Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 16

Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 16
16 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRIL 1978 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 17 Utgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri Ritstjórn og afgreiósla Auglýsingar Áskriftargjald 2000.00 í lausasölu hf. Arvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guðmundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson Aðalstræti 6, sími 10100. Aóalstræti 6, sími 22480. kr. á mánuói innanlands. 100 kr. eintakið. Þjóðarsátt Til þess að vinna bug á verðbólgunni þurfum við íslendingar að gera eins konar þjóðarsátt. Ríkisstjórn, þjóðþingið og hagsmunaaðilar á vinnu- markaðnum þurfa að ná víðtækri samstöðu um þær ráðstafanir, sem duga. Við náum aðeins takmörkuðum árangri, ef stöðugt stríð ríkir á vinnumarkaðnum og hinir ýmsu hagsmunahópar annars vegar og ríkisstjórn og þing hins vegar, eru í stöðugu reiptogi um stefnuna í efnahags- og kjaramálum. Það er sérstök ástæða til að minna á þau ummæli í ræðu dr. Jóhannesar Nordals á ársfundi Seðlabankans, að þörf væri samræmdrar stefnu í efnahagsmálum, sem styðst ekki aðeins við þingfylgi ríkisstjórnar heldur nýtur einnig viðurkenn- ingar og skilnings hagsmunasamtaka almennings. Þær ráðstafanir, sem ríkisstjórnin gerði í efnahags- málum fyrr í vetur voru óhjákvæmilegar. Það vita jafnt forystumenn verkalýðshreyfingarinnar sem aðrir. Þeir hafa hins vegar talið, að þeir stæðu ekki í stöðu sinni sem forystumenn hagsmunasamtaka almennings nema þeir mótmæltu harðlega skerðingu kaupgjaldsvísitölu og fylgdu þeim mótmælum eftir með aðgerðum. Hugsunin, sem býr að baki mótmælaaðgerðum verkalýðshreyfingarinnar er sú, að sýna í eitt skipti fyrir öll, að ríkisstjórnir geti ekki með þessum hætti skert gildandi kjarasamninga án þess að finna fyrir því. Viðbrögð almennings í landinu hafa hins vegar ekki verið með þeim hætti, að verkalýðsforingjarnir geti túlkað þau sem stuðning við þessa stefnu. Og enda þótt verkalýðssamtökin séu voldug almannasamtök eru þau ekki hafin yfir lög og rétt. Þjóðin kýs sitt þing og þingið ríkisstjórn til þess að hafa á hendi meðferð málefna þjóðarinnar um fjögurra ára skeið og verkalýðshreyf- ingin verður að sætta sig við þá staðreynd eins og aðrir og eins og verkalýðssamtökin í Noregi hafa t.d. gert. Þótt aðgerðir verkalýðssamtakanna hafi að mjög verulegu leyti runnið út í sandinn og berlega hafi komið í ljós, að verkalýðsforingjarnir njóta mjög lítils stuðnings fólks í þessum mótmælaaðgerðum er það engu að síður staðreynd, að þær skapa óróa og óþægindi á vinnumarkaðnum og eru þjóðinni dýrar. I öllum mannlegum samskiptum fer betur á því, að sættir ríki en sundurlyndi og átök. Það á einnig við um ástandið á vinnumarkaðnum nú. Vera má, að einhverjum finnist sem stundum sé nauðsynlegt að í odda skerist og það kann að vera rétt, að stundum sé það óhjákvæmilegt, en eins og nú er ástatt í íslenzkum efnahagsmálum, þegar óðaverðbólga hefur geisað í landinu um fimm ára skeið og hefur nú þegar haft djúpstæð áhrif á sálarlíf þjóðarinnar, eins og Seðlabankastjóri komst að orði í ræðu sinni í fyrradag, er fremur þörf á sáttum en sundurlyndi. Þess vegna þurfum við nú á að halda sáttargerð, sem þjóðin öll á aðild að. Sáttargerð, sem hefur það meginmarkmið að ráða bót á þeim vanda, sem nú liggur eins og mara á öllum þjóðfélagsþegnum, einstaklingum, atvinnufyrirtækjum og þeim, sem veita forstöðu opinberum málum. Margt hefur áunnizt á undanförnum fjórum árum, en margt er enn ógert. A þessu ári gefst okkur tækifæri til að stýra verðbólgumálunum í réttan farveg. Til þess að svo megi verða, þurfa kjara- samningarnir, sem væntanlega verða gerðir öðru hvoru megin við áramótin að hafa það meginmarkmið að ráða niðurlögum verðbólgunnar, en forsenda slíkra samninga er að friðsamlegt ástand skapist á vinnumarkaðnum og að þjóðarsátt verði gerð, sem þing og ríkisstjórn, innuveitendur og verkalýðssamtök eiga aðild að. Þjóðarsátt, sem stefnir að því að létta þeirri þungu sálrænu byrði af þessu þjóðfélagi, sem óðaverðbólgan er. Morgunblaðið vill hvetja til slíkrar þjóðarsáttar. Kostnaður við gjaldmiðíls- skipti yrði 310 milljónir Verði nafni gjaldmiðilsins . IHB 'M ^SZSíSSSSSr Seðlabankinn kynnir tillögur að nýjum seðlum og mynt: breytt kemur helzt til greina að taka upp heitið mörk Forráðamenn Seðlabankans kynna tillögur að nýjum seölum og mynt. Frá vinstri, Jón Skaftason, formaður bankaráðs, Jóhannes Nordal, bankastjóri og formaður bankastjórnar, Guðmundur Hjartarson bankastjóri og Stefán Þórarinsson starfsmannastjóri. Ljósm. Mbl.: RAX. „Viö höfum ekki tekið aðra afstöðu til Þess, hvort ástæða sé til aö taka upp nýtt nafn í staö krónunnar samfara gjaldmiðilsbreytingu en pá, að verði Það gert, pá finnst okkur ekki annað koma til greina en heitið mörk, sem er einmítt gömul íslenzk verðein- ing. Við látum pví nafnbreytingu liggja milli hluta nú, en ástæður pess að við höfum tekið af skariö og lýst ein- dregnu fylgi við gjaldmiðilsbreytingu eru einkum tvær. Fyrst og fremst teljum við okkur hafa greint mjög greinileg merki að undanförnu um Það aö afstaða almennings sé að breytast Þannig að menn hafi nú áhuga á breytingu og Það er talið, að breyting geti haft hagstæö sálræn áhrif til að auðvelda glímuna við efnahagsvand- ann og Þá fyrst og fremst veröbólg- una. i öðru Jagi verðum viö nú hvort sem er að gefa út nýjar seðla- og myntraðir". Svo fórust m.a. Jóhannesi Nordal, seðlabankastjóra og formanni bankastjórnar Seðlabankans, orö er blaðamönnum voru í gær kynntar pær tillögur að nýjum seðlum og myntum, sem unniö hefur verið að á vegum bankans. Meö ákvörðun í haust á gjaldmiðils- breytingin að geta tekið gildi í ársbyrjun 1980. Aö sögn Jóhannesar ætti breytingin að geta gengiö yfir á nokkrum vikum. „Við myndum sjá til pess að á fyrsta degi ársins yrði skipt um í öllum peningastofnunum lands- ins, Þannig að ekkert færi út nema nýtt og allt gamalt, sem inn kæmi, yröi tekið úr umferð. Þannig ætti breyting- in að ganga nokkuð hratt fyrir sig og við vonum að Þaö yrði á aðeins fáum vikum,“ sagði Jóhannes. Hér fer á eftir greinargerð sú, sem forráðamenn Seðlabankans afhentu blaðamönnum í gær. „Áframhaldandi verðbólguþróun, sem haft hefur í för meö sér mjög öra verðrýrnun krónunnar síöastliðin ár, kallar nú óhjákvæmilega á frekari endurskoðun á mynt- og seölastærð- um, sem eru að ýmsu leyti orðnar óhagkvæmar í útgáfu og notkun. Kemur þar fyrst til, aö mikil þörf er fyrir nýja og verðmeiri seðla. Hvílir meginþungi seölaútgáfunnar á 5000 króna seölum og er hlutdeild þeirra í seðlamagninu nú um 83 af hundraöi, eða meira en hlutdeild 1000 króna seöla var, þegar 5000 króna seðlar komu fyrst í umferö í apríl 1971. í öðru lagi hefði það einnig mikla hagkvæmni og vinnusparnað í för með sér að gefa út verðmeiri mynt í stað minnsta eða minnstu seölanna. Að fjölda til er nú liðlega helmingur seðlamagnsins í 100 króna seölum og er endingartími þeirra aðeins um 10—11 mánuðir. Er endurnýjun þeirra því mjög kostnaöarsöm og geysileg vinna er í peningastofnunum og Seðla- banka við greiningu þeirra, talningu og pökkun. Gegnir ööru máli um mynt, sem enst getur í áratugi og er greind og talin í vélum, þar sem mannshöndin kemur vart nærri. í þriðja og síöasta lagi þarf að endurskipuleggja myntút- gáfuna meö tilliti til útlits, stæröar og þyngdar. Þegar ákveðin var stærö þeirra mynta, sem nú eru látnar í umferð, var sá vandi á höndum, aö hinar nýju myntir urðu aö vera annarrar stærðar en þær úreltu myntstærðir, sem í umferð voru. En eftir innköllun gömlu myntarinnar, hefur skapast tækifæri til aö breyta þeim myntstærö- um, sem eftir eru í umferö, því segja má, að þær séu allar of stórar og dýrar í framleiðslu miöaö viö verðgildi. Af þessum ástæðum hefur um nokkurt skeið verið unnið aö útgáfu nýrra seöla og myntar, þar sem gert er ráö fyrir, að bæði útliti og stærö einstakra seðla og myntar verði veru- lega breytt frá því sem nú er. Er undirbúningsvinna í þessum efnum nú langt á veg komin og hafa listamenn þeir, sem fengnir voru til að teikna hinn nýja gjaldmiöil, skilað tillögum sínum. Er aö því stefnt, að hægt verði að byrja framleiöslu á nýjum myntum og seðlum snemma á næsta ári, hvort sem verðgildi krónunnar verður aukið eða ekki. AÐ HVERJU BER ____________AD STEFNA______________ Á liðnum árum hefur sú skoöun alloft veriö látin í Ijós, að æskilegt væri aö auka verögildi krónunnar. í stuttu máli er forsagan sú, aö árið 1962 lagði stjórnskipuö nefnd til, aö tífalda bæri verðgildi krónunnar, en sú tillaga náði ekki fram aö ganga. Tíu árum síðar kom fram á Alþingi tillaga til þingsályktunar sama efnis, en þá taldi bankastjórn Seðlabankans, að slík breyting væri ekki tímabær og fjárhagslega óhag- kvæm, þar sem á undangengnum árum hefðu verið gerðar kostnaöarsamar breytingar á myntkerfinu. Hins vegar taldi bankastjórnin rétt aö kanna, þegar krónan væri orðin lægsta mynteiningin, hvort æskilegt væri að hundraöfalda verögildi hennar. Var þingsályktunartil- laga þess efnis lögö fram á Alþingi í febrúar á liönu ári og óskaöi þá fjárlaga- og viðskiptanefnd neöri deild- ar álits Seðlabankans á málinu. í bréfi Seðlabankans til nefndarinnar, dags. 24. mars 1977, segir bankastjórn- in það skoöun sína, að veigamesta röksemdin fyrir gjaldmiðilsbreytingu nú sé, að breytingin kunni að hafa hagstæð sálræn áhrif, draga úr verö- bólguhugsunarhætti og vera tákn þess, að nýtt líf sé hafið í efnahagsmálum. Það væri pólitískt mat, hver líkindi væru á því, að þessi hagstæöu áhrif næðust, en reynsla annarra þjóöa benti til þess, aö slíkt mundi því aðeins gerast, aö samtímis ætti sér staö veruleg stefnu- breyting í meðferð efnahagsmáia al- mennt. Ennfremur er bent á, að verði aö því stefnt að taka upp nýja mynteiningu, komi ekki annaö til greina, en að hún verði 100 sinnum verðmeiri en núgildandi króna, sem síöan mundi skiptast í 100 smærri einingar eöa aura. Síðustu misserin virðist þeirri skoðun hafa vaxið fylgi aö taka beri upp nýja mynteiningu og vonandi hefur skilning- ur einnig aukist á nauösyn þess að finna leiöir í efnahagsmálum, sem draga mundu verulega úr verðbólgunni. En einmitt hennar vegna hefur seðla- og myntkerfið raskast svo á undanförnum árum, aö á því hefur orðið aö gera stöðugar endurbætur og er nú enn svo komiö, aö veigamiklar breytingar eru óumflýjanlegar. Vonir standa því til þess, að unnt sé að skapa á næstunni hagkvæmar aðstæður fyrir hundraö- földun á verðgildi krónunnar, en sé svo, er einsýnt, að hagkvæmt væri og eölilegt aö ráöast í gjaldmiöilsbreytingu svofljótt sem auðið er. Skal nú reynt að gera grein fyrir, hvernig husanlega mætti standa aö slíkri breytingu og þeim kostnaöi, sem henni fylgdi. Þaö sem fyrst kemur upp í hugann, þegar rætt er um gjaldmiðilsbreytingu, er hvort ástæöa sé til aö vilji fyrir aö taka upp nýtt nafn í stað krónunnar. Kemur þá helst til greina að taka um heitiö mörk, sem jafngilti 100 krónum (husanlega 1000 krónum), en í einni mörk væru síöan 100 aurar. Gæti slík breyting á nafni gjaldmiðilsins auöveld- að gjaldmiðilsskiptin og hlotið vinsæld- ir, einkum þar sem mörk er gömul íslensk veröeining, en krónan hins vegar í hugum margra tákn kórónu og konungsstjórnar. Hins vegar mælir ýmislegt gegn því aö taka upp mörk, t.d. hve orðið hefur óreglulega beyg- ingu, auk þess sem slík nafnbreyting gæti verið óheppileg sálrænt séö og verkað á fólk sem einhvers konar blekking. Alla vega þyrfti að kanna vel afstööu manna til þessa máls, áður en ákvörðun væri tekin. Hér á eftir veröur því nafnbreyting látin liggja milli hluta, en rætt um hugsanlega gjaldmiðils- breytingu í formi hundraöföldunar á verögildi krónunnar. í fyrrgreindri þingsályktunartillögu í febrúar 1977, er gert ráð fyrir, aö gjaldmiðilsskiptin fari fram smátt og smátt á nokkru árabili, eins og gert var í Frakklandi viö gjaldmiöilsbreytingu þar í ársbyrjun 1960. Meginástæðan fyrir því, aö breytingin var framkvæmd á þennan hátt þar í tandi mun hafa verið sú, að ákveðið var að taka upp nýja mynteiningu meö mjög stuttum fyrir- vara og ekki talið framkvæmanlegt aö eiga í upphafi nægilegt magn seðla og myntar, til þess aö breytingin gæti fariö fram á skömmum tíma. Finnar, sem skiptu um gjaldmiðil sinn í byrjun árs 1963, töldu þetta fyrirkomulag ekki til eftirbreytni og töldu meginmáli skipta, aö gjaldmiöilsbreytingin tæki sem skemmstan tíma, til þess aö almenning- ur væri fljótari aö átta sig á breyting- unni og hinum nýju peningum og minni hætta væri á skekkjum. Báðar fyrrgreindar þjóöir álitu, að mjög ruglandi og óvinsælt yröi meöal almennings og peningastofnana að hafa samtímis í umferö tvær ólíkar gerðir sömu mynt- og seðlastærða og töldu mikilvægt, aö gjaldmiöillinn væri eins í útliti fyrir og eftir breytingu. Til þess að svo megi verða hér, yrði að byrja á að gera kostnaöarsamar lagfæringar á seðla- og myntkerfinu, sem ekki kæmu nema að hluta til góða við gjaldmiðilsbreytinguna sjálfa. Þann- ig þyrfti að smækka myntina frá því sem nú er, þar sem naumast væri hægt að nota hana eftir breytingu sem aura. Ennfremur þyrfti að slá 100 og jafnvel FRAMHLIÐAR BAKHLIÐAR í greinargerð Seðlabankans segir að „Þær tillögur sem hér eru sýndar eru ekki fullfrágengnar og skulu skoðast sem frumtillögur en ekki endanlegt val á myndum á nýjan gjaldmiöil. Tölurnar eru miðaðar við hundraðföldun krónunnar. Eru tillögur að útliti nýrrar myntar lengra á veg komnar, en pó er eftir að hafa samband viö önnur lönd fil Þess að samræma stærð myntarinnar, ákveða málminnihald o.fl. Við val á myndum á myntina hefur farið fram mjög ítarleg könnun á Þeirri mynt, sem slegin hefur verið í hinum ýmsu löndum síðustu áratugina, enda Þau skilyrði sett í upphafí, að hin nýja mynt líktíst ekki öðrum myntröðum og hefði séríslensk einkenni. Gerðar hafa verið fjölmargar tillögur m.a. táknmyndir af landslagí, dýramyndir og myndir Þjóðlegs eðlis. — Sú myntröö, sem hér liggur frammi, er talin vera dæmigerð fyrir land og Þjóð og er ekki vitað um aðra, sem er með sjávardýrum eingöngu. Lögð var áherzla á myndræna fjölbreytni, en helstu ástæöur fyrir vali einstakra fyrirmynda voru Þessar: Höfrungar. Fulltrúar minni hvalanna, auðÞekkjanlegir og formfallegir. Þorskur. Fulltrúi bolfiska og nytjafiska almennt. Rækja. Minnsta nytjadýr hafsins, sérkennileg í formi fer vel á mynt. Smokkfiskur. Formfallegur. (Vinsæl skreyting í list margra strandríkja allt frá dögum Krítverja hinna fornu). Undirstöðufæða stærri sjávardýra. Skata. Sérkennileg í formi. Gefur myntröðinni aukna tilbreytingu í útliti. Bakhliö. 1 kr., 50 aurar, 10 aurar og 5 aurar bera myndir landvættanna í Þessari röð: Risi, drekí, tarfur, fugl. Myndirnar eru mismunandi flóknar i teikningu og er Þaö látiö ráða niðurröðun Þeirra. Einfaldasta myndin á minnsta peningnum og sú margbrotnasta á Þeim stærsta. 5 kr. bera skjaldamerkiö í heild sinni. Þess má geta, að fulltrúi stóru hvalanna, íslandssléttbakur, er geymdur á hugsanlegan 10 kr. pening, sem síðar yrði sleginn. Tillögur að nýjum seðlum eru skemmra á veg komnar en mynttillögurnar og hefur val Þeirra mynda, sem hér eru sýndar, ekki endanlega verið ákveðið né raðað niður á einstakar seðlastærðir. Það myndefni, sem orðið hefur fyrir valinu er eftirfarandi: Lærdóms- og afreksmenn frá ýmsum tímum, umhverfi Þeirra og afrek Þeim tengd og mynda fram- og bakhliðar seðlanna eina heild hvað hugmyndir snertir. — Á framhlið er portrait og skraut er frá Þeim tíma, sem maðurinn lifði á. — Á bakhlið er myndefni tengt lífsstarfi viðkomandi manns. Innbyrðis eru seðlarnir samræmdir í útliti. Þeir eru 7 sm. á hæð en hálfs sm. lengdarmunur er á milli hinna mísmunandi verögilda. — Seðlarnir eru litríkir, en Þess gætt að ekki sé hætta á að almenningur ruglíst á einstökum verðgildum sökum líkra lita. Eftirfarandi myndefni er hér sýnt: Árni Magnússon 1663—1730. Mynstur í boröa eftir skrauti í p. Handrit á bakhlið. Skraut í hægra horni teiknað eftir útskurði á skáphurð í Svarföardal. Guðbrandur Þorláksson 1541—1627. Mynstur í borða frá forsíðu biblíunnar. Letur á bakhlið frá „Til Lesarans". Bókahnútur úr biblíunni. Prentvélin eftir Ijósm. af Gutenbergsvél. Arngrímur Jónsson lærði 1568—1648. Útskurður í borða frá gömlum seðli. Bakhliö frá Gaimard — askur, straukefli o.fl. Arngrimur gaf út bókina Crymogaea 1609. Jón Sigurðsson 1811—1879. Borði frá kr. 500 1928. Bakhlið: mynd af Jóni Sigurðssyni við skriftir. Umhverfi: munir úr safni Jóns. Latínuskólinn. 500 kr. mynt (1 og 5 kr. eftir breytingu), auk þess sem gefa þyrfti út nýja seðla að verögildi kr. 10.000 og kr. 50.000. Til þess að koma í veg fyrir aukakostn- að, áður en til gjaldmiðilsbreytingarinn- ar kæmi, yrðum við að laga okkur eftir aðstæöum og fara að nókkru eigin leiðir, þótt eðlilegt sé aö fylgja fordæmi Finna, eins og viö verður komiö. Enda þó gjaldmiðilsskipti séu mun auöveldari í framkvæmd hér á landi en meðal stærri þjóða, er ekki ráölegt aö stefna aö slíkri breytingu fyrr en í fyrsta lagi í ársbyrjun 1980. Stafar þaö einkum af tímafrekri undirbúningsvinnu við gerð nýrra seðla og myntar og vegna langs afgreiöslufrests. Þessi tímasetn- ing ætti þó að geta staðist, þar sem nú þegar liggja fyrir meöfylgjandi tillögur Þrastar Magnússonar, teiknara, aö nýrri mynt og frumtillögur Auglýsinga- stofu Kristínar að nýjum seðlum. Þetta er þó aðeins unnt að því tilskyldu, að ákvörðun um gjaldmiðilsskipti veröi tekin í síðasta lagi næsta haust og nauðsynleg löggjöf afgreidd á haust- þingi. Ef ákvörðun yröi tekin fljótlega, væri hægt aö skipta strax á næsta ári um 5, 10 og 50 króna peninga, jafnframt því sem dregið yrði úr útgáfu 1 krónu peninga. Mundi þetta auðvelda gjald- miðilsskiptin og draga úr hugsanlegum ruglingi, þar sem nýjar myntstærðir verða óhjákvæmilega líkar að stærð og núgildandi mynt. Yröi þá ekki getið um einingaheiti á þessum nýju myntstærö- um og gætu þær því gilt sem aurar eftir breytingu. Við gjaldmiðilsbreytinguna væru síðan látnar í umferð tvær nýjar myntstæröir að verðgildi 1 króna og 5 krónur og gefin út ný seðlasería með aukiö álag og sérstakan tilkostnaö hjá fyrirtækjum og stofnunum. Er þar helst aö telja áhrif hennar á bókhald og reikningsskil, verðsetningar, skýrslur og eyðublöð og vélabúnaö þ.m.t. breytingu sjálfsala, stöðumæla o.fl. Hér hefur hin öra verðbólga hins vegar oröiö þess valdandi, aö skapast hafa aöstæöur, sem beinlínis auövelda aðlögun þessara aðila að gjaldmiðilsbreytingu og þar meö draga úr sérstökum útgjöldum hennar vegna. Tíðar verðbreytingar hafa oröið til þess, aö veröskrár hafa verið gefnar út í minni mæli en áður og upplag miöað við skammtímagildi. Eins hefur upplag við prentun á skýrsluform- um og eyðublöðum fariö minnkandt hverju sinni. Ýmis vélabúnaður hefur verið tekinn upp til verðmerkingar auk sívaxandi notkunar véla- og tölvubók- halds. Loks ber að nefna einn veiga- mesta þáttinn, sem eru myntbreytingar undanfarin ár og niðurfelling auranna, en með hundraðföldun krónunnar helst sami fjöldi tölustafa í hverri upphæð og nú, þar af tveir síðustu sem aukastafir. Ljóst er af framansögðu, að álag og beinn kostnaðarauki fyrirtækja og stofnana við gjaldmiöilsbreytingu yrði minni nú, en hefði orðið fyrir nokkrum árum síöan. Hafa hér ekki veriö gerðar kostnaðaráætlanir um þennan þátt breytingarinnar, til þess þarf ítarlega könnun hjá hinum einstöku aðilum. Hins vegar skal nú reynt aö gera sér grein fyrir beinum kostnaöi við gjald- miðilsskiptin sjálf, sem áætla má með nokkurri nákvæmni. Stuöst er viö verðhugmyndir seölaprentara og mynt- sláttu og miöaö viö núgildandi verðlag og gengi sterlingspunds. kr. 492.60: 1. Kostnaður við gerð nýrra seðla og myntar, p.e. teiknun, gerð móta og önnur undirbúníngsvinna. 2. Prentunar- og sláttukostnaður á Þeirri fúlgu seðla og myntar, sem talin er að Þurfi að vera handbær við gjaldmiðilsskiptin. a) Prentun 10, 50, 100 og 500 kr. seðla b) Slátta 5, 10 og 50 aur., 1 og 5 kr. peninga 3. Kynningarstarfsemi og auglýsingar 4. Annar beinn kostnaður, svo sem dreifing nýja gjaldmiðilsíns, eyðing hins gamla o.fl. kr. 55 m kr. 49 m kr. 157 m kr. 21 m ca. kr. 28 m Alls kr. 310 m fjórum eða fimm seölastærðum að verögildi 10, 50, 100, 500 og væntan- lega síðar 1000 krónur. Gera má ráð fyrir, að núgildandi króna veröi ekki gefin út sem 1 eyrir og að 5 aurar veröi lægsta mynteiningin eftir breytingu. Þannig yrðu þá í umferð fimm mynt- stæröir og fjórar seðlastærðir. Hvort sem þessi háttur verður á hafður eða gjaldmiöilsskiptin fari öll fram í ársbyrjun 1980, þarf mjög fljótlega aö taka afstöðu til fyrirliggjandi tillagna um útlit og gerö nýrra seðla og myntar, því að strax á fyrsta degi breytingaririnar, þarf aö vera fyrir hendi nægilegt magn hins nýja gjaldmiðils í öllum innlánsstofnunum, þannig aö gjaldmiðilsskiptin taki sem skemmstan tíma eða aðeins 1-2 mánuöi. Aö síöustu skal minnt á, að gjaldmiö- iisbreyting krefst mikils og margvíslegs undirbúnings, svo sem lagasetningar, umfangsmikillar kynningar- og auglýs- ingaherferðar, þannig að nauðsynlegt væri að skipa sérstaka nefnd eða starfshóp til aö vinna aö þessum málum öllum. AÐLÖGUN FYRIRTÆKJA OG STOFNANA OG ÁÆTLAÐUR KOSTNADUR VIÐ GJALDMIDILSSKIPTI______________ Við venjulegar aöstæöur má ætla, að gjaldmiöilsbreyting hafi í för meö sér Enda þótt hér sé um háar fjárhæðir að ræöa, þá skal ítrekað, aö núgildandi seöla- og myntkerfi er orðiö óhag- kvæmt og úrelt, svo gera veröur á því kostnaöarsamar breytingar hvort sem er. Til frádráttar þeim kostnaöi kæmi sala á gamalli mynt til bræöslu, afskrift á seðlum og mynt, sem ekki kemur til innlausnar og er glataö eöa hjá söfnurum. Færri seölar væru í umferð, sem hefur augljósa kosti, og endurnýj- un lítil í fyrstu, svo nokkuð sé nefnt. Má fullyröa, að sá kostnaður, sem er samfara skynsamlegum breytingum á gjaldmiðlinum, skilar sér aö miklu aftur í einni eöa annarri mynd. __________NIPURSTADA_______________ Niðurstaöa þessa máls er sú, að vegna stöðugrar rýrnunar á verðgildi krónunnar, sé nú nauðsynlegt að gera ákveðnar breytingar á seðla- og myntútgáfunni til aukinnar hagræðingar viö útgáfuna og til aö fullnægja eðlilegum kröfum viöskiptalífsins. Þess- um óhjákvæmilegu breytingum mun fylgja töluveröur kostnaður viö gerö nýrra seðla og myntar. Af þessu leiðir, að einmitt nú er rétti tíminn til að taka afstööu til þess, hvort taka skuli upp nýja mynteiningu, sem væntanlega yrði 100 sinnum verðmeiri en núgildandi Framhald á bls. 19 t ■*: «sáas

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.