Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 26.04.1978, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 26. APRÍL 1978 Rússar smíða ekki nifteindasprengju Moskvu. 25. apríl. AP LEONID Brezhnev forseti hét þvi í dag, að Rússar mundu ekki smiða nifteinda- sprengju ef Bandaríkja- menn smíðuðu ekki slíka sprengju. Þetta er fyrsta svar forseta Sovétríkjanna við þeirri ákvörðun Carters Bandaríkjaforseta að fresta smíði nifteindasprengju. Brezhnev sagði einnig í ræðu í Kreml, að nokkuð hefði miðað í áttina að samningi um takmörkun kjarnorkuvopna í nýafstaðinni Moskvuheimsókn Cyrus Vance utanríkisráðherra. Carter sagði að endanleg á- kvörðun um að sprengjan yrði ekki VEÐUR 1 i heim Amstardam 9 akýjaó Apcna 23 heiðskírt Berlín 12 sólskin BrUssal 15 akýjað Chicago 17 rigning Frankfurt 20 heióskírt Gonf 15 sófskin Helsinki 1 skýjaö Jóh.b. 20 skýjað Kaupm.h. 7 akýjaó Líssabon 19 rigning London 18 skýjaó Lot Angeles 21 rigning Madríd 16 akýjaó Malaga 20 lóttskýjaö Miami 24 rigning Moskva 7 snjókoma New York 21 heióskirt Ósló 5 sólskin Palma, 16 akýjaó Paría 20 aólskin Róm 12 skýjaó Stokkh. 12 skýjaó Tel Aviv 21 skýjaó Tokýó 20 skýjaó Vancouver 14 skýjaó Vínarborg 18 bjart notuð færi eftir því hvort Rússar sýndu samsvarandi stillingu og loforð Brezhnevs virðist ekki fullnægja þessu skilyrði. Harold Brown landvarnaráðherra hefur líka sagt að þótt Rússar lofuðu að smíða ekki nifteindasprengju yrði það ekki talið viðunandi svar við ákvörðun Carters. Brown vill meiri tilslakanir enda er nif- teindasprengjan ætluð til aðgerða gegn skriðdrekum sem Rússar tefla fram í stórum stíl. Brezhnev virtist ganga nokkuð til móts við Carter og Brown þegar hann sagði að Rússar ætluðu ekki að fjölga í herafla sínum í Mið-Evrópu „um einn einasta mann, einn einasta skriðdreka". Browri sagði að fækkun í skrið- drekaliði Rússa mundi teljast viðunandi svar við ákvörðun Cart- ers. Brezhnev gaf ekki til kynna að niðurskurður væri á dagskrá en sagði að Rússar hefðu ekki fjölgað í herafla sínum í Mið-Evrópu um 3 nýjar filmur m Kodak Kódacolor 400 Negatíf filma fyrir litmyndir á pappír. Ljósnæmi 400 ASA = 27 DIN 24 og 36 mynda spólur fyrir 35 mm vélar.Einnig í stærðinni 120. Kodak Ektachrome| FILM FOR COLOR SLIOE: 3« EXPOSURES ED135-36 Filma fyrir litskyggnur. Ljós- næmi 200 ASA = 24 DIN 20 og 36 mynda spólur fyrir 35 mm vélar. HHBHgnnni Filma fyrir iitskyggnur. Ljós- næmi 64 ASA = 19 DIN 20 og 36 mynda spólur fyrir 35 mm vélar. Allar þessar filmur eru framkallaðar hér á landi • Reynió þessar frábæru nýju filmur — þær opna Ijósmyndaranum nýja möguleika VIÐ SELJUM Kodak HANS PETERSEN HF Bankastræti — Glæsibæ — Austurveri S. 20313 S. 82590 S. 36161 Brezhnev langt skeið og að þeir hefðu ekki slíkt í hyggju. Hann kvað ákvörð- un Carters um að fresta smíði nifteindasprengjunnar hálfkák en Rússar tækju hana til greina og því mundu þeir ekki hefja smiði slíkrar sprengju. Dayan til Washington Tel Aviv. 25. aprfl. AP. MOSHE Dayan utanríkisráð- herra ísraels fór í dag til Washington og sagði við brott- förina að hann hefði engar nýjar friðarhugmyndir meðferðis en hann ætlaði að mótmæla fyrir- hugaðri sölu bandarískra her- flugvéla til Egyptalands og Saudi-Arabíu. Hann sagði að Bandaríkjamenn hefðu átt að efna það loforð sitt að sjá ísraelska flughernum fyrir þeim fiugvélum sem hann þarfn- aðist án þess að tengja það flugvélasölu til tveggja Araba- landa. „Ef þeir vilja refsa okkur verðum við að taka því, en Bandaríkjamenn hafa algerlega rangt fyrir sér og við getum ekki breytt þeirri skoðun okkar," sagði hann. Dayan gaf í skyn að i viðræðum Framhald á bls. 19 Rhódesíustjóm gegn ráðstef nu Salisbury 25. aprfl. Reuter. Bráðabirgðastjórnin í Rhódesíu hafnaði í dag tillögu Breta og Bandaríkja- Tekjuskattur hækkar um 1% í Noregi Óslú. 26. aprfl. AP. NORSKA stjórnin hefur kynnt endurskoðaða fjárhagsáætlun með tilliti til aðgerða sem ákveðið var að grípa til í þeim tilgangi að takmarka vaxandi framleiðslu- kostnað á norskum vörum og til að rétta við versnandi efnahag landsins. í áætluninni er gert ráð fyrir að tekjuskattur hækki um 1% 1. júlí, en reiknað er með að einkaneyzla minnki um einn milljarð norskra króna vegna aðgerða stjórnarinn- ar. Á næstu árum verður norsk meðalfjölskylda að greiða árlega um 500 norskum krónum meira en nú (um 25 þúsund krónur) fyrir rafmagn, af því er fram kemur. Loks er gert ráð fyrir að greiðslur vegna veikinda hætti. Fá launþegar 90% tekna frá fyrsta veikindadegi. manna um ráðstefnu allra aðila Rhódesíudeilunnar. „Hún virðist dæmd til að mistakast,“ segir í yfirlýs- ingu frá framkvæmdaráði stjórnarinnar sem er í tveimur deildum. Jafnframt segir að ekkert bendi tlf þess að meiri líkur séu á því að ráðstefna allra deiluaðila beri árangur en Genfarráð- stefnan um Rhódesíudeiluna 1976. í yfirlýsingunni segir að stjórn- in sé ekki reiðubúin til að hefja að nýju viðræður um mál sem tekið hafi aðila stjórnarinnar þrjá mánuði að ráða fram úr. Utanríkisráðherrar Breta og Bandaríkjanna, David Owen og Cyrus Vance, fóru til Salisbury í síðustu viku til að reyna að fá aðila bráðabirgðastjórnarinnar til að taka þátt í ráðstefnunni ásamt leiðtogum Föðurlandsfylkingar skæruliða. Föðurlandsfylkingin hefur þegar fallizt á að taka þátt í ráðstefnu allra deiluaðila. Lögreglan í Salisbury handtók í dag 80 svarta rhódesíska stúdenta eftir mótmælaaðgerðir í miðborg- inni gegn samkomulaginu um myndun bráðabirgðastjórnarinn- ar. Stúdentarnir eiga yfir höfði sér sex mánaða fangelsi fyrir þátttöku í ólöglegri mótmælagöngu.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.