Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 12.05.1978, Blaðsíða 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, FÖSTUDAGUR 12. MAÍ 1978 Einvigi um íslands- meistaratitil í skák EINVÍGI þeirra Ilauks Anjjantýs- sonar uk Helsa Ólafssonar um íslandsmeistaratitilinn í skák hefst lauKardatíinn 13. maí n.k. kl. lliOO, otr fer það fram að Laugavegi 71 í höfuðstiiðvum Skáksambandsins. Svo sem kunnutít er urðu þeir Ilaukur og Helgi efstir og jafnir í landsliðsfiokki á skákþingi íslands sem fram fór um páskana, hlutu báðir 8 vinninga af 11 mögulegum. Munu þeir því heyja sín á milli 4 skáka einvígi um sæmdarheitið Skákmeistari íslands 1978 og réttinn til að taka þátt í svæðamóti heimsmeistarakeppninnar í haust. Verði þeir jafnir, munu þeir tefla 2 skákir til viðbótar, verði enn jafnt mun hlutkesti látið ráða. Haukur Angantýsson varð ís- landsmeistari 1976, en Helgi Ólafs- son hefur ekki áður hreppt þennan eftirsótta titil, þó oft hafi legið nærri. Fyrsta skákin verður tefld, eins og áður segir, laugardaginn 13. maí kl. 14:00, önnur skákin mánudaginn (2. í hvítasunnu) á sama tíma. Þriðja skákin þriðjudaginn 16. maí kl. 19:00 og fjórða fimmtudaginn 18. maí kl. 19:00. Samtímis munu þeir Ágúst Karls- son (14 ára) og Þröstur Þórsson (12 ára) þreyta einvígi um Islandsmeist- aratitilinn í drengjaflokki, en þeir urðu efstir og jafnir af 52 keppend- um í sínum flokki um páskana, með 8 vinninga af 9. Aðstaða er á mótsstað fyrir um 100 áhorfendur og er aðgöngumiða- verði í hóf stillt. Ljósm. Mbl. Frióþjóíur DREGIÐ var um lit í fyrstu einvígisskákinni í gær og mun Haukur stýra hvítu mönnunum en Helgi þeim svörtu. Myndin var tekin við það tækifæri í gær. Helgi er til vinstri á myndinni en Haukur hægra megin. Utsýnarfarþegar flutt- Aflafréttir jj* frá Akranesi Akranesi, 11. maí. TOGARINN Ilaraldur Böðvarsson var hér í höfn í gær með 110 lesta afla og Krossvíkin með 130 lcstir. Aflinn var mestmegnis þorskur, sem er smár sem áður. Þorskancta- aflinn er tregur eða frá 2—7 lestir cftir tveggja nátta lcgu bátanna. Ilrognkelsaveiði er treg nú scm stendur. Ég heyrði á tal sjómanna um daginn, sem voru að ræða saman yfir kaffibolla í lúkarnum. Einn þeirra sagði að því væri haldið fram, að sjávarútvegurinn lifði á rikisstyrk. Og mér er spurn, hvaða annar atvinnuvegur heldur honum þá uppi? Kannski er það landbúnaðurinn? — Júlíus. í tveimur hópum vegna neitunar Loftleiðaflugmanna um að fljúga leiguflug Þrír kjör- staðir í Hafnarfirði BÆJARSTJÓRN Hafnarfjarðar samþykkti á fundi sínum í gær tillögu frá bæjarfulltrúum Sjálf- stæðisflokksins, Einari Þ. Mathiesen og Oliver Steini Jó- hannessyni, um að hafa alls þrjá kjörstaði í Hafnarfirði við næstu bæjarstjórnar- og alþingiskosn- ingar. Ibúar við Reykjavikurveg og vestan og norðan hans eiga að kjósa í Víðistaðaskóla en íbúar sunnan Reykjavíkurvegar í Lækj- arskóla. Þá verður auk þess kosið á Sólvangi. Fram til þessa hefur aðeins verið kosið í Lækjarskóla auk Sólvangs. ENGIN breyting hefur orðið á þeirri afstöðu Loftleiðaflug- manna að neita að fljúga leigu- flug og hcfur að þessum sökum orðið að gera breytingar á ieigufiugi með farþega ferða- skrifstofunnar Útsýnar á laugar- daginn. Átti DC 8 flugvél Loft- leiða að flytja 249 farþega Útsýn- ar til Fcneyja og Aþenu og átti Jafntefli í út- varpsskákmni ÚTVARPSSKÁK Jóns L. Árna- sonar og Norðmannsins Ögaard er lokið með jafntefli. Skákin var um tíma mjög tvísýn en síðar leystist hún upp í jafntefli og var jafnteflið samið eftir 46 leiki. Lokastaðan í skákinni var þessi. Ögaard hafði hvítt en Jón L. Árnason svart.: þetta að verða fyrsta ferðin í svokallaðri „loftbrú“ Útsýnar. Af þessu getur ekki orðið af fyrr- greindum ástæðum og verða farþegarnir fluttir í tveimur ferðum með Boeing vclum Flugfé- lagsins. Jóhannes Einarsson framkvæmdastjóri flugrekstrar- deildar Flugleiða hf sagði í samtali við Mbl. í gær. að þetta hefði í för með sér nokkurn aukakostnað fyrir Flugleiðir. Kristín Aðalsteinsdóttir hjá ferðaskrifstofunni Útsýn sagði að vandinn yrði leystur á þann hátt að farþegar færu í tveimur hópum með Boeing 727 flugvél Flugfélags íslands í stað DC 8 þotu Flugleiða. DC 8 vélin átti að fara frá Keflavíkurflugvelli klukkan 10 á laugardagsmorguninn með 249 farþega og lenda fyrst í Feneyjum en síðan í Aþenu. Sú breyting verður á áætlun að Boeing 727 vélin fer frá Keflavík til Fene.vja klukkan 8 á laugar- dagsmorgun og kemur síðan aftur og fer til Aþenu kl. 18. Hóparnor eru misstórir því fleiri ætluðu til Aþenu og verða nokkrir farþeg- anna þangað að fara til Feneyja og Eldurinn í Breka: ___Samverkandi óhöpp ollu eldinum Akureyri 11. apríl LÖGREGLURANNSÓKN á til- drögum eldsvoðans um borð í Breka er nú Jokið og í viðtali við Ásgeir P. Ásgeirsson aðalfull- trúa. sem stjórnaði rannsókninni, komst hann svo að orði að ekkert hefði komið fram. sem benti til ncinnar vanrækslu af hálfu starfsmanna Slippstöðvarinnar h.f. eða að nokkuð óeðlilegt hefði verið við vinnubrögð þeirra. sem að viðgerð skipsins unnu. Ilins vegar virðist samverkandi óhöpp hafa orðið til þess. að eldurinn kom upp og olli hinu geysilega tjóni í skipinu. Talið er að leitt hafi verið í ljós Viðræður við Seltirninga um sameiginlega heilsu- gæzlustöð með Vesturbæ -MEGINÁHERZLAN verður lögð á að auka þjónustu við sjúklinga utan sjúkrahúsa með stækkun og aukn- ingu á slysadeild Borgarspítalans. aukinni göngudeildarstarfsemi og fjölgun heilsugæzlustöðva.“ sagði Páll Gíslason. borgaríulltrúi. er Mbl. spurði hann hvcr yrðu næstu verkefni í heilbrigðismálum í Reykjavík. Páll sagði, aö á þessu ári væri ætlunin aö ljúka við 40% af 2. hæð þjónustuálmu Borgarspítalans og fær sl.vsadeildin þar húsnæði á þessu ári tii móttöku fyrir endurkomu- sjúklinga og á næsta ári flytzt öll starfsemi slysadeildarinnar í þessa nýju þjónustuálmu og einnig munu koma þar göngudeiidir fyrir sjúkl- inga spítalans. Þessum áfanga þjón- ustudeildar’nnar á að vera lokið 1980 og sagði Páll brýnt að í beinu framhaldi yrði hafizt handa við næsta áfanga þjónustuálmunnar, þar sem m.a. er gert ráð fyrir göngudeifdúm. Næsta heilsugæzlustöð í Reykja- vík verður í þjónustuálmu Borgar- spítalans og er stefnt að því að hún verði tekin í notkun á árinu 1980. Sú stöð á að geta þjónað 12.000 manns. Á næsta ári eiga að geta hafizt framkvæmdir við heilsugæzlustöð í Mjóddinni, sem verður fyrir 12.000 manns og sagði Páll að sennilega yrði framkvæmdatíminn 2-3 ár. Þegar þessar heilsugæzlustöðvar eru komnar í notkun geta um 44.000 Reykvíkingar notið þjónustu heilsu- gæzlustöðva, en heilsugæzlustöð starfar nú í Domus Medica, önnur verður opnuð við Asparfell í þessum mánuði og byrjað er á framkvæmd- um við þá þriðju í Árbæ. Þá sagði Páll að nú færu fram viðræður við Seltirninga, sem eru komnir af stað með heilsugæzlustöð, um samvinnu, þannig að stöðin þar yrði stærri og fjölbreyttari og yrði þá sameiginleg heilsugæzlustöð fyrir Seltirnínga og íbúa Vesturbæjar. „Annar aðalþátturinn í heilbrigð- ismálunum er svo að auka sjúkra- rými fyrir aldraða og langlegusjúkl- inga,“ sagði Páll. Á næstu fjórum árum er 3tefnt að því að komi 3 deildir fyrir um 90 sjúklinga í B-álmu Borgarspftalans og að áfram verði haldið þannig að álman verði fullbyggð með rými fyrir 180 sjúklinga 1984-85. Kostnað- aráætlun B-álmunnar í apríl 1977 Framhald á bls. 19 á óyggjandi hátt, að leki hafi komið að slöngu, sem lá frá gaskút í landi og að logskurðartækjum, sem verið var að nota um borð í skipinu. Ekki er þó vitað hvað olli þeim leka, en talið er að hann hafi fyrst hafist, þegar starfsmennirn- ir voru komnir í land í kaffitíma sínum, þar sem enginn þeirra varð var við gaslykt meðan þeir voru um borð og enginn hafði orðið var við neina galla eða missmíði á slöngunni. Við útstreymi gassins mettaðist loftið á milliþilfari skipsins af gasi og varð afar eldfimt. Ekki hefur tekizt að leiða í ijós hvaðan sá neisti kom sem kveikti í gasinu og verður það sennilega aldrei vitað. Skömmu eftir að eldsins varð vart varð smásprenging í skipinu og jafnframt virtist eldurinn breyta um lit. Talið er sannað að þá hafi súrefnisslangan til logskurðar- tækjanna brunnið sundur og súr- efni bætzt við eldsmatinn sem fyrir var, enda varð eldhafið þá ógurlegt. Gaskútur sem var á hafnar- bakkanum og átti að vera hálffull- ur af gasi, reyndist vera tómur þegar hann var athugaður eftir að eldurinn var kominn upp. Á spmum kútum er öryggisloki, sem lokar fyrir útstreymið þegar það verður óeðlilega hratt eða eykst snögglega, en svo var ekki um þennan kút. Áður en starfsmennirnir fóru í kaffi, gengu þeir frá logskurðar- tækjunum alveg eins og venja Var til, skrúfað var fyrir gasstreymið á logskurðartækjunum sjálfum, sem skilin voru eftir á vinnustað í skipinu, en hins vegar var ekki skrúfað fyrir á gaskútnum í landi enda ekki venja að gera svo, fyrr en vinnu er lokið eða hætt er á kvöldin. Sv.P. Hæstiréttur sýknar mann af ákæru um kynferðisbrot HÆSTIRÉTTUR sýknaði í gær hafnfirzkan karlmann af ákæru um að hafa haft kynmörk við 7 ára dóttur sína á árinu 1972. Maðurinn hafði verið da'mdur í 18 mánaða fangelsi í héraði. Á meðan rannsókn þessa máls fór fram á árinu 1972 sat maðurinn í gæzluvarðhaldi í allmarga daga. I ákæruskjali var maðurinn borinn þeim sökum, að hann hefði tvívegis „haft samræði og önnur kynferðismök“ við dóttur sína 7 ára að viðstöddum öðrum manni, sem einnig var sakaður um sams konar atferli gagnvart stúlkunni. Framhald á bls. 19 Jóhannes Einarsson Verdur fram- kvæmdastjóri hjá Cargolux JÓHANNES Einarsson verkfræð- ingur mun hinn 1. júlf n.k. láta af störfum sem framkvæmdastjóri flugrekstrardeildar Flugleiða hf og taka við störfum framkvæmda- stjóra við skipulagningardeild Cargolux í Luxemborg. Jóhannes hefur s.l. 4 ár verið framkvæmdastjóri flugrekstrar- deildar Flugleiða hf eða síðan Loftleiðir og Flugfélag íslands sameinuðust. Áður vann hann í rúman áratug hjá Loftleiðum og þar á meðal í sams konar starfi og hann tekur nú við hjá Cargolux. Jóhannes hefur verið í stjórn og framkvæmda- ráði Cargolux frá stofnun 1970 og er nú varaformaður stjórnarinnar. Hann var einn þeirra sem unnu að stofnun Cargolux og því gjörkunnug- ur starfsemi fyrirtækisins nú þegar hann hefur störf hjá því. Fyrirspurn- ir til borg- arstjóra BIRGIR ísl. Gunnarsson borg- arstjóri mun á nastu vikum svara fyrirspurnum frá les- endum Morgunhlaðsins um borgarmái. Tekið verður við fyrirspurn- um frá lesendum í síma 10100 frá kl. 10—12 frá mánudegi til föstudags. Fyrirspurn ásamt svari borgarstjóra mun hirtast skiimmu síðar.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.