Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 2

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 2
34 MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 Ástvinur fridar bukkar sig í Bonn Þegar einkaþota Leonids Breshnevs hóf sig til lofts af Hamborgarflugvelli við lok fjög- urra daga heimsóknar Sovétleið- togans 7. maí, var ekki laust við að margir vörpuðu öndinni léttara. Sjaldan eða aldrei hafði önnur eins varúð og öryggisvörður tíðk- ast við móttöku erlends þjóðar- höfðingja, enda verður öll válynd í sinni tíð. Þanning þurft t.a.m. að rýma allar götur, þar sem Breshn- ev átti leið um og gaumgæfa hvern kopp og kirnu áður en hann kæmist í súpu til frú Schmidt. Ótryggt heilsufar hins aldna leiðotga hafði einnig verið gest- gjöfum sem hjálparmönnum sí- fellt áhyggjuefni. Auðsýnt var þegar í byrjun að hann var mjög farinn að kröftum og honum ókringt um mál og hreyfingu. Bak við stirt tungutak þótti þó skína í fölskvalausa hugsun og með eitil- hörðum sjálfsaga tókst hinum orðum skreytta marskálki að leysa erindi sitt klakklaust af hendi. Schmidt lofaði góðlátlegan fund og Strauss, hinn orðhvati Sovétand- stæðingur, fór ekki leynt með aðdáun sína. Á ytra borði hafði dagskráin gengið hnökralaust fyr- ir sig — og ekkert hafði gerzt. Tiltrú fyrir öllu Af öllum ummerkjum verður ráðið að aðal þessarar heimsóknar Breshnevs þyki öðru fremur tíð- indaleysið. Sú staðreynd að ekkert í rauninni gerðist olli þó fáum vonbrigðum. Á undanfarandi vik- um var ekki að heyra að neinn gerði sér háar hugmyndir um úrslit viðræðnanna. Meðan á frækilegri Síberíuför hans stóð skömmu áður hafði Breshnev gefið hljómfögur fyrirheit og sagzt vona að ferðin til Bonn yröi framlag til friðar um heimsbyggð alla. Vanga- veltur vestur-Þýzka blaða og stjórnmálamanna virtust á hinn bóginn bera að sama brunni: Væntanlega yrðu undirritaðir yfirlýsingar um tækinlega sam- vinnu landanna í grófum dráttum, og gagnkvæma eftirgjöf og af- vopnun. En hvað svo sem yrði kæmi það aldrei til með að breyta umgjörð þeirrar stefnu, sem mörk- uð var á hinum vonglaða fundi þeirra Brandts og Breshnevs 1973 og viðburður ef takast mætti að glæða lífsanda pappíra, sem allar götur síðan hafa legið í glatkist- unni. Svo virðist sem Helmut Sehmidt kanzlari hafi einnig verið hóflega bjartsýnn. Hann hafði auk þess heyrt að forsetinn og formaður Kommúnistaflokks Sovétríkjanna ætti erfitt með að einbeita sér að erfiðum samræðum í meira en fimmtán mínútur. Hann lýsti því yfir að fundur þeirra Breshnevs yrði umfram allt að hafa „gildi í sjálfum sér“; því yrði að ná fram í andrúmslofti og persónulegri tiltrú, sem ekki fengist með málefnalegri þráskák. Forskriftin var í stuttu máli sú að hreyfa einvörðungu þeim málum, sem líkur voru á að samstaða næðist um, en láta annað liggja í þagnargildi hversu mikla sjálfsaf- neitun sem það kynni að kosta. Snemma kom þó á daginn að í þessu efni sýndist sitt hverjum. Dagblöð og stjórnarandstaða virt- ust á einu máli um að slíkt viðhafnarskraf væri til lítis ef ekkert miðaði í pólitískum ágrein- ingsmálum, í fyrsta lagi með tilliti til Berlínarmálsins og í öðru lagi afvopnunar og mannréttinda. Mesta athygli vakti þó er leiðtogi frajlslyndra, utanríkisráðherra og varakanzlari, Hans Dietrich Genscher, kvað upp úr með að Berlín væri hinn raunverulegi prófsteinn á samskipti landanna. Þetta frumhlaup utanríkisráð- herrans gramdist kanzlaranum svo að hann kallaði hann inn á hvalbeinið og benti honum á að slíkar yfirlýsingar væru til þess eins fallnar að bera viðræðurnar út á hauga áður en þær hæfust. I lokin fór líka svo, að enda þótt undirritað væri ákvæði um að framvegis skyldi ekki aðeins „halda“ fjórveldasamninginn frá 3. september 1971 heldur einnig „framfylgja honum“ er eftir sem áður á huldu með hvaða hætti það má verða. Eftir heimsóknina lýsti Helmut Schmidt skoðanáskiptunum sem „nauðsynlegum, innihaldsríkum og gagnlegum“ og einnig Genscher lét í ljós að þau hefðu borgað sig. Það breytir því þó ekki að stór hluti vestur-þýzkra fréttaskýr- enda virðist ásáttur um að við- Breshnev klappar Schmidt lof í lófa eftir undirritun sameiginlegrar yfirlýsingar. ræðurnar við Breshnev hafi engu til leiðar komiö. „Ágreiningur landanna er eftir sem áður hinn sami. Skoðanaskiptin skorðuðust við ítrekun alkunnra viðhorfa og deiluefni voru vísvitandi sniðgeng- in. Sjónarmið Þjóðverja náði ekki fram að ganga í einu einasta máli“ (Frankfurter Allgemeine, 9. maí). „Lævís tímasetning" Fyrir fundinn höfðu bæði Schm- idt og Breschnev lýst því yfir að afvopnunarmál yrðu í brennidepli viðræðnanna. En heilindi Sovét- leiðtogans, eins og þau lýstu sér í ávörpum bæði fyrir heimsóknina og fyrir þýzkum sjónvarpsáhorf- endum, þykja þjóðverjum léttvæg skýring á raunverulegum ástæðum fararinnar. Vakin hefur verið athygli á stöðu alþjóðamála um það leyti er Breshnev kýs. að gera ferð sína, sem ráðgerð hafði verið 1976, en einlægt verið frestað. Það var fyrst hinn 31. marz sl. að sendi- herra Sambandslýðveldisins í Moskvu bar þau skilaboð til Bonn að forsetinn hygðist nú láta verða af ætlun sinni. Það var sama dag að Carter Bandaríkjaforseti til- kynnti ákvörðun sína varðandi smíði nifteindasprengjunnar. Þyk- ir ekki sennilegt að það sé einber tilviljun að Breshnev ríður á vit Schmidts þegar samkomulagið í Atlantshafsbandalaginu og milli Bonn og Washington er ekki hvað bróðurlegast. Aðrir benda á innaríkisaðstæð- ur og segja að á þessari stundu velti á miklu fyrir Breshnev að sanna fyrir löndum sínum að Vesturlandapólitík hans hafi ekki runnið út í sandinn. Þetta sjónar- mið kemur m.a. fram í 18. tölublaði „Der Spiegel". Bráðum eru nú tíu ár síðan Breshnev brá á það ráð að opna land sitt frekar fyrir vestrænum áhrifum og láta Kanzlarinn var varaður við að heilsa Breshnevs kynni ekki að leyfa honum að halda uppi löngum samræðum. fullnægja sívaxandi kröfum so- véskra neytenda og hafi því forystan fundið sig knúna í ríkari mæli til að beina framleiðslu- kröftunum frá vígvélum til neyzlu- vöru. Sú skoðun hefur einnig litið dagsins Ijós að ekkert hafi verið eðlilegra en Breshnev fengi hug- ljómun í Síberíu nýlega. Við kínversku landamærin hafi hann fundið nauðsyn þess að snúast gegn gulu hættunni en brosa við Evrópu á meðan. Ekki er lengra síðan en þrír mánuðir að síðasta sáttatilraun Kínverja og Sovét- manna fór út um þúfur. Sitthvað jöfnuður og jöfnuður Hástemmd friðarboð félaga Breshnevs þykja mörgum í ærið dularfullu samhengi við þá stað- reynd að vígbúnaður Sovétríkj- Brezhnev ákvað að ganga til móts við austurstefnu Willy Brandts. En siðan hefur skriðdrekafloti Sovétmanna í Evrópu vaxið hröðum skrefum. að minnsta kosti líta svo út sem hann gengi til móts við Vestur- veldin. Orðrómur er uppi um að stefna þessi sé að verulegu leyti bundin persónulegum viðhorfum foringja sjálfs og eigi hann í vök að verjast gegn íhalds- og ein- angrunaröflum innan flokksins, sem telji síður en svo bragarbót að hinum erlendu áhrifum. Vilji Breshnev sannfæra flokksbræður sína með því að vinna að sameigin- legri yfirlýsingu með brautryðj- endum slökunarstefnunnar, sem gæti orðið grundvöllur að ábata- samari samskiptum og í anda friðar. . Enn aðrir kjósa þá skýringu að vígbúnaðarkapplaup stórveldanna hafi gert fagmönnum sovéskrar áætlanagerðar mjög umhendis að anna hefur aukizt geigvænlega fr; upphafsdögum austurpólitíku þeirra Egon Bahrs og Will; Brandts. Er nú svo komið ai herbúnaður þeirra í Evrópu skara langt fram úr því, sem talizt getu nauðsynlegt til landvarna. Ekki verður sagt að fundu þeirra Schmidts og Breshnevs haí markað þáttaskil ef litið er ; einstök, hlutbundin málsatriði. sameiginlegri yfirlýsingu þeirr segir að báðir aðilar telji mikil vægt að ekkert ríki stefni a hernaðarlegum yrirburðum, held ur setji sér þess í stað mörk, þa sem telja má að ríki jöfnuður o: jafnvægi og varnarþörf er full nægt. Stjórn Schmidts telur a með þessari almennu grundvallar yfirlýsingu hafi góðum áfang Gunnar Pálsson skrifar frá Vestur-Þýzkalandi verið náð. Óskýrgreint er hins vegar hvaða skilning Sovétmenn leggja í orðið jöfnuður og vert að gefa því gaum að í viðræðum um fækkun hersveita í Mið-Evrópu, sem nú standa yfir í Vín, fullyrða sendimenn Sovétmanna að jöfnuð- ur hafi nú þegar náðst. Eftir neitun Sovétmanna við að gefa eftir í herbúnaði eftir að Carter tók þá ákvörðun að fresta smíði nifteindasprengjunnar var auðsýnt að engin samstaða myndi nást um þetta efni í viðræðunum. Fyrst að vinna björninn í Berlín. En tvö höfuð sovéska bjarnarins í málefnum friðar eru ekki eina ástæðan fyrir tortryggni Vest- ur-Þjóðverja. Þeim er í fersku minni að á fundi Brandts og Breshnevs 1973 voru ýmsir samn- ingar um menningarleg samskipti og samvinnu um verklegar fram- kvæmdir, auk Berlínarsam- þykktarinnar, sem aðilarnir lögðu út hvor á sinn veg. Schmitd hefur „í ljósi vinsamlegra viðræðna" þeirra Breshnevs spáð að nú muni báðir aðilar gera gangskör að því að standa við orð sín. Ymis ljón eru þó í veginum, þar á meðal yfirlýst andstaða Sovétmanna við þátttöku Vestur-Berlínarbúa í beinum kosningum til Evrópu- þings Efnahagsbandalagsland- anna á næsta ári og fyrirhuguðu vali Stobbe, borgarstjóra Vest- ur-Berlínar, til forseta vest- ur-þýzka sambandsráðsins, „der Bundesrat". I nýundirrituðu sam- komulagi leiðtoganna segir þó að framkvæmd fjórveldasamningsins sé forsenda bættra samskipta Sambandslýðveldisins og Sovét- manna. Á e.t.v. að skilja orð þessi svo að ef ekkert gerist með Berlín, gerist ekki neitt? Boðin Síberíuvist Fyrir fimm árum gerðu Brandt og Breshnev með sér stórhuga samning um vísinda- og tækinlega samvinnu landanna. Þar leit m.a. dagsins ljós kærkominn draumur Breshnevs um sameiginlegan hrá- efnaiðnað í því óþýða gósslandi Síberíu. Brátt varð þó ljóst að með þessari ráðagerð höfðu Þjóðverjar reist sér hurðarás um öxl og varð ekkert úr. Líkt fór með önnur áform eins og byggingu sameigin- legs kjarnorkuvers við Kalinin- grad, en hér sem oftar steytti á Berlínardeilunni. í nýgerðu sam- komulagi segir enn að auka skuli samvinnu landanna til langs tíma, en Lambsdorff, efnahagsmálaráð- herra, hefur þegar látið í veðri vaka að nú þurfi að beita ímyndunarafli til að gera mögu- leikana að veruleika. Engu að síður verður ekki á móti mælt að viðskipti Vestur-Þýzka- lands og Sovétríkjanna hafa á margan hátt blómgast síðasta áratug. Frá árinu 1971 hafa vöruviðskipti landanna fjórfaldast og er Sambandslýðveldið nú stærsti viðskiptaaðili Sovétmanna á Vesturlöndum. Þessi viðskipti eru mjög mikilvæg fyrir þjóðverja í einstökum greinum eins og smíði þungavinnuvéla í röriðnaði, þótt viðskiptin við Sovétríkin nemi aðeins um tveimur prósentum af heildarutanríkisverzlun Sam- bandslýðveldisins. Áform um sam- eiginlega gerð mannvirkja í Sovét- ríkjunum hafa verið í athugun og hafa þjóðverjar þegar hafizt handa við byggingu málmiðjuvers í Kursk. En viðskipti þessi eru ýmsum vandkvæðum háð. Er Þjóðverjum ekki sízt þyrnir í augum hve Sovétmönnum er umhugað að snúa viðskiptunum sér í hag með því að flytja miklu meira inn en þeir sjálfir flytja út. Þannig hefur mismunurinn samanlagður frá árinu 1970 numið jafnvirði meira en tólf milljarða þýzkra marka. Er talið að til að jafna muninn þyrftu Sovétmenn að flytja út í þrjú ára samfellt án þess að flytja inn fyrir svo mikið sem eitt mark. Án efna er vandinn að verulegu leyti sprottinn af hversu óunnin út- flutningsvarningur Sovétmanna er, en hann samanstendur að 80%

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.