Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 11

Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 11
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978 43 Helgi Ólafsson skákmeistari íslands Á FIMMTUDAGINN var tryggði Helgi Ólafsson sér íslandsmeistaratitilinn í skák með því að sigra í þriðju einvígisskák sinni við Hauk Angantýsson. Helgi hafði þar með hlotið tvo og hálfan vinning gegn hálfum vinningi Hauks og þar sem einvígið var alls fjórar skákir er frekari ' taflmennska óþörf. Sigur Helga í einvíginu var með eindæmum giæsilegur og eng- inn getur efast um að hann sé vel að sigrinum kominn. Þctta ár ætlar að verða merkur áfangi á skákferli Helga, en sem kunnugt er hlaut hann fyrir nokkru alþjóðlegan meist- aratitil f skák og verður nú íslandsmeistari í fyrsta skipti. En víkjum nú að einvíginu sjálfu. Það einkenndist allmikið af taugaóstyrk á báða bóga og var töluvert um mistök. Slök taflmennska Hauks kemur sér- staklega á óvart. í fyrsta lagi virtist hann mjög illa undirbú- inn fyrir byrjanaval Helga og einnig tefldi hann mun kraft- lausara en oft áður. Hann var t.d. alls óþekkjanlegur í síðustu skákinni, en hana tefldi hann langt undir styrkleika. Þetta kom mjög á óvart, því að Haukur er þekktur fyrir flest Helgi Ólafsson annað en að láta deigan síga á örlagastundu. Þetta varpar þó engri rýrð á frammistöðu Helga. Hann tefldi af sínu alkunna öryggi og hagnýtti sér veikleik- ana í taflmennsku andstæðings- ins til hins ýtrasta. Þriðja skákin Hvítti Haukur Angantýsson Svarti Helgi Ólafsson Katalan byrjun 1. d4 (í fyrstu skákinni hóf Haukur taflið með 1. c4) Rf6, 2. c4 - e6, 3. g3 - d5, 4. Bg2 - dxc4! (Þessi leikur er af flestum talin öruggasta leið svarts til þess að jafna taflið í þessari byrjun) 5. Da4+ (Leikurinn 5. Rf3!? hefur notið mun meiri vinsælda upp á síðkastið en leikur Hauks) Rhd7, 6. Rf3 — a6. 7. Rc3 — Be7. 8. Dxc4?! (Ónákvæmni. Betra er 8. Re5!? eða einfaldlega 8. 0-0) b5, 9. Dh3 (9. Dd3 kemur ekki síður til greina. Hins vegar græðir hvít- ur ekkert á 9. Dc6 — Ha7 10. Bf4? - Bb7!) Bb7,10. 04) - c5, (Svarta staðan er nú þegar orðin virkari ) 11. Hdl? (Eftir þennan leik á hvítur við mikla erfiðieika að etja. Bezta framhald hans í stöðunni var líklega 11. dxc5 — Bxc5,12. Bf4) c4!, 12. Dc2 - b4, 13. Rbl (13. Ra4 var einnig slæmt vegna 13. ... Da5 og 14. ... Be4 vofir yfir) Hc8, 14. Rel - Db6, 15. e4 - 0-0, 16. h3 - e5, 17. d5? (Haukur virðist hafa verið gjörsamlega heillum horf- inn í skákinni. Næstum sjálf- (Hvíta staðan er nú mjög grátbrosleg. Allir menn hvíts nema drottningin eru uppi í borði og slíkt kann auðvitað ekki góðri lukku að stýra) Re8, 19. Bxc4 - Bxf2+, 20. Dxf2 - Dxf2, 21. Kxf2 - Hxc4, (Yfirburðir svarts í endataflinu sem nú er komið upp eru augljósir. Hann hefur miklu betri liðsskipan og getur sótt að peðinu á e4 í rólegheitum) 22. Rd2 — Hc8, 23. g4 (Hvítur varð að hindra 23.... f5) Rd6, 24. a3 - Rc5, 25. Ke3 - b3. 26. Rd3 - Rxd3. 27. Kxd3 - a5!, 28. Rxb3 - Hc4, 29. Be3 - Ba6, 30. Kd2 Hb8. 31. Rc5 - Rxe4+, 32. Rxe4 — Hxb2+ og hvítur gafst upp. Samtímis sem þeir Helgi og Haukur tefldu einvígi sitt fór fram einvígi um drengjameist- aratitil íslands í skák á milli þeirra Ágústs Karlssonar og Þrastar Þórssonar. Ágúst sigr- aði, hlaut þrjá vinninga gegn einum vinningi Þrastar. Skák eítir MARGEIR PÉTURSSON „Skákin er mitt líf’ eftir Kortsnoj í fyrra kom út í Englandi bók eftir Viktor Kortsnoj sem ber heitið „Chess is my life“ eða Skákin er mitt líf. í þessari fróðlegu bók lýsir Kortsnoj ævi sinni í Sovétríkjunum, baráttu sinni bæði við skákborðið og valdhafana og aðdragandanum að flótta sínum frá föðurland- inu. Ennfremur eru í bókinni yfir 70 af beztu skákum hans um ævina. Bókinni er skipt í rúm- Skák eftir GIJNNAR GUNNARSSON lega 20 kafla sem spanna líf hans frá bernsku, háskólaár, stórmeistaraferil hans, sigra og töp. En athyglisverðastar eru frásagnir hans af viðskiptum við þá sovézku skákmeistara sem að hans áliti eru „þægir" valdhöfunum og gerðu honum oft lífið leitt eins og t.d. Petrosjan sem hann byrjaði snemma illdeilur við og síðast núverandi heimsmeistara, Kar- pov. Þar eð þeir Kortsnoj og Karpov eiga nú fyrir höndum mikla orrahríð á Filipseyjum í júlí n.k. með tilheyrandi sálar- stríði er ekki úr vegi að endursegja örlítið úr bók Korts- nojs um viðskipti þeirra er þeir háðu síðast einvígi árið 1974. Aðstoðarmenn þeirra Fyrir einvígi þeirra 1974 var ákveðið að aðstoðarmenn Kar- povs yrðu þeir Furman og Geller. Furman var áður aðstoð- armaður Kortsnojs og góður vinur hans og þekkti allar hans veiku og sterku hliðar. Kortsnoj gekk hins vegar mjög erfiðlega að fá aðstoðarmenn og telur að sovézka skáksambandið og vald- hafarnir hafi gert allt til þess að torvelda honum að fá öfluga skákmeistara sér til hjálpar. Eftir að hafa leitað lengi að góðum aðstoðarmönnum fékk hann loksins þá Osmos og Djindindasvili, en svo fór þó að lokum að hann treysti ekki þessum aðstoðarmönnum sínum fyrir fyrirætlunum sínum þar eð hann grunaði þá um að hafa „læðzt inn í óvinaherbúðirnar" og sagt frá fyrirætlunum hans. Frásögn Kortsnojs af þessum atvikum er hin ótrúlegasta en hann nefnir sem dæmi 17. skákina í einvíginu þar sen? hann fórnar peði í byrjuninni | (sem hann er ekki vanur að gera) en Karpov hafði engan áhuga á að halda í peðið og svaraði með öðrum leik á svipstundu. Þessi viðbrögð voru ákaflega óeðlileg og ólíkt Kar- pov að vilja ekki umframpeð. Hræðilegri hugsun skaut niður í huga Kortsnojs: Hver hafði svikið hann? Hafði einhver sagt Karpov frá fyrirætlun hans? Kortsnoj, sem var.vanur að fá góða stöðu með hvítu út úr þessari byrjun (Katalan), var nú öllum lokið og nagandi óvissan og grunsemdir settu hann út af laginu og hann tapaði að lokum skákinni. Hvítti Kortsnoj Svarti Karpov Katalan-byrjun 17. einvfgisskák 1974 1. d4 - RÍ6, 2. c4 - e6, 3. g3 - d5, 4. Bg2 - dxc4, 5. Rí3 - c5, 6. 00 - Rc6, 7. Da4! (Þetta var hið leynilega her- bragð Kortsnojs, sem átti að koma Karpov á óvart. Leikurinn felur í sér peðsfórn, mjög hugvitsamleg, sem myndi þó færa hvítum hagstæðara tafl ef hún yrði þegin: 7. ... cxd4, 8. Rxd4! — Dxd4, 9. Bxc6 — Bd7, 10. Hdl — Bxc6, 11. Dxc6 — bxc6, 12. Hxd4 og hvítur vinnur aftur peðið til baka með mun traustari peðastöðu en svartur) 7. ... Bd7! (Svarleikur Karpovs sem kom á svipstundu. Eftir margra tíma rannsóknir hjá Kortsnoj þarf Karpov ekki einu sinni að gefa þessum leik nema andartaksum- hugsun!?). 8. Dxc4 — c5xd4, 9. Rxd4 — Hc8, 10. Rc3 - Da5. 11. Hdl (Kortsnoj eyddi 36 mínútum í þessan sjálfsagða leik) 11.... Be7,12. Rb3 - Dc7,13. Rb5 - Db8, 14. Rc5 - a6. 15. Rxd7 — Rxd7,16. Rc3 — Rde5, 17. Da4 - OO, 18. Bf4 - Da7, Viktor Kortsnoj 19. Bxe5 — Rxe5, 20. De4 — Rc6, 21. Hd7 - BÍ6. 22. Hadl - Db6, 23. Dc2 - Ra5, 24. Hdl-d3 - h6,25. a3 - Hc7,26. b4? (Betra 26. H3d6 - Dc5, 27. b4) 26. ... Hxd7, 27. Hxd7 - Hc8, 28. Hd3 - Rc4,29. Re4 - Dc7, 30. Rc5? ? (Betra var 30. Rxf6 — gxf6, 31. Hc3 - b5, 32. De4) 30. .. .Re5, 31. Hd2? (Rétt var 31. Hc3) 31. ... b6, 32. í4 - bxc5, 33. fxe5 - Dxe5, 34. Bb7 - Hc7, 35. De4 - Dal, 36. Kg2 - Dxa3,37. bxc5 - Hxc5,38. Hd3 - Da5. 39. Df3 - Db6. 40. Hd7 - Hf5, 41. Dg4 - Df2,42. Kh3 - g6 hvítur gafst upp.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.