Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978
23
j radauglýsingar — raðauglýsingar — raðauglýsingar
fundir
mannfagnaöir
Aðalfundur Skógræktar-
félags Reykjavíkur
veröur haldinn miövikudaginn 26. apríl kL
20.30 í Félagsheimili Hreyfils, gengiö inn frá
Grensásvegi.
Funarefni:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Stjórnin
Hestamanna-
félagið Gustur
Hesthúsaeigendur í Glaöheimum. Muniö
fundinn í Félagsheimili Kópavogs, fimmtu-
daginn 27. apríl kl. 20.30.
Unglinganámskeiðin byrja mánudaginn 1.
maí kl. 14 í Glaöheimum.
Leiöbeinandi Sigurborg Daöadóttir.
Upplýsingar hjá Bjarna Sigurössyni og í
símum 10160 og 66699.
Gustur.
I
I
Aðalfundur
Aðalfundur Félags framleiöslumanna verö-
ur haldinn aö Óöinsgötu 7, 4. hæö,
miövikudaginn 26. apríl 1978, kl. 14.30.
Dagskrá:
Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál.
Félagsmenn, mætiö vel og stundvíslega.
Stjórnin.
Aðalfundur
Körfuknattléiks
deildar
Vals
veröur haldinn aö Hlíöarenda, fimmtud. 27.
4. kl. 20.
Venjuleg aöalfundarstörf.
Önnur mál. Stjórnin.
v EF ÞAÐ ER FRÉTT-
i^PNÆMT ÞÁ ER ÞAÐ í
\L.morgunblaðinu
Aðalfundur
Fjárfestingafélags íslands h.f., áriö 1978
veröúr haldinn aö Hótel Sögu, Lækjar-
hvammi, fimmtudaginn 11. maí n.k. kl. 17.
Á dagskrá eru venjuleg aðalfundarstörf.
Aögöngumiöar og atkvæöaseölar veröa
afhentir á skrifstofu Fjárfestingafélagsins
að Grendásvegi 13, 3 síöustu virka daga
fyrir fundardag, og til hádegis á fimmtudag
11. maí.
Garðeigendur
Tökum aö okkur standsetningu lóða,
hellulagnir, hleöslur, þakningu, plöntun og
önnur garöyrkjustörf.
Blómabúöin Dögg,
símar 33978 og 53848.
Fuglahundar
2—3 hvolpar mjög efnilegir af úrvals
veiöihundakyni, veröa seldir, ef góöir
húsbændur finnast handa þeim.
Þeir aöilar, sem eru í aöstööu til aö þjálfa
veiðihunda og hafa útivist og sportveiðar,
sem aöaláhugamál eru vinsamlegast beðnir
aö leggja nafn sitt og símanúmer inn á afgr.
Mbl. merkt: „Þaö bezta — 3609“, sem allra
fyrst.
— Minning
Einar
Framhald af bls. 18
ekki öllum gefin. Guð blessi þeim
ógengin spor. Frá okkur streyma
hlýjar kveðjur samúðar og trega.
Starfsfólk Leikfélags
Vestmannaeyja.
í dag verður vinur minn Einar
Þorsteinsson rakarameistari til
moldar borinn. Það var einn af
síðustu vinnudögum fyrir páska að
ég kom á rakarastofuna til hans
þar sem hann vann hér í borg. Ég
sá samstundis að hann var sár-
þjáður. Þetta kom mér að vísu ekki
á óvart, því að Einar var búinn að
vera meir og minna veikur lang-
tímum saman og því næsta furðu-
legt að hann skyldi mæta til vinnu.
A sjúkrahús og til vinnu aftur var
orðinn fastur liður á lífsbraut
hans nú síðustu- ár. Já, standa
meðan stætt var hans boðorð, það
var líka ósvikið haldið. Þvílíkur
hetjuskapur. Mín fáu orð gefa hér
hvergi nærri næga lýsingu.
Ég heilsaði glaðlega eins og ég
var vanur en hugsaði mig um
hvort ég ætti að fara í stólinn.
Vinurinn tók af mér ómakið og
sagði strax að ég þyrfti að fá
klippingu fyrir páska. Ég lét hann
ráða en sagði sem svo að ekkert
lægi á og hann skyldi bara taka
þetta rólega. Ekki stóð á svari.
„Ætli ég dundi ekki við þetta eins
og venjulega." Ekki vantaði hið
netta og góða handbragð þótt
svona stæði á. Einar var frábær í
sínu fagi. Ósjálfrátt kviknaði sá
grunur minn að þetta væri okkar
síðsti fundur. Hann lét líka þau
orð falla að líklega gæti ekkert
orðið úr þeim ráðagerðum sem við
töluðum um fyrir nokkrum mán-
uðum. Það stóðst.
Ég kynntist Einari Þorsteins-
syni fyrst í Vestmannaeyjum
þegar ég var þar á vegum leik-
félags staðarins. Hann var einn af
máttarstoðum leikfélagsins i Eyj-
um, og hafði sjálfur brennandi
áhuga fyrir starfseminni. Einar
skildi eftir sig margan skemmti-
legan og minnistæðan karakter.
Hann gerði sér far um að kynna
sér vel hlutverkið áður en hann fór
að vinna það, fór sér hægt, byrjaði
á byrjuninni, en skilaði hlutverk-
inu. Það var ánægjulegt að vinna
með honum. Alúð, vandvirkni og
samviskusemi einkenndi hans
vinnubrögð, hvort sem var í leik
eða öðru starfi.
Þrátt fyrir mikið starf á rakara-
stofunni sinni átti hann annað
áhugamál. Honum þótti gaman að
dusta af sér rykið og ganga inn í
Dal og slá nokkur högg með
kylfunum sínum. Þar hitti hann
líka fyrir vini sína og viðskiptavini
hressa og káta. Einu sinni fór ég
með honum mér til skemmtunar í
besta veðri og brá'á leik. Eftir að
hafa farið einn hring eða svo mæti
ég mínum manni sem hafði staðið
sig vel. Hann leit á mig og spurði:
„Hvar eru allar kúlurnar þínar?"
„Þær eru í tjörninni," sagði ég
vandræðalega. „Það stendur
heima, það eru aðeins utanbæjar-
menn sm slá þær þangað." Ég
komst ekki hjá að sjá brosið hans.
Slík var kímnigáfa hans sem hann
notaði aðeins á réttum tíma og á
réttum stað.
Ég átti margar ánægjulegar
stundir með honum utan leikhúss-
ins á hans ágæta heimili í
Vestmannaeyjum. Endurminning-
in verður ekki frá okkur mönnun-
um tekin og seint mun minningin
gleymast um þennan góða dreng.
Fjölskyldu hans votta ég samúð
mína.
Ilöskuldur Skagfjörð
Fáein kveðjuorð um góðan
dreng, vin og mág. Um uppruna
hans og æskuár læt ég aðra um
fjalla. Nú eru hart nær þrjátíu og
fimm ár síðan okkar kynni hófust,
þá vorum við ung og lífið lék við
okkur. Ekki kannski eins og lifið
leikur við ungmenni nú til dags, en
við tókum því eins og við vorum
menn til og reyndum að nýta þau
tækifæri sem gáfust og þar stóð
Einar sig með afbrigðum vel.
Arið 1946 gengur hann að eiga
systur mína Henny Dagnýju, allt
lék í lyndi. Tveim árum síðar býðst
þeim tækifæri til að flytjast til
Vestmannaeyja og þar með að
hefja sjálfstæðan atvinnurekstur
sem var 'þeirra draumur. Við
systur sem örlög höfðu aldrei
aðskilið nema stuttan tíma í senn
urðum nú að skilja en hugguðum
okkur við að þetta yrði nú ekki
nema fáein ár, skipti ekki máli
enda tíðförult milli lands og Eyja.
Dvöl þeirra í Vestmannaeyjum
varð í tuttugu og fimm ár, og á
þessum mörgu árum skeði margt.
Ungu hjónin komu sér vel fyrir og
allt var fullkomnað þegar þau eftir
tíu ára hjúskap eignuðust sitt
fyrsta barn, soninn Pál Heimi og
svo þrem árum síðan dótturina
Arnfríði. Þeirra hamingja var
fullkomin. Hafi óskabörn fæðst á
íslandi leyfi ég mér að fullyrða að
þessi börn eru í þeirra hópi.
Einar og Henny fluttu til
Vestmannaeyja meö lítinn farang-
ur og léttan sjóð, en þegar börnin
voru komin var unnið af tvöföldu
kappi, byggt hús og allt miðaðist
við þarfir barnanna þeirra, sem
sagt þetta var fullkomið. En slík
ánægja og yndi gat ekki varað
lengi. Fyrir rúmum sex árum fékk
Einar sinn dóm, hann þessi stóri
og sterki maður var kominn með
sjúkdóminn ægilega, krabbamein.
Litlu síðar verður svo eldgosið í
Heimaey. Einar og Henny flúðu til
lands eins og aðrir heimamenn,
snauðari að veraldlegum auð en
þegar þau komu, en að öðru leyti
ríkari; nú voru börnin tvö með. Nú
var að standa sig, finna sér
samastað og búa um sig á nýjan
leik. Þetta hefur tekist vonum
framar.
Mér eru efst í huga þessi síðustu
ár, aldrei heyrðist víl eða vol hjá
þeim; hvern einasta dag sem Einar
gat á annað borð staðið í fæturna
lét hann sig ekki vanta til vinnu.
Það var gott að koma á heimili
þeirra, aldrei var kvartað eða látiö
sem ekkert væri að. Þegar ég hrjáð
og lítilsmegnug fór að finna systur
mína og börnin, langaði að hugga
en vantaði orð, komst ég að því að
þessi kærleiksríki faðir og vernd-
ari hafði leitt börnin í allan
sannleikann og bi'iið þau undir
hvernig best væri að bregðast við
þegar að endalokum kæmi. Þá
hugsaði ég, að þennan mann hefði
ég aldrei þekkt að fullu, siíkt
karlmenni væri vandfundið í lífi
venjulegs manns.
Megi sá guð sem þau trúa á
styðja þau þrjú sem eftir lifa.
Öllum vandamönnum sendi ég
mínar innilegustu samúðarkveðj-
ur.
Drottinn minn gef þú dánum ró,
hinum líkn sem lifa.
Ólöf Sigurjónsdóttir.
+
raöir okkar, tengdafaöir, afi og langafi,
JÓHANNES LAXDAL,
lést aö Hrafnistu, 24. apríl s.l.
Guörún Laxdal, Magnús Arnfinsson,
Guðmundur Laxdal, Sigríöur Siguröardóttir
Sesselja Laxdal, Höröur S. Guðmundsson.
barnabarna og barnabarnabarna.
Eiginkona mín og móöir okkar,
LÁRA HÓLM,
frá Eskifirði,
Hjaröarholti 15, Akranesi,
lézt á Sjúkrahúsi Akraness 23. apríl. Jaröarförin fer fram frá Akraneskrikju
29. apríl kl. 2 e.h.
Þeir sem vildu mlnnast hennar láti Sjúkrahús Akraness njóta þess.
Hallur Gunnalugsson og börn.
+
Hjartkær eiginmaöur minn, faöir, tengdafaöir og afi,
GÍSLI JÓN EGILSSON,
kaupmaöur,
Merkurgötu 11, Hafnarfiröi
lést 22. apríl.
Sigrún Þorleifsdóttir,
börn, tengdabörn og barnabörn.
+
Eiginmaður minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi,
GUNNAR SVANHÓLM JÚLÍUSSON,
Hjaltabakka 30,
veröur jarðsunginn frá Bústaöarkirkju, fimmtudaginn 27. apríl kl. 1.30.
Rósa Kolbeinsdóttir,
Guörún Gunnarsdóttir, Ásgeir Sigurösson,
Kolbrún Gunnarsdóttir, Birna Gunnarsdóttir,
og barnabörn.
+
Inniiegar þakkir færum viö öllum, sem vottuöu okkur samúö og hlýhug viö
andlát og útför elskulega drengsins okkar,
BJÖRNS JÓSEFS GUNNLAUGSSONAR,
Stekkjarflötum,
Guö blessi ykkur öll,
Guörún Kristjánsdóttir, Gunnlaugur Halldórsson,
dœtur og tengdasynir.