Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 1
32 SÍÐUR 85. tbl. 65. árg. MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Handtökuskípaiiir vegna ráns Moros Rómaborg, 25. apríl. Reuter — AP. í DAG var gefin út í Rómaborg heimild til að handtaka níu manns vegna ránsins á Aldo Moro, á sama tíma og ítalir biðu af eftirvæntingu eftir fréttum um afdrif Móros vegna neitunar stjórnarinnar um að láta lausa 13 fangelsaða skæruliða í skiptum fyrir Moro. í dag hringdu fjölmargir í fréttastofuna ANSA og sögðu, að Moro hefði verið tekinn af lífi, en talið var að um gabb hefði verið að ræða í öllum tilvikum og engin hringinganna verið frá Rauðu herdeildinni. Þá sendi fjölskylda Moros honum bréf í kvöld um að hún vonaðist til að heimta hann á lífi. í handtökuheimildinni sem Luci- ano Infelisi saksóknari gaf út í dag er sex af níu mönnum gefið að sök að hafa framið fjöldamorð, mann- rán og stofnað vopnaða bófasveit. Þessir sex eru Prospero Gallinari, Corrado Alunni, Enrico Bianco, Hinum þremur, Franco Pinna, Patrizio Pecci, Susanna Ronconi og Oriana Marchioni. Þau eru kunn fyrir aðild sína að Rauðu herdeildinni og hefur lögreglan alla tíð frá ráni Moros lýst eftir þeim til yfirheyrslu. Þessi uppdráttur sýnir hvar Japaninn Sugano og Kóreumaðurinn Tae-wan sátu f kóreönsku farþegaflugvélinni. Þeir létust þegar sovézka orrustuþotan gerði skotárás á vélina. Afstaða orrustuþotunn- ar sést einnig á myndinni. Valerio Morucci og Adriana Far- anda, lýsir lögregla sem vinstri- sinnuðum öfgamönnum sem ekki eru tengdir Rauðu herdeildinni. Efnt var til mikilla mótmæla við hryðjuverkum um alla Ítalíu í dag um leið og fagnað var, að 33 ár eru liðin frá því að þjóðin losnaði undan oki fasismans. Þúsundir manna tóku þátt í mótmælunum og kom til smávægilegra átaka í Róm í lok mótmælagöngu vinstri- sinnaðra námsmanna sem báru spjöld með áletruninni: „Burt með hryðjuverk stjórnvalda, burt með Rauðu herdeildina.“ Fjögur ung- menni voru færð á sjúkrahús eftir Framhald á bls 18. Simamynd AP Eiginkona Aido Moros, frú Eleon- ora Moro. Myndin er tckin í fyrra og í baksýn sést maður hennar. Hafréttarráðstefnan: Ekki upp- kast í Genf Genf. 25. aprfl. AP FLESTAR sendinefndir á Ilaf- réttarráðstefnu Sameinuðu þjóðanna í Genf. þar sem nú er haldinn sjöundi fundur ^ráð- stefnunnar, eru á þeirri skoðun að ekki verði gengið frá hafrétt- arsáttmála á yfirstandandi fundi og til þess þurfi að minnsta kosti einn fund tii 'viðbótar. Ilamiiton Shirley Amera- singhe. forseti ráðstefnunnar. hvatti ráðstefnu fulltrúa í dag til að reyna að miðia málum og slaka á kröfum sínum. þar sem upp væri komið alvarleg staða í samningavið- ræðunum. „Ráðstefnan ber ár angur ef við komumst að samkomuiagi en ef það mis- tekst má búast við hatrömmum Framhald á bls 18. Vorster fellst á siálfstæði Namibíu IIofðaborK. Samcinuðu þjtiðunum. WashinKton. 25. aprfl. AP. Reutcr. JOHN Vorster forsætisráð- herra Suður-Afríku skýrði frá því í dag að stjórn hans hefði fallizt á tillögur fimm vestrænna ríkja um frið í Suðvestur-Afríku (Namibíu) og sjálfstæði landsins. Hefur ákvörðun stjórnarinnar hvarvetna verið vel tekið. Vorster sagði að ákvæði í tillögunum um að öryggis- sveitir frá Suður-Afríku yrðu í Suðvestur-Afríku eft- ir sjálfstæðið ef kjörið þing landsins óskaði þess, hefði ráðið úrslitum um afstöðu stjórnar sinnar til tillagn- anna. Með þessari tilkynningu Vorsters líta sérfræðingar svo á, að ekkert sé því til fyrirstöðu að efnt verði til almennra kosninga í Suðvest- ur-Afríku og að landið hljóti sjálfstæði 31. desember, eins og tillögur Bandaríkja- manna, Breta, Frakka, Vest- ur-Þjóðverja og Kanáda- Eldflaug var skotið að farþegaþotunni Seoul. Moskvu, Tókýó. London, 25. aprfl. AP. Rcutcr. BREZKA blaðið Daily Telegraph hefur það í dag eftir háttsettum foringja norska flughersins í bænum Kirkenes við landamæri Noregs og Sovétríkjanna, að sovézka orrustuþotan, sem skaut að kóreönsku farþegaflugvélinni, hafi skotið eldflaug sem að líkindum sprakk rétt við farþegavélina. Norski liðsforinginn segir þetta niðurstöðu af úrvinnslu gagna frá radarmælingum á svæðinu þar sem skotið var á farþegaflugvélina. Jafnframt skýröi utanríkisráð- herra Japana, Sunao Sonoda, frá því í dag að stjórn landsins færi hugsanlega fram á skaðabætur frá Sovétmönnum vegna dauða Japan- ans Yoshítake Sugano í skotárás- inni á vélina. Læknir sem krufði lík Sugano sagði í dag, að hann hefði , ekki látizt ef hann hefði hlotið aðhlynningu lækna innan tveggja klukkustunda frá skot- árásinni, þar sem mikilvægustu líffæri hefðu ekki skaddazt í skotárásinni. Læknirinn sagði að Sugano hefði blætt út. Haft var eftir háttsettum em- bættismanni sovézka utanríkis- ráðuneytisins í dag að flugstjóri og siglingafræðingur kóreönsku vélarinnar hefðu verið fluttir til Leningrad vegna frekari rann- sóknar á málum farþegaþotunnar. Blaðið Joong-ang í Seoul hefur eftir bandarískum embættismönn- um, sem eru milligöngumenn stjórnarinnar í Seoul í máli tvímenninganna, að þeir verði lausir úr haldi ef til vill innan viku. Aðrir sovézkir embættismenn, sem ekki vildu heldur láta nafna sinna getið, sögðu í dag að skotið hefði verið á farþegaflugvélina samkvæmt fyrirmælum beint frá Moskvu. Embættismaðurinn sagði að skotið hefði verið á vélina eftir að hún hafði flogið í tvær klukku- stundir í sovézkri lofthelgi, án þess að sinna talstöðvarköllum, alþjóð- legum merkjum tveggja orrustu- þota um að vélin skyldi fylgja þeim eftir og lenda og merkjaskot- um sem var skotið við nef vélarinnar. Embættismaðurinn sagði að reynt hefði verið að ná sambandi við vélina á öllum venjulegum bylgjulengdum frá jörðu niðri en án árangurs. Framhald á bls 18. manna gera ráð fyrir. Til- lögurnar eiga einungis eftir að hljóta samþykki Sam Nujoma, leiðtoga Blökku- mannasamtakanna SWÁPO, sem Sameinuðu þjóðirnar telja eina lögmæta fulltrúa Suðvestur-Afríku, og Öryggisráðs SÞ. Nujoma lýsti því yfir á sérstökum aukafundi Alls- herjarþings SÞ um málefni Suðvestur-Afríku, að hann afneitaði alls ekki málamiðl- unartillögu hinna fimm vest- rænu ríkja. Þegar hann frétti af ákvörðun stjórnar Vorst- ers var hann stuttorður og sagði: „Hún er hans mál.“ Donald Jamiesson utan- ríkisráðherra Kanada, helzti talsmaður ríkjanna fimm, sem lögðu fram málamiðlun- artillögu til lausnar deilunni um Suðvestur-Afríku 30. Framhald á bls 18. Siniamynd AP Tárin streyma niður kinnar Shigeru Sugano þar scm hann heldur á mynd í sorgarborða af föður sínum. Faðir Shigeru, Yoshitaka, lézt í skotárás sov- ézkrar orrustuþotu á kóreönsku farþegaflugvélina sem neydd var til að lenda í Rússlandi. Myndin af Shigaru, sem er 10 ára, var tekin á Tókýó-flugvelli þar sem hann tók á móti kistu föður sins. Haig neitar New York, 25. apríl. AP. ALEXANDER Haig hershöfð- ingi. yfirmaður herafia NATO. neitaði í dag fréttum um að hann hefði hótað að segja af sér vegna ágreinings við stjórn Carters forseta um nifteinda- sprengjuna og önnur mál. Haig hefur ekki farið dult með óánægju sína með þá ákvörðun stjórnarinnar að fresta smíði nifteindasprengju, en hann neit- aði í dag að láta nokkuð eftir sér hafa um fréttir þess efnis að ágreiningur út af þessu máli og Framhald á bls 18.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.