Morgunblaðið - 24.05.1978, Blaðsíða 22
54
MORGUNBLAÐIÐ, MIÐVIKUDAGUR 24. MAÍ 1978
Ragnar Kjartansson, framkvæmdastjóri:
lagsins
Skeljiings af sveigj-
anlegum vinnutíma
SNEMMA á árinu 1974
tók Olíufélagið Skeljung-
ur h.f., fyrst íslenskra
stórfyrirtækja upp nýtt
fyrirkomulag á vinnutíma
starfsfólks við aðalskrif-
stofu félagsins. Tilraunin
var fólgin í svokölluðum
„sveigjanlegum vinnu-
tíma“, sem gaf starfs-
manni valfrelsi um hven-
ær hann vildi hef ja starf á
tímahilinu frá kl.
08.00—10.00 að morgni, að
því tilskyldu að hann lyki
starfi sfnu réttum átta
klukkustundum siðar.
Sveigjanlegur vinnutími
nær þannig til tveggja
stunda í byrjun og lok
hvers vinnudags, en á
tímabilinu kl.
10.00—16.00 er allt starfs-
fólk að störfum. Hið
sveigjanlega vinnutíma-
kerfi er að sjálfsögðu þeim
annmörkum háð, að því
verður ekki beitt við þau
skrifstofustörf, þar sem
einn aðili er veigamikill
hlekkur í störfum fleiri
aðiia. í þeim flokki má t.d.
nefna símastúlku og gjald-
kera. Kerfið hentar þann-
ig bezt við tiltölulega
sjálfstæð skrifstofustörf
eða verkefni, en síður við
hvers konar þjónustustörf.
Nú eru liðin um fjögur ár frá
því að þetta fyrirkomulag var
tekið upp á aðalskrifstofu og í
samtölum við starfsfólkið kem-
ur glöggt fram, að valfrelsið
gefur því meira svigrúm til að
samhæfa eigin þarfir að hags-
munum fyrirtækisins, þannig að
minna verður um árekstra og þá
streitu og óánægju sem þeim
fylgir. Fólk álítur sig óháðara og
ánægðara með starfið, jafnvel
þótt það kjósi áfram sama
vinnutíma og áður.
Gagnvart fyrirtækinu verður
ekki annað séð, en að kostir hins
sveigjanlega vinnutíma séu
miklir. Starfsfólk hefur betri
tækifæri en áður til að sinna
snúningum á eigin vegum utan
vinnutíma. Þess utan bendir allt
til, að kerfið auki starfsgleði
fólks og afköst, enda er það
raunin víðast hvar erlendis, þótt
engin slík rannsókn hafi farið
fram hér.
Gallar hins sveigjanlega
vinnutíma eru einkum þeir, að
ekki geta aðilar í öllum störfum
notið hans. Einnig getur það
valdið stöku byrjunarerfiðleik-
um að ná ekki örugglega í vissa
persónu, nema á tímabilinu
10.00—16.00. Þessir gallar eru
þó mun léttvægari á metskálun-
um en kostirnir.
Af framansögðu er einsýnt að
kostir hins sveigjanlega vinnu-
tíma koma fyrst og fremst
launþegum til góða. Engu að
síður virðast samtök verzlunar-
fólks líta á allar nýjungar með
rótgróinni tortryggni og séu enn
þeirrar skoðunar, að vinnutími
sé bezt rígbundinn í gamla
farveginum á öllum vinnustöð-
um, hjá öllum vinnuveitendum.
Islensk fyrirtæki hafa verið
mjög sein til að taka við sér í
þessum efnum. Er aðeins vitað
um örfá fyrirtæki sem gert hafa
tilraunir með sveigjanlega
vinnutíma og eru þau helztu
Flugleiðir h.f., I.B.M. á íslandi
og Olíuverzlun Islands.
Óhætt er a.ð fullyrða að
sveigjanlegur vinnutími á erindi
til fjölmargra íslenskra fyrir-
tækja og sætir furðu hversu
mikils þrekleysis virðist gæta
meðal vinnuveitenda, engu síður
en samtaka skrifstofusfólks í
þessum efnum.
Bónuskerfi:
Aukin hagræðing, sem
bæði kemur launþegum
og fyrirtækjum til góða
Gísli Erlendsson og Kristján Sigurgeirsson framkvæmdastjórar
Rekstrartækni s.f.
Oft hafa ýmsir hópar
haldið þvi fram að engin
sifelld hagræðing eigi sér
stað í rekstri íslenskra
fyrirtækja. Engu að síður
er staðreyndin sú að all
mörg fyrirtæki, svokölluð
rekstrarráðgjafafyrir-
tæki, byggja rekstur sinn
á því að sífelld hagræðing
eigi sér stað í rekstri
fyrirtækja og opinberra
aðila. Til að kynnast lít-
ilega starfssviði eins þess-
ara ráðgjafafyrirtækja
ræddi Viðskiptasiðan við
framkvæmdastjóra
Rekstrartækni s.f. þá
Gísla Erlendsson og
Kristján Sigurgeirsson.
Rekstrartækni var stofnað
1972 og voru starfsmenn í
upphafi þrír. Allt frá byrjun
hefur verið fengist við lausn á
hinum ólíkustu verkefnum en þó
hefur meginverkefnaflokkurinn
verið bundinn fiskvinnslufyrir-
tækjum. Annar snar þáttur í
rekstrinum er tengdur hús-
gagnaiðnaðinum og nær þá
jafnt til framleiðsluskipulags
sem launakerfa. Eitt mikilvæg-
asta atriði slíkrar þjónustu við
fyrirtækin er stöðugt rekstrar-
eftirlit það felur m.a. í sér að
mjög fljótt verður fyrirtækið
vart við hvort einhver ákveðin
eining er framleidd með tapi.
Framleiðsluna má því stöðva á
þessum neikvæðu einingum áð-
ur en stærra tjón hlýst af. Af
öðrum aðilum er notfæra sér
þjónustu ráðgjafafyrirtækja má
nefna bæjarfélög og aðra opin-
bera aðila. í dag starfa 19
starfsmenn hjá Rekstrartækni
og er fyrirtækinu skipt í tvær
megindeildir þ.e. tæknideild og
tölvudeild.
Helsta verkefnið er tengist
fiskvinnslufyrirtækjum er upp-
bygging og viðhald svonefndra
bónuskerfa í frystihúsum og má
nefna sem dæmi að í dag annast
Rekstrartækni launaútreikn-
inga fyrir um 9000 manns,
aðallega í fiskvinnslu og með
vikulegar launagreiðslur. En
hver hefur þróunin verið í
notkun bónuskerfanna og hvaða
reynslu hafa menn öðlast á
undanförnum árum? Þeir Krist-
ján og Gísli voru sammála um
að sífellt fleiri aðilar væru að
taka upp bónuskerfi og væri
orsökin fyrst og fremst sú að
hér væri um sameiginlegt
áhugamál vinnuveitenda og
launþega að ræða, og má benda
á að ávallt hefur verið mikið
samstarf við fulltrúa samtaka
launþega og vinnuveitenda eins
og t.d. hagræðingarráðuneyta
V.S.Í. og A.S.Í. Er við spurðum
um hina margumtöluðu streitu
sem sögð er vera samfara
bónuskerfum sögðu þeir að
hennar gætti aðeins fyrst í stað
en með aukinni reynslu allra
aðila fjaraði hún út smátt og
smátt. Reynslan hefur einnig
sýnt að mannabreytingar eru til
muna minni hjá bónusfrystihús-
um en hjá þeim er ekki hafa enn
tekið þau upp. Stafaði þetta
fyrst og fremst af hærri launum
þrátt fyrir styttri vinnutíma oft
á tíðum. Bónuskerfið þýddi
einnig að þau fyrirtæki sem
hafa tekið það upp standa betur
að vigi til að fá fólk til starfa.
Bónuskerfið krefst þess hins
vegar að nægileg og sem jöfnust
hráefnisöflun sé og einnig krefst
Framhald á bls. 62.
VIÐSKIPTI
VIÐSKIPTI — EFINAHAGSMÁL — ATHAFNALlF.
Minnkun erlendra lána
Eins og fram kemur á myndinni hér að neðan hefur hlutfall
erlendra lána af vergri þjóðarframleiðslu minnkað um tæp 4%
á árunum 1975 til 1977. Greiðslubyrðin hefur minnkað nokkuð
á sama timabili en ekki þó f sama hlutfalli og lánin sjálf.
Erlendir fréttapunktar
V-pýzkaland
• Viðskiptajöfnuður V-þjóð-
verja var hagstæður í marz •
um 4.2 milljarða DM., en
hafði verið hagstæður um
2.6 milljarða i febrúar.
Marztalan er sú sama og í
marz 1977.
• Allar líkur eru nú til þess að
gírkassaverksmiðjur Fiat og
Benz bílaframleiðendanna
verði sameinaðar. Stjórn-
völd þau i Þýzkalandi, er
fara með eftirlit um hringa-
myndun eru þó nokkuð efins
um lagalegt gildi þessa, þar
sem þeir telja að samkeppni
móðurfyrirtækjanna geti
minnkað við þetta samstarf.
VW-verksmiðjurnar gera
ráð fyrir að sélja um 2,3
milljónir bíla á þessu ári og
að nettóhagnaður af rekstri
fyrirtækisins verði um 420
millj. DM en þetta eru sömu
tölur hér um bil og á síðasta
ári. Nýlega var gengið frá
samningum við starfsmenn
og var samið um 5.9%
hækkun launa, er kemur til
framkvæmda í áföngum.
Aukning í Kfna
• Kínverjar hafa slegið öll sín
fyrri met hvað varðar
iðnaðarvöruframleiðslu
fyrstu þrjá mánuði ársins.
Aukninguna má aðallega
rekja til olíu, gas, kola og
stálframleiðslu.
Japan
• I mótsögu við allar aðrar
•þjóðir reyna Japanir nú að
draga úr útflutningi sínum
og er þá haldið í útflutning
á bílum, stáli, litasjónvörp-
um og skipum. Fram-
kvæmdatímabil þessara
áætlana er apríl 1978 —
apríl 1979.
Bretland
• Eins og allflestum er kunn-
ugt um hefur mikill aftur-
bati átt sér stað í efnahags-
lífi Englendinga, og má
nefna í því sambandi við-
skiptajöfnuð og minnkandi
atvinnuleysi. Til að ná þessu
marki hefur verið beitt
mikilli hörku og minnast þá
e.t.v. flestir verkfalls
slökkviliðsmanna. Nú nýlega
var hins vegar sett á stofn
sérstök nefnd sem á að
kanna hvort að framleiðni-
aukning hafi átt sér stað hjá
þeim fyrirtækjum er veittu
meira en 10% í launahækk-
anir á síðasta ári.
Danmörk
• Nú berast þær fréttir frá
Danmörku að útflutnings-
pöntun eins fyrirtækis sé í
hættu þar sem ekki hefur
tekist að ráða nægilegt
starfsfólk. I dag eru tæplega
200.000 manns atvinnulausir
í Danmörku.
• Oft er því haldið fram að
fjárframlög fyrirtækja til
íþróttastarfsemi séu fyrst og
fremst tilkomin vegna betli-
starfssemi íþróttamanna.
Þetta á þó varla við þegar
rætt er um framlag Carls-
berg-verksmiðjanna til
danska knattspyrnusam-
bandsins en það er í ár 1
milljón d.kr. eða tæplega 50
milljónir íslenskra króna.