugavegi 178, 29. apríl n.k. í fréttatilkynningu frá MÍR segir, að .með kvikmvndinni um ferð forsætisráðherra verði sýndar tvær stuttar myndir. Önnur nefn- isl „Niöjar Ingólfs", kvikmynd með ensku tali, sem sovéskir myndatökumenn gerðu í tilefni 1100 ára afmælis Islandsbyggðar. Þriðja kvikmyndin, sem sýnd verður, er elst og fjallar um ferð nokkurra íslendinga til Sovétríkj- anna á árinu 1956. Myndirnar þrjár verða sýndar á laugardaginn kl. 14 og kl. 15.30.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.